Morgunblaðið - 19.06.2018, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 19.06.2018, Qupperneq 13
aðferðum Mike Reynolds, sem er upphafsmaður Earthship. Í akademí- unni var kennsla, verkleg vinna og fræðilegir fyrirlestrar. Við vorum 90 manns hjá akademíunni og skipt- umst í alþjóðlegan enskumælandi hóp og spænskumælandi suður- amerískan hóp. Einnig var þarna vinnuflokkur Mike Reynolds frá Earthship, hann sjálfur og fólkið sem starfar með honum. Þar fyrir utan voru fjölmargir sjálfboðaliðar sem lögðu hönd á plóg,“ segir Sigríður og bætir við að ekki megi neyta vatnsins sem er á svæðinu þar sem þau voru að byggja skólann, því þar er arsenik í jörðu af náttúrulegum ástæðum. „Vatn er flutt þangað langan veg í tönkum. En þarna rignir mikið svo það blasti við að koma upp kerfi í skólanum sem safnar og hreinsar rigningavatn. Á þessu getur allt sam- félagið þarna lært.“ Montin að fá íslenska konu Sigríður segir heilmikla vinnu- hörku hafa verið við verkið, þau hafi unnið fullan verklegan vinnudag sex daga vikunnar, frá klukkan níu til fimm. „Þetta var vissulega mjög röff og töff, tók alveg á, en hressandi var það og gaman. Ég var ein af þeim elstu, en flestir voru á aldrinum 25 til 35 ára, frá Suður Ameríku og Banda- ríkjunum, og einstaka undanvillingur frá Evrópu, eins og ég. Samtökin voru óskaplega montin með að kona frá Íslandi kæmi alla þessa leið til að taka þátt í verkefninu, þau áttu ekki orð yfir að ég legði á mig þetta langa ferðalag til að leggja þeim lið. Og borga fyrir það, búandi við daprar húsnæðisaðstæður, netleysi og ein- angrun. Þetta var útnári og ögrandi verkefni að vera þar innilokuð í heil- an mánuð. Á sunnudögum var frí en þá þurftum við gjarnan að gera mjög flókin heimaverkefni í akademíunni.“ Vill byggja Earthship á Íslandi Sigríður segir mörg þeirra sem tóku þátt hafa verið að ljúka meist- araverkefnum í arkitektanámi en einnig ungir starfandi arkitektar sem voru að leita að einhverju nýju. „Unga fólkið sem lærir arkitektúr í Bueno Aires fer aldrei á bygg- ingasvæði í náminu, þau snerta aldrei á efni í byggingu. Þegar þau fara að vinna á arkitektastofu, sitja þau þar og teikna háhýsi og velja bygging- arefni úr verðlista. Þau þoldu þetta ekki, og kusu því að koma í Earth- ship. Aðrir voru að leita eftir hug- myndum og verklagi, vildu bæta sjálfbærni inn í sína vinnu.“ Sigríður segir Suður-Ameríku- búana sem hún kynntist á þessum mánuði hafa verið miklar yndis- persónur. „Þau voru öll svo félags- lynd og hlýjar manneskjur, mikið ró- lyndisfólk. Og enginn egóismi til í neinum, þau buðu alltaf öllum með í allt. Og mikil líkamsnánd er þeim eðl- islæg, maður var knúsaður sundur og saman, sem var gott fyrir Íslending- inn,“ segir Sigríður og bætir við að áhugi hennar á Earthship spretti af því að hana langi til að rækta sinn mat sjálf. „Mig hefur lengi dreymt um gróð- urhús þar sem margir geta komið saman, gróðurhús sem væri þá hluti af samræktun margra. Fyrst hugsaði ég þetta út frá mínu eigin heimili, en nú langar mig til að þetta sé sam- félag. Ég er að íhuga að bæta við mig í þessu námi til að geta útskrifast sem Earthship-byggingameistari, en til þess þarf ég að gera sjálfstæða rannsókn og sjálfstætt verkefni, sem gæti þá falist í því að byggja Earth- ship-hús á Íslandi. Ég vil kalla eftir fólki sem er að spá og spekúlera um svipaða hluti hér á Íslandi, ég er að útbúa fyrirlestur um þetta efni til að fræðslu og upplýsingar.“ Áhuga- samir geta sent póst: sigridurmelros@gmail.com Flott Einn af félögum Siggu byggir hér vegg úr dósum, dekkjum og steypu. Margar hendur vinna létt verk Rúlla þurfti þungum trjádrumbum og þá var gott að hafa fjölmennt lið til taks. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2018 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma Sigríður segir Earthship vera húsa- gerð sem bandaríski arkitektinn Mike Reynolds hefur þróað. „Hann er gam- all hippi sem lauk arkitektúrnámi ár- ið 1970, þá var hann ungur og upp- reisnargjarn og þá var náttúrubylgja í heiminum, ekki ólík því sem núna er. Þá var áhersla á að eyða ekki skógum og hann fór að hugsa um hvernig hann gæti reist byggingu sem krefð- ist ekki efnis sem við eyddum af jörð- inni og yrði ekki til þess að við skemmdum auðlindir. Hann fór út í eyðimörkina í Nýju-Mexíkó þar sem var svakalegur ruslahaugur en meginuppistaðan í honum voru not- aðir hjólbarðar undan bílum. Hann ákvað að vinna eitthvað úr þeim og líka dósum og flöskum, því gríðarlegt magn féll til af þeim á þessum tíma, þá var ekki endurnýtt eins og núna. Hann notaði þetta þrennt sem bygg- ingarefni í hús; dekk, málmdósir og glerflöskur. En líka jarðveg auðvitað og byggingarefni eins og steypu, en dósirnar og flöskurnar þjóna hlut- verki múrsteina, þær eru holar að innan og þannig sparast steypan. Einnig notaði hann mikið leir í stað steypu. Hann þróaði þetta og að lok- um tókst honum að búa til algerlega sjálfbæra byggingu, eigið heimili. Jarðmassinn heldur í sér hita En í stað þess að láta gott heita og búa þar í rólegheitum fór hann að þróa þetta lengra og hann þurfti að takast á við yfirvöld, því bygginga- reglugerðir þvældust fyrir. Dósir finn- ast til dæmis ekki í slíkum reglugerð- um. Einnig fór Mike að velta fyrir sér hvernig hægt væri að halda jöfnum hita í þessum húsum, en það er mjög kalt yfir vetrartímann í Nýju-Mexíkó og sjóðheitt yfir sumarið. Þarna er lítið vatn, en Mike hefur ævinlega verið mjög umhugað um vatn. Hann vildi ekki brenna timbur eða olíu til að hita upp og ekki sækja vatn um langan veg. Hann fór því að líta til jarðmassans, en jörðin heldur varma mjög lengi. Hann vildi líka að fólk gæti ræktað mat heima hjá sér. Lausnin hjá honum var að í norðan- verðri byggingunni er mikið magn af jarðmassa, sem umluktur er hlöðnum vegg með dekkjum fylltum af mold, en heimilið er sunnanmegin í bygg- ingunni sem er byggð með u-lagi. Móti sólu í suðri eru glerveggir, gróð- urhús. Á daginn á sumrin skín sólin inn og í gróðurhúsinu ræktar heim- ilisfólkið matjurtir, en jörðin geymir varmann, sem dugar til að hita upp á kalda tímanum. Svona hús eru m.a. byggð í Alaska, Kanada, Svíþjóð og Noregi, og Mike er mjög spenntur fyr- ir því að svona hús verði byggt á Ís- landi,“ segir Sigríður og bætir við að á bak við þetta sé mikil verkfræði- hugsun. „Til dæmis eru stórar loft- ræstitúbur í jörðinni sem flytja inn kalt loft sem hitnar á leiðinni og fer síðan út um lúgur í þakinu. Það er því stöðugt loftflæði. Mike hefur sem- sagt fundið út hvernig hægt er að halda hita í híbýlum með sól og jarð- massa. Þetta byggist í raun á því sama og torfbærinn okkar íslenski. Það hefur heillað mig, því ég hef mik- inn áhuga á íslenskum torfbæjum þar sem hlaðin er veðurkápa sem snýr í norður og gaflinn snýr í suður. Það er alltaf sjö gráðu hiti í íslensku torf- húsi án upphitunar.“ Nánar: earthshipglobal.com Hvað er Earthship? Uppreisnargjarn hippi lagði af stað fyrir fimmtíu árum Arkitekt og hugsjónamaður Mike Reynold heldur ótrauður áfram starfi sínu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.