Morgunblaðið - 18.06.2018, Side 13
í Selalátur eru við Illugastaði á
Vatnsnesi, spölkorn norðan við
Hvammstanga, en það svæði er lok-
að út júní vegna æðarvarps. Raunar
er umferðinni á selslóðir stýrt þann-
ig að hægt er að komast að látrunum
á Vatnsnesi landleiðina en að þeim á
sjó við Heggstaðanesið, þangað sem
Eðvard fer alla daga á Brimli
HU–18, en svo heitir báturinn sem
er 24 tonna, smíðaður úr eik 1973 og
tekur 30 farþega.
„Bátar eins og þessi hafa reynst
vel þegar siglt er með farþega. Sel-
urinn er orðinn vanur mjúkri sigl-
ingu bátsins sem hefur þar af leið-
andi mjög lítil áhrif á hegðun hans.
Það sem af er sumri hefur þetta ver-
ið mjög skemmtilegt; sunnanáttin
ráðandi, og því aflandsvindur og gott
í sjóinn,“ segir Eðvald sem hóf þessa
útgerð ásamt annarri fjölskyldu
2010. Hefur útgerðin eflst síðan og
átt sinn þátt í því að koma Húna-
þingi vestra á kortið sem áhugaverð-
um ferðamannastað. Má í því sam-
bandi nefna starfsemi Selaseturs
Íslands á Hvammstanga, þar sem er
fróðleg sýning um líf sela við strend-
ur landsins auk þess sem þar eru
gerðar margvíslegar rannsóknir á
lifnaðarháttum skepnunnar.
Kópur Skriðið upp á agnarsmátt flæðisker sem þakið er þaragróðri.
Selalátur Urtur og kópar flat-
maga og sleikja geisla sól-
arglennunnar.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2018
HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI
Hágæða
vinnuföt
í miklu úrvali
Sérmerkjum fyrir fyrirtæki
Verkfæri og festingar
Mikið úrval af öryggisvörum
Nú fástS s vinnuföt í
Elísabet Brynjarsdóttir, forseti Stúd-
entaráðs Háskóla Íslands, hefur verið
kosin forseti Stúdentaráðs Aurora,
sem er samstarfsnet níu virtra evr-
ópskra háskóla sem eiga það sameig-
inlegt að leggja áherslu á hágæða
rannsóknir, samfélagslega ábyrgð og
að gera samfélögum betur kleift að
takast á við áskoranir samtímans.
Sem forseti mun Elísabet leiða
stúdentaráð Aurora og hafa yfirum-
sjón með starfi þess frá degi til dags.
Samanlagður fjöldi stúdenta innan
netsins er um 230 þúsund og má
ætla að forystufólk íslenskra stúd-
enta hafi ekki áður farið fyrir jafn
fjölmennri sveit.
Jafnrétti og sjálfbærni
„Verkefni sem eru meðal annars á
borði mínu í augnablikinu eru að
skipa fulltrúa stúdenta í vinnuhópa
innan Aurora sem snúa til dæmis að
alþjóðamálum, jafnréttismálum og
sjálfbærni, halda áfram með vinnu
við undirbúning alþjóðlegs íþrótta-
móts Aurora stúdenta, styrkja al-
þjóðlegt nám og námsmöguleika fyrir
stúdenta innan samstarfsnetsins og
undirbúa og stýra fundum stúdenta,
bæði í gegnum netið og á ráð-
stefnum,“ segir Elísabet í tilkynningu
frá HÍ þar sem fjallað er um þetta
nýja hlutverk sem hún hefur nú tekist
á hendur. „Samstarfsnetið skapar
mikilvægan vettvang þar sem háskól-
ar geta bæði litið út fyrir sinn ramma
og séð hverju aðrir eru að vinna að og
gera vel sem og deilt góðum starfs-
háttum,“ segir Elísabet um sam-
starfsnetið og viðfangsefni þess.
Skólar víða í Evrópu
Háskólar í Aurora eru auk Háskóla
Íslands, Grenoble-Alpes háskóli
(Frakklandi), Háskólinn í Aberdeen
(Skotlandi), Háskólinn í Antwerpen
(Belgíu), Háskólinn í Björgvin (Nor-
egi), Háskólinn í Duisburg-Essen
(Þýskalandi), East Anglia háskóli
(Englandi), Gautaborgarháskóli (Sví-
þjóð) og Vrije-háskóli í Amsterdam
(Hollandi).
Elísabet Brynjarsdóttir er úr
Garðabæ, 25 ára gömul. Er hjúkr-
unarfræðingur og stefnir í fram-
haldsnám í geðhjúkrun eða alþjóða-
samskiptum eftir starfsár sitt hjá
Stúdentaráði og Aurora.
Í forystu samstarfs níu evrópskra háskóla
Elísabet kosin forseti Aurora
Morgunblaðið/Hari
Forysta Elísabet Brynjarsdóttir tekst
á við nýtt fjölþjóðlegt verkefni.
„Það er mikið fuglalíf hér á svæðinu, við
vatnið, í flæðarmálinu og í skógum,“ segir
Sigurjón Einarsson á Hvanneyri. Opnuð var
nú á laugardaginn á Stálpastöðum í Skorra-
dal ljósmyndasýningin Fuglar í Skorradal,
hvar í skógarlundi eru sýndar alls ellefu stór-
ar myndir. Eru þær af til að mynda himbrima,
músarrindli, branduglu og flórgoða, svo
nokkar tegundir séu nefndar.
Þetta er í þriðja sinn sem efnt er til sýn-
inga á ljósmyndum á Stálpastöðum, sem eru
fyrir miðju norðanverðu Skorradalsvatni.
Hefur efni sýninga þessara jafnan tengst
dalnum, náttúru þar og sögu á einhvern hátt.
Óvenjuleg ljósmyndasýning haldin utandyra í Skorradalnum
Fuglarnir í dalnum til sýnis á Stálpastöðum
Ljósmynd/GAJ
Ljósmyndari Sigurjón Einarsson, hér með brandugluna við hlið sér.