Morgunblaðið - 20.06.2018, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.06.2018, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2018 Breiðumörk 1c, 810Hveragerði / www.hotelork.is / booking@hotelork.is / sími: +354 4834700 / fax: +354 4834775 Fallegt umhverfi og fjölmargir möguleikar til afþreyingar tryggja betri fundarhlé. Fundarfriður áHótelÖrk ÁHótel Örk er öll aðstaða til fundahalda til fyrirmyndar. Starfsfólk okkar býr yfir mikilli reynslu og metnaði til að aðstoða stóra og litla hópa, fyrirtæki og félagasamtök við skipulagningu og undirbúning á fundum og ráðstefnum. Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Forðastu að eiga viðskipti við þá sem þú getur ekki treyst. Taktu þér tíma til þess að íhuga stöðu þína í tilverunni. 20. apríl - 20. maí  Naut Eftir rólega siglingu á lygnum sjó dregur allt í einu til tíðinda hjá þér. Skyld- urnar hvíla á þér eins og mara og þér finnst þær íþyngjandi. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þótt ábyrgð þín sé mikil og krefj- ist langra vinnudaga máttu ekki gleyma sjálfum þér í öllum önnunum. Viðskipti dagsins munu færa þér hagnað og ánægju í framtíðinni. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú verður að sýna þolinmæði þegar nota þarf tækni á vinnustað þínum. Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú sérð heiminn með augum vina þinna núna og þeir gera það sama gegnum þig. Aðrir öfunda þig af því að allt skuli vera þér í hag núna. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Sýndu foreldrum þínum og nánum vinum sérstaka þolinmæði í dag. Einhvern misskilning þarf að leiðrétta strax svo ekki hljótist af skaði. 23. sept. - 22. okt.  Vog Veltu áföllum lífsins fyrir þér, sama hversu óþægileg eða vandræðaleg þau eru. Spurðu bara réttu spurninganna. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Lífið er til þess að lifa því. Hafðu í huga að þú ert hluti af fjölskyldu sem er mannkynið, það þrá allir ást og hamingju. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er eitt og annað í þínum eigin garði sem þarfnast athugunar og úr- bóta. Vertu raunsær og þá leysast málin farsællega. 22. des. - 19. janúar Steingeit Allar breytingar eru eðlilegur þáttur af tilverunni svo taktu þeim fagnandi. Bíddu í nokkra daga og sjáðu hverju fram vindur. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þér finnst þú hafa komið ár þinni vel fyrir borð og átt því að eiga eitthvað af- lögu handa öðrum. Hristu upp í hlutunum og leyfðu hugmyndafluginu að njóta sín. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ert óvenju uppreisnargjarn í dag og ákveðinn í að fara þínu fram. Gerðu það að forgangsverkefni að gera eitthvað skemmtilegt. Ólafi Stefánssyni þykir gaman aðsetja svipmyndir úr fortíðinni í óvænt samhengi: Ég krotaði’ á bréfspjald til Krítar, þó kynni’ekki letrið til hlítar. En suður í Róm á sunnudagsskóm, sást til hans Nerós með sítar. Helgi R. Einarsson sendi mér tölvupóst þar sem hann segist á leið í labbitúr um eyjuna Jersey og komi ekki heim fyrr en eftir hálfan mán- uð, ef guð lofar. Hér eru limrur, sem urðu óvart til. Fyrst um „fram- kvæmdamanninn“: Jónmundur keypti sér kú kl. u.þ.b. þrjú. Svo arkaði heim í áföngum tveim og er að mjólka ’ana nú. Síðan kemur „sjálfsvorkunn, fyrst hans og síðan hennar“: Syndugar hugsanir sveima, í sjálfsvorkunn ligg ég nú heima í rúminu einn mér yljar ei neinn, en úti’ eru kettir að breima. Eðlið það gerir mig óða, einnig í vöngunum rjóða. Nú þumbast úr – ill því enginn mig vill, en úti’ eru tíkur að lóða. Og að lokum „Bænheyrslan“: Séra Böðvar á Barði var bænheyrður fyrr en varði. Þrívegis stundi á stofnbúnaðsfundi með Stínu’ út í kirkjugarði. Ólafi Þóri Auðunssyni datt þessi vísa í hug á undan leiknum móti Argentínu: Guðni leik ei ætlar á og ekki „húið“ hljóðar. Myndar þannig mikla gjá milli sín og þjóðar. Eins og þessi staka ber með sér hefur Ingólfur Ómar reynt sitt af hverju: Örðug þó sé ævitíð elju lífið gaf mér. Marga villu stapp og stríð staðið hef ég af mér. Ármann Þorgrímsson spyr sjálf- an sig og aðra hvort hér sé kenn- araskortur: Er í menntun engin björg ef að vitið þrýtur við eigum vopn í eldi mörg en ekkert þeirra bítur. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Söguskoðun, sjálfsvorkunn og bænheyrsla „ÉG NÁÐI EKKI AÐ LJÚKA SÖLUNNI. HINS VEGAR GAT ÉG FRELSAÐ ÞRJÁ GÍSLA Í VIÐBÓT.“ „LEIÐINLEGT MEÐ AUGAÐ. SÁSTU HVERT KÚLAN FÓR?“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... uppátækjasöm! Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ELÍN, AUGU ÞÍN ERU EINS OG STÖÐUVÖTN TIL FJALLA UNDUR SAMLEGUM LJÚF FENGUM SILUNGI EN INDÆLT! NÚ ERTU FARINN AÐ GERA MIG HRÆDDA MEÐ SYNDANDI TORFUM AF SILUNGI... ÖH... ÉG ER VIRKILEGA LANGT LEIDDUR! MAMMA MÍN BANNAÐI MÉR ALLTAF AÐ HLAUPA MEÐ SKÆRI! Víkverji lendir stundum í þýðinga-vanda og frekar en að lyppast niður reynir hann að finna lausn. Fyrir margt löngu sat hann yfir fréttaskeyti um slagsmál eftir fót- boltaleik í evrópskri stórborg. Á ensku var orðið hooligans notað yfir þá sem slógust, en Víkverja vantaði þýðingu þannig að hann lagðist í orðabækur. Að endingu datt hann niður á orðið bulla og ákvað að kalla slagsmálahundana fótboltabullur. x x x Fyrir skömmu var Víkverji aðskrifa um rithöfund og blaða- mann, sem nýlega féll frá. Framan af ferlinum var blaðamennskan ofan á en síðan tók skáldskapurinn við. Á ensku er talað um non-fiction og fiction. Fiction merkir vitaskuld skáldsaga, en hvernig á að þýða non-fiction? Talað er um bækur al- menns eðlis, en það segir í raun ekki neitt. Í heilabrotum Víkverja skaut upp orðinu skáldleysa. Logn- ar sögur væru þá skáldsögur og sannar skáldleysur. Ekki var hann þó alls kostar ánægður, fannst að orðið kynni að hafa of neikvæðan hljóm, enda talað um mannleysur. Fólki gæti dottið í hug að skáldleysa merkti lélegt skáld frekar en sönn saga. Sem Víkverji var að þusa um þessar raunir sínar lagði kunningi hans til orðið raunsaga, sem hljóm- ar öllu betur. x x x Ekki hafa allir jafn miklar áhyggj-ur af því að vinna þýðingar á ís- lensku og Víkverji. Vinur Víkverja á snjáldru greindi frá því nýlega að hann hefði rekist á nýjan stað í mið- bænum sem héti Bastard upp á ensku. Þessi nafngift væri ekkert einsdæmi því á leið hans að heiman í vinnuna gengi hann fram hjá The Drunk Rabbit, City Center Hotel, Iceware, American Bar, Dirty Burgers and Ribs, The Laundromat Café, The English Pub, Shooters Coyote Club, Ginger, The Hot Dog Stand, Nordic Store, Mountaineers of Iceland, 66 North, Icemart Sou- venirs, What’s On, Pride of Iceland, Joe & The Juice, Guide to Iceland, Center Hotels, Flying Tiger, Ice- landic Red Cross, Booking Centre, Woolcano, Scandinavian … Er þetta ekki orðið ágætt? vikverji@mbl.is Víkverji Lát ekki hið vonda sigra þig en sigra þú illt með góðu. (Rómverjabréfið 21.21)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.