Morgunblaðið - 18.06.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.06.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2018 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta yfir 90 ár10% afsláttur fyrir 67 ára og eldri Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Selirnir eru óhræddir við bát-inn og oft komumst við ímikið návígi, þar sem urt-urnar með kópana liggja á skerjunum. Sennilega er óvíða á landinu hægt að komast í meira ná- vígi við seli hér við land en einmitt hér enda koma ferðamenn hingað mikið til að sjá og upplifa þetta fal- lega líf hér við sjóinn,“ segir Eðvald Daníelsson á Hvammstanga. Eðvald stendur að rekstri fyrir- tækisins Selasiglingar ehf. sem er með selaskoðunarferðir þrisvar sinnum á dag, alla daga frá 15. maí til septemberloka. Þá er siglt frá Hvammstanga þvert yfir Miðfjörð- inn að Heggstaðanesi þar sem eru selalátur og margt að sjá í ferðum sem taka eina og hálfa klukkustund. Tólf mínútur „Hér yfir fjörðinn er aðeins tólf mínútna sigling og þá má segja að komið sé aðra veröld. Það eru ein- hvers staðar á milli 70 og 90 dýr sem halda sig á skerjunum þarna, allt landselir þó við höfum reyndar líka séð einum útselssflæking stundum bregða þarna fyrir,“ segir Eðvald í samtali við Mogunblaðið. „Stundum erum við ekki nema bátslengdina frá selunum og þá er gaman að fylgjast með þeim. Kóp- arnir eru mjög hændir að mæðrum sínum, flatmaga með þeim og láta sólina baka sig. Fara svo í sjóinn, busla og taka allskonar kúnstir. Það er virkilega gaman að fylgjast með þessu, sérstaklega núna á vorin meðan kóparnir eru ungir.“ Látur eru víða Sellátur finnast víða við strand- lengju Íslands. Landselir eru flestir á svæðinu frá Ströndum að Skaga, það er umhverfis Húnaflóann. Einkar góðar aðstæður til að komast Óhræddar urtur og kóparnir sem leika kúnstir Selurinn heldur sig við Húnaflóa. Á Hvammstanga er hægt að komast í áhugaverðar siglingar að látrum við Heggstaðanes þar sem hægt er að sjá þessar fal- legu skepnur, sem sumir segja að hafi mannsaugu. Sennilega er óvíða á landinu hægt að komast í meira návígi við seli hér við land. Skipstjórinn Edvard Daníelsson - í brúarglugganum á Brimli. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Brimill Traustur eikarbátur sem tekur 30 farþega í skemmtilegar ferðir. Þessi pistill er fyrir þig sem viltbyggja upp grunnstyrk úti ífersku sumrinu. Sumarið er tíminn á Íslandi. Sama hvort það er sól eða rigning. Hér eru fimm æf- ingar sem þjálfa allan líkamann. Ef þú sinnir þeim vel í sumar áttu eftir að njóta þess miklu betur en ella. Byrjum á æfingu guðanna, upphíf- ingum. Ekki hætta að lesa ef þú hef- ur aldrei gert upphífingu og heldur að þú munir aldrei geta framkvæmt eina slíka. Það er alltaf leið. Fyrsta skrefið er að finna leikvöll eða leikskóla. Þar er mikið af góðum æfingatækjum. Finndu slá sem nær þér í höfuðhæð. Gríptu þétt utan um hana og notaðu fæturna – sem nema við jörðu – til að hjálpa þér að toga þig upp þannig að hakan nemi við slána. Svo lætur þú þig síga rólega niður og notar fæturna eins mikið og þú þarft til þess að geta sigið ró- lega niður þangað til þú hefur náð að rétta alveg úr höndunum. Sko! Þarna er fyrsta hífan komin. Þessi leið byggir togstyrk og með því að gera æfinguna reglulega kemstu yf- ir á næsta stig í upphífingaferlinu. Næsta æfing, armbeygjur. Sama og með hífurnar. Það er alltaf leið ef þú hefur ekki styrk, enn, til þess að framkvæma æfinguna eins og hún getur verið erfiðust. Fyrsta skrefið er að vera með hné í jörðu og láta sig síga rólega að jörðu þannig að brjóstkassi nánast nemi við jörð. Passaðu að hálsinn sé í hlutlausri stöðu, ekki hengja haus. Olnbogar með síðum. Æfing númer þrjú, hné- beygjur. Þú ferð eins djúpt og þú kemst. Ef þú hefur ekki farið djúpt í langan tíma er góð leið að halda með báðum höndum í handrið eða slá fyrir framan þig á meðan þú tekur hnébeygjurnar. Minnkar þannig álag á hné og liði og hjálpar lík- amanum að rifja upp þessa nátt- úrulega hreyfingu sem við öll gátum gert þegar við vorum börn og ættum að geta gert út lífið. Fjórða æfingin er liggjandi mjaðmalyftur á öðrum fæti. Jane Fonda gerði mikið af þessari æf- ingu. Hún er eldhress í dag, 80 ára. Engin læti, gera þessa og hinar æf- ingarnar líka, hægt og rólega. Það skilar sér í auknum styrk. Síðasta æfingin planki. Gerðu þessar fimm æfingar á hverjum degi í sumar. Í samtals 10 mínútur. Það á eftir að skila sér. Njótum ferðalagsins! Morgunblaðið/Ómar Púl Hér er hressilega tekið á því en þó á að finna æfingar við sitt hæfi. Sumaræfingar Njóttu ferðalagsins Guðjón Svansson gudjon@njottuferdalagsins.is Guðjón Svansson er Íslendingur, ferðalangur, eiginmaður, fjögurra stráka faðir, rithöfundur, fyrirles- ari, ráðgjafi, þjálfari, mentor og nemandi, sem heldur úti bloggsíð- unni njottuferdalagsins.is Leikskólinn Furugrund í Kópavogi tekur þessi misserin þátt í Evrópu- verkefni, ásamt leik- og grunnskólum frá sjö öðrum löndum; Búlgaríu, Ítal- íu, Kýpur, Norður-Írlandi, Portúgal, Póllandi og Spáni. Verkefnið, sem hófst í janúar 2017 og lýkur í júní á næsta ári, er í gegnum Erasmus+ og styrkt af Rannís. Er þarna leitað leiða til að efla tilfinningagreind og fé- lagsþroska nemenda, en tilgangurinn er deila hugmyndum og verkfærum með sameiginleg markmið í brenni- depli og er notast við samskiptamið- ilinn eTwinning til þess. Dagana 4. - 7. júní tók starfsfólk Furugrundar á móti gestum frá vina- skólunum. Gestirnir fengu að taka þátt í vinnustofum með nemendum Furugrundar, sem kennarar stýrðu af mikilli list. Gestunum bauðst sömu- leiðis að kynnast listsköpun, hreyf- ingu, tónlist, jóga og vináttuverkefn- inu Blæ. Í heimsókninni var einnig fundað, afrakstur hvers skóla var sýndur og næstu skref verkefnisins rædd. Gest- irnir fengu auk þess að taka þátt í sumarhátíð leikskólans, sem var sér- lega vegleg að þessu sinni vegna 40 ára afmælis leikskólans. Leikskólastjórinn, Helga Jóns- dóttir, var heiðruð vegna 40 ára í starfi hjá Kópavogsbæ. Skóla- hljómsveit Kópavogs hóf hátíðina með ljúfum tónum og Sirkus Íslands kom og sýndi listir sínar, við mikla kátínu hátíðargesta. Efla tilfinningagreind og félagsþroska leikskólanema Listsköpun, hreyfing og tónlist Ljósmynd/Úr einkasafni Kópavogur Fjör á Furugrund. Evrópuverkefnið tekur á ýmsu áhugaverðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.