Morgunblaðið - 19.06.2018, Page 12

Morgunblaðið - 19.06.2018, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2018 Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | sími 551 3366 | www.misty.is Misty Skyrta 9.990 kr. Buxur 9.990 kr. Bolur 6.950 kr. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Það var sérstök upplifun aðfinnast ég vera maur meðmörgum öðrum maurum ístórri mauraþúfu, því sam- an lyftum við grettistaki. Mér fannst ég ekki koma miklu í verk á hverjum degi, en ég var reyndar komin með magnaða upphandleggsvöðva eftir þennan mánuð og ég léttist um mörg kíló, svo heilmikið var lagt af mörk- um. Við skiptumst á, til að læra sem flest verk, en ég forðaðist eitt mjög erfitt verk, að berja jarðveg inn í hjólbarða með sleggju, en það fóru 900 dekk í þessa húsbyggingu. Ef ég ætla að byggja svona hús hér heima á Íslandi, þá verð ég að geta kennt drengjunum mínum hvernig á að gera þetta, svo ég lét mig hafa það að fara í sleggjuvinnuna. Suma daga var ég kannski að handlanga mold, en aðra daga við steypuvinnu, og allt handgert, við þurftum að hræra steypu og setja hana í mót. Þetta hefði einn maður ekki getað gert, en saman gátum við það öll sem komum að þessari byggingu. Árangurinn var eins og tónverk sem small saman úr mörgum þráðum. Það var magnað að upplifa á eigin skinni hvernig margar hendur vinna létt verk,“ segir Sigríð- ur Melrós Ólafsdóttir sem dvaldi í mánuð í Argentínu fyrr á þessu ári til að taka þar þátt í að byggja grunn- skóla á vegum samtakann Earthship Biotecture og Tagma en saman standa þau að því að byggja einn sjálfbæran grunnskóla í hverju landi Suður-Ameríku. „Ég hafði lengi haft áhuga á að kynna mér þessa húsagerð sem kall- ast Earthship, en það er heiti yfir hús sem eru fullkomlega sjálfbær. Slík hús eru byggð úr náttúrulegum efn- um sem og endurvinnanlegum efnum sem falla til í sorpi, t.d. hjólbörðum, glerflöskum og áldósum. Hluti af byggingunni er gróðurhús þar sem ræktaðar eru matjurtir fyrir heim- ilisfólk. Í byggingum Earthship er rafmagn framleitt með sólarsellum og eða vindi og þær eru sjálfbærar um vatn, því regnvatn er nýtt til neyslu. Það er galið að við byggjum þök á húsunum okkar hérlendis sem eru hönnuð til að safna vatni, en við látum það leka beint þaðan ofan í jörðina eða í skólpleiðslur. Í stað þess að safna því í tank og nota til að sturta niður úr klósettum okkar. Það er fáránlegt hversu mikil sóun er á vatni á Íslandi, við sturtum niður úr klósettum okkar með Gvendarbrunnarvatni, hreinu dýr- indis drykkjarvatni sem hefur hreinsast og síast í þúsundir ára. Þetta er rugl, við eigum að nota rign- ingarvatnið af þökunum til þess og líka endurnýta vatnið úr sturtunni og þvottavélinni til að sturta úr klóinu.“ Hollt að þurfa að deila rúmi Sigríður segir að sér hafi fundist dásamlegt að detta inn í þetta verk- efni að byggja skóla. „Ég er kenn- aramenntuð og mér finnst fátt skemmtilegra en menntun og upp- eldi barna. Og þetta var heilmikil lífs- reynsla, meðan á þessu stóð bjó ég með sjö konum í húsi sem lak og var myglað. Ég, fimmtug konan, þurfti að deila rúmi með ókunnri konu, en það var hollt fyrir velmegunargrís eins og mig,“ segir Sigríður og hlær. „Ég kom að þessu verkefni í Argentínu sem nemandi í akademíu, en verkefni okkar fólst í því að byggja skólann eftir teikningum og „Ég var einn maur- inn í mauraþúfunni“ Það er fáránlegt hversu mikil sóun er á vatni á Íslandi, við sturtum niður úr kló- settum okkar með Gvendarbrunnavatni, hreinu dýrindis drykkjarvatni sem hefur hreinsast og síast í þúsundir ára. Þetta er rugl, við eigum að nota rigningarvatnið af þökunum til þess og líka endurnýta vatnið úr sturtunni og þvottavélinni til að sturta úr klóinu,“ segir Sigríður Melrós sem byggði sjálfbært hús í Argentínu. Verkleg Sigga í fullum skrúða í byggingarvinnunni í Argentínu. Það er vel við hæfi að fimm konur fagni í dag, á kvennadeginum 19. júní, útgáfu nýs ljóðverks, en hópur kvenna sem kallar sig Svikaskáld býður til út- gáfuhófs í dag í Mengi, Óðinsgötu 2 í Reykjavík, kl 17 - 19. Ljóðverkið þeirra heitir Ég er fagn- aðarsöngur, og er það nýtt ljóðverk eftir svikaskáldin Fríðu Ísberg, Melkorku Ólafsdóttur, Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur, Sunnu Dís Más- dóttur og Þóru Hjörleifsdóttur. Konur þessar og ljóðskáld ætla í útgáfufögnuðinum í dag að lesa upp úr verkinu og er um að gera fyrir áhugasama að gera sér ferð í Mengi, því þær hafa allar getið sér gott orð fyrir það sem þær hafa sent frá sér. Bókin, Ég er fagnaðarsöngur, er annað ljóðverk Svikaskálda, en á síð- asta ári sendu þær frá sér verkið Ég er ekki að rétta upp hönd. Svikaskáld er sex kvenna ljóðakollektív, skipað höfundunum fimm hér að ofan, sem og Þórdísi Helgadóttur. Boðið verður upp á léttar veitingar í útgáfugleðinni og gestum gefst kostur á að kaupa sér eintak af bók- inni á staðnum. Fésbókarsíða Svikaskálda: facebook.com/svikaskald BOGI Krosslegðu ekki fótleggi segir amma þú færð æðahnúta en ég var í skátunum ég hnýti mína eigin hnúta ríð mín eigin net tálga örvar yfir sakamálaþáttum vetrarins ein ör fyrir hverja myrta konu réttu úr bakinu segi ég systur minni sittu gleið spenntu lífbeinið mót þeim eins og boga (Sunna Dís Másdóttir) BERGFLÉTTA Stundum er ég draugahús þéttofin bergfléttu íbúar mínir frjósemisgyðjur framstignar úr ryki feðranna góðhjartaðar skessur allra kynja kattardýr og draumdýr stundum er ég draugahús þar sem myrkur markar nýjan dag kveiki elda í stássstofum vek forvitni vegfarenda tæli þá til tilfinningasemi ég kyssi þá í hársvörðinn munúðarmánaskini þá hefst gleðskapurinn og þeir vita ekki lengur hvað er rétt (Melkorka Ólafsdóttir) Konur gefa út ljóðverk á kvennadeginum, í dag 19. júní Ljósmynd/Saga Sigurðardóttir Ljóðakonur Ragnheiður Harpa, Fríða Ísberg, Þóra, Melkorka, Sunna Dís. Fagnaðarsöngur Svikaskálda Sumarsólstöður eru sannarlega ynd- islegt fyrirbæri, þegar sólargangur er lengstur hér á norðurhveli jarðar. Og um að gera að fagna því, en til þess gefst tækifæri þann daginn, fimmtu- daginn næstkomandi 21. júní, en þá verður boðið til sólstöðugöngu í Við- ey. Í tilkynningu kemur fram að Þór Jakobsson veðurfræðingur sé einn af upphafsmönnum þessarar göngu og að hann ætli að segja frá sólstöðum og hefðum tengdum þeim. Skáldkon- an Gerður Kristný mætir líka og verð- ur með hugvekju í tilefni dagsins. Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns, leiðir gönguna. Gengið verður um sögulegar slóðir á vesturhluta Viðeyjar og staðnæmst í Endilega … … farið í sól- stöðugöngu Viðey Gaman er að syngja saman við varðeld og fá sér bita af nesti sínu. fjöruborðinu við varðeld. Gestir eru hvattir til að taka með sér nesti því notalegt verður að fá sér bita við varðeldinn, þar sem Jón Svavar Jós- efsson mun stýra fjöldasöng. Siglt frá Skarfabakka kl. 20.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.