Morgunblaðið - 19.06.2018, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 19.06.2018, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2018 Reyktur lax í brunchinn Söluaðilar: 10-11, Hagkaup, Iceland verslanir, Kvosin, Melabúðin, Nettó, Samkaup, Sunnubúðin, Pure Food Hall flug- stöðinni Keflavík. Með því að velja hráefnið af kostgæfni, nota engin aukaefni og hafa verkhefðir fyrri tíma í hávegum, framleiðum við heilnæmar og bragðgóðar sjávarafurðir. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Frá sumardeginum fyrsta til og með 17. júní voru aðeins 210 sól- arstundir á höfuðborgarsvæðinu, skv. upplýsingum frá Veðurstofu Íslands og teljist það langt undir meðallagi. Veðrið hafi verið tvískipt á land- inu frá sumarbyrjun, en mikil hlý- indi hafi verið norðaustan- og aust- anlands, en svalara suðvestan til, en frá því segir á bloggsíðu Trausta Jónssonar, veðurfræðings og áhugamanns um veður. Úrkoma í Reykjavík hafi verið óvenjumikil, en leita þurfi aftur til mælinga ársins 1896 til að finna sambærilegt magn, sem er þó minna. Sólskinsstundir hafi verið fáar á Suðvestur- og Vesturlandi. Óvenjuþurrt hafi verið á Vest- fjörðum. Framan af hafi rignt tals- vert eystra, en síðan stytt upp og sólin farið að skína. Síðustu daga hefur aftur breytt til. Hiti suðvest- anlands hafi mælst 1,3 gráðum und- ir meðallagi sl. tíu ára en 0,8 gráð- um yfir meðallagi sl. tíu ára á Akureyri, en talsvert kaldara hafi verið á sama tíma árið 2015. Sjaldan hafi þessi árstími verið hlýrri á Akureyri, en þó hafi verið nokkru hlýrra árið 2014. Fyrstu tvær vikur sumars hafi aldrei verið jafnhlýjar þar og nú, sé tekið mið af skráningum sem eru fyrir hendi, þær elstu frá Dalatanga árið 1949. Sólin dvalið norðaustan til  Tveir mánuðir frá sumardeg- inum fyrsta Morgunblaðið/Eggert Frá sumardeginum fyrsta Sunnlendingar hafa ekki skrælnað í sólinni. Urtan Særún lætur vel að kópnum sínum sem kom í heiminn fimmtudaginn 14. júní í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík. Kópurinn hefur ekki enn fengið nafn þar sem hann hefur enn ekki verið kyngreindur. Kópurinn drekk- ur mjólk frá móður sinni en hann étur ekki fisk fyrr en á fjórðu til sjöttu viku. Morgunblaðið/Ómar Urtan gefur kópnum sínum koss á kinn Selunum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum fjölgar í byrjun sumars Gestir í Bláa lón- inu fengu óvænta upplifun um tíu- leytið í gærmorg- un þegar jarð- skjálfti rétt undir þremur gráðum á richter skók Grindavík svo að jörðin í kringum lónið titraði. Már Másson markaðs- stjóri Bláa lónsins sagði á mbl.is að lóngestir hefðu ekki kippt sér upp við skjálftann heldur fannst þeim hann vera spennandi viðbót við þá upplifun að vera í lóninu. Jarð- skjálftar fyndust oft þar í kring og venjulega hnykkti gestum ekki við. Starfsmaður Veðurstofu segir jarðskjálftann ekki athugaverðan. Raunar hafi hann verið ögn undir þeim þriggja gráða mörkum sem venjulega sé miðað við til þess að til- kynnt sé um skjálfta en tilkynning hafi þó verið send um hann vegna þess hve nálægt byggð hann var. Ekkert bendi til þess að frekari skjálftar séu í vændum. Jarðskjálfti rétt við Grindavík Skjálfti Jörðin við lónið titraði  Gestir Bláa lónsins kipptu sér ekki upp Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Framúrskarandi hæfni í mann- legum samskiptum og reynsla af stjórnun og rekstri eru einu skil- yrðin sem um- sækjandi þarf að hafa til að eiga möguleika á að verða bæjarstjóri í einu af sveit- arfélögum lands- ins, ef marka má auglýsingu frá bæjarfélaginu. Verkefni bæj- arstjóra og sveit- arstjóra eru þau sömu í öllum sveitarfélögum samkvæmt auglýs- ingum um störfin: yfirumsjón með framkvæmd ákvarðana sem teknar eru af bæjarstjórn og bæjarráði. Flest sveitarfélögin setja þær kröf- ur að umsækjandi hafi framúrskar- andi hæfni í mannlegum sam- skiptum og reynslu af stjórnun og rekstri. Þó eru ýmsar aðrar kröfur til framkvæmdastjóra sveitarfélag- anna misjafnar. Háskólamenntun sem nýtist í starfi er einungis talin kostur en ekki skilyrði, af því er fram kemur í auglýsingu starfs bæjarstjóra Fjarðabyggðar. Það sama á þar við um þekkingu og reynslu af opinberri stjórnsýslu og störfum á sveitarstjórnarstigi. Til samanburðar er krafist þess að umsækjandi hafi háskóla- menntun sem nýtist í starfi, í aug- lýsingu Akureyrarbæjar. Þar kem- ur fram að farsæl reynsla af stjórnun og rekstri sé æskileg auk þekkingar og reynslu af opinberri stjórnsýslu. Hægt að velja „hvern sem er“ Eva Marín Hlynsdóttir, lektor í stjórnmálafræði við HÍ, segir aug- lýsingar eftir bæjarstjórum benda til þess að sveitarstjórnin geti í rauninni valið hvern sem hentar eða hafnað öllum. ,,Grunnpunkt- urinn er sá að það gilda ekki sömu reglur um umsóknir til bæjar- og sveitarstjórnar og gilda um aðrar opinberar stöður. Þessi staða er nátengd sveitarstjórninni sjálfri og hún ræður algerlega hver er ráðinn og hvernig samningurinn er.“ Einnig segir Eva fólk hafa skrítnar hugmyndir um völd bæjarstjóra. Hann sé ekki eins allsráðandi og margir haldi. Þó tekur hún fram að pólitískir bæjarstjórar hafi meiri völd en þeir sem eru ópólitískir. Mismiklar kröfur sveitarfélaganna  14 sveitarfélög hafa auglýst eftir bæjar- og sveitarstjórum  Mismiklar kröfur Morgunblaðið/Sverrir Vinna Fjórtán sveitarfélög auglýsa stöðu bæjarstjóra eftir kosningar. Eva Marín Hlynsdóttir Um 20 björgunarsveitarmenn frá fjórum björgunarsveitum komu er- lendri konu til bjargar á Ingólfs- fjalli í gærkvöldi, en konan leitaði aðstoðar björgunarsveita um klukkan átján í gær eftir að hafa lent í sjálfheldu á fjallinu. Konan reyndist óslösuð en örmagna af þreytu, að sögn Ægis Guðjóns- sonar, svæðisstjóra hjá Landsbjörg. Björgunarsveitir frá Selfossi, Þorlákshöfn, Eyrarbakka og Hveragerði komu að björguninni og notast var við dróna, fjór- og sexhjól auk sérhæfðra björg- unarmanna. Um fjörutíu mínútur tók að staðsetja konuna, en hún var föst efst í stórgrýttu gili í fjallinu. Ljósmynd/Guðmundur Karl Ingólfsfjall Konan festi sig hátt uppi í gili. Konu í fjallgöngu bjargað úr sjálfheldu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.