Morgunblaðið - 19.06.2018, Síða 6
Í KABARDINKA
Skapti Hallgrímsson
skapti@mbl.is
Landsliðið í knattspyrnu fékk
óvænta heimsókn á hótelið við
Svartahaf í gærkvöldi þegar fjórir fé-
lagar úr Mið-Íslandi mættu og
skemmtu landsliðsmönnunum með
uppistandi. Mikið var hlegið og hátt.
Forráðamenn landsliðsins vita að
mikilvægt er að brjóta upp rútínu
æfinga og leikja, létta mönnum lund-
ina, og að hláturinn lengir lífið. Von-
andi lengir hann líka dvöl landsliðs-
ins á HM fram yfir riðlakeppnina.
Leynd hvíldi yfir ferðalagi fjór-
menninganna því heimsóknin átti að
koma leikmönnum á óvart.
Skemmtikraftarnir flugu utan á
föstudag, sáu leikinn við Argentínu í
Moskvu á laugardag og flugu síðan
suður að Svartahafi í gær.
„Það var stórkostlegt að upplifa
leikinn á móti Argentínu,“ sagði
Bergur Ebbi Bendiktsson, einn fjór-
menninganna, við blaðamann eftir að
hlátur fjölmiðlafólksins var þagn-
aður. „Ég er svolítil HM-bulla og hef
verið síðan ég var krakki. HM er
einn stærsti viðburður sem maður
veit um.“
Bergur Ebbi segist sem barn hafa
lesið bók Sigmundar Ó. Steinars-
sonar um HM, sem kom út eftir
keppnina 1990, upp til agna. „Þar var
stuttur kafli sem ég man alltaf fyr-
irsögnina á: Langt í land. Þetta var
tilvitnun í Ásgeir Sigurvinsson og
var samt í raun mesta bjartsýni sem
hægt var að segja um Ísland og HM
á þessum tíma. Þýðir eiginlega:
Gleymið þessu!“
Hann segir fyrirsögnina sífellt
koma upp í huga sinn þegar HM er
annars vegar „en það sem er að ger-
ast núna er ótrúlegt. Það er á ein-
hverjum biblískum skala í mínum
huga. Að hafa svo náð góðum úrslit-
um á móti Argentínu var frábært og
segja má að sú góða byrjun sé alveg
fullkominn endir eða byrjun á þess-
ari sögu, eftir því hvernig maður lítur
á þetta. Að sumu leyti má segja að
sagan um það að komast á HM sé að
enda 16. júní í Moskvu.“
Bergur Ebbi segir að sitt HM-
ævintýri hafi haldið áfram við að fá
að skemmta strákunum í gærkvöldi.
„Það er draumi líkast að fá að peppa
strákana og þjálfarana, að fá að fara
inn í þetta innsta vígi hefur næstum á
sér hernaðarlegan blæ, sérstaklega
hérna í Rússlandi því öryggisgæslan
er svo mikil. Ég lít fyrst og fremst á
þetta sem pepp; það er gott fyrir þá á
milli leikja þegar þeir mega hætta að
hugsa um fótbolta í smástund.“
Bergur Ebbi segist ekki í vafa um
hvernig næsti HM-kafli verður: „Það
er svo mikil fagmennska í kringum
liðið að sama hvernig fer mun það
fara út sem sigurvegari í mínum
huga. Liðið mun taka sigri eða ósigri
af fagmennsku.“
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Á landsliðsvellinum Dóri DNA, Bergur Ebbi, Björn Bragi Arnarsson og Jó-
hann Alfreð Kristinsson eftir að þeir skemmtu fjölmiðlafólkinu.
Hláturinn lengir lífið
og vonandi HM-dvölina
6
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2018
laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is
Epicurean skurðarbretti
Verð frá 2.690 kr.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Þetta er ofboðslega skemmtilegt
starf. Það er mjög gaman að setjast
yfir þessi lið sem ég hef sjálf fylgst
með á stórmótum frá því ég var pínu-
lítil. Það er einfaldlega frábært að fá
að taka þátt í þessu núna,“ segir
Kristjana Arnarsdóttir, íþrótta-
fréttakona á RÚV.
Kristjana hefur vakið athygli fyrir
framgöngu sína í HM-stofunni á
RÚV síðustu daga. Á sínu fyrsta
stórmóti mætir hún til leiks eins og
hún hafi aldrei gert annað og er sem
ferskur andvari inn í umhverfi sem
jafnan er nær eingöngu skipað körl-
um. Kristjana og stallsystir hennar,
Edda Sif Pálsdóttir sem flytur fréttir
frá Rússlandi, eiga sannarlega hrós
skilið fyrir frammistöðu sína.
Kristjana steig sín fyrstu skref í
fjölmiðlum á Fréttablaðinu árið 2010
en var lengi vel efins um hvort hún
ætti að ílengjast í fjölmiðlaumhverf-
inu. „Ég reyndi viljandi að fá áhuga á
einhverju öðru. Ég vann eitt sumar í
banka, var flugfreyja og flutti meira
að segja til Danmerkur. Ég viður-
kenni það alveg, mig langaði á þeim
tíma ekki að vinna með pabba,“ segir
hún en faðir hennar er hinn kunni
íþróttafréttamaður Arnar Björnsson.
„Ég ákvað það bara í hausnum að
ef ég gerði það yrði hlutunum stillt
þannig upp að ég hefði fengið vinn-
una af því pabbi er pabbi. Ég sá ekk-
ert fyrir mér að þessi kúltúr myndi
breytast. Á þessum tíma var engin
kona á Stöð 2 Sport og mér fannst
virka erfiðara að komast inn á RÚV.
En um leið langaði mig alltaf að
verða íþróttafréttamaður, ég vissi að
þetta ætti ótrúlega vel við mig.“
Sem það augljóslega gerir. Krist-
jana réð sig í afleysingar sumarið
2016 við skrif íþróttafrétta á vef
RÚV og hefur ekki litið til baka síð-
an. Nema rétt aðeins til að ljúka
meistaraprófi í markaðsfræðum við
HR. Nú blasir framtíðin við þessari
27 ára Kópavogsmær. Hún er á föstu
með golfaranum Haraldi Franklín
Magnús og búin að finna drauma-
starfið.
„Já, ég held það. Mér hefur aldrei
fundist jafn gaman í vinnunni áður.
Ég sé mig ekki fara í eitthvað annað
eins og staðan er núna.“
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Ný stjarna Kristjana Arnarsdóttir er á sínu fyrsta stórmóti en frammistaðan ber þess engin merki.
Hefur aldrei fundist jafn
gaman í vinnunni og nú
Kristjana Arnarsdóttir slær í gegn í umfjöllun um HM
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Við vissum að við værum með virki-
lega flotta sögu í höndunum enda er
það einstakt að leikmaður í liði á HM
sé að leikstýra auglýsingum. Við
bjuggumst líka við því að hugmyndin
að baki auglýsingunni myndi hrífa
fólk. Þessi viðbrögð hafa þó verið
langt umfram væntingar,“ segir Stef-
án Magnússon, markaðsstjóri Coca
Cola á Íslandi.
Auglýsingin sem Hannes Halldórs-
son, markmaður íslenska landsliðsins
á HM í Rússlandi, gerði fyrir Coca
Cola hefur farið á mikið flug á sam-
félagsmiðlum eftir fyrsta leik liðsins
um helgina. Hannes átti sem kunnugt
er stórleik gegn Argentínumönnun-
um og varði vítaspyrnu frá Lionel
Messi. Fyrir leikinn höfðu um 300
þúsund manns horft á auglýsinguna á
Youtube en síðdegis í gær var sú tala
komin í rétt tæp 1,2 milljón áhorf.
Þar með er þó ekki öll sagan sögð.
Samkvæmt upplýsingum frá Coca-
Cola European Partners Ísland hefur
auglýsingin auk þess fengið 520 þús-
und áhorf á Facebook og er það áhorf
nánast allt sjálfsprottið (e. organic).
Dekkun (e. reach) á Facebook er sem
stendur 1,6 milljónir manna. Þá er
þátttökuhlutfall (e. engagement rate)
um 13.800 manns og er það bæði inn-
lent og erlent.
„Coca Cola hefur deilt auglýsing-
unni til neytenda víða um heim. Er-
lendir fréttamiðlar hafa einnig deilt
auglýsingunni og sýnt henni og lands-
liðinu mikinn áhuga. Til að mynda
Sports Illustrated,“ segir Stefán.
Hannes starfaði sem leikstjóri áður
en hann fór í atvinnumennsku og
gerði meðal annars Coca Cola-auglýs-
ingu þegar 21 árs lið Íslands keppti á
EM fyrir nokkrum árum. „Við þekkj-
um hann því að góðu, hann er frábær
leikstjóri. Það var smá púsl að koma
þessu öllu saman, þetta ferli er búið
að taka marga mánuði. En þetta tókst
sem betur fer.“
Hannes á allra
vörum á netinu
Ótrúlegt áhorf á auglýsingu hans
Skjáskot úr auglýsingu Coca Cola
Saman Hannesi Halldórssyni bregður sjálfum fyrir í auglýsingu sem hann
gerði fyrir Coca Cola á Íslandi. Hér sést hann að baki fyrirliðans Arons.
Íslenska þjóðin er nokkuð bjartsýn
á gengi íslenska landsliðsins í
knattspyrnu á heimsmeistara-
mótinu í Rússlandi samkvæmt
könnun MMR. Töldu alls 59% að-
spurðra að íslenska landsliðið kæm-
ist upp úr riðlakeppninni en þar af
töldu tæp 19% að liðið kæmist í 8-
liða úrslit eða lengra. Tvö prósent
töldu að íslenska liðið mundi vinna
keppnina.
Konur töluvert bjartsýnni
Konur voru bjartsýnni en karlar
hvað varðar gengi íslenska liðsins,
en 67% aðspurðra kvenna töldu Ís-
land komast áfram úr riðlakeppn-
inni, samanborið við 52% karla.
Voru yngstu og elstu þátttakendur
könnunarinnar jafnframt þeir
bjartsýnustu, 66% svarenda á aldr-
inum 18-29 ára og 69% 68 ára og
eldri spá Íslandi í 16-liða úrslit.
Tröllatrú hjá Miðflokknum
Er litið er til stjórnmálaskoðana
var það stuðningsfólk Miðflokksins
sem var líklegast til að telja ís-
lenska liðið líklegt til afreka í riðla-
keppninni, eða 79%. Þá töldu 7%
fylgjenda Flokks fólksins að ís-
lenska liðið mundi hampa heims-
meistaratitlinum.
Könnunin var framkvæmd dag-
ana 12. – 18. júní og tæp 4% svara
bárust eftir að leik Íslands og Arg-
entínu lauk. Heildarfjöldi svarenda
var 925. axel@mbl.is
Hófleg bjartsýni meðal Íslendinga fyrir HM