Morgunblaðið - 19.06.2018, Síða 21
UMRÆÐAN 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2018
Garðsláttuvélar
sem slá á þínum gönguhraða
Það er leikur einn að slá með nýju
garðsláttuvélunum frá CubCadet.
Þær eru með MySpeed hraðastilli
sem aðlagar keyrsluhraða vélanna
að þínum gönguhraða.
Gerir sláttinn auðveldari
ÞÓR FH
Akureyri:
Baldursnes 8
603 Akureyri
Sími 568-1555
Opnunartími:
Opið alla virka daga
Lokað um helgar
Reykjavík:
Krókháls 16
110 Reykjavík
Sími 568-1500
Vefsíða og
netverslun:
www.thor.is
Í grein í Morgun-
blaðinu 24.4. 2018
skrifaði ég um eign-
arrétt Ytri-Sólheima
til miðrar átjándu
aldar. Hér eru þau
mál áfram rakin og
fjallað meir um þátt
Bjarna Nikulássonar
(1681-1764) í þeirri
sögu:
Sjálfsævisaga
Bjarna er varðveitt
og sýslulýsing hans á dönsku. Í ævi-
sögunni kemur fram að á unglings-
aldri er hann við fjármennsku hjá
stóreignahjónunum Páli Ámunda-
syni yngsta og Guðrúnu Hákonar-
dóttur á Sólheimum ytri. Saga hans
stendur heima við manntalið 1703.
Bjarni var þrígiftur og missti fyrstu
konuna í stórubólu eftir fárra vikna
hjónaband. Niðjar hans með báðum
seinni konunum eru fjölmargir.
Bjarni var lögréttumaður 1709 og
á næstu árum. Árið 1717 varð hann
sýslumaður í vestursýslunni til 1728
er hann var dæmdur frá sýslu.
Sýsluvöld sótti hann að nýju til
Hæstaréttar í Höfn 1735 og hélt til
1757. Bjarni bjó á Sólheimum til
1711 og eftir það víða í Mýrdal og
Álftaveri. Bjó hann þá á jörðum
Þykkvabæjarklausturs, en hann var
klausturhaldari lengi. Frá 1753 til
dauðadags, 1764, bjó Bjarni á Sól-
heimum í Bæjarstað og þáði þar síð-
asta sakramenti hjá séra Jóni Stein-
grímssyni.
Bjarni átti frá unga aldri 10 H í
Ytri-Sólheimum, en árið 1749 var
hlutur hans 37 5/12 H eftir þrenn ný
kaup. Hinn 13. júní 1749 var dóm-
þing á Dyrhólum vegna 26 H fjár-
kröfu konungs í Ytri-Sólheima. For-
saga málsins er að Jón Þorsteinsson
klausturhaldari og um tíma sýslu-
maður hafði „pantsett“ hjá Eyrar-
bakkakaupmanni 26 H kaupahlut
auðkonunnar Guðrúnar Hákonar-
dóttur í Sólheimum, án þess að vera
handhafi veðsins. Jón var eigin-
maður Kristínar Árnadóttur, bróð-
ur- og stjúpdóttur Guðrúnar.
Sækjandi dómsmálsins, séra
Hálfdan Gíslason í Eyvindarhólum,
krafðist þess að dómurinn hafnaði
kröfu amtmanns; því krafa kóngs-
valdsins væri reist á ólögmætri veð-
setningu. Ágætar heimildir eru um
málið og þau fyrirmenni, sem þar
koma við sögu og flest höfðu stað-
festu á Sólheimum. Séra Hálfdan
var tengdasonur Kristínar Árna-
dóttur, sem þá var ekkja. Dómari
var Bjarni Nikulásson sýslumaður,
gjörkunnugur öllu frá fornu á staðn-
um.
Krafa konungs hefur hert á eig-
endum jarðarinnar að hafa á sér
andvara um að gæta eignarhaldsins.
Árið 1751 varð Þorsteinn Bjarna-
son, lögsagnari föður síns, og kom í
hans hlut að skrá jarðir sýslunnar
samkvæmt Instruction Rentu-
kammers í Höfn þ. 1.5. 1751 til land-
fógeta.
Sýslumenn á undan Þorsteini
skráðu Ytri-Sólheima eins og bisk-
upar; kaupahlutann 100 H og
nefndu ekki kirkjueignina. Það var
skilið svo á nítjándu öld að kaupa-
hlutinn væri í raun 50 H og kirkju-
hlutinn einnig 50 H, enda þótt göm-
ul hefð væri að skrá kaupahlutann
100 H. Að svo hafi verið útlagt sýnir
Landsyfirréttardómur 27.11. 1871.
Samt héldu eignarmenn áfram að
kaupa kaupahlutann, sem 100 H.
Í fyrri greinum í blaðinu kom
fram að Þorsteinn skráir kirkjuhlut-
ann 100 H og kaupahlutann 100 H.
Það er í samræmi við skýrslu Þor-
láks prests frá 1593 og sýnist rök-
rétt að gefnum forsendum, en þá
þvert á útleggingu nítjándu aldar.
Hvers vegna bætir Þorsteinn við
álnunum 40? Því er til að svara að
kaupbréf jarðarinnar á sautjándu og
átjándu öld, og raunar einnig síðar,
höfðu ekki alltaf summ-
una 100 – nákvæmlega.
Það er ógott fyrir eig-
endur ef eignarpartar
eru færri eða fleiri en
eignin öll. Hver á að fá
part sem er afgangs eða
hver á ekki að fá sinn
hlut ef aðilar oftelja sér?
Voru eignarbréf að jörð-
inni oftalin um 40 álnir?
Skráði Þorsteinn svo til
að hindra að bréfin lentu
í uppnámi? Ef svo, þá
ólögmæt fölsun hans! en
gæti kallast rökrétt redding?
Bjarni hafði marga fjöruna sopið,
sem valdsmaður og í jarðaprangi.
Þeir feðgar hafa vísast viljað tryggja
að eignarbréf eigenda kæmust ekki í
uppnám. Annað mál er að álnaskrán-
ingin breytti ekki dýrleika jarðar-
innar að lögum. Til slíkra breytinga
þurfti vottaða og þinglýsta löggern-
inga.
Í fyrri greinum kom fram að Skúli
fógeti flutti skýrslu Þorsteins til
Hafnar til jarðabókargerðar ásamt
skýrslum annarra sýslumanna.
Skýrslurnar; Jarða- og bændatalið
1752-67 er í Landshöfðingjasafni
Þjóðskjalasafns. Uppskriftin ýkt-
skreytta, í stíl við rókókó aldarand-
ans; Jarðabók Skúla 1760 kom ekki
til Íslands fyrr en árið 1928 ásamt
fleiri skjölum úr Rentukammeri.
Mýrdælingar hafa áfram lifað og
dáið óvitandi um skráningu þeirra
feðga; Þorsteins og Bjarna eða vill-
una í Kaupmannahöfn. Þorsteinn
veikist og deyr um 1760 og nýr
sýslumaður hélt sýsluna á efstu dög-
um Bjarna.
Enn fékk konungsvaldið skýrslu
og þá vegna tukthústolla, sam-
kvæmt Resolution Rentukammers
20.3. 1759. Á Dyrhólaþingi 10.11.
1759 votta átta þingvitni skýrslu
Lýðs Guðmundssonar sýslumanns,
um dýrleika jarða í Dyrhólahreppi.
Þar eru Ytri-Sólheimar skráðir
bændaeign 100 H, svo sem þá hafði
verið um kaupahlutann frá setningu
laga um tíund í landinu árið 1096.
Á vefslóðinni: https://www.land-
skuld.is/skjol eru myndir af skýrsl-
unni á Dyrhólaþingi. Á vefnum eru
einnig bæði Bændatalið og Jarðabók
Skúla.
Allir réttsýnir menn hljóta að sjá
að skýrslan, þinglýst og vottuð á
þingstað, hefur meira vægi í eign-
arrétti Sólheima, en villuheimildir,
uppskriftirnar: Jarðabók Skúla 1760
og Jarðatal Johnsens 1847.
Fornir höfðingjar
Sólheima
Eftir Tómas
Ísleifsson
Tómas
Ísleifsson
» „… skýrslan, þing-
lýst og vottuð
… hefur meira vægi
eignarrétti … en villu-
heimildir, uppskrift-
irnar: Jarðabók Skúla
1760 og Jarðatal
Johnsens 1847.“
Höfundur er líffræðingur
linekra@simnet.is
Það, að vatnsorka
keppi við jarðvarma-
orku á íslenskum orku-
markaði eftir evrópsk-
um samkeppnisreglum
fyrir raforku frá stein-
runnu eldsneyti, er það
sem innleiðing 3. orku-
pakka ESB neglir fast.
Samt gengur það ekki
upp. Til að átta sig á
þessu verður maður að
grípa til kerfisfræð-
innar, athuga hvaða aðrir markaðir
styðja við innri raforkumarkaðinn í
Evrópu og bera saman við stuðning-
inn sem okkar innri raforkumark-
aður hefur. Lítum fyrst á Evrópu.
Birgjar innri raforku-
markaðar Evrópu
Í fyrra lagi má telja framleið-
endur véla og rafbúnaðar. Þessir
birgjar raforkugeirans eru sterkir í
Evrópu og þeir keppa líka á alþjóð-
legum mörkuðum. Heimamarkaður-
inn er þessum birgjum afar mik-
ilvægur og þar bjóða þeir fram
stöðug lág verð og staðlaðar stærðir
búnaðar sem henta þar.
Síðan eru það hráorkumarkaðir,
alþjóðlegir markaðir sem selja afl-
stöðvum innri raforkumarkaðarins
kol, gas eða olíu. Þarna keppa hin
einstöku form jarðefnaeldsneytisins
sín á milli og hagkvæmnin til raf-
orkuvinnslu ræður þar miklu um
verðmyndun. Jafnframt tryggja
þessir markaðir nægt framboð elds-
neytis, þannig að innri markaðurinn
þarf aðeins að tryggja nægt vélarafl
til að breyta orku eldsneytisins í raf-
magn eftir þörfum.
Samkeppnin sem ríkir á þessum
alþjóðamörkuðum tryggir í raun
jafnstöðu þeirra sem stunda raf-
orkuvinnslu á innri markaði Evrópu.
Birgjar raforkumarkaðar
Íslands
Markaðir með vélar og rafbúnað
eru hér þeir sömu sem þjóna innri
raforkumarkaði Evrópu og í raf-
orkukerfi okkar er búnaður frá bæði
evrópskum birgjum og frá öðrum
heimsálfum. Þegar
hins vegar kemur að
markaði fyrir hráorku,
þá er það aðeins nátt-
úran sjálf. Orka úr-
komunnar streymir
fram í ám hálendisins
og þangað getum við
sótt hana með því að
virkja svæðið. Orka
jarðvarmans liggur
djúpt í jörðu og þangað
getum við borað til að
ná gufu fyrir aflvélar á
yfirborði. Náttúrulegar
aðstæður á virkjunar-
svæðum valda svo miklum kostn-
aðarmun, að um eiginlega sam-
keppni á jafnstöðugrunni milli
virkjana verður ekki að ræða nema
fjárfestingakostnaður þeirra sé með
einhverjum hætti jafnaður. Þetta
gildir jafnt, hvorrar auðlindarinnar
sem litið er til en að auki er vatns-
orkan sveigjanlegri en jarðvarma-
orkan og leggur því fram verðmæt-
ari vöru.
Íslenskur raforkumarkaður
Hægt er að finna leiðir til að nýta
samkeppni til hagræðingar á vissum
sviðum, samanber grein mína „Raf-
orkumarkaður hér, hvernig“, í
Morgunblaðinu 30/5 2018, þar sem
því er lýst hvernig hugsanlegt er að
nota vatnafærni til að grundvalla
samkeppnismarkað. Eftir sem áður
verðum við hér að leysa ýmis mál
sjálf og þar ber hæst hvernig jafna
má þann aðstöðumun fyrirtækja og
aflstöðva sem náttúran skapar þeim.
Það eru mál sem leysast með sam-
keppni utan innri raforkumarkaðar
ESB og reglugerðir innri markaðar-
ins ná ekki þangað. Þessar reglu-
gerðir munu hins vegar ná yfir þær
ráðstafanir sem við kunnum að gera
til að jafna aðstöðumun leikenda
vegna náttúrulegra aðstæðna á
virkjunarstöðum.
Nauðsynleg jöfnun aðstöðumunar
krefst í upphafi mikils samráðs, en
allt samráð var eitt af því fyrsta sem
tekið var fyrir þegar innri raforku-
markaður Evrópu var innleiddur
hér. Áður nefnd vatnafærni verður
eitt af því mikilvægasta til að ná tök-
um á því verkefni, en þegar upp er
staðið verður munurinn fyrst og
fremst fjárhagslegs eðlis. Að ræða
önnur mál eins og uppskiptingu
Landsvirkjunar til að losa um mark-
aðsráðandi stöðu hennar er ekki
tímabært fyrr en að séð verður
hvort tekst að skapa jafnan sam-
keppnisgrunn.
Lokaorð
Á innri raforkumarkaði ESB úti á
meginlandi Evrópu eru það sam-
keppni á ytri mörkuðum eins og hrá-
orkumarkaði sem tryggir jafnstöðu-
grunn fyrir raforkufyrirtækin að
keppa á. Hér á Íslandi ætlum við að
nota sem mest okkar eigin nátt-
úrulegu orku og láta hana koma í
stað eldsneytis af öllu tagi. Náttúran
býr ekki til jafnstöðugrunn fyrir raf-
orkufyrirtækin hér. Slíkan grunn
verðum við að búa til sjálf með sam-
vinnu og getum í því verki ekki lifað
við það samkeppnisumhverfi sem
okkur er búið með lögum ESB um
innri raforkumarkað. Við getum
ekki í annað sinn farið í það ferlið að
samþykkja fyrst og sækja síðan um
undanþágur frá lögum um sam-
keppni á raforkumarkaði sem engan
veginn henta hér. Þriðja orkupakka
ESB ásamt ACER eigum við því
einfaldlega að hafna og segja okkur
frá lögum innri markaðarins. Sé eitt-
hvað þar sem við viljum innleiða get-
um við hjálparlaust skrifað eigin lög
og samþykkt á Alþingi. Vilji ESB
tengja okkur með sæstreng má
semja um það á jafnréttisgrunni án
þessa að hafa hin óviðeigandi lög
innri markaðarins á bakinu. Þannig
eiga samskipti okkar við ESB að
vera.
Á regnguðinn að keppa við eld-
gyðjuna á íslenskum orkumarkaði?
Eftir Elías
Elíasson » Vilji ESB tengja
okkur með sæstreng
má semja um það á jafn-
réttisgrunni án þessa að
hafa hin óviðeigandi lög
innri markaðarins á
bakinu.
Elías
Elíasson
Höfundur er sérfræðingur í
orkumálum.
eliasbe@simnet.is
Allt um
sjávarútveg