Morgunblaðið - 20.06.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2018
Sogavegi við Réttarholtsveg og Miklubraut
Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | gardsapotek.is | appotek.is
Lágt lyfjaverð - góð þjónusta
Einkarekið apótek
Nú einnig netapótek: Appotek.is
Tvíeyki Carla Rhodes og Cecil brúða hennar sem stundum þarf að hemja.
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Þetta er allt mjög heimilis-legt, Carla Rhodes er vin-kona mín og hana hefurlengi langað til að komast
til Íslands. Svo við slógum til og hún
mun gista á sófanum hjá mér,“ segir
Margrét Erla Maack um upphaf
þess að bandaríski búktalarinn
Carla Rhodes er á leið til landsins,
en hún er einn vinsælasti búktalari
New York-borgar um þessar mund-
ir.
„Hún kemur til Íslands á vegum
okkar í Reykjavík Kabarett og mun
koma fram á tveimur sýningum með
okkur og einnig halda búktals-
námskeið. Hún er fáránlega góður
búktalari og komst til dæmis í úrslit
á Andy Kaufman grínverðlaununum
árið 2012. Carla byrjaði mjög ung að
æfa sig í búktali, þegar hún var að-
eins 9 ára, og fór svo og lærði búktal
markvisst þegar hún var unglingur.
Hún lærði þá af gömlum búktals-
stjörnum og náði fyrir vikið í skottið
á stórstjörnum í bransanum sem
voru við það að hverfa úr þessum
heimi, vegna aldurs. Hún setti sig í
samband við þessar stjörnur með
bréfaskriftum og þær brugðust vel
við hinni ungu búktalskonu, voru
óskaplega fegin að einhver vildi læra
af þeim búktal, því þá var það ekkert
vinsælt lengur. þetta fólk hafði horft
fram á að arfleið þess mundi hverfa
með því, svo það var afar fúst til að
kenna Cörlu.“
Konni fylgist með framtíðinni
Margrét segir að sem betur fer
hafi búktal gengið í endurnýjun líf-
daga undanfarin missseri, vinsældir
þess aukist nú hratt.
„Fyrst og fremst vegna þess að
bandarísk 11 ára stelpa, Darci
Lynne, vann sem búktalari í fyrra í
hæfileikakeppninni America’s Got
Talent. Eftir það hefur verið
sprengja hjá ungum krökkum í
Bandaríkjunum í búktali, þau gera
sínar eigin brúður og láta vaða. Og
þess vegna datt okkur Cörlu í hug að
bjóða líka upp á búktalsnámskeið
fyrir krakka hér á Íslandi í tilefni af
heimsókn hennar. Ég hafði samband
við Þjóðminjasafnið, af því þar býr
hann Konni, brúðan fræga í búktal-
aratvíeykinu Baldur og Konni. En
líka vegna þess að búktal er horfið
úr íslenskri menningu, það hefur
ekki verið kennt, kannski af því
þetta þótti hallærislegt. En íslenskir
krakkar eru greinilega byrjaðir að
kveikja á þessu frábæra fyrirbæri,
því sonur vinar míns vann hæfileika-
keppni í grunnskólanum sínum hér á
Íslandi nýlega sem búktalari.“
Margrét segir að Carla ætli á
námskeiðinu fyrir krakkana að
kenna tæknina á bakvið búktal, til
dæmis hvernig búktalari segir hljóð
eins og Bé og Pé, sem mynduð eru
með vörunum en það má ekki sjást
þegar búktalari talar. En Carla ætl-
ar líka að koma inn á það hvernig
hver og einn finnur persónuleika
sinnar brúðu.
„Við hvetjum krakka til að
koma með sínar eigin brúður eða
bangsa á námskeiðið, en það getur
dugað að fara úr einum sokk og gefa
honum hlutverk,“ segir Margrét og
bætir við að námskeiðið fyrir börnin
í Þjóðminjasafninu verði í notalegu
umhverfi þar sem börnin munu sitja
á púðum í kringum Konna, hina einu
sönnu íslensku búktalarabrúðu.
„Þetta verður yndislegt og ljúft,
þar sem Konni mun fylgjast með
framtíð búktalsins á Íslandi. En vert
er að taka fram að námskeiðið verð-
ur á ensku og ég ætla að sjá um að
túlka allt fyrir krakkana sem Carla
segir.“
Brúða kemst upp með margt
Margrét segir að þau í Reykja-
vík Kabarett hvetji alltaf erlenda
gesti sem koma fram með þeim til að
halda líka námskeið. „Til að einhver
vitneskja verði eftir á eyjunni Ís-
landi. Við erum líka að reyna að búa
til ákveðna senu hér heima, og við
settum því líka upp búktalsnámskeið
fyrir fullorðna með Cörlu. Á fullorð-
insnámskeiðinu verður farið í það
hvernig brúðan gengur fram af
stjórnanda sínum, því sú hegðun
brúðunnar er hluti af búktals-
atriðum. Brúðan hefur ákveðið leyfi
til að segja ýmislegt sem stjórnand-
inn getur ekki sagt,“ segir Margrét
og bætir við að skemmtiatriðavakn-
ing sé bæði í hinum stóra heimi sem
og á Íslandi. „Það þarf ekki allt að
vera tveggja tíma leikhús, það má
líka vera fimm mínútur af gríni. Hér
á Íslandi er komin menning sem
gengur út á styttri skemmtun, til
dæmis með Sirkusnum, Mið-Íslandi
og fleiru. Og því fögnum við.“
Brúða gengur fram
af stjórnanda sínum
„Hún er fáránlega góður búktalari og byrjaði mjög ung að æfa sig í búktali, þegar
hún var aðeins 9 ára,“ segir Margrét Erla Maack um bandaríska búktalarann
Cörlu Rhodes sem er á leið til Íslands til að koma fram með Reykjavík Kabarett,
en líka til að halda búktalsnámskeið fyrir bæði börn og fullorðna.
Ljósmynd/Lilja Draumland
Margrét Erla Hún kemur fram með
Reykjavík Kabarett og segir að
skemmtiatriðavakning sé bæði í
hinum stóra heimi sem og á Íslandi.
Carla kemur fram á Reykjavík
Kabarett 22. júní og 23. júní
kl. 21 í Tjarnarbíói. Carla verður
með búktalsnámskeið 24. júní í
Þjóðminjasafninu fyrir börn 8 ára
og eldri kl. 11. Þann sama dag verð-
ur hún með búktalsnámskeið fyrir
fullorðna í Kramhúsinu kl. 16.
Morgunblaðið/Sverrir
Vinsælir Baldur Georgs Takács
þýðandi, kennari, töframaður og
búktalari kom víða fram með brúð-
unni Konna frá 1945-1964.
Hin árlega Jónsmessugleði Grósku,
félags myndlistarmanna í Garðabæ,
verður á morgun, fimmtudag 21. júní,
kl. 19.30-22 við Strandstíginn í Sjá-
landshverfi Garðabæjar. Á þessum
sumarsólstöðum sýna Garðbæingar
listaverk sín ásamt gestalistamönn-
um úr Reykjavík, Kópavogi, Vest-
mannaeyjum og víðar. Sýnendur eru
um 40 og kemur fram í tilkynningu
að málverk á striga verði strengd
milli staura og innsetningar muni ljá
sýningunni sérstæðan blæ. Fjölmarg-
ir aðrir listviðburðir verða líka á dag-
skrá, söngur, tónlist og ýmiskonar
glens og gaman. „Ungir sem aldnir
láta ljós sitt skína enda er Jóns-
messugleði fyrir fólk á öllum aldri.
Einnig býður Gróska upp á veitingar.
Jónsmessugleði Grósku lýkur svo
með gjörningi kl. 22 sem lofað hefur
verið að koma muni skemmtilega á
óvart.
Einkunnarorð Jónsmessugleði
Grósku eru: gefum, gleðjum og njót-
um og í þeim anda gefa allir lista-
mennirnir vinnu sína þetta kvöld.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Jónsmessugleði Grósku á morgun
Fjölbreytt listaverk til sýnis í
töfrandi umhverfi ylstrandar
Allskonar Listviðburðir verða með ýmsum hætti, innsetningar og fleira.