Morgunblaðið - 19.06.2018, Page 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2018
SMÁRALIND
www.skornirthinir.is
Leður strigaskór
Verð: 11.995
Stærðir 36-42
Eigum úrval af
strigaskóm úr leðri
að innan sem utan.
Mjúkur leðurinnsóli
sem gerir skóna
einstaklega þægilega.
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er tímabært að þú ráðist í til-
tekt og viðgerðir á heimilinu. Vinir þínir
bjóða þér að gera hluti sem hljóma ekki vel
í fyrstu.
20. apríl - 20. maí
Naut Nú virðist vera rétta tækifærið fyrir
þig að koma málum þínum áfram. Varastu
samt að ganga of langt svo ekki komi til
eftirmála.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú hefur ekkert upp úr því að
gagnrýna skoðanir annarra í stjórnmálum
og trúmálum í dag. Stundum er nóg að
yppta öxlum og halda áfram með það sem
skiptir máli.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þér finnst engu líkara en þér sé
haldið í heljargreipum og þú eigir ekki
undankomu auðið. Nýttu samskiptahæfileika
þína til að halda friðinn í samskiptum þínum
við aðra.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Löngun þín til þess að gera eitthvað
öðruvísi veldur eirðarleysi. Skipuleggðu
vinnutímann betur og leitaðu aðstoðar með
það sem þarf.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Nú er komið að þeim tímamótum í
lífi þínu að þú hrindir í framkvæmd þeirri
áætlun sem þú hefur svo lengi verið með í
undirbúningi.
23. sept. - 22. okt.
Vog Taktu þér tíma í að koma röð og reglu
á hlutina heima fyrir. Gættu þess bara að
stíga ekki á tærnar á öðrum.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú ert aufúsugestur en þarft
þess vegna að gæta þess að misbjóða ekki
gestrisni fólks. Spyrðu ástvini til hvers þeir
ætlast af þér.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú þarft að taka á öllu þínu til
þess að finna réttu leiðina að takmarki þínu.
Mundu að samstarf byggist á tillitssemi.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú mátt eiga von á því að óvænt-
ir gestir berji að dyrum þér til lítillar
ánægju. Sinntu sjálfum þér og láttu það
ganga fyrir öðru fyrst um sinn.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Farðu ákaflega varlega í sam-
skiptum við ókunnuga, sérstaklega ef þau
snúast um fjármál að einhverju leyti.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þrátt fyrir góðan ásetning geta af-
skipti orðið til þess að færa mál til verri
vegar. Gættu þess í öllum samskiptum við
aðra, að frelsi þitt takmarkast við frelsi
þeirra.
Ég átti leið upp í Hlíðar og aldreiþessu vant sá ég karlinn á
Laugaveginum þar sem hann stóð á
horni Rauðarárstígs og velti vöng-
um yfir Miklubraut og Klambrat-
úni. „Nýtt að sjá þig hér,“ sagði ég
við hann. „Hvað er í fréttum?“
Hann hnykkti aftur höfðinu og
tautaði:
Miklabraut, merkilegt nokk,
mun verða bið- sett í -flokk.
Dags er það lína
að láta í það skína
en loforðin lögð verða í stokk.
Á fimmtudag orti Sigrún Har-
aldsdóttir á Leir:
Skyggja vindaskýin grá,
skjálfa blöðin rósa.
Núna væri sælt að sjá
sólarglitið ljósa.
Fía á Sandi tók undir:
Úfin skýin ullargrá
æðrast gamla brýnið.
Það væri fegri sjón að sjá
sólina skína á vínið.
Daginn áður hafði Ingólfur Ómar
skroppið í smá-fjallgöngu, – „það
rigndi aðeins en ekkert að ráði“:
Vorsins ilm að vitum ber
vill það orna geði.
Þegar ég til fjalla fer
fyllist andinn gleði.
Sigrún svaraði:
Basl mér reynist brekkan þver,
bitrar gráu klappirnar,
þegar ég til fjalla fer
fæ ég verk í lappirnar.
Páll Imsland sagði að það væri
aðeins að rofa til og spurði: „Ætli
ég sé nokkuð farinn að leggja Sig-
rúnu í einelti?“:
Oft á göngu lappalúin
lyppast niðrá stein,
aum í skrokknum, orkan búin,
æmtir við hvert bein.
Sigrún lét ekki standa upp á sig
og spurði hvort ekki væri sagt að
tvisvar yrði sá feginn sem á stein-
inn settist:
Stundum freistar steinninn hvass
á strangri göngu vega
þótt merji ‘ann bæði mjöðm og rass
og meiði illilega.
Fía á Sandi var með á nótunum:
Fögur eru fjöllin há
fagur á þeim snjórinn.
Þó er fegri sjón að sjá
sólina skína á bjórinn.
Og kvað síðan fastar að orði:
Fallirðu niður fjöllin há
fallið mölvar beinin.
Þú skalt heldur sitja og sjá
sólina skína á steininn.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Loforð í stokk og fjallgöngur
„JÁÁÁ... NÚ SKIL ÉG HVAÐ ÞIÐ ERUÐ AÐ
GERA.“
„ÞESSI BÓK SEM ÉG KEYPTI HÉRNA,
ENGINN SKORTUR Á AULUM, ER BARA
TÓMAR SÍÐUR!“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að bíða eftir símtali,
skilaboðum eða
tölvupósti frá honum.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÉG HEF VERIÐ AÐ SPÁ
MIKIÐ Í FRAMTÍÐINA.
OG,
SKO...
REYNDAR SÉ
ÉG EKKERT.
ÞVÍLÍK SÓUN
Á FORTÍÐ
ÞINNI
ÉG GET ÞVÍ MIÐUR EKKI
LÁNAÐ ÞÉR NEMA ÞÚ HAFIR
VIÐSKIPTAÁÆTLUN!
ÉG ER MEÐ
ÁÆTLUN!
OG EF ÞÚ LÁNAR MÉR
EKKI KEMSTU AÐ ÞVÍ HVER
ÁÆTLUNIN ER!
TAKK
FYRIR!
Rétt eins og stærstur hluti þjóðar-innar hefur Víkverji legið mar-
flatur í sófanum heima síðustu daga
og horft á HM í fótbolta. Aðeins eru
nokkrir dagar liðnir af mótinu og
Víkverji er þegar farinn að óttast að
fá legusár af þessu öllu saman.
Reyndar hafa nokkur örlagarík
augnablik fengið Víkverja til að
standa upp og þau komu flest í leik
Íslands og Argentínu. Guði sé lof.
x x x
Frammistaða drengjanna okkar ersjálfsagt tilefni í marga pistla en
hér skal látið duga að þakka kærlega
fyrir. Takk fyrir að bjarga þessu
kolómögulega sumri. Takk fyrir að
afsanna enn og aftur svartsýnisspár
Víkverja. Og takk fyrir að skemma
gleðina fyrir Diego Maradona. Kall-
greyið virtist hafa náð sér í kvef á
mótinu, svo mikið nuddaði hann á sér
nefið, og hefði ekkert mátt við því
ataka þátt í sigurgleði þann daginn.
x x x
Þegar fylgst er með umfjöllun umHM í Rússlandi á RÚV er margt
jákvætt en líka eitt og annað nei-
kvætt. Vitaskuld er út í hött að hið
opinbera sópi upp auglýsingamark-
aðinn af þessu tilefni og skemmi fyrir
litlum miðlum. En RÚV má eiga það
að öll umgjörðin í kringum leikina,
álitsgjafar og íþróttafréttamenn hafa
staðið sig fantavel. Flestir þulirnir
eru auk þess mjög góðir, þótt þeir
séu vissulega misgóðir.
x x x
Hins vegar mætti alvarlega skoðaþað að bæta við aukamanni í lýs-
ingarnar þegar líður á mótið. Vík-
verji hefur verið svo heppinn að sjá
nokkra leiki á bandarísku sjónvarps-
stöðinni Fox Sport og þar eru lýs-
ingar afar líflegar og skemmtilegar.
Einn aðalþulur leiðir mann í gegnum
leikinn en við hlið hans er svo sér-
fræðingur sem bætir við og dýpkar
umfjöllunina. Sá heldur sig til hlés og
gaukar inn punktum sem hinn sér
ekki, til að mynda um taktík liðanna
eða dómgæsluna. Þar með færðu
minna af aðalþulnum, sem er gott.
Og meiri og betri fróðleik um leikinn.
Sem er enn betra.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Guð vonarinnar fylli yður öllum fögn-
uði og friði í trúnni svo að þér séuð
auðug að voninni í krafti heilags anda.
(Rómverjabréfið 15.13)