Morgunblaðið - 19.06.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.06.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2018 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga og 11-16 laugardaga. www.alno.is Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Í liðinni viku losaði Kaupþing sig við ríflega 457 milljónir hluta í Arion banka í kjölfar útboðs og nam sölu- andvirðið 34,3 milljörðum króna. Gengi bréfa Arion hækkaði skarpt á skráningardegi í Kauphöllinni og í lok dags í gær nam heildarvirði samsvar- andi hlutar ríflega 40,2 milljörðum króna eða tæpum 6 milljörðum hærri fjárhæð en í útboðinu. Eftir viðskiptin á Kaupþing 653 milljónir bréfa í bank- anum, jafnvirði tæplega 60 milljarða króna. Ríkið tekur mikið til sín Kaupþing hélt á 87% hlut í Arion banka þegar félagið gekk að stöðug- leikaskilyrðum stjórnvalda árið 2015. Þar var kveðið á um afkomuskipta- samning sem tryggði ríkissjóði hlut- deild í söluandvirði bankans og öllu því fjármagni sem greitt yrði út úr honum í formi arðs. Þannig gaf Kaup- þing út skuldabréf að fjárhæð 84 milljarðar króna sem það greiðir af með fjármunum af eign sinni í bank- anum. Auk þess kveður fyrrnefndur skiptasamningur á um að ríkissjóður fái þriðjung af söluandvirði bankans sem nemur á bilinu 100-140 milljörð- um króna, helming af söluandvirði sem liggi á bilinu 140-160 milljörðum og 75% af söluandvirði því sem liggja mun yfir 160 milljörðum króna. Í fyrri viðskiptum með bréf í Arion banka, ásamt arðgreiðslum sem það- an hafa komið, var Kaupþing búið að greiða upp stóran hluta fyrrnefnds skuldabréfs og stóðu eftir af höfuðstól þess 28,3 milljarðar þegar kom til við- skiptanna í liðinni viku. Því mun sölu- andvirði fjórðungs hlutar ekki aðeins renna til að greiða upp skuldabréfið sjálft heldur einnig áfallna vexti sem nema um 700 milljónum króna. Enn á eftir að koma í ljós hver hlut- deild ríkissjóðs verður í afkomuskipt- um af sölu bankans og mun það ekki liggja endanlega fyrir uns Kaupþing losar um þær 654 milljónir bréfa sem félagið heldur enn á í bankanum. Ekki liggur fyrir á þessari stundu með hvaða hætti eða hvenær það verður gert. Féllu frá forkaupsrétti Í stöðugleikaskilyrðum stjórnvalda var Kaupþingi uppálagt að selja ekki hluti í Arion banka nema að verðmið- inn næmi að minnsta kosti 0,8 af bók- færðu eigin fé bankans. Var það skil- yrði sett til þess að bankinn yrði ekki seldur á hrakvirði og hlutdeild ríkis- sjóðs í sölunni rýr sem því næmi. Ef Kaupþing hygðist hins vegar selja hluti á lægri margfaldara af eigin fé þá myndi forkaupsréttur ríkissjóðs skapast að hlutnum. Fyrr á þessu ári samþykkti ríkissjóður að falla frá for- kaupsréttinum og var það gert til þess að liðka fyrir útboði á hlutum í bankanum. Niðurstaðan í útboðinu leiddi hins vegar til þess að Kaupþing losaði um ríflega fjórðungs hlut í bankanum á verði sem nam 0,66 af bókfærðu eigin fé. Sú fjárhæð reikn- ast nú inn í afkomuskiptasamninginn við ríkið og er um 7 milljörðum lægri en verið hefði ef bankinn hefði verið seldur á því lágmarksgengi, 0,8 af bókfærðu eigin fé, sem ríkið gerði áskilnað um. Í dag ganga bréf í bank- anum kaupum og sölum á verði sem nemur u.þ.b. 0,8 af bókfærðu eigin fé bankans eins og það stóð við lok fyrsta ársfjórðungs. Ríkið væntir 19,5 milljarða Samkvæmt ríkisbókhaldi er gert ráð fyrir að ríkissjóður fái í sinn hlut af hlutaskiptasamningi um söluna á Arion banka um 19,5 milljarða króna. Líkt og áður sagði er ekki enn ljóst hver afdrif þeirra skipta verða. Sam- kvæmt upplýsingum frá Kaupþingi hefur félagið enn væntingar um að það muni greiða þá fjárhæð til ríkis- sjóðs eftir því sem það losar um eign sína í bankanum og gott betur. Mun félagið hafa væntingar um að hlutur ríkissjóðs verði nær 23 milljörðum króna. Hins vegar er ljóst að félagið þarf að hafa talsvert fyrir því að ná því marki og gerði lágt útboðsgengi það verk ekki léttara. Arion hækkar um milljarða Morgunblaðið/Árni Sæberg Markaður Arion banki var skráður á markað í Kauphöllunum í Reykjavík og Stokkhólmi á föstudag, fyrstur íslenskra viðskiptabanka frá árinu 2008.  Enn er óvissa um hver hlutur ríkissjóðs verður af sölu Kaupþings á Arion banka  25% hlutur seldur 7 milljörðum ódýrara en forkaupsréttur ríkissjóðs miðaði við tökubankans og leiða alþjóðlegt samruna- og yfirtökuteymi þess. Aðalsteinn staðfestir í samtali við Morgunblaðið að viðræður hafi átt sér stað við evrópskan fjárfestingarbanka, en vill ekki gefa upp hvaða banka er um að ræða. Hann segir að markmið kaupandans sé að nota sterka stöðu Beringer Finance á Norð- urlöndum til að auka umsvif sín á því markaðssvæði. Auk Aðalsteins, sem á um 60% hlut í Beringer, eru eigendur bankans hinn norski Erik Must með um 30% hlut auk starfsmanna og annarra minni hluthafa. Beringer Finance er norrænn fjárfestingarbanki sem leggur áherslu á tæknifyrirtæki, stofn- aður af Aðalsteini árið 2014. Árið 2016 sameinuðust Beringer og Fondsfinans, elsti fjárfesting- arbanki Noregs, sem rekinn var af Must fjölskyldunni. Kvika banki keypti íslenska fyrirtækjaráðgjöf Beringer í fyrra. steingrimur@mbl.is Norræni fjárfestingarbankinn Beringer Finance mun sameinast stórum alþjóðlegum fjárfesting- arbanka á næstunni, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Til- kynnt verður formlega um þetta á næstunni en starfsfólki fyrir- tækisins mun hafa verið greint frá væntanlegri yfirtöku í gær. Aðalsteinn Jóhannsson er stjórnarformaður Beringer og stærsti hluthafi bankans og herma heimildir að Aðalsteinn muni taka sæti í framkvæmdastjórn yfir- Alþjóðlegur banki að kaupa Beringer  Hyggst nýta sér stöðu Beringer Finance á Norðurlöndum Morgunblaðið/Hari Kaup Beringer Finance er með íslenska starfsemi í Höfðatorgi. 19. júní 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 107.43 107.95 107.69 Sterlingspund 142.38 143.08 142.73 Kanadadalur 81.57 82.05 81.81 Dönsk króna 16.744 16.842 16.793 Norsk króna 13.211 13.289 13.25 Sænsk króna 12.173 12.245 12.209 Svissn. franki 107.91 108.51 108.21 Japanskt jen 0.9719 0.9775 0.9747 SDR 151.54 152.44 151.99 Evra 124.75 125.45 125.1 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 152.8528 Hrávöruverð Gull 1300.1 ($/únsa) Ál 2238.5 ($/tonn) LME Hráolía 75.98 ($/fatið) Brent Gengi hlutabréfa í norska lágfar- gjaldaflugfélaginu Norwegian Air hækkaði um nærri 10% í gær í kjölfar þess að Carsten Spohr, forstjóri Lufthansa, lét hafa það eftir sér að þýska flugfélagið hefði áhuga á kaupum á því. Í samtali við dagblaðið Süddeutsche Zeitung var haft eftir Spohr að innan Evrópu væru allir að tala við alla inn- an fluggeirans. „Það er ný samruna- alda að fara af stað. Þar af leiðandi er- um við meðal annars í sambandi við Norwegian.“ Fram kemur í frétt Financial Times að Norwegian hafi verið í samræðum við nokkur fleiri félög vegna hugs- anlegrar yfirtöku. Norwegian í viðræðum Flug Áhugi er á Norwegian.  Bréf hækka vegna áhuga Lufthansa ● Vikan byrjaði rauð í Kauphöll Íslands í gær, en einungis hlutabréf Icelandair og Símans hækkuðu í viðskiptum gær- dagsins. Mest lækkuðu bréf Sýnar, um 1,44% í 26 milljóna króna viðskiptum. Bréf Origo lækkuðu um 1,43% í rúmlega 5 milljóna króna viðskiptum. Bréf Arion banka, sem skráð voru á markað í lok síðustu viku, lækkuðu um 0,87% í 148 milljóna króna viðskiptum. Mest voru viðskipti með bréf Marel, fyrir 257 milljónir króna, og Icelandair, fyrir 172 milljónir króna. Heildarviðskipti á markaðnum í gær námu rúmlega 1,2 milljörðum króna. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,64% í viðskiptum gærdagins. Úrvalsvísitalan hefur hins vegar hækkað um 7,15% frá áramótum. Lækkun í Kauphöllinni á fyrsta degi vikunnar Kauphöll Flest bréf lækkuðu í gær. STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.