Morgunblaðið - 19.06.2018, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 19.06.2018, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2018 PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til 25. júní. Landsmót hestamanna Veglegt sérblað tileinkað Landsmóti hestamanna fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 29. júní Blaðið mun gera mótinu, og hestamennsku góð skil með efni fyrir unnendur íslenska hestsins. NÁNARI UPPLÝSINGAR: Sigríður Hvönn Karlsdóttir Sími: 569 1134 siggahvonn@mbl.is SÉRBLAÐ Hagstofan hefur tekið samanýmiskonar tölulegan sögu- fróðleik í tilefni af 100 ára fullveldi landsins.    Eitt af þvísem þar er að finna eru töl- ur um stúdents- próf karla og kvenna síðustu öldina og segja þær heilmikið um það þrekvirki sem unnist hefur í jafnréttisbarátt- unni.    Samkvæmt upplýsingum Hag-stofu brautskráðust vorið 1918 24 karlar og 2 konur með stúdents- próf hér á landi, eða 1,6% af fjölda tvítugra landsmanna.    Hin síðari ár lætur nærri að þríraf hverjum fjórum ljúki stúd- entsprófi og nær 6 af hverjum 10 eru konur. Raunar er það svo að í fjóra áratugi hafa fleiri konur en karlar lokið stúdentsprófi.    Svipaða þróun má sjá þegar há-skólapróf eru skoðuð en þar er kynjahallinn jafnvel enn meiri.    Árangurinn af jafnréttisbarátt-unni á menntasviðinu er svo mikill að segja má að ef hafa þarf áhyggjur af kynjahalla er það fremur að karlar hafi dregist aftur úr.    Þetta er án efa nokkuð sem skól-arnir þurfa að huga meira að.    Aðalmálið í þessu og öðru semsnýr að jafnrétti er þó að allir séu jafnir fyrir lögum og njóti sömu tækifæra.    Sem betur fer standa Íslendingarafar vel í þeim efnum. Alger umskipti STAKSTEINAR Veður víða um heim 18.6., kl. 18.00 Reykjavík 9 skýjað Bolungarvík 5 súld Akureyri 8 alskýjað Nuuk 5 léttskýjað Þórshöfn 8 rigning Ósló 15 skúrir Kaupmannahöfn 18 skýjað Stokkhólmur 19 heiðskírt Helsinki 18 skýjað Lúxemborg 19 skýjað Brussel 19 skýjað Dublin 18 súld Glasgow 15 alskýjað London 23 léttskýjað París 23 léttskýjað Amsterdam 17 skýjað Hamborg 20 skýjað Berlín 23 heiðskírt Vín 25 heiðskírt Moskva 26 heiðskírt Algarve 27 heiðskírt Madríd 25 heiðskírt Barcelona 25 léttskýjað Mallorca 25 léttskýjað Róm 24 skúrir Aþena 25 skýjað Winnipeg 23 léttskýjað Montreal 22 skúrir New York 28 léttskýjað Chicago 31 léttskýjað Orlando 31 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 19. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 2:55 24:04 ÍSAFJÖRÐUR 1:35 25:35 SIGLUFJÖRÐUR 1:18 25:18 DJÚPIVOGUR 2:10 23:48 Um helgina var búið að veiða um þriðjung þess afla sem miðað var við á strand- veiðum sumars- ins, eða 3.327 tonn af 10.200 tonnum. Alls höfðu 468 bátar hafið veiðar en þeir voru 526 eft- ir átta daga á veiðum í júní í fyrra. Bátum hefur fækkað á þremur svæðum, en fjölg- að á suðursvæði. Frá upphafi vertíðar er meðalafli á bát 8,6 tonn á A-svæði, 5,7 tonn á B-svæði, 5,8 tonn á C-svæði og 6,6 tonn á D-svæði. Í heildina er með- alafli á bát 7,1 tonn í ár, en var 6,5 tonn í fyrra. Í yfirliti á heimasíðu Lands- sambands smábátaeigenda kemur fram að í ár hafa 135 bátar landað meira en 10 tonnum frá upphafi vertíðar, en þeir voru 121 í fyrra. Í strandveiðum ársins er heimilt að róa 12 virka daga í mánuði frá maí til loka ágúst. aij@mbl.is Þriðjungur aflans kom- inn á land  Færri á strand- veiðum en í fyrra Fern samtök launþega og atvinnu- rekenda í sjávarútvegi hafa sent stjórnvöldum áskorun um að hefja nú þegar endurnýjun á skipakosti Haf- rannsóknastofnunar og efla hafrann- sóknir við Ísland. Samtökin eru Sjó- mannasamband Íslands, Félag skip- stjórnarmanna, VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Í áskoruninni segir m.a.: „Samtök þau sem undir þessa ályktun rita skora á stjórnvöld að gera hið fyrsta bragarbót á flota Hafrannsókna- stofnunar. Það verður að kaupa skip í stað Bjarna Sæmundssonar og það verður strax að fara að huga að skipi til að taka við af Árna Friðrikssyni. Með því móti tryggjum við að skiln- ingur okkar á hafinu og lífverum þess aukist og þá einnig að umgengni verði með forsvaranlegum hætti. Þannig rísum við undir þeirri ábyrgð sem okkur er falin í umgengni við sjó- inn. Í þeim efnum er betra að vita en hyggja.“ Í áskoruninni er rakið að fyrsta sérsmíðaða rannsóknarskip Íslend- inga kom til landsins 1967, Árni Frið- riksson RE100. Þremur árum síðar, 1970, kom Bjarni Sæmundsson RE30 til landsins. Bjarni er enn í notkun, en kominn mjög til ára sinna, einangrað- ur með asbesti og tímaspursmál hve- nær honum verður lagt. Bjarni hefur þjónað vel en að- stæður um borð eru ekki lengur boð- legar vísindalegum rannsóknum eða starfsmönnum, segir í áskoruninni. Nýr Árni Friðriksson kom til lands- ins 2000 og er því að verða 20 ára. Ekki sé bara nauðsyn fyrir okkur að hafa nýjustu tækni tiltæka og boð- leg skip, „okkur ber skylda til að sjá til þess að hafrannsóknir við Ísland séu ætíð í fremstu röð. Þá skyldu höf- um við því miður vanrækt,“ segir í áskoruninni. aij@mbl.is Efla þarf skipakost til hafrannsókna  Fern samtök skora á stjórnvöld  Eldra skipið að verða 50 ára gamalt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.