Morgunblaðið - 19.06.2018, Side 20

Morgunblaðið - 19.06.2018, Side 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2018 JÓN BERGSSON EHF RAFMAGNSPOTTAR Við seljum þér betri heilsu og fleiri góðar stundir og þú færð heitan pott með í kaupunum Kletthálsi 15 | 110 Reykjavík | Sími 588 8881 | www.jonbergsson.is | jon@jonbergsson.is 40 ÁRA reynsla Kia Niro Plug-in Hybrid EX að verðmæti 4.190.777 kr. 100620 Greiðsla upp í bifreið eða íbúð að verðmæti 1.000.000 kr. 100197 112447 130771 Úttekt hjá ferðaskrifstofu eða verslun að verðmæti 100.000 kr. 40 351 954 1084 2190 6846 8685 8968 10329 10684 10687 11069 11909 13012 13015 13615 13656 13790 15107 15791 16114 17136 17189 17422 18290 18952 19497 19929 20303 21317 21789 22306 22444 23958 24707 25561 26170 26181 26697 27002 27423 31069 32138 32557 33214 33257 37868 39195 39863 40391 41148 41228 41769 43791 45667 46321 46675 47136 47811 48381 49228 49900 49991 51379 51589 52001 52264 53958 56658 58469 59049 59544 61714 61715 63120 63234 63313 63637 64468 64567 67038 69338 69635 70387 71592 72052 74533 74643 74898 76853 77639 80307 85047 85731 91004 92449 92516 93273 93447 94468 96264 97596 98551 98906 100922 101673 102157 105517 106207 106925 107296 107588 109488 109958 111012 111849 112727 114233 114717 117084 117126 118513 119390 119762 119868 120138 120551 120884 121875 124615 127697 129055 129796 131773 133773 136525 136891 137983 140908 141600 141763 144552 144645 144678 147630 148376 150589 151152 151520 151798 151916 152419 152919 154183 156429 159543 Bi rt án áb yr g› ar Úttekt hjá ferðaskrifstofu eða verslun að verðmæti 200.000 kr. 3042 3672 3951 7083 7987 8332 9096 10772 10824 10841 12633 14519 16766 17103 18911 24974 30340 30371 31008 34189 34384 35365 35861 36215 36732 38256 39488 39747 40372 40796 41971 42587 46298 46849 51335 52570 53801 54701 55327 55338 57485 60935 61634 62248 63284 63897 66249 68061 69246 71027 72373 74121 75227 75805 76416 77113 77656 77905 78569 79541 80715 81948 82065 82890 84721 85658 85724 86552 88060 88283 89170 90135 90605 93097 93786 95001 100408 101601 103040 103284 103920 104217 104859 107038 107215 107250 108806 108971 109909 111876 114209 114226 115794 115912 118012 118981 121424 121843 122790 124177 124246 124602 125167 125610 126749 129040 135009 135371 142166 142379 143332 144715 148020 150920 151015 151845 152712 152926 154879 156711 Krabbameinsfélagi› þakkar landsmönnum veittan stu›ning. Handhafar vinningsmi›a framvísi þeim á skrifstofu Krabbameinsfélagsins a› Skógarhlí› 8, sími 540 1900. Byrja› ver›ur a› grei›a út vinninga þann 4. júlí nk. Útdráttur 17. júní 2018 Krabbameinsfélagsins Sumarhappdrætti Á því herrans ári 1848 braust út bylting í París. Byltingin sú lagði grunninn að þingræði í Evrópu og réð úrslitum um stjórnarskrá Íslands 1874. Friðrik sjöundi Danakonungur afsalaði sér einveldinu í mars á því ári, eins og menn muna, og Jón Sigurðs- son forseti skrifaði Hugvekju til Ís- lendinga með einkunnarorðunum: „Dagur er upp kominn, dynja hana fjaðrar, mál er vílmögum, að vinna erf- iði.“ Ritgerð Jóns varð stefnuskrá í baráttu Íslendinga fyrir stjórnarskrá og var lögð til grundvallar nefndaráliti meirihluta stjórnlaganefndar þjóð- fundarins 1851: 1. Alþingi fái fullt löggjafarvald með konungi. 2. Alþingi fái fjárveitingarvald, og Ísland fái sérstakan fjárhag, en greiði sinn hluta af sameiginlegum kostnaði alríkisins. 3. Dómsvald í íslenskum málum verði alinnlent. 4. Framkvæmdarvald verði í hönd- um íslenskra manna, en þjóðin hafi sendimann í Danmörku. Sameiginleg mál verði afgreidd á jafnréttisgrund- velli. 5. Verslun Íslendinga verði alfrjáls. 6. Funda- og prentfrelsi verði tryggt. Á þjóðfundinum buðu Danir Íslend- ingum hins vegar tvo kosti. Annað hvort yrði Ísland innlimað í Danmörku og að öðrum kosti yrði landinu stjórn- að sem nýlendu. Íslendingar vildu hvorugan kostinn og vísuðu auðvitað í Gamla sáttmála en einn- ig í yfirlýsingu Kristjáns áttunda um jafnræði Ís- lendinga við aðra þegna konungs. Þjóðfundinum lauk, eins og frægt er, með því að fulltrúi konungs, Trampe greifi, neitaði að setja málið á dagskrá og sleit fundi. Hvað gerð- ist? Af hverju vildi kon- ungur ekki ræða málin við Íslendinga eins og aðra þegna sína? Hví gerist það, 160 árum síðar, að Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis Íslendinga, smeygir sér í stíg- vél Trampes greifa? Vitaskuld er þetta flókið mál. Í fyrsta lagi má nefna að baráttan fyrir stjórnarskrá var á sínum tíma borin uppi af Hafnarstúdentum. Íslenskum embættismönnum þótti nóg um stæri- læti stúdentanna, sem ætluðu sér for- ystuhlutverk í þjóðmálabaráttunni. Magnús Stephensen, konferensráð í Viðey og valdamesti maðurinn á Ís- landi, túlkar ágætlega hugarfar ís- lensku embættismannanna, sem áttu allt sitt undir einvaldinum, með þess- um orðum: „Máske eldi það eftir af fornum Republicanisme, að unglingar nýskroppnir úr skóla og sem taliter qualiter kíklast hafa gegnum 1. eða 2. examen og ætla að fara að læra nokk- uð til gagns, halda sig borna eða kall- aða fyrir tímann til Íslands vísinda- eða stjórnmála taumhalds, án kóngs köllunar, rétt af sjálfsdáðum.“ Sams- konar hug ber hin íslenska elíta til þjóðfundarins 2010 en þó einkum til fulltrúa hins ráðgefandi stjórnlaga- þings 2011— þingsins sem samdi nýju stjórnarskrána í nafni þjóðarinnar, sbr. lög nr. 90/2010, og þjóðin sam- þykkti með 67% atkvæða í október 2012 — fyrir að vaða á skítugum skón- um inn á þeirra „starfs- og fræðasvið“. Í öðru lagi má nefna áhrif sérhags- munahópa á ákvarðanir hins opinbera. Í upphafi 19. aldar var allt úrskurð- ararvald í íslenskum málum í Kaup- mannahöfn. Biskup, stiftamtmaður og amtmenn, hin íslensku háyfirvöld, lutu ákvörðunum hinna dönsku stjórn- ardeilda ásamt Hæstarétti, sem var einnig í Kaupmannahöfn. Hagsmunir dönsku einokunarkaupmannanna, sem mergsogið höfðu íslensku þjóðina öldum saman, voru því í húfi ef hug- myndir Jóns Sigurðssonar um al- frjálsa verslun og flutning fram- kvæmdarvaldsins inn í landið yrðu að veruleika. Bjarni Thorsteinson, amt- maður og forseti Alþingis 1845, lýsir ástandinu svo í upphafi 19. aldar í ævi- sögu sinni: „Eigi leið langt um áður eg fullkomlega sannfærðist um, að ís- lensku málin voru yfirleitt í mesta glundroða, að reikningarnir lágu aftur í tímann óendurskoðaðir og óútkljáðir og að menn jafnvel ekki vissu, hverja reikninga átti að innsenda, o.s.frv., að Jensen (skrifstofustjórinn) stjórnaði upp á sitt eindæmi og réð málunum til lykta eftir eigin hugþótta og að ís- lenska kaupmannastéttin (þ.e. hinir dönsku kaupmenn á Íslandi) gat haft hann eins og hún vildi, að íslensku málin voru í sjálfu stjórnarráðinu svo ókunn og lítilsvirt, að nálega enginn vildi hlýða á framburð þeirra.“ Með sjálfstæðisbaráttunni losnuðu Íslend- ingar við dönsku kaupmennina en þeirra skarð var strax fyllt af sægreif- um þessa lands. Því er ekki nóg að hafa fengið dóms- og framkvæmdar- valdið inn í landið (en það tókst 1920), heldur þarf líka að binda hendur þess eins og nýja stjórnarskráin gerir með 34. greininni: „Stjórnvöld bera, ásamt þeim sem nýta auðlindirnar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórnvöld geta á grund- velli laga veitt leyfi til afnota eða hag- nýtingar auðlinda eða annarra tak- markaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðis- grundvelli og þau leiða aldrei til eign- arréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum.“ Hér nægir að vísa í umræðu á þingi þegar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur var gerð aftur- reka með lækkun veiðigjaldsins þenn- an júnímánuð 2018. Hefði nýja stjórnarskráin verið full- gilt eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna í októbermánuði 2012 væri stjórnmála- stéttin ekki rúin trausti og sundur- leysið í íslenskum stjórnmálum minna en nú er raunin. Þjóðfundurinn og nýja stjórnarskráin Eftir Jóhannes Hraunfjörð Karlsson »Hugleiðing um veiðigjald og nýju stjórnarskrána. Jóhannes Hraunfjörð Karlsson Höfundur er varamaður í stjórn Stjórnarskrárfélagsins. Aðild Vinstri-grænna að ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum er orðin einhver versta pólitíska skákblinda lýðveldissögunnar. Að horfa upp á Katrínu Jakobsdóttur, skærustu stjörnuna á vinstri væng, hrapa svona af festingunni er þyngra en tárum taki. Til þess eru vítin að var- ast og helför fyrirrennara hennar, Steingríms J. Sigfússonar, til Bruss- el í Jóhönnustjórninni hefði átt að duga Katrínu til að reyna ekki að endurtaka villikattasmölun. Upplagt tækifæri til stjórnarslita var svo not- að til að slá skjaldborg um dóms- málaráðaherrann. Það var dropinn sem fyllti mælinn, eins og kosninga- úrslitin bera með sér. Vinstri-græn nánast þurrkuðust út og leiddu íhaldið aftur til valda í höfuðborg- inni. Katrín er því nokkurs konar lif- andi lík og baklandslaus. Í dagskrár- lið RÚV, dánarfregnir og jarðar- farir, má nú með góðum vilja heyra eftirfarandi: „Samstarfsflokkur okkar, Vinstri- hreyfingin – grænt framboð, and- aðist að morgni síðasta sunnudags eftir nokkurra mánaða rænuleysi. Jarðarförin auglýst síðar. Bláa höndin.“ Ég skora á mun- aðarleysingjana með hjarta og heila á réttum stað, þau þingmennina Rósu Björk Brynjólfsdóttur og Andrés Inga Jónsson, að leita sér hið fyrsta skjóls hjá Sósíalistaflokknum. Um þessi ósköp á vel við vísa afa míns, Indriða á Fjalli, svohljóðandi: Eina þá er aldrei frýs úti á heljar vegi kringda römmum álnarís á sér vök hinn feigi. Indriði á Skjaldfönn. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Dánarfregn Atvinna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.