Morgunblaðið - 19.06.2018, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.06.2018, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2018 Hamraborg 10, Kópavogi – Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30-18 Laugardaga 11–14 GOTT ÚRVAL AF UMGJÖRÐUM Verið velkomin til okkar í sjónmælingu www.kvarnir.is 1996 2016 20 ÁRAKvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Álfhellu 9 | 221 Hafnarfirði sími 564 6070 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is Vinnupallar margar stærðir og gerðir VIÐ leigjum út palla og kerrur „Smíði tveggja nýrra skipa fyrir Eimskip í Kína gengur samkvæmt áætlun,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi félags- ins. Þetta verða stærstu skip í eigu íslensks skipafélags. Búið er að skera niður allt stál í fyrra skipið og smíði þess er haf- in. Áætlað er að skipin verði af- hent um mitt ár 2019. Þau munu sigla á áætlunarleiðum milli Ís- lands og Evrópu. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu skrifaði Eimskip undir samning þann 24. janúar 2017 um smíði tveggja nýrra gámaskipa. Skipin tvö eru smíðuð hjá China Shipbuilding Trading Company Limited og Guangzhou Wenchong Shipyard Co. Ltd. Báð- ar þessar skipasmíðastöðvar eru ríkisreknar og með ríkisábyrgð. Hvort um sig verða skipin 2.150 gámaeiningar, 180 metrar á lengd, 31 metri á breidd og búin aðalvélum frá MAN með sér- stökum búnaði til að draga úr út- blæstri köfnunarefnis (NOx) út í andrúmsloftið. Ganghraði verður 20,5 sjómílur á klukkustund. Nýju skipin verða 26.500 brúttótonn. Til samanburðar eru stærstu skip Eimskips nú, Detti- foss og Goðafoss, 14.664 brúttó- tonn, 167 metra löng og 28 metra breið. Ganghraði þeirra er 20 sjó- mílur. Gámafjöldi er 1.451 eining. Þau skip eru orðin yfir 20 ára gömul, voru smíðuð árin 1995 og 1996. Samningsverð hvors skips nem- ur um 32 milljónum dollara, eða 3,7 milljörðum íslenskra króna. Heildarfjárfestingin er því 7,4 milljarðar miðað við gengið þegar skrifað var undir samningana við kínversku skipasmíðastöðvarnar í fyrra. sisi@mbl.is Ljósmynd/Eimskip Byrjun Búið er að skera niður allt stál í fyrra skipið og smíði er hafin. Smíði er hafin á skipum Eimskips  Verða stærstu skip íslenska flotans Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Útlendingastofnun hefur ákveðið að lengja viðmið um afgreiðslutíma fyr- ir umsókn um fyrsta dvalarleyfi úr 90 dögum í 180 daga. Frá þessu er greint á vefsíðu stofunarinnar. Ástæða lengingarinnar er mikil fjölgun umsókna um dvalarleyfi, en samanlagður fjöldi þeirra jókst um 25% árið 2016 og aftur um 25% árið 2017. Stofnuninni hefur ekki tekist að fjölga starfsmönnum í takt við aukningu á umsóknum og því geta umsækjendur um fyrsta dvalarleyfi nú átt von á að bíða allt að 180 daga frá því að greitt hefur verið fyrir um- sókn þar til hún er tekin til vinnslu. Samhliða lengingu á afgreiðslu- tíma dvalarleyfa verður afgreiðslu- tími umsókna um íslenskan ríkis- borgararétt lengdur úr sex til átta mánuðum í tólf. Umsóknum um rík- isborgararétt hefur aðeins fjölgað lítillega síðustu ár en hlutfall um- sókna um ríkisborgararétt sem lagð- ar eru fyrir Alþingi hefur hins vegar hækkað umtalsvert og er afgreiðsla slíkra umsókna jafnan mun tíma- frekari. Í tilkynningu stofnunarinn- ar er þó lögð áhersla á að umsóknir verði áfram afgreiddar eins hratt og unnt er og að flestar umsóknir verði áfram afgreiddur innan viðmiðanna. Flýtimeðferðin lengri Útlendingastofnun hefur enn fremur lengt afgreiðslutíma á um- sóknum í flýtimeðferð gegn þjón- ustugjaldi. Boðið hefur verið upp á slíka flýtimeðferð fyrir umsóknir á grundvelli atvinnuþátttöku frá árs- byrjun og hefur eftirspurn verið mikil. Vegna skorts á fjármagni og þar sem talið er að hún geti haft nei- kvæð áhrif á afgreiðslutíma al- mennra umsókna verður afgreiðsla flýtimeðferða lengd úr tíu dögum frá greiðslu í þrjátíu daga. Morgunblaðið/Hari Dvalarleyfi Hús Útlendingastofnunar á Dalvegi 18 í Kópavogi. Afgreiðsla á dval- arleyfum lengd  Afgreiðsla á umsóknum um ríkisborgararétt einnig lengd Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Eva Sigurbjörnsdóttir heldur áfram starfi sínu sem oddviti Ár- neshrepps, en hún var endurkjörin á fyrsta fundi nýrrar hrepps- nefndar í gær eftir sveitarstjórn- arkosningarnar í maí. Þá var Guðlaugur Agnar Ágústs- son kjörinn varaoddviti en hann tekur við af Guðlaugi Ingólfi Bene- diktssyni. Ekki var kosið í nefndir á þessum fyrsta fundi nýrrar hreppsnefndar né voru önnur málin tekin fyrir. Hjón í hreppsnefnd Alls sitja fimm í hreppsnefnd, þar á meðal eru ein hjón, þau Bjarnheiður Júlía Fossdal og Björn Torfason, bændur á Melum I í Tré- kyllisvík. Ásamt þeim eru Eva Sig- urbjörnsdóttir, Guðlaugur Agnar Ágústsson og Arinbjörn Bernh- ardsson. Eva endurkjörin sem oddviti  Nýkjörin hreppsnefnd Árneshrepps kom saman í gær Fullskipað Nýkjörin hreppsnefnd Árneshrepps fundar á Norðurfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.