Morgunblaðið - 19.06.2018, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2018
„Efni myndarinnar snertir málefni
sem brenna á Vestfirðingum, hug-
myndin er að í framhaldinu geti
orðið samtal á milli fólks,“ segir
Benedikt Erlingsson, leikstjóri og
framleiðandi verðlaunakvikmynd-
arinnar Kona fer í stríð, í samtali
við Morgunblaðið. Hann mun halda
sérsýningu á kvikmyndinni í Ísa-
fjarðarbíói kl. 17 síðdegis.
„Það er mikilvægt að vera ekki
alltaf að predika fyrir trúaða, við
þurfum líka að hlusta hvert á ann-
að,“ segir Benedikt, í ljósi langra
átaka á milli sjónarmiða verndunar
og nýtingar hérlendis.
Bæjarfulltrúum boðið í bíó
Á sýninguna er boðið sérstaklega
bæjarfulltrúum Ísafjarðar og Bol-
ungarvíkur, forsvarsmönnum Vest-
urVerks og Vestfjarðastofu og á
eftir verða pallborðsumræður sem
Ragnar Bragason, leikstjóri og
kvikmyndagerðarmaður, stýrir,
með Benedikt, Birnu Lárusdóttur,
upplýsingafulltrúa Vesturverks,
Pétri Markan, sveitarstjóra Súða-
víkurhrepps, og Tómasi Guðbjarts-
syni lækni. Miðaverð verður lækk-
að og allir velkomnir á sýninguna.
Á leiðinni vestur heldur Tómas
um klukkutíma ljósmyndasýningu
og fyrirlestur á Kaffi Galdri á
Hólmavík, þar sem myndir Tóm-
asar, Ólafs Más Björnssonar augn-
læknis og Ragnars Axelssonar ljós-
myndara af fossum á Vestfjörðum
verða sýndar. Sveitarstjórnar-
mönnum Árneshrepps er sér-
staklega boðið og ókeypis verður
inn. ernayr@mbl.is
Ljósmynd/Tómas Guðbjartsson
Hvalárfoss Myndasýning verður haldin á Kaffi Galdri fyrr um daginn.
„Kona fer í stríð“
sýnd á Ísafirði
Pallborðsumræður eftir sýningu
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Aukið álag hefur verið að undanförnu
hjá Samhjálp, segir Vörður Leví
Traustason framkvæmdastjóri. Sam-
hjálp heldur úti fjórum áfangahúsum,
meðferðarheimili og kaffistofu.
Vörður segir að fleiri heimsæki
kaffistofuna, sem m.a. býður upp á
morgunmat og hádegisverð, og bið-
listar í meðferðarúrræðin lengist.
Vörður segir Samhjálp vera einu
hjálparsamtökin sem séu opin yfir
sumarið. Þegar önnur samtök fari í
sumarfrí þá aukist aðsóknin hjá Sam-
hjálp. „Þegar öllum þessum stöðvum
er lokað þá kemur fólk til okkar í
auknum mæli,“ segir Vörður og bætir
við að áfengis- og fíkniefnavandi fari
ekki í sumarfrí.
Hefur ekkert minnkað
Ásgerður J. Flosadóttir, formaður
Fjölskylduhjálpar, segir í samtali við
Morgunblaðið að samtökin loki aldrei
á sumrin, það gangi ekki. „Þetta fólk
hefur ekkert meiri fjárráð á sumrin.
Við reynum að halda þessu eins lengi
opnu og við getum.“
Hún segir ástandið hafa lítið batn-
að undanfarin ár. „Við verðum 15 ára
á þessu ári og þetta hefur ekkert
minnkað.“ Spurð hvort aðsókn hafi
aukist hjá Fjölskylduhjálpinni segir
Ásgerður: „Okkur finnst fjöldinn allt-
af nægur en við finnum ekki fyrir
samdrætti. Það er nýr hópur sem við
sjáum, þeir sem misstu allt sitt í
hruninu. Þar er fólk sem í mörgum til-
vikum er ekki komið í framtíðarhús-
næði, eða er í leiguhúsnæði og við vit-
um hvert leiguverðið er. Þannig að
margur á bara ekkert eftir þegar búið
er að borga húsaleiguna. Dæmi eru til
um að foreldrar hringi og spyrji hvort
ostur eða brauð sé til, svo að barnið
geti fengið nesti í skólann. Ég sé eng-
an mun á þessu á 15 árum.“
Fyrir síðustu páska keypti Fjöl-
skylduhjálp inneignarkort fyrir rúm-
ar fjórar milljónir
króna og yfir
1.700 manns nutu
þeirrar aðstoðar.
Opið fyrir frí-
stundastyrki
Mæðrastyrks-
nefnd lokaði á
matargjafir sl.
fimmtudag og
stendur það tíma-
bil til 21. ágúst nk.
„Við erum nú samt ekki farnar í
sumarfrí en það er sumarlokun á mat-
argjafir. Ástæðan fyrir því að við lok-
um fyrir matinn er að við fáum svo fáa
sjálfboðaliða á sumrin og það fækkar
svo fólkinu sem leitar til okkar á
sumrin,“ segir Anna H. Pétursdóttir,
formaður Mæðrastyrksnefndar. Hún
segir eftirspurn ekki hafa aukist á
undanförnu ári.
Spurð hvort margir hafi sótt um
frístundastyrk segir Anna: „Við erum
enn að vinna í frístundastyrkjunum,
þannig að það er opið hjá okkur fyrir
það.“
Hún segir líklegt að þeir verði
færri í ár en áður. „Svo voru færri
sem sóttu um fermingarstyrk í ár en
árin áður og það er mjög ánægjulegt.“
Mæðrastyrksnefnd fagnaði 90 ára
afmæli á dögunum og seldi vörur í
Smáralind og Kringlunni sl. fimmtu-
dag og föstudag. „Við erum ennþá í
átaki, við erum að selja þessar vörur
okkar í tilefni af 90 ára afmælinu. Við
erum ennþá að vinna á fullu.“
„Fólk hefur ekkert
meiri fjárráð á sumrin“
Aukið álag hjá Samhjálp Lítið batnað hjá Fjölskyldu-
hjálp Mæðrastyrksnefnd segir eftirspurn ekki vera meiri
Vörður Leví
Traustason
Ásgerður Jóna
Flosadóttir
Anna H.
Pétursdóttir
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Matvörur Fjölskylduhjálp Íslands
lokar ekki yfir sumartímann.
Er stærsti
framleiðandi
sportveiðarfæra
til lax- silungs- og
sjóveiða.
Trilene XL nylon
línur til lax- silungs-
og sjóveiða í
fjölbreyttu úrvali
einnig taumaefni.
Fjölbreyt úrval af hjólum
og stöngum, til sportveiða
fyrirliggjandi.
Vöðluskór með skiptanlegum
sóla, filt, gúmmí og negldir sólar.
Tvennir sólar fylgja. Þessir skór
voru valdir bestu Vöðlu skórnir á
Efftex veiðisýningunni 2016.
Ugly Stik kaststang-
irnar eru sterku
stangir á mark-
aðnum.
Gott úrval af kast-
stöngum og hjólum,
strandveiðstangir,
Combo strand-
veiðistöng og
hjól, sjóstangir.
Stærsta úrval
stanga og hjóla
til sjóveiði.
Þekktustu veiðivörumerkin eru seld í öllum
„Betri sportvöruverslunum landsins“
Helstu Útsölustaðir eru:
Veiðivon Mörkinni
Vesturröst Laugavegi
Veiðiportið Granda
Veiðiflugur Langholtsvegi
Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi
Kassinn Ólafsvík
Söluskáli ÓK Ólafsvík
Skipavík Stykkishólmi
Smáalind Patreksfirði
Vélvikinn Bolungarvík
Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hólmavík
Kaupfélagi V-Húnvetninga Hvammstanga
Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki
SR-Bygginavöruverslun Siglufirði
Útivist og Veiði Hornið Akureyri
Veiðiríkið Akureyri
Hlað Húsavík
Ollasjoppa Vopnafirði
Veiðiflugan Reyðarfirði
Krían Eskifirði
Veiðisport Selfossi
Þjónustustöðvar N1 um allt land.
Dreifing: I. Guðmundsson ehf.
Nethyl 1, 110 Reykjavík.
Nánari upplýsingar um þessar vörur má fá á eftirfarandi vefsíðum: www.purefishing.com - www.abugarcia.se - www.kuusamonuistin.fl - www.coghlans.com.