Morgunblaðið - 18.06.2018, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ísland reyndiekkert,“sagði Ro-
naldo fyrir tveim-
ur árum þegar
Portúgal mis-
tókst að leggja
Ísland á EM. „Þeir bara
vörðust og vörðust og vörð-
ust og spiluðu upp á skyndi-
sóknir. Þeir voru heppnir
þetta kvöld.“ Óhætt er að
segja að þessi viðbrögð Ro-
naldos hafi ekki hjálpað
ímynd hans mikið, í það
minnsta ekki hér á landi.
Um helgina fetaði Messi í
fótspor Ronaldos og sagði:
„Ísland gerði nánast ekki
neitt. Allt sem það gerði var
að verjast og sóknarleik-
urinn byggðist á löngum inn-
köstum. Við verðskulduðum
sigur í þessum leik.“
Þessi ummæli tveggja af
helstu knattspyrnuköppum
veraldar – veraldarsögunnar
að margra mati – segja mikið
um þau afrek sem íslenska
landsliðið í knattspyrnu hef-
ur unnið á undanförnum ár-
um. Ronaldo taldi það aðeins
heppni að Ísland næði jafn-
tefli og Messi var bersýni-
lega sömu skoðunar. En
staðreyndin er sú að ekkert
landslið í heimi getur reikn-
að með sigri gegn íslenska
landsliðinu. Það
er engin heppni,
það er þvert á
móti mikil vinna,
baráttuvilji og
öflug liðsheild
þeirra sem á vell-
inum eru, að ógleymdum
stuðningi landsmanna sem fá
landslið, ef nokkurt, geta
treyst á.
Með jafntefli gegn firna-
sterku liði Argentínu gerði
íslenska landsliðið Íslend-
inga enn og aftur stolta og
ánægða. Og það sést vel af
viðbrögðum erlendis hve
mikill sigur úrslitin voru fyr-
ir íslenska landsliðið. Er þá
ekki aðeins átt við viðbrögð
Messis eða landa hans Mara-
dona, sem einnig tók nið-
urstöðunni illa.
Íslendingar töldu, rétti-
lega, að þeir hefðu þegar
sigrað með því að komast á
HM og verða þar með fá-
mennasta þjóð sem nokkru
sinni hefur náð á það mikla
mót. Jafnteflið um helgina
staðfestir að Ísland átti fullt
erindi á mótið og sýnir um
leið að allt getur gerst á
næstu dögum og vikum.
Ævintýrið heldur þess
vegna áfram og landsmenn
bíða fullir eftirvæntingar og
bjartsýni eftir næsta leik.
Tapsár er orð sem
lýsir ágætlega Messi
og Ronaldo eftir
leiki við Ísland}
Ævintýrið heldur áfram
Það er ekki að-eins á Íslandi
sem vinstrimenn
kosta kapps um að
koma almenningi
út úr bílum og inn
í einhvers konar
lestarvagna. Tom Welsh,
blaðamaður á Telegraph í
Bretlandi, skrifar um þessa
áráttu og segir að barist sé
fyrir þessu á öllum mögu-
legum forsendum. Auknar al-
menningssamgöngur eigi að
draga úr loftslagsbreytingum,
leysa húsnæðisvandann og
jafnvel minnka einsemd.
Hann segir að þess vegna
hljóti ný skýrsla með tölum
um notkun á lestum að hafa
verið mikið áfall fyrir þessa
baráttumenn. Skýrslan sýni
að færri noti lestir, þar með
talið neðanjarðarlestarkerfið,
og notkun á strætisvögnum
fari einnig minnkandi í
stórum hlutum Bretlands.
Talsmenn aukinna almenn-
ingssamgangna reyni að
kenna ýmsu um þetta, svo
sem veðrinu, dýrum farmiðum
og jafnvel Brexit.
Welsh veltir því upp hvort
skýringarnar kunni ekki að
vera aðrar. Hvort
ekki kunni að vera
að þessar hefð-
bundnu almenn-
ingssamgöngur
hafi þegar náð há-
marki og séu á
niðurleið. Hann bendir á að ef
til vill vilji fólk ráða ferðum
sínum meira sjálft og nota
aðra fararmáta en þá sem
bjóða upp á fyrir fram
ákveðnar leiðir og tímasetn-
ingar. Og hann telur að áður
en að þróað verði dýrara lest-
arkerfi í Bretlandi sé eðlilegt
að meta hvort „ósveigjanlegt
og gamaldags almennings-
samgöngukerfi sé ekki að
verða æ meira úrelt fyrir
neytendur sem krefjast auk-
ins vals og frelsis einstakl-
ingsins“.
Í Reykjavík blés Viðreisn
lífi í gamla fallna vinstri
meirihlutann sem hefur það
sem eitt sitt helsta markmið
að ryðja burt einkabílnum og
koma upp klunnalegum, dýr-
um og gamaldags almennings-
samgöngum. Væri ekki ágætt
áður en lengra er haldið að
þessi meirihluti velti fyrir sér
þróuninni í Bretlandi.
Hugmyndirnar eru
gamlar og úreltar
eins og meirihlutinn
sem fyrir þeim berst}
Kallað eftir nýrri hugsun
Þ
etta íslenska lið gerði eiginlega
ekki neitt.“ Einmitt. Messi hefur
greinilega ekki lært neitt af hinum
tapsára kollega sínum, Ronaldo, á
EM í fótbolta sumarið 2016.
Þetta lið gerði nefnilega mjög margt í þess-
um leik á laugardaginn. Fyrir utan að skora
mark, verja víti og pakka í stórkostlega vörn
sem Messi og félagar réðu einfaldlega ekkert
við gladdi íslenska karlalandsliðið í fótbolta
þjóð sína og sameinaði um allt land – og er-
lendis. Íslendingar fylltu bari á Spáni og í
Washington. Fólk sem vissi ekki að það hefði
nokkurn áhuga á knattspyrnu stóð sig að því
að öskra sig hást á sjónvarpsskjáinn, fagna
stórkostlega þegar markið kom og varpa önd-
inni léttar í hvert sinn sem skot geigaði eða
Hannes varði.
En hver er lykillinn á bak við þetta? Á bak
við þennan árangur? Einhver sagði að okkur langaði bara
meira til að vinna, en vilji er ekki alveg allt sem þarf.
Hæfileikar, þolinmæði, kraftur og úthald er nauðsynlegt.
Samskipti og samstilling, að geta róið í sömu átt og skipt
með sér verkum þannig að hver og einn blómstri í sínu
hlutverki skiptir líka máli. Góð leiðsögn, hvatning fólks-
ins í kring, skynsamleg gagnrýni og geta til að taka henni
og bæta sig er nauðsynleg. Þetta allt má heimfæra upp á
flest það sem við gerum í lífinu.
Erlendir fjölmiðlar fá ekki nóg af íslensku hetjunum,
sögunum af tannlækninum úr Eyjum og öllu því. Ég er
ekkert að gera lítið úr ýmiskonar landkynn-
ingarverkefnum sem farið hefur verið í í
gegnum tíðina, en enginn hefði getað skipu-
lagt öflugra átak en þetta. Á EM 2016 tvöfald-
aðist fjöldi leitarfyrirspurna á Google þar sem
Ísland kom fyrir og hafði þá ekki verið meiri
síðan Eyjafjallajökull gaus 2010. Það er dálít-
ið viðeigandi, enda er þetta lið út af fyrir sig
eins og náttúruafl. Þannig getur framganga
íslenska liðsins ekki einungis glatt okkur,
sameinað og gert okkur stolt heldur haft
raunveruleg áhrif á rekstur þjóðarbúsins með
því að vekja áhuga fólks um allan heim á Ís-
landi.
En þetta er bara ein hlið á þessu öllu. Það
sem þessir strákar og stelpur í landsliðunum
okkar kenna okkur er að ekkert er ómögulegt
og eru þannig frábærar fyrirmyndir. Það á að
vera ómögulegt fyrir örþjóð eins og okkur að
eiga landslið sem keppa við þá bestu og standa sig vel í
fótbolta, handbolta og öðrum íþróttagreinum. En þetta
snýst um það að setja sér markmið og trúa því að við höf-
um það sem til þarf. Maður kemst nefnilega sjaldan
lengra en maður ætlar sér.
Og Messi getur alveg reynt að telja sér trú um að ís-
lenska liðið geri ekki neitt. Við vitum betur. Við elskum
þetta lið og styðjum það alla leið. aslaugs@althingi.is
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Við elskum þetta lið
Höfundur er formaður utanríkismálanefndar og ritari
Sjálfstæðisflokksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Nýsamþykkt lög um jafnameðferð á vinnumarkaðigætu reynst verkalýðs-hreyfingunni mikilvægt
verkfæri, ekki síst í baráttu við launa-
leynd og fjölþætta mismunun á
vinnumarkaði. Þetta segir Magnús
M. Norðdahl, deildarstjóri lögfræði-
deildar ASÍ. Of snemmt er þó að hans
mati að fullyrða um hvaða heildar-
áhrif löggjöfin muni hafa á íslenskan
vinnumarkað.
Lögin voru eitt þeirra mála sem Al-
þingi kláraði undir lok þings í byrjun
vikunnar, en markmið þeirra er að
vinna gegn mismunum og koma á og
viðhalda jafnri meðferð einstaklinga
á vinnumarkaði óháð kynþætti, þjóð-
ernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun,
skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð,
kynvitund, kyneinkennum eða kyn-
tjáningu. Bann er lagt við hvers kyns
mismunun af ástæðum sem greinir
frá í lögunum og er framkvæmdin fal-
in Jafnréttisstofu. Ágreiningsmálum
samkvæmt lögunum verður beint til
kærunefndar jafnréttismála.
Beint að fjölþættri mismunun
„Við búum sem betur fer í sam-
félagi sem gerir ekki mikið af því að
mismuna fólki. Við erum með viðvar-
andi launamun milli kynjanna og
þetta verður eitt verkfæri í viðbót til
að taka á því. Þetta er líka gott verk-
færi fyrir þá sem verða fyrir fjöl-
þættri mismunun,“ segir Magnús. Í
greinargerð er tekið dæmi um brot
gegn fatlaðri konu af tilteknum kyn-
þætti hvað fjölþætta mismunun varð-
ar. Sérstaklega er tekið fram að
byggja megi á tvennum eða fleiri lög-
um sama máli í því skyni.
„Við viljum hafa öll þau verkfæri
sem möguleg eru til að koma í veg
fyrir mismunun ef hana er að finna.
Þar sem hana er að finna, þá viljum
við eyða henni, hvort sem það er kyn-
bundin mismunun eða mismunun af
einhverjum þeim ástæðum sem
nefndar eru í lögunum,“ segir Magn-
ús. „Kannski bætist okkur þarna í
vopnabúrið til að vinna gegn launa-
leynd líka. Þá getum við kannski sýnt
fram á að fyrirtæki bjóði tilteknum
hópi launamanna önnur og verri kjör
en Íslendingum með skipulegum
hætti.“
Í frétt mbl.is í síðustu viku kom
fram að líkur væru á því að laun 18 og
19 ára einstaklinga hækkuðu vegna
laganna. Í tilteknum kjarasamn-
ingum væri kveðið á um að starfs-
menn á þeim aldri ættu aðeins rétt á
95% byrjunarlauna. Lára V. Júlíus-
dóttir hæstaréttarlögmaður sagði að
þetta væri ekki í samræmi við lögin
eins og þau væru útfærð. Spurður út í
þessa túlkun á lögunum kveðst
Magnús fátt vilja fullyrða. „Það verð-
ur að koma í ljós hvort þetta er rétt,“
segir hann og bendir á að áhrif lag-
anna að öðru leyti eigi einnig enn eftir
að koma í ljós.
„Það er of snemmt að segja til um
hvaða áhrif þessi lög munu hafa. Við
eigum t.d. eftir að sjá dálítið hvernig
máls- og kærumeðferðin mun virka
og hvort stjórnvöld munu styrkja inn-
viðina til að taka á málunum með góð-
um hætti. Það á eftir að koma í ljós,“
segir hann. Aðspurður segir hann að
óræð hugtök í lögunum séu ekki ný af
nálinni, þau hafi fastan sess í laga- og
dómaframkvæmd.
„Lögin byggjast líka á tilskipun
ESB og það verður til framkvæmd
bæði fyrir EFTA-dómstólnum og
Evrópudómstólnum um innihald og
túlkun þessara hugtaka. Við erum
ekki bundin af þeim túlkunum af því
okkur var ekki skylt að innleiða þetta,
en engu að síður verður að finna góða
leiðbeiningu í framkvæmd dómstól-
anna,“ segir hann.
Verkalýðnum fengin
ný vopn í hendur
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kröfuganga Magnús M. Norðdahl, deildarstjóri lögfræðideildar ASÍ, telur
að nýju lögin geti nýst verkalýðshreyfingunni í baráttu við mismunun.
Verkalýðshreyfingin ráðgerir að
nýta sér lög um jafna meðferð á
vinnumarkaði ásamt fleiri lög-
um. Sem dæmi má nefna lög um
jafnan rétt karla og kvenna.
Þannig munu heildræn áhrif
laganna geta orðið til þess að
uppræta fjölþætta mismunun.
„Á sama tíma og þessi lög
taka gildi taka einnig gildi lög
um jafnlaunastaðal sem á fyrst
og fremst við um kynbundinn
launamun. Vonandi verða heild-
aráhrifin af þessari lagasetn-
ingu til þess að mismunun verði
upprætt,“ segir Magnús.
Notast má
við fleiri lög
ÖNNUR LÖG UM MISMUNUN
Morgunblaðið/Eggert
Kjör Ný lög sett um jafnlaunastaðal.