Morgunblaðið - 19.06.2018, Side 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2018
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Það vita ekki allir um konuna sem
samdi eitt þekktasta ættjarðarljóð
okkar, „Hver á sér fegra föðurland“,
en það var Unnur Benediktsdóttir
Bjarklind sem notaði skáldanafnið
Hulda. Ljóðið var annað tveggja
ljóða sem unnu samkeppni um hátíð-
arljóð í tilefni af lýðveldisstofnuninni
1944 og flutt við lag Emils Thorodd-
sens,“ segir Helga Kvam píanóleik-
ari, sem ásamt Þórhildi Örvars-
dóttur söngkonu stendur fyrir
tónlistardagskrá á sjö stöðum víða
um land í tali og tónum um líf skáld-
konunnar Huldu.
„Hugmyndin kviknaði hjá okkur
Þórhildi á síðasta ári þegar við vor-
um að vinna með kvenskáld ásamt
hópi norðlenskra kvenna og rákumst
á ljóðin hennar Huldu. Okkur lang-
aði að gera list hennar góð skil. Að
öllum líkindum hefur hún ekki feng-
ið nægilega umfjöllun þar sem hún
er kona fædd á þeim tíma í bók-
menntasögu landsins þar sem ekki
var mikið fjallað um konur, auk þess
sem bækur hennar hafa aldrei verið
endurútgefnar,“ segir Helga.
Byrja á kvenréttindadaginn
Að sögn Helgu gaf Unnur Bene-
diktsdóttir Bjarklind út sex ljóða-
bækur undir skáldanafninu Hulda
og auk þess á annan tug bóka með
skáldsögum, smásögum og ævintýr-
um. Hún þýddi einnig bækur úr nor-
rænum tungumálum og ensku.
Fyrstu tónleikarnir, Hulda – Hver
á sér fegra föðurland, verða í Hofi í
kvöld á sjálfan kvenréttindadaginn.
„Annað kvöld verðum við á Húsa-
vík, sem á vel við þar sem skáldið er
úr Laxárdalnum og bjó á Húsavík
þar til hún flutti til Reykjavíkur þar
sem hún bjó síðustu tíu ár ævi sinn-
ar. Okkur fannst því vel við hæfi að
næstu tónleikar yrðu í Hannesar-
holti 28. júní. Kvöldið eftir höldum
við til Hólmavíkur og daginn þar á
eftir verðum við á Ísafirði,“ segir
Helga og bætir við að tónleika-
ferðalaginu ljúki helgina 11. og 12.
ágúst með tónleikum á Kópaskeri og
Eskifirði.
Dúettinn Helga og Þórhildur hef-
ur starfað saman í nokkur ár og
haldið þematengda tónleika um ljóð-
og tónskáld, bæði klassísk og dæg-
urlaga.
Í ár fengu Helga og Þórhildur
listamannalaun í þrjá mánuði hvor
til þess að vinna að verkefninu um
Huldu skáldkonu.
„Það skiptir miklu máli að fá lista-
mannalaun og stórkostlegt að geta
einbeitt sér að einu verkefni í einu.
Ef við hefðum unnið þetta með vinnu
hefðum við aldrei getað kafað eins
djúpt í líf Unnar og verk hennar sem
skáldkonunnar Huldu,“ segir Helga
og bætir við að auk listamannalaun-
anna hafi gengið vel að safna styrkt-
araðilum og fyrir það séu þær Þór-
hildur þakklátar.
„Í þessu verkefni höfum við getað
sett verkefni yfir á aðra og greitt
þeim fyrir í stað þess að væla út
greiða eða gera alla hluti sjálfar,“
segir Helga, sem ásamt Þórhildi hef-
ur áður farið í tónleikaferðalög um
landið.
„Í fyrra fórum við með tónleika-
röðina Innlendar söngperlur og
sönglög frá 1900 til dagsins í dag.“
Eitt þekktasta ættjarðarljóðið
Fjórtán ljóð eftir Huldu verða
flutt í tónleikaröðinni og er ljóðið
„Hver á sér fegra föðurland“ eflaust
það þekktasta. Sex af lögunum við
ljóð Huldu eru samin af konum og
sjö af körlum auk þess sem ljóðið
„Við fjallavötnin fagurblá“ er finnskt
þjóðlag.
„Það var ekki um auðugan garð að
gresja að finna útsetningar fyrir ein-
söng og undirleik við ljóð Huldu. Á
þeim tíma sem Hulda samdi ljóðin
sín voru flestar útsetningar fyrir
karlakóra. Til að ná heildstæðri dag-
skrá báðum við Daníel Þorsteinsson
að semja lög við tvö af ljóðum Huldu.
Við höfum unnið mikið með Daníel
og vitum hversu góðar tónsmíðar
hans eru. Við erum mjög ánægðar
með hversu margar konur sömdu
lögin sem við flytjum,“ segir Helga.
„Ljóð Huldu og lögin við mörg
þeirra eru frá 1930 til 1950 og slá á
þjóðlega strengi. Ljóðin tengjast
sterkt þjóðernishyggjunni þar til
rómantíkin tekur við og það má
segja að rauði þráðurinn í verkum
Huldu sé náttúran, heimahagarnir,
fuglar og ferðaþrá,“ segir Helga.
Auk þess að spila og syngja lög við
ljóð Huldu verður lesið úr verkum
hennar og tónleikagestir fá að kynn-
ast konunni á bak við skáldanafnið
Hulda.
Hlegið og grátið í undirbúningi
„Undirbúningurinn á bak við dag-
skrána um Huldu er búinn að vera
rosalegt ferðalag. Mikil heimilda-
vinna sem tók langan tíma og við
höfum bæði hlegið og grátið í þessu
ferðalagi,“ segir Helga og bætir við
að þær Þórhildur séu spenntar fyrir
því að hefja ferðalagið um landið
með tónleikadagskránni í Hofi á
Akureyri í kvöld.
Hver á sér fegra föðurland
Tónleikadagskrá um líf Huldu skáldkonu, afrakstur þriggja mánaða listamannalauna Tónleikar
á sjö stöðum á landinu Á annan tug bóka eftir Huldu auk þýðinga úr ensku og Norðurlandamálum
Ljósmynd/Daníel Starrason
Tónlistarkonur Helga Kvam píanóleikari og Þórhildur Örvarsdóttir söngkona hefja tónleikaferðalag í Hofi í kvöld.
Ljóð Huldu sem flutt verða:
Nú rennur sólin og Farfuglarnir
við lög Elísabetar Jónsdóttur frá
Grenjaðarstað.
Söngur Hrafns, Draumur Berg-
ljótar og Barnið við lög Sigvalda
Kaldalóns.
Vikivaki, Gullský og Hellensk
nótt við lög Hildigunnar Rúnars-
dóttur.
Liljur hvítar og Í fjarlægum
skógi við lög Daníels Þorsteins-
sonar.
Aftansöngur við lag Lovísu
Elísabetar Sigrúnardóttur.
Lindin við lag Eyþórs
Stefánssonar.
Hver á sér fegra föðurland við
lag Emils Thoroddsens.
Við fjallavötnin fagurblá við
finnskt þjóðlag.
Efnisskrá um líf og list Huldu
DAGSKRÁ Í TALI OG TÓNUM
Hulda Unnur Benediktsdóttir Bjarklind,
ljóðskáld, rithöfundur og þýðandi.
Eiríkur Árni Sigtryggson tónskáld
hefur verið valinn listamaður
Reykjanesbæjar kjörtímabilið 2018
til 2022. „Eiríkur hefur starfað sem
tónskáld, tónlistarkennari og
myndlistarmaður um langt árabil,
bæði innanlands og erlendis, en
lengst af hefur hann þó starfað hér
í Reykjanesbæ. Hann er afkasta-
mikill listamaður á sviði tónsmíða
og hafa mörg tónverka hans verið
flutt hérlendis sem og erlendis, allt
frá einleiks- og einsöngsverkum til
hljómsveitarverka og kórverka.
Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur
flutt verk eftir Eirík, ýmsir kamm-
erhópar, kórar, einleikarar og ein-
söngvarar hafa flutt verk eftir
hann og mörg þeirra hafa verið
sérpöntuð af
listamönnunum.
[…] Eiríkur hef-
ur lagt mikið af
mörkum á sviði
lista og menning-
ar og átt sinn
þátt í að litið er
til Reykjanes-
bæjar sem menn-
ingarbæjar,“ seg-
ir í tilkynningu
frá bænum. Vinir
og velunnarar Eiríks ætla að
standa að hátíðartónleikum í Bergi
í Hljómahöll 29. september í tilefni
af 75 ára afmæli hans. Á efnisskrá
verða eingöngu lög og tónverk eft-
ir Eirík.
Eiríkur listamaður Reykjanesbæjar
Eiríkur Árni
Sigtryggson
Tónlistarmaðurinn Eðvarð Lárusson
hefur verið útnefndur bæjarlista-
maður Akraness 2018. Hann hóf ung-
ur gítarnám við Tónlistarskólann á
Akranesi og útskrifaðist frá djassdeild
Tónlistarskóla FÍH 1991. „Hann hefur
á löngum og farsælum ferli spilað með
mörgum af þekktustu tónlistar-
mönnum landsins,“ segir í tilkynningu
og í því samhengi minnst á Tíbrá,
Start, Bubba, Blúsboltana, Bítladreng-
ina blíðu, Andreu Gylfadóttur og Stórsveit Reykjavíkur. „Eddi hefur lengi
starfað sem kennari við Tónlistarskólann á Akranesi. Hann hefur snert
strengi í hjörtum ótal nemenda og þannig haft mikil og jákvæð áhrif á tón-
listarmenntun Skagamanna og tónlistarlífið á Akranesi,“ segir í tilkynningu
frá bænum þar sem einnig er bent á að Eðvarð sé vinsæll kennari.
Eðvarð bæjarlistamaður Akraness 2018
Vinsæll Eðvarð Lárusson með gítarinn.
Hraðþrif
á meðan þú bíður
Hraðþrif opin virka daga frá 8-18,
um helgar frá 10-17. Engar tímapantanir.
Bæjarlind 2, 201 Kópavogur | SÍMI 577-4700 | bilalindin.is
Verð frá 4.300,-
(fólksbíll)
Bíllinn er þrifinn létt
að innan á u.þ.b.
10 mínútum.