Morgunblaðið - 19.06.2018, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.06.2018, Blaðsíða 27
Björn stofnaði fyrirtækið Hrað- myndir og starfrækti það um árabil, lengst af á Hverfisgötu 59 í Reykja- vík: „Ég hafði fest kaup á sérstakri ljósmyndavél sem tók passamyndir og við sérhæfðum okkur því töluvert á því sviði. Auk þess tók ég mikið tækifærismyndir við brúðkaup, stór- afmæli og ýmsar uppákomur hjá fé- lögum og stofnunum. En ég starf- rækti aldrei stúdíóljósmyndastofu.“ Ertu enn að taka ljósmyndir? „Já, ég get ekki neitað því. Ég hef að vísu dregið töluvert úr rekstrinum en er enn að. Ég myndaði lengi vel hátíðahöldin á sjómannadaginn en nú tek ég bara tilteknar myndir af þeim sem eru heiðraðir í tilefni dags- ins. Auk þess er ég enn að taka myndir fyrir tónlistarskólana, við skólaslit og tónleika. Þótt þetta sé ekki mikið umstang hef ég enn alltaf jafn gaman af þessu stússi.“ Björn var trúnaðarmaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur og sat fjölda ASÍ- og Sjómannasambands- þing. Hann er fulltrúi Sjómanna- félags Íslands (áður Sjómannafélag Reykjavíkur) í sjómannadagsráði frá 1968, situr í skipulagsnefnd sjó- mannadagsráðs frá 1968, sat í stjórn Sjálfstæðisfélags Garðabæjar og Bessastaðahrepps og var formaður þeirra 1982-85, formaður fulltrúa- ráðs Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ og Bessastaðahreppi 1985-92 en árið 1990 unnu sjálfstæðismenn sinn stærsta sigur í Garðabæ er þeir fengu 67,3%. Hann ritstýrði auk þess Görðum, blaði Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, 1984-2000. Björn sat í skólanefnd Tónlistar- skóla Garðabæjar 1978-2008. Hann hefur setið í nefnd um málefni eldri borgara, var forseti Kiwanisklúbbs- ins Heklu 1988-89 og var ritstjóri safnaðarblaðs Garðasóknar 2002- 2008. Björn er heiðursfélagi Sjálfstæð- isfélags Garðabæjar og Sjómanna- félags Íslands. Hann hlaut Garða- steininn 2015 frá Rotary-klúbbnum Görðum í Garðabæ og hlaut heiðurs- merki sjómannadagsins árið 2008 fyrir félagsstörf í þágu sjómanna. Fjölskylda Björn kvæntist 1.10. 1960 Sigur- laugu Björnsdóttur, f. 3.7. 1930, lengst af starfsmanni Pósts og síma. Foreldrar hennar voru hjónin Björn Árnason bifreiðastjóri og Guðfinna Sigurðardóttir húsfreyja, frá Ási í Hafnarfirði. Börn Björns og Sigurlaugar eru Páll, f. 12.1. 1961, sagnfræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, kvæntur Ingibjörgu Sigurðardóttur, aðjúnkt við Háskólann á Akureyri, og eiga þau tvö börn, og Guðfinna, f. 24.12. 1964, sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari, búsett í Garðabæ, gift Bjarnsteini Þórssyni tölvunar- fræðingi og eiga þau þrjú börn. Systkini Björns: Garðar, f. 22.4. 1922, d. 21.11. 2010, skipherra, kvæntur Lilju Jónsdóttur og eiga þau tvö börn; Hannes, f. 9.10. 1924, d. 31.12. 2014, ljósmyndari í Reykjavik; Áróra, f. 29.4. 1926, fyrrv. banka- starfsmaður, gift Hafsteini Jónssyni verkamanni. Foreldrar Björns voru Páll Hann- esson, f. 18.5. 1896, d. 28.1. 1956, skipstjóri, og Ásta Ingveldur Eyja Kristjánsdóttir, f. 28.1. 1896, d. 8.6. 1986. Þau bjuggu á Ísafirði og síðar í Reykjavík. Björn Pálsson Friðrika Kristjánsdóttir saumakona Ísafirði Hjalti Magnússon form., skáld og kennari á Ísafirði Vilhelmína María Hjaltadóttir húsfr. í Hnífsdal Kristján Gíslason kaupm. á Sauðárkróki Ásta Ingveldur Eyja Kristjánsdóttir húsfr. á Ísafirði Elísabet Pálmadóttir húsfr. á Eyvindarstöðum, frá Sólheimum Gísli Ólafsson b. á Eyvindarstöð­ um Blöndudal Sigurður Símonarson skútuskipstj. Í Rvík Anna Guðrún ónsdóttir hús- fr. í Rvík Margrét Kristjáns- óttir húsfr. á AkranesiSímon Símonarson tannlæknir og margfaldur Íslandsmeistari í brids. Magnús Hjaltason skáldið á Þröm (Ljósvíkingurinn) Bjarni Símonarson b. á Álftamýri íArnarfirði Jóhanna Pálsdóttir prestfr. í Otradal og á Bíldudal Páll Ásgeir Tryggva- son sendiherra Hallur Halls- son framkvstj. í Rvík Emilía Kristín Kofoed­Hansen ræðism. Íslands í Grikklandi Jón Páll Bjarnason gítarleikari Herdís Ás- geirsdóttir húsfr. í Rvík Hallur Símonarson blaðam. og marg- faldur Íslands- meistari í brids Björg Ko- foed­Hansen húsfr. í Rvík J Anna G. Bjarnason blaðamaður Rannveig Sigurðar- dóttir húsfr. í Rvík Friðrik Ólafsson stórmeistari og forseti FIDE Axel Gíslason forstjóri VÍS Markús Bjarnason fyrsti skólastj. Stýrimannaskólans Sigríður Símonar- dóttir húsfr. í Rvík SólveigAxels- dóttir húsfr. á Akureyri Kristján Símonarson skipstj. á Innri­Hólmi d Símon Svein- björnsson skipstjóri í Rvík Axel Krist- jánsson kaupm. á Akureyri Sigríður Jónsdóttir húsfr. í Stapadal Páll Símonarson útvegsb. í Stapadal, f. á Dynjanda Guðbjörg Pálsdóttir húsfr. í Hnífsdal Hannes Jónsson útvegsb. í Hnífsdal Margrét Jónsdóttir vinnuk. í Djúpi Jón Friðriksson vinnum. í Vatnsfirði í Djúpi Úr frændgarði Björns Pálssonar Páll Hannesson skipstjóri á Ísafirði ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2018 VANTAR ÞIG STARFSFÓLK? Suðurlandsbraut 6, 108 Rvk. | SÍMI 419 9000 | info@handafl.is | handafl.is Við útvegum hæfa starfskrafta í flestar greinar atvinnulífsins Handafl er traust og fagleg starfsmannaveita með margra ára reynslu á markaði þar sem við þjónustum jafnt stór sem smá fyrirtæki. Kristján Kristjánsson fæddist áKambsstöðum 19.6. 1899.Hann var sonur Kristjáns Kristjánssonar og Arndísar Níels- dóttur, hjóna í húsmennsku í Ljósa- vatnsskarði sem fluttu til Akureyrar 1904 þar sem Kristján var lengi síma- verkstjóri. Kristján og Arndís eignuðust fjóra syni og var Kristján elstur þeirra, en allir þrír bræður hans létust úr berkl- um á unga aldri. Kristján veiktist reyndar einnig og varð að dvelja á Vífilsstöðum í eitt ár, en náði fullum bata. Hann kvæntist Málfríði Frið- riksdóttur frá Sauðárkróki og eign- uðust þau fjögur börn. Kristján var í sveit á unglingsárun- um, stundaði verkamannavinnu á Akureyri og var m.a. til sjós um skeið og í símavinnu. Hann hóf að aka bílum er hann var 23 ára en ári áður hafði hann fest kaup á sínum fyrsta bíl, hjólalausum Ford-bíl sem hann keypti á Húsavík. Kristján fékk Ebenharð Jónsson í lið með sér að gera bílinn gangfæran og sama ár, 1922, opnuðu þeir saman bílaverkstæði sem er upp- hafið að BSA bílaverkstæðinu. Kristján stofnaði Bifreiðastöð Akureyrar, ári síðar, en þá hafði hann eignast þrjá bíla. Árið 1926 var Krist- ján kominn með tvo vörubíla og skömmu síðar hóf hann áætlunar- ferðir til Reykjavíkur og síðar austur á land. Rekstur hans varð nú æ um- svifameiri og á 20 ára afmæli BSA voru bílar fyrirtækisins 50 talsins og starfsmenn bifreiðastöðvarinnar, verkstæðis og yfirbygginga- verkstæðis 98 manns. Kristján dró úr bílaútgerð eftir stríð, keypti Bílasöluna hf., ásamt Ólafi Benediktssyni, var einn af stofn- endum Dráttarbrautar Akureyrar og einn af stofnendum Flugfélags Akur- eyrar sem síðar sameinaðist Flug- félagi Íslands. Hann hætti rekstri á Akureyri, flutti til Reykjavíkur 1960 og hafði þar nokkra umsýslu, en var þó fyrst og síðast einn af frum- kvöðlum samgöngubyltingar og bílaaldar á Íslandi. Kristján lést 16.6. 1968. Merkir Íslendingar Kristján Kristjánsson 90 ára Jóhanna Dóra Jóhannesdóttir Matthildur Björnsdóttir Valborg Lárusdóttir 85 ára Björn Pálsson Gígja Þórleif Marinósdóttir 80 ára Bergljót Kristjánsdóttir Gunnar Eiríkur Haraldsson Jenný Ágústsdóttir Magnús Guðbjarnason Pálína Gísladóttir Sigríður Halblaub 75 ára Auður Valdís Guðmundsdóttir Guðjón Skarphéðinsson Haraldur Egill Sighvatsson Katrín Hermannsdóttir Reynir Kristjánsson Sara Elíasdóttir 70 ára Bára Valtýsdóttir Jón Grímsson Jónína Guðrún Ármannsdóttir Lárus Örn Óskarsson Margrét Gísladóttir Ólafur Rúnar Björgúlfsson Ragnheiður Baldvinsdóttir Sveinbjörn Stefánsson Trausti Tómasson Þórður Jóhannesson Þórey Magnúsdóttir 60 ára Guðrún Karen Tryggvadóttir Jóhann Guðmundsson Kristján Sveinbjörnsson Óskar Pétur Friðriksson Snorri Halldórsson Stefanía Arna Marinósdóttir Sveinn Ólafsson Torfhildur Stefánsdóttir 50 ára Arturas Slimas Auður Ketilsdóttir Bryndís Guðmundsdóttir Einar Kári Kristófersson Hafsteinn Kjartansson Johna Kristín Zamora Lucyna G. Brzuszkiewicz Sveinn Reynir Pálsson Zbigniew Wlodzimierz Deszczka 40 ára Arna Björk Árnadóttir Bára Borg Smáradóttir Dagbjört G. Magnúsdóttir Einar Snorrason Eva Dögg Þorsteinsdóttir Friðrik Unnar Arnbjörnsson Ingibjörg S. Finnbogadóttir Jacek Krzysztof Pudo Katrín Ósk Pétursdóttir Krzysztof Roszak Mariella Celevante Rosento Tómas Eiríksson Trausti Gíslason Vignir Örn Oddsson 30 ára Agnes Sif Eyþórsdóttir Ágústa Sverrisdóttir Ármann Sverrisson Ársæll Páll Kjartansson Bernharður Bjarnason Dóra Björt Guðjónsdóttir Emil Ólafur Ragnarsson Hrefna F. Friðgeirsdóttir Mateusz S. Jezierski Richardas Laurinavicius Þórunn Sif Guðlaugsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Þórunn ólst upp í Reykjavík, býr þar, lauk BSc-prófi í sálfræði frá Universitá Cattolica í Mílano og starfar við leik- skólann Aðalþing. Maki: Giuseppe Porricelli, f. 1985, flugvirki. Dóttir: Olivia Lóa Porri- celli, f. 2014. Foreldrar: Guðlaugur Ingi Sigurðsson, f. 1963, og Vala Rós Ingvarsdóttir, f. 1966. Þau eru búsett í Kópavogi. Þórunn Sif Guðlaugsdóttir 30 ára Hrefna ólst upp í Hafnarfirði, býr þar og stundar nú nám við Keili. Systkini: Ásthildur Embla, f. 1990; Oddrún Lára, f. 1991, Guðmundur Hermann, f. 1993, og Vil- dís Inga, f. 1996. Foreldrar: Friðgeir Guð- jónsson, f. 1961, og Hrefna Margrét Guð- mundsdóttir, f. 1962, d. 2006. Stjúpmóðir: Ragn- heiður Gunnarsdóttir, f. 1963. Hrefna Freyja Friðgeirsdóttir 30 ára Ársæll ólst upp í Reykjavík, býr þar og starfar við malbikun hjá Hlaðbæ Colas. Maki: Anna Nadalía Koper, f. 1990, verslunarmaður hjá Hagkaupum. Bróðir: Gunnar Páll Kjartansson, f. 1993, leikskólakennari. Foreldrar: Guðrún Ár- sælsdóttir, f. 1965, og Kjartan Halldór Antons- son, f. 1968. Ársæll Páll Kjartansson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.