Morgunblaðið - 19.06.2018, Síða 24

Morgunblaðið - 19.06.2018, Síða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2018 ✝ Dóra Skúla-dóttir fæddist 12. janúar 1940 í Skerjafirði í Reykjavík. Hún lést á Hrafnistu á Nesvöllum í Reykjanesbæ 11. júní 2018. Foreldrar hennar voru Stef- anía Stefánsdóttir húsfreyja, f. 8.9. 1920 í Stóra-Lambhaga í Hraunum, sunnan Hafn- arfjarðar, d. 8.12. 2007, og Skúli Magnússon, frá Efri- Hömrum í Ásahreppi í Rang- árvallasýslu, skrifstofumaður og síðar vörubifreiðastjóri, f. 1.7. 1915, d. 27.6. 1995. Systkini Dóru eru: Bergþóra, f. 1943, Stefán, f. 1947, d. 1983, Magnús, f. 1951, Jóhanna, f. 1954, Sigríður Þyrí, f. 1958, og Árný, f. 1965. Dóra giftist 5. febrúar 1961 Þorvarði Brynjólfssyni heim- ilislækni, f. 4.5. 1938. Foreldrar Þorvarðar voru Ásta Þórbjörg Beck Þorvarðsson húsfreyja, frá Sómastöðum í Reyðarfirði, f. 14.9 1913, d. 22.2. 2011, og Brynjólfur Þorvarðsson versl- unarmaður, frá Stað í Súganda- firði, f. 6.5. 1902, d. 19.12. 1974. Dóra Björg, nemi, f. 2.4. 2007. 4) Skúli Dór Þorvarðarson hagfræðingur, f. 13.1. 1977. Eiginkona hans er Veronika, fædd Oduro, sérkennari heyrnarlausra, f. 14.4. 1978. Tvíburadætur þeirra f. 8.6. 2016. Dóra flutti með foreldrum sínum að Nýbýlavegi í Kópa- vogi vorið 1944 og ólst þar upp. Eftir barnaskóla lá leiðin í Kvennaskólann í Reykjavík þar sem hún lauk námi. Hún hóf störf hjá heildverslun Davíðs S. Jónssonar og vann ýmis skrifstofustörf á fleiri stöðum. Fyrstu hjúskaparár hennar og Þorvarðar stundaði hann nám í læknisfræði. Framhalds- nám í heimilislækningum dró fjölskylduna búferlaflutningum til Danmerkur. Þar sinnti Dóra fjölskyldunni og stundað nám í verslunarskóla jafnframt. Fjöl- skyldan stækkaði og að námi loknu snéru þau aftur heim. Þegar heim var komið hóf Dóra nám í viðskipta- og hagfræði- deild við Háskóla Íslands og lauk Cand. Oecon. gráðu. Eftir dvöl í Noregi og Svíþjóð á síð- ustu árum settust Dóra og Þor- varður að í Reykjanesbæ til að eyða ævikvöldinu nærri ætt- ingjum á Íslandi. Dóra verður jarðsungin frá Digraneskirkju í Kópavogi í dag, 19. júní 2018, og hefst at- höfnin klukkan 13. Börn Dóru og Þor- varðar eru: 1) Brynjólfur Þor- varðsson tölvunar- fræðingur, f. 27.12. 1962. Hans börn með fyrrv. konu sinni Steingerði Hreins- dóttur útibússtjóra, f. 24.7. 1970, eru a) Þor- varður Hreinn, land- vörður og nemi, f. 31.3. 1992, og b) Urð- ur Ýrr, mannfræðingur, f. 26.2. 1994. 2) Stefanía María Dórudóttir, löggiltur endurskoðandi, f. 8.11. 1964. Eiginmaður hennar er Malcolm Biggart, löggiltur end- urskoðandi, f. 12.5. 1965. Þeirra börn eru a) Vala Katherine, meistaranemi í lífefnafræði, f. 18.7. 1996, og b) Ari Scott, há- skólanemi, f. 5.4. 1998 3) Ragnheiður Ásta Þorvarð- ardóttir verkfræðingur, f. 2.8. 1971. Sambýliskona hennar er Þórunn Guðjónsdóttir, sjón- varps- og kvikmyndagerðar- kona, f. 17.12. 1969. Hennar börn með fyrrv. konu sinni Brynju Brynleifsdóttur, sér- kennslu- og tölvuráðgjafa blindra og sjónskertra, f. 29.1.63, eru a) Emil Örn, mennta- skólanemi, f. 7.12. 2001, og b) Ástkær eiginkona mín lést þann 11. júní og er borin til grafar í dag, 19. júní, 78 ára. Hún hafði þá verið eiginkona mín í 59 ár og gefið mér fjögur börn, öll mjög vel gerð og góð. Það hefur margt hrjáð hana á öllum þessum árum. Hún hef- ur fengið rúm 30 beinbrot og barist við óteljandi sjúkdóma á mörgum spítölum, bæði hér á landi og víða erlendis. Fyrir 10 árum gáfu nýrun sig og var hún þá svo lánsöm að fá nýra frá yngsta syni okkar. Fyrir rúmlega hálfu ári fékk hún blóðtappa í höfuðið og hef- ur verið á spítölum síðan þá. Fyrst í Reykjavík, en mest hér í Keflavík og undir lokin á Hrafnistu á Nesvöllum. Á þess- um mánuðum hefur hún barist við hinar ýmsu sýkingar og á Nesvöllum fékk hún sitt síðasta beinbrot og í kjölfarið á því lungnabólgu sem henni tókst ekki að ná sér upp úr. Ég vil að endingu þakka öll- um læknum og öðrum sem hjálpuðu henni, ekki síst þeim á HSS og á Nesvöllum, og mest af öllu börnum mínum. Þorvarður Brynjólfsson. Mín fyrsta minning af okkur Dóru var þegar við lékum okk- ur með dúkkur í stofunni heima þegar Stefán bróðir fæddist. Önnur minning er þegar við vorum sendar til að kaupa mjólk í brúsa til Matthíasar bónda. Við leiddumst í myrkrinu og með í farteskinu var vasaljós með týru sem lýsti okkur leið- ina, sú týra lýsti ekki á baka- leiðinni. Síðari æskuár þegar hægt var að vera í stórfiskaleik og fallin spýta á Nýbýlavegi en þá var öðruvísi umhorfs en nú er. Spil voru vinsæl afþreying á veturna ásamt sleðaferðum í brekkunni fyrir ofan heimilið. Báðar unnum við í miðbæn- um þegar unglingsárum lauk, þá hittumst við oft í hádeginu og borðuðum saman. Kannski átti aldursmunur á okkur systkinunum þátt í að við vor- um nánar hvor annarri. Við fylgdumst að, eignuðumst maka og börn á svipuðum tíma og alla tíð voru mikil samskipti og samband milli okkar. Hvort sem var með heimsóknum, sím- tölum, pökkum eða bréfaskrift- um milli landa þegar Dóra og fjölskylda dvöldust erlendis. Jólahangikjöt skilaði sér alltaf út nema einu sinni, þegar Gar- demoen-flugstöðin í Noregi var tekin í notkun, en þá barst það á afmælisdegi Dóru. Það var aðdáunarvert hve Dóra var dugleg, ekki eingöngu við að sækja sér menntun held- ur líka þegar veikindi blöstu við, alltaf tókst henni að rífa sig upp og halda áfram. Hún var myndarleg og dugleg húsmóðir og á tímabili stóð hún í sjálf- stæðum rekstri ásamt því að sinna heimili og fjölskyldu. Síð- ustu árin ágerðust veikindin en hún tók þeim með æðruleysi. Skúli Dór gaf henni annað nýra sitt, gjöf sem var henni ómet- anleg og gaf henni betri líðan síðustu æviárin. Hver minning dýrmæt perla að liðn- um lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Ég sendi Þorvarði, börnum og fjölskyldum þeirra og öðrum nákomnum ættingjum samúð- arkveðjur um leið og ég kveð Dóru systur mína og þakka henni fyrir samfylgdina. Guð blessi minningu þína. Þín systir Bergþóra. Dóra Skúladóttir ✝ Baldur Ingv-arsson fæddist 19. janúar 1934 í Reykjavík. Hann andaðist á Hrafn- istu í Reykjavík 22. maí 2018. Foreldrar hans voru hjónin Ingvar Júlíus Guðmunds- son vélstjóri, f. 1898, fórst 1940 með B.V. Braga við Englandsstrendur og Ingibjörg Margrét Sigurðardóttir hús- freyja, f. 1904, d. 1981. Bræður Baldurs voru: 1) Guðmundur, f. 1929, d. 1997, 2) Sigurður Al- freð, f. 1931, d. 1963, 3) Trausti, Baldur gekk í Austurbæjar- skóla og einn vetur í skóla að Núpi í Dýrafirði (1950-1951), hann útskrifaðist frá Vélskól- anum í Reykjavík árið 1960. Hann var vélstjóri á ýmsum skipum, m.a. á Hamrafellinu, vitaskipinu Árvakri og skipum Landhelgisgæslunnar. Lengst af starfaði hann á rannsóknarskipi Hafrannsóknastofnunar, Bjarna Sæmundssyni. Þegar sjó- mennskunni lauk starfaði hann m.a. sem verkstjóri hjá Hamp- iðjunni, eftirlitsmaður hjá Vinnueftirlitinu, hjá Landspít- alanum, Reykjarvíkurhöfn og síðustu starfsárin var hann hús- vörður í Vörðuskóla, Iðnskól- anum í Reykjavík. Útför Baldurs fór fram í kyrr- þey 30. maí 2018 frá Háteigs- kirkju. f. 1932, d. 1971, og 4) Bragi Rafn, f. 1935, d. 2008. Eftirlifandi eig- inkona Baldurs er Aðalheiður Ísleifs Hafliðadóttir hús- móðir og símamær, f. 1929. Börn þeirra eru: 1) Bergsteinn, f. 1960, kvæntur Eddu Pétursdóttur, f. 1960, 2) Ingvar Júlíus, f. 1961, í sambúð með Sigurrósu Krist- jánsdóttur, f. 1962. 3) Ingibjörg Margrét, f. 1964, gift Magnúsi Inga Ásgeirssyni, f. 1959. Barnabörnin eru alls níu. Baldur tengdafaðir minn fékk hægt andlát á Hrafnistu þar sem hann dvaldi síðustu æviárin. Þeg- ar ég kynntist honum var hann nýhættur að vinna og sat þá oft í skrifstofuherberginu sínu og sökkti sér í bækur, stundum gamlar enskukennslubækur. Hann vildi ná betri færni í ensku og spurði mig oft um framburð á hinum og þessum orðum, því hann treysti mér þar sem ég var sigld eins og hann tók til orða. Sjálfur var hann sigldur í bók- staflegri merkingu þess orðs en drjúgan hluta sinnar starfsævi var hann til sjós. Um tíma starf- aði hann á Hamrafellinu og sigldi þá yfir Atlantsála, bæði í austur- átt alla leið í Kyrrahaf og í vest- urátt í Svartahaf. Lengst af var hann vélstjóri á hafrannsókna- skipinu Bjarna Sæmundssyni. Í mörg ár var hægt að stilla klukkuna eftir því hvenær Bald- ur og Aðalheiður leiddust hönd í hönd í sína daglegu göngutúra frá Bólstaðarhlíðinni þar sem þau bjuggu nánast alla sína búskap- artíð en hún spannar hartnær 60 ár. Reglufesta og nægjusemi voru í heiðri höfð og vistvænn lífsstíll var engin nýjung í þeirra ranni heldur eðlileg flétta dag- legs lífs. Ef Baldur var ekki að sýsla með bækurnar sínar eða í tölv- unni þá sat hann tilbúinn með spilin og fljótt gefið í vist. Hann sá í gegnum fingur sér ef mér urðu á mistök en krafa var gerð um að fylgjast vel með og spila af skynsemi. Tölur voru honum dægrastytting, bæði í spilum, lottó og ekki síst í bridsinu sem hann iðkaði með ólíkum hópum. Síðustu árin var gefið í olsen ol- sen og alla tíð lagði hann kapp á að vinna. Það er með þakklæti í huga sem ég kveð Baldur. Edda. Baldur Ingvarsson Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERLA PÁLSDÓTTIR frá Reyni í Mýrdal, til heimilis að Klausturhólum, Kirkjubæjarklaustri, lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Klausturhólum, sunnudaginn 10. júní. Útförin fer fram frá Reyniskirkju í Mýrdal fimmtudaginn 21. júní klukkan 13. Páll Jónsson M. Sigríður Jakobsdóttir Margrét Jónsdóttir Sigurjón Árnason Sigurlaug Jónsdóttir Ólafur Helgason Sveinn Jónsson Jóna Svava Karlsdóttir Jónatan G. Jónsson Valgerður Guðjónsdóttir Guðrún Jónsdóttir Jón E. Einarsson Einar Jónsson Ágústa Bárðardóttir Guðbjörg Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐLAUG HELGA GUÐBJÖRNSDÓTTIR, Gulla frá Hvammsvík, sem lést sunnudaginn 27. maí, verður jarðsungin frá Reynivallakirkju í Kjós fimmtudaginn 21. júní klukkan 15. Guðrún Bjarney, Jóna Guðbjörg, Sigríður Helgi, Margrét, Valgerður, Guðbjörn, Bára, Þorbjörg og Hrönn Samsonarbörn tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓNAS HELGASON SIGURÐSSON, Hlíðarvegi 22, 400 Ísafirði, lést á Landspítalanum í Fossvogi laugardaginn 16. júní. Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 23. júní klukkan 14. Lóa Guðrún Guðmundsdóttir börn, tengdabörn og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURBJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR, Sæviðarsundi 88, Reykjavík, lést í faðmi ástvina 3. júní. Jarðarför hefur farið fram í kyrrþey samkvæmt ósk hinnar látnu. Fríða Steinarsdóttir Sigurbjörn Bárðarson Agnes Steinarsdóttir Sigurður Ólafsson Snjólaug Steinarsdóttir Guðjón Steinarsson Anna María Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn Kær frændi okkar, BJÖRN UNNSTEINN KARLSSON, fv. aðalbókari, Grænuhlíð 16, Reykjavík, lést á heimlii sínu mánudaginn 21. maí. Úförin hefur farið fram í kyrrþey. Frændfólk Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÖLVER SKÚLASON, Sverigesgade 12, Hirtshals, lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu föstudaginn 15. júní. Katrín S. Káradóttir Kári M. Ölversson Margrét Karlsdóttir Svandís Þ. Ölversdóttir Konráð Árnason Erla D. Ölversdóttir Guðmundur Pálsson barnabörn og barnabarnabörn Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BIRGIR EINARSSON kennari, lést laugardaginn 9. júní á dvalarheimilinu Grund í Reykjavík. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð. Fyrir hönd aðstandenda, Hrafnhildur Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.