Morgunblaðið - 19.06.2018, Page 19
19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2018
Sumar Það hefur farið misjafnlega mikið fyrir sumrinu á Íslandi þetta árið. Engu að síður hafa sóleyjarnar náð að blómstra og ungviðinu líkar vel að kafa í gegnum blómahafið.
Kristinn Magnússon
Íslendingar hafa
borið gæfu til að ná
fram breytingum sem
hafa miðað að því að
allir hafi jöfn tækifæri.
Þess vegna eru Íslend-
ingar fremstir meðal
þjóða þegar kemur að
jafnréttismálum.
Hverju skiptir þá 19.
júní og af hverju þarf
að tala fyrir auknum
hlut kvenna?
Sú stefnumótun sem varð á sínum
tíma innan raða skólakerfisins til að
fjölga konum í háskólum er til eftir-
breytni. Sérstaklega má horfa til
fjölgunar kvenna á sviði raungreina
og hvernig átak var gert svo að ár-
angur næðist. Það var ekki slegið af
kröfum til menntunar eða settur á
kynjakvóti. Það var fyrst og fremst
fyrir hvatningu alls kerfisins sem ýtti
undir breytingu, sameiginlegt átak
til að efla áhuga og þátttöku ungra
stúlkna. Þetta er hægt að yfirfæra á
önnur svið samfélagsins.
Hvatning allra
skiptir máli
Á landsfundi Sjálf-
stæðisflokksins sl. vor
var kjörorð Lands-
sambands sjálfstæð-
iskvenna að hugsa
stærra og fljúga hærra.
Við sáum það með
stofnun Bakvarða-
sveitar sjálfstæð-
iskvenna í aðdraganda
sveitarstjórnarkosn-
inga að hvorki skorti
konur né áhuga þeirra til þátttöku.
Bakvarðasveitin var mynduð af hópi
kvenna sem hefur mikla reynslu úr
stjórnmálum og voru reiðubúnar að
styðja konur sem ætluðu í framboð.
Konur hafa kraft og hugsjónir og
Bakvarðasveitin veitti þeim aukinn
stuðning til að sækja fram. Við fund-
um það að þetta styrkti sókn þeirra
um land allt.
Formaður flokksins kallaði eftir
því á landsfundinum að konum yrði
veitt enn frekar brautargengi.
Flokksmenn svöruðu kallinu strax.
Fyrst á sjálfum fundinum þar sem
sex konur voru kjörnar formenn í
átta málefnanefndum sem marka
stefnu flokksins á næstu tveimur ár-
um. Þá kusu vel yfir 90% landsfund-
argesta konu sem varaformann
flokksins og aðra sem ritara.
Stuðningurinn sást líka í sveitar-
stjórnarkosningunum. Sjálfstæð-
isflokkurinn bauð fram í 34 sveit-
arstjórnum í ár. Enginn flokkur bauð
fram í jafnmörgum sveitarstjórnum
og á jafnmarga kjörna fulltrúa og
Sjálfstæðisflokkurinn, eða 118 full-
trúa. Fimmtíu og sjö konur sitja í
sveitarstjórnum fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn eða um 48% kjörinna full-
trúa hans. Þessi árangur náðist ekki
með íhlutun heldur með hvatningu,
sem verður að teljast afbragðs-
árangur.
Allir hafa hlutverk
í jafnréttismálum
Sjálfstæðisflokkurinn mun án
nokkurs vafa eignast formann sem
verður kona. Hún verður ekki kjörin
vegna kyns heldur vegna hæfileika,
starfa og hugsjóna sinna. Kona mun
líka veita ríkisstjórn landsins forystu
fyrir hönd Sjálfstæðisflokkins. Ekki
af því hún er kona heldur vegna þess
að hún á fullt erindi þangað. Í Sjálf-
stæðisflokknum starfar fjöldi kvenna
sem hafa svarað kallinu og sinna
störfum sínum af ábyrgð og festu.
Það sem er mikilvægara er að flokk-
urinn í heild styður konur og hefur
þegar sýnt það í verki. Viljinn er til
staðar og framtíðin er björt.
Í dag eru 103 ár liðin frá því að
konur öðluðust fyrst kosningarétt.
Það eru 98 ár frá því að allar konur
18 ára eldri fengu kosningarétt til
jafns á við karlmenn. Þær voru hug-
aðar Bríet Bjarnhéðinsdóttir og
samherjar hennar sem töluðu fyrir
breytingum á stjórnarskrá til að
tryggja að allir landsmenn stæðu
jafnir að rétti. Þær hófu baráttuna
einar en með festu náðu þær fylgi við
baráttu sína og höfðu að lokum sigur.
#Metoo risaskref
í jafnréttismálum
Við vitum í dag að jafnrétti er ekki
aðeins hagsmunamál kvenna. Ein
stærstu áhrif sem konur hafa hrund-
ið af stað á síðustu árum er #metoo-
byltingin sem kristallast svo skýrt í
því að konur knúðu fram breytingar.
Ótti varð að hugrekki og þögnin var
rofin. Hvoru tveggja varpaði ljósi á
athæfi og ábyrgð. Byltingin hefur
breytt hugarfari fjölda fólks, ekki
bara kvenna heldur einnig karla. Það
er sameiginlegt verkefni okkar að
tryggja öruggt og opið umhverfi fyr-
ir alla. Þetta snýst á endanum um
jöfn tækifæri svo samfélagið verði
betra.
Við eigum aldrei að hætta að tala
fyrir jafnrétti og framförum þó
brekkan virðist brött. Stundum þarf
hugrekki en oftar hvatningu. Það er
verk allra að efla, hvetja og styðja
konur til starfa öllum til heilla.
Til hamingju með daginn, Íslend-
ingar.
Eftir Völu
Pálsdóttur » Flokkurinn í heild
styður konur og hef-
ur þegar sýnt það í
verki. Viljinn er til stað-
ar og framtíðin er björt.
Vala Pálsdóttir
Höfundur er formaður Lands-
sambands sjálfstæðiskvenna.
Hvetjum, eflum og styðjum konur
Mikil umræða hefur
skapast vegna þeirrar
ákvörðunar heil-
brigðisráðherra að
neita nýjum sér-
fræðilæknum um að-
gang að rammasamn-
ingi við Sjúkra-
tryggingar Íslands
(SÍ), þrátt fyrir að fjöl-
margir læknar hafi
hætt störfum á und-
anförnum tveimur árum og tilfinn-
anlegur skortur sé á sérfræði-
læknum í mörgum sérgreinum.
Enginn nýr sérfræðilæknir hefur
fengið samning sl. tvö ár. Samningur
við SÍ tryggir greiðsluþátttöku við
komu til sérfræðilæknis. Án slíks
samnings lendir allur kostnaður við
komu til sérfræðilæknis á sjúklingi
og einnig kostnaður við rannsóknir
sem kunna að vera
nauðsynlegar við
greiningu og meðferð.
Sá kostnaður getur
hæglega hlaupið á tug-
um þúsunda.
Heilbrigðisráðherra
vill efla göngudeild-
arþjónustu á Landspít-
ala (LSH). Rök heil-
brigðisráðherra eru
tvíþætt, skilst mér.
Annars vegar að kostn-
aður við sérfræðiþjón-
ustu utan LSH hefur
farið fram úr fjárheimildum og hins
vegar að teymisvinna sé öflugri á
LSH. Hið fyrra stenst skoðun en um
hið síðara má deila. Það er rétt að
sérfræðiþjónusta hefur farið fram úr
fjárheimildum. Sé þessi þjónusta
flutt á LSH þá fer LSH líka fram úr
fjárheimildum, en fullt verð fyrir
ósjúkratryggða á stofu hjá sérfræð-
ing í lyflækningum er 8.600 kr. en
13.200 kr. á göngudeild LSH. Ljóst
er að kostnaður fyrir ríkið verður
meiri á LSH en á einkareknum
stofnun.
Ég hef starfað sem sérfræðingur
á sjúkrahúsum í Reykjavík í 35 ár,
síðast á LSH. Álag þar er geysimik-
ið eins og ég veit og lesa má nær
daglega um í fjölmiðlum. Ég get
ekki séð að LSH geti aukið göngu-
deildarþjónustu svo nokkru nemi
þótt litið sé til langrar framtíðar.
Ég hef heldur ekki séð að LSH
hafi auglýst eftir sérfræðilæknum til
að sinna göngudeildarþjónustu.
Í dag eru fjölmargar læknastöðv-
ar sérfræðilækna sem byggst hafa
upp á undanförnum ártugum. Upp-
bygging þeirra hefur kostað millj-
arða. Þær sinna árlega 500 þúsund
sjúklingum sem er meira en göngu-
deildir LSH og heilsugæslur til sam-
ans.
Nýliðun í sérfræðingastétt er
nauðsynleg til að viðhalda gæðum
heilbrigðisþjónustunnar, það veit ég
manna best. Þegar ég kom frískur
frá námi í Bandaríkjunum fyrir rúm-
um 40 árum var mikið sótt í mína
þekkingu og reynslu af eldri lækn-
um. Síðan hafa komið nýir sérfræð-
ingar með nýja þekkingu og reynslu
sem við eldri sækjum í. Þannig á
þetta að sjálfsögðu að vera. Nýj-
ungar í læknisfræði verða til í virt-
um háskólum vestanhafs og austan
og þangað sækja íslenskir læknar
sína menntun. Séu atvinnumögu-
leikar ungra sérfræðinga sem eru
við nám eða störf erlendis takmark-
aðir vegna fárra auglýstra starfa á
LSH og aðgangsleysis á samning við
SÍ munu gæði heilbrigðisþjónust-
unnar versna.
Íslenskir sérfræðingar munu þá
áfram starfa erlendis enda eftir-
sóttir starfskraftar og því lengur
sem þeir starfa erlendis þeim mun
minni líkur eru á að þeir snúi heim.
Sérfræðiþjónusta utan LSH hefur
fyrir löngu sannað ágæti sitt. Sér-
fræðiþjónusta læknastöðva er skil-
virk og teymisvinna mikil enda oft
fjölmargar sérgreinar undir sama
þaki og samskipti lækna auðveld. (Á
Læknasetrinu eru t.d. sérfræðingar
í 12 undirgreinum læknisfræðinnar.)
Við skulum vona að heilbrigðis-
ráðherra bregði ekki fæti fyrir eðli-
lega þróun góðrar heilbrigðis-
þjónustu og leyfi nýjum sérfræð-
ingum að fá samning við SÍ.
Eftir Ásgeir
Jónsson »Nýjungar í læknis-
fræði verða til í virt-
um háskólum vestan-
hafs og austan og
þangað sækja íslenskir
læknar sína menntun.
Ásgeir Jónsson
Höfundur er læknir, sérfræðingur í
lyflækningum og hjartasjúkdómum.
Þróun sérfræðiþjónustu lækna í hættu