Morgunblaðið - 19.06.2018, Síða 4

Morgunblaðið - 19.06.2018, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2018 MANDUCA BURÐARPOKINN Manduca burðarpokinn er hannaður með það markmið að leiðarljósi að barn geti viðhaldið M-stellingu fóta og mjaðma. Borgartún 3, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is bambus.is Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 Það er óhætt að segja að stjarna ís- lenska karlalandsliðsins í knatt- spyrnu skíni skært þessa dagana. Eftir frábæra frammistöðu gegn sterku liði Argentínu á laugardag hafa vinsældir strákanna margfald- ast, ekki síst á samfélagsmiðlum. Ber þar hæst vinsældir Rúriks Gíslasonar, kantmanns landsliðsins, en fylgjendafjöldi hans á Instagram hefur á einungis þremur dögum far- ið úr um 40.000 fylgjendum í tæp- lega 400.000. Fyrir leik liðsins á laugardag var Gylfi Sigurðsson sá leikmaður þess sem var með flesta fylgjendur á Instagram, rúmlega 170.000. Rúrik var hins vegar ekki lengi að skjótast fram úr honum og er nú með um tvö- falt fleiri fylgjendur. Þrátt fyrir að fylgjendahópur Rúriks hafi stækkað einna mest hafa hinir strákarnir einnig vakið mikla athygli. Fylgjendafjöldi Hannesar Þórs Halldórssonar hefur ríflega tvöfaldast en þegar flautað var til leiks á laugardag var hann með rúm- lega 23.000 fylgjendur en í gær voru þeir orðnir 48.000 talsins. Svipaða sögu er að segja af Alfreð Finnboga- syni, Aroni Einari Gunnarssyni og Birki Bjarnasyni, en samtals hafa þeir aukið fylgjendafjölda sinn um ríflega 100.000 manns. Flestir eiga fylgjendur strákanna það sameigin- legt að vera kvenkyns og frá Suður- Ameríku, en við nýjustu myndir strákanna hefur fjöldi kvenna skrif- að til þeirra skilaboð. Það er því óhætt að segja að leik- menn íslenska landsliðsins hafi unn- ið hug og hjarta heimsbyggðarinnar, innan sem utan vallar. aronthordur@mbl.is Landsliðið slær rækilega í gegn á samfélagsmiðlum Ljósmynd/Instagram Vinsæll Stjarna Birkis Bjarnasonar hefur skinið skært síðustu daga.  Fylgjendafjöld- inn margfaldast Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Margir Íslendingar lögðu leið sína til Moskvu um síðustu helgi. Meðal þeirra er íslensk fjölskylda sem lenti í óskemmtilegri reynslu og var svik- in um miða á leik Íslands gegn Arg- entínu í Moskvu. Hallfríður Brynj- ólfsdóttir og fjölskylda hennar keyptu miða á leikinn en þau komust aldrei lengra en að leikvanginum. Misvísandi skilaboð Hallfríður segist hafa keypt mið- ana af vefsíðunni Ticombo. „Þetta var mjög traustvekjandi til að byrja með, skilaboðum svarað strax, lofað endurgreiðslu ef eitthvað færi úr- skeiðis. Svo áttu miðarnir að berast heim til okkar fyrir 29. maí og þá komu engir miðar.“ Þá fékk Hall- fríður strax póst og var þar fullyrt að miðarnir væru í Moskvu, hjá afhend- ingarstöð Fifa. „Svo fór ég að senda póst 5-6 dögum fyrir brottför – bara til að gá í hvaða sæti við værum og svona. Þá svarar Ticombo mér alltaf að það sé mikið að gera, þeir biðja um heimilisfang í Moskvu og segjast ætla að senda miðana á hótelið, þannig að það var ekki verið að svara spurningunum mínum.“ Þá var Hallfríður farin að efast um ferlið. „Svo voru miðarnir ekki á hót- elinu þegar við komum daginn fyrir leik, þannig að ég hringdi eins og brjálæðingur, í tugatali.“ Segir Hall- fríður ekki eitt einasta svar hafa bor- ist seinustu tvo dagana fyrir leikinn. „Á laugardeginum fer ég með krakkana með mér og ætla bara að gera gott úr þessu. Fer og finn stað þar sem við verðum og ég verð bara að sætta mig við það að við förum ekki á leikinn. Svo hringir maður í mig tveimur og hálfum tíma fyrir leik og segist vera með miðana mína, fyrir utan leikvanginn. Þannig að við mætum þangað tveim tímum fyrir leik og enginn hringir. Ég reyni að hringja í þetta númer, sem ég hef ekki séð áð- ur, fjölmörgum sinnum en ekkert svar. Hann hringir svo þegar 4 mín- útur eru liðnar af leiknum. Ég segi honum hvar erum, við bíðum í hálf- tíma en hann kom aldrei. Svo gáf- umst við upp og enduðum á því að horfa á seinni hálfleikinn á bar með eldhressum Argentínumönnum og það var bara gaman.“ Hallfríður segir fyrrgreinda vef- síðu vera nú í sambandi við sig og lofa öllu fögru. „Lofa einhverri Spánarferð og eitthvað. Við sjáum hvernig það endar.“ Fjölskyldan samanstendur af miklum fótbolta- aðdáendum og fóru þau t.a.m. til Frakklands á EM og á EM í Hol- landi í fyrra. „Börnin eru búin að bíða eftir þessu í hálft ár, að sjá Messi. Þetta eru rosaleg vonbrigði, tilfinningalega er þetta bara mjög erfitt.“ Hallfríður veit um a.m.k. eina íslenska fjölskyldu sem lenti í sömu ógöngum og líklegt er að þær séu fleiri. KSÍ ítrekar að almenn- ingur hafi aðgát og kaupi ekki miða í gegnum aðra en FIFA eða KSÍ. Svikin um miða á leik Íslands gegn Argentínu  Miðar keyptir af erlendri vefsíðu  KSÍ hvetur fólk til að hafa aðgát Vonbrigði Fjölskyldan beið fyrir utan leikvanginn í langan tíma. Nína Guðrún Geirsdóttir ninag@mbl.is Á skyndibitastað í miðbæ Reykja- víkur starfar Nígeríumaðurinn Olu- fela Owolabi. „Ég er svartur maður, alinn upp á Íslandi,“ segir Olufela og hlær. Hann hefur búið hér á landi í tuttugu ár, fyrstu tuttugu árin bjó hann í heimalandi sínu. Hann kynn- ist íslenskri stúlku sem var við nám í Gana og þau hófu sambúð ári síðar á Íslandi. Hann á tvö börn á aldrinum 18-20 ára á Íslandi. „Þó að ég hafi fæðst þar þá er ég meiri Íslendingur í hjarta mínu. Mér finnst miklu skemmtilegra að horfa á Ísland núna. Ekki láta það fréttast til Níg- eríu,“ segir Olufela og skellihlær. Lífið snýst um fótbolta Olufela er frá Lagos, fyrrverandi höfuðborg Nígeríu í vesturhluta landsins. Hann segir lífið í Nígeríu snúast að mestu um fótbolta en þar er rík fótboltahefð. „Það eina sem ég gerði þegar ég var lítill var að spila fótbolta. Þér var réttur fótbolti sem barn og þú látinn sjá um rest. Þetta hefur alltaf verið okkar leið til að finna gleðina. Það er svo mikið annað í gangi, sem er ekki endilega já- kvætt, en í fótbolta fáum við tæki- færi til að standa okkur. Margir krakkar fara ranga leið í lífinu en margir ná að finna sig í fótboltan- um,“ segir Olufela. Nígería hefur sex sinnum áður spilað á stórmótum í fótbolta og nú síðast á HM 2014 þar sem liðið komst í 16 liða úrslit. Olufela segir landsliðið og leikmenn þess þjóð- hetjur í landinu. Þá myndist mikil stemning fyrir landsliðsleiki þar sem fólk hóar sig saman og heldur stór partí. Strákarnir mínir Olufela segist hafa fengið mikla athygli frá fólki á Íslandi þegar frétt- ist að Ísland myndi mæta Nígeríu og margir áhugasamir um hvaða lið hann ætli að styðja. Aðspurður hvort hann muni halda upp á annað liðið frekar en hitt í viðureigninni á föstu- dag segir Olufela að hann hafi haft sex mánuði til að hugsa málið og hafi nú komist að niðurstöðu: „Fram að þessu móti var auðvelt fyrir mig að segjast vera Nígeríumaður og styðja Nígeríu í íþróttum. En ef ég á að vera hreinskilinn, þá er íslenska liðið mitt lið, strákarnir okkar. Veit ekki hvað það er, hvort það er af því að ég hef búið jafn lengi hér og í Nígeríu, en það spilar líka inn í að Nígería hefur ekki gert neitt fyrir mig, allt mitt líf er á Íslandi og á ég landinu margt að þakka. Börnin mín, mennt- un og allt sem ég á er hér. Ég er gestur í Nígeríu, þó ég virði auðvitað rætur mínar og bakgrunn.“ Hann segir nígeríska liðið hafa staðið sig mjög vel. „Þetta er gott lið og þarna eru frábærir leikmenn sem gefa allt sem þeir eiga. Ég er sér- staklega stoltur af markmanninum okkar, Ezenwa, sem er eins og Spi- derman.“ Olufela er viss um að Ísland vinni leikinn og er spá hans sú að Ísland vinni 2-0 eða 3-1. „Ég held að við vinnum þetta. Hannes Þór er minn maður, það er þvílíkur kraftur í hon- um. Ég held að hann muni bjarga okkur.“ Í flugi meðan á leik stendur Svo (ó)heppilega vill til að Olufela- verður staddur um borð í flugvél á leið til Nígeríu á þeim tíma sem leik- urinn mun fara fram. Hann segist því feginn: „Það er léttir, ég planaði þetta ekki svona en ég er mjög ánægður með að fríið mitt hafi raðast einmitt á þennan veg. Þá þarf ég ekki að glíma við þessar blendnu tilfinningar,“ segir Olufela og hlær. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fótbolti Olufela Owolabi er Nígeríumaður sem hefur búið hér á landi í tuttugu ár. Hann heldur með Íslandi á HM. „Er meiri Íslending- ur í hjarta mínu“  Nígeríumaðurinn Olufela Owolabi heldur með Íslandi á HM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.