Morgunblaðið - 19.06.2018, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 19.06.2018, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2018 Mér lærðist fljótt að vinátta er það sem hjúpar hversdagsleikann gleði. Fyrirmyndirnar sá ég í vinkonuhópi móður minnar sem nefndar hafa verið hver af ann- arri í samtölum frá því ég man eftir mér. Vinkonurnar ellefu, sem þéttu vinaböndin á menntaskólaárunum, hafa hald- ið hópinn í vel yfir sex áratugi og eru órjúfanlegur hluti af lífi hver annarrar. Raggý, Kristín Mjöll, Sigga Einars, Hildigunn- ur, Ingunn, Stín-Stín, Solla, Anna Eym, Vala, Sif og mamma var hópurinn sem hélt saman. Þetta er eins og sagt er við alt- arið; saman í blíðu og stríðu þar til yfir lýkur. Sif var í fyrstu nafn sem ég þekkti vel en setti ekki saman við andlit fyrr en ég var líklega komin á skólaaldur. Heimsókn á sýninguna Heimilið í Laug- ardalshöll á 8. áratugnum, þar sem Sif var komin frá Svíþjóð í öllu sínu veldi, er fyrsta minn- ing mín um hana. Hún var örlít- ið frábrugðin vinkvennahópnum sem ég þekkti, frjálslegri og kannski meiri bóhem en samt hæglát. Upp frá því urðu kynn- in meiri enda sænska fjölskyld- an flutt heim og þá styttist vegalengdin á milli húsa þótt síminn væri kannski frekar not- aður, jafnvel fullmikið að mati heimilisfólks. Hópurinn hittist reglulega þótt makar, börn og vinna tækju tíma. Eitt þriðjudags- kvöld í mánuði var fastur punktur yfir veturinn og heilög stund þeirra vinkvenna. Gleðin er við völd þegar þær gera sér dagamun, jafnvel svo að hlátra- sköll hafa kostað brottrekstur af veitingahúsum. Hópurinn hefur glaðst og samfagnað þeg- Sif Sigurðardóttir ✝ Sif Sigurð-ardóttir fædd- ist 23. nóvember 1943. Hún lést 10. maí 2018. Sif var jarð- sungin 29. maí 2018. ar svo bar undir en ávallt staðið fast saman þegar á móti blés. Það var óhjá- kvæmilegt að börn þeirra blönduðust með einhverjum hætti inn í þessi sterku vinabönd. Ég stend í mikilli þakkarskuld við Sif. Eitt sinn þegar mér fannst brekk- an brött og vissi ekki hvert ég gat leitað opnaði hún dyrnar að heimili sínu hvar ég naut hlýju hennar og velvildar. Það spillti ekki fyrir að því fylgdi und- ursamlegur matur og afslappað andrúm. Hversdagslegur mánu- dagur varð að veislu fyrir bragðlaukana, fimmtudags- kvöld breyttist í notalegt bíó- kvöld í sófanum og auðvitað var rætt um menningu, tónlist og sitthvað annað við litla borðið í eldhúsinu. Í skjóli Sifjar öðl- aðist ég ró og öryggi fyrir næstu skref. Henni fannst þetta svo sjálfsagt en ég minnti hana á að í huga tvítugrar stúlku sem hafði mætt lokuðum dyrum var þetta styrk hönd sem hún rétti og því myndi ég aldrei gleyma. Ekki renndi ég í grun þegar ég hélt afmæli fyrir mömmu í janúar og gestirnir voru sauma- klúbbsvinkonur, makar þeirra og börn, að það myndi kvarnast svo fljótt úr hópnum. Sif hafði látið mig vita að hún treysti sér ekki en ég var þess viss að hóp- urinn myndi hittast fljótt aftur enda var það ákveðið þá um kvöldið að þetta yrði endurtek- ið. Ég er þakklát fyrir vinkonur mömmu og vona að við stöndum við orð okkar þótt tvær hafi nú kvatt okkur á skömmum tíma. Í dag skil ég enn betur hvað djúp og einlæg vinátta skiptir miklu í lífinu. Ég var lánsöm að kynnast Sif og njóta velvildar hennar. Megi góður Guð gefa fjöl- skyldu Sifjar styrk til að takast á við sorgina. Blessuð sé minn- ing Sifjar. Vala Pálsdóttir. Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir Aðalfundur Þörungaverksmiðjunnar hf. verður haldinn miðvikudaginn 4. júlí 2018 kl. 13.00 á skrif- stofu félagsins, Karlsey, 380 Reykhólum. Dagskrá: Aðalfundarstörf skv. samþykktum félagsins. Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Uppboð verður haldið á skrifstofu Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, Hlíðasmára 1, 2.hæð þriðjudaginn 26. Júní 2018 10:00 og 10:20. Uppboð á öllum hlutum í einkahlutafélaginu þrautin ehf., kt. 660213-1040 100% hlutir. Uppboð á hlutum í einkahlutafélaginu Mýverk ehf., kt. 600717-1030 50% hlutir. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 18. júní 2018 Félagsstarf eldri borgara Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16. Bónusbíllinn fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.30. Handavinna með leið- beinanda kl. 12.30-16. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40- 12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Velkomin. S. 535-2700. Boðinn Bridse og kanasta kl. 13. Bólstaðarhlíð 43 Yngingarjóga hjá Lilju Steingríms kl. 9-9.50, allir velkomnir. Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10-10.30. Leshópur Hjördísar kl. 10.30. Botsía kl. 10.40-11.20. Bónusrútan kemur kl. 14.40. Opið kaffihús kl.14.30. Dalbraut 18-20 Félagsvist kl.14. Garðabær Jónshúsi / félags- og íþróttastarf: 512-1501. Opið í Jóns- húsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 9.30-16. Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 14-15.30. Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 11.45. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 14.45. Gerðuberg Kl. 8.30-16 opin handavinnustofa, kl. 9-12 keramikmálun (sumarfrí), kl. 13-16 glervinnustofa (sumarfrí), kl. 10-10.45 leikfimi Maríu (sumarfrí), kl. 10-10.30 leikfimi gönguhóps, kl. 10.30 göngu- hópur um hverfið, kl. 12.20-13.30 qigong (sumarfrí), kl. 13 tölvu- fræðsla hjá Helgu Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, dagblöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45, hádegismatur kl. 11.30, brids í handavinnustofu og pútt kl. 13 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50, við hringborðið kl. 8.50, listasmiðjan opin fyrir alla kl. 9-16, brids kl. 13, enskunámskeið, tal, kl. 13, bókabíll kl. 14.30, Bónusbíll kl. 14.55, síðdegiskaffi kl. 14.30, allir velkomnir óháð aldri. Nánari í síma 411-2790. Seltjarnarnes Vatnsleikfimi kl. 7.15, snjallsíma og spjaldtölvunám- skeið kl. 10-12, pútt á Eiðistorgi kl. 10.30, kaffispjall í króknum kl. 10.30, ganga frá Skólabraut kl. 15. Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-16 og upp úr kl. 10 er boðið upp á kaffi þar sem fólk kemur saman í spjall og kíkir í blöðin. Hádegisverður er kl. 11.30-12.15 og kaffi og meðlæti er selt á vægu verði kl. 14.30-14.55. Bónusbíll kl. 14.40 og bókabíll kl. 13.15. Allir eru hjartanlega velkomnir í Selið. Nánari upplýsingar hjá Maríu Helenu í síma 568-2586. Smáauglýsingar Bækur Bækur til sölu 550 ljóðabækur til sölu á 82 þúsund. Einnig bréf til Láru, 1. útg. 2. útg. og 3. útg. Egilssaga 1809. Upplýsingar í síma 898 9475. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Til sölu LOK Á POTTA HEITIRPOTTAR.IS HÖFÐABAKKA 1 SÍMI 777 2000 Bókhald NP Þjónusta Annast bókanir, reikningsfærslur o.f.l. Upplýsingar í síma 649-6134. Fasteignir Til sölu La Marína á Spáni 25 mín. frá Alicante flugvelli. Gott einbýlishús, stutt í alla þjónustu, strönd og golfvellir á svæðinu. 38 millj. ísl. kr. Upplýsingar í síma 7742501. eyvindur@simnet.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Ýmislegt Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald FLÍSALAGNIR - MÚRVERK FLOTUN - SANDSPARSL MÁLUN - TRÉVERK Ásamt öllu almennu viðhaldi fasteigna Áratuga reynsla og þekking skilar fagmennsku og gæðum Tímavinna eða tilboð Strúctor byggingaþjónusta ehf. S. 893 6994 Hreinsa þakrennur, laga ryð á þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Vantar þig pípara? FINNA.is Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, HELGI GEIR SIGURGEIRSSON, bifvélavirki og kennari, lést á Landspítalanum 11. júní. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 21. júní klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta líknarfélög njóta þess. Elsa Særún Helgadóttir Sigurgeir Þór Helgason Ragnhildur Lára Finnsdóttir og barnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar DAVÍÐS GUÐMUNDSSONAR bónda frá Glæsibæ, Hörgársveit. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sandgerðis, öldrunarheimilinu Lögmannshlíð, Akureyri, fyrir hlýju og góða umönnun. Sigríður Manasesdóttir og fjölskylda

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.