Morgunblaðið - 20.06.2018, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.06.2018, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2018 ICQC 2018-20 Spáð í sjónarspil Ljósmyndir/Lesley Leslie-Spinks Fágun „Litameðferð Wilsons er markviss, fáguð og köld, en þar eru bláir og gráir tónar ríkjandi í bland við fjólubláa, græna og stundum sterkrauða,“ skrifar Anna Jóa um Eddu í leikstjórn Roberts Wilson. ir gólfi á annarleikann, auk þess sem þetta misræmi í tækni ýtir undir tví- víða eiginleika sviðsmyndarinnar og þá tilfinningu að horft sé á „retró“- tölvuleik (stílfærðar hreyfingar per- sónanna um sviðið eiga þar einnig stóran þátt). Taka má undir fyrri um- sagnir um Eddu sem áhrifaríka sjón- ræna veislu og glæsilega útfært spektakel með „burlesque“- yfirbragði. Þó vakna spurningar um ofnotkun á því stílbragði að skírskota sjónrænt yfirborðslega til samtíma- menningar á kostnað túlkunardýptar verksins. Sterkur sjónrænn heildarsvipur Eddu byggist á nákvæmum tímasetningum í samþættingu atriða; hljóðs, lýsingar og sviðshreyfinga. Framvindan er knúin áfram af kraft- mikilli og blæbrigðaríkri tónlist og hljóðmynd sem unnin er af færu tón- listarfólki. Þá er búningahönnun og leikgervi unnin af kostgæfni. Grímu- klæddir leikarar syngja dægurlög á ensku milli þess sem þeir þylja kvæð- in forn. Einnig gefa þeir iðulega frá sér ýmis búkhljóð og skræki, og oft tryllingslegan hlátur svo að engu er líkara en að Jókerinn í Batman sé mættur á sviðið og gargi úr munni flestra goðanna. Var það meira en nóg af því góða. Ýmsar aðrar persón- ur kvikmyndanna koma í hugann en einnig alþýðleg leikhúsform fyrri alda, svo sem Harlequin-trúðurinn og Commedia dell’arte, en það er yf- irlýst markmið Wilsons að höfða til almennings. Jókerinn eða trúðurinn skýtur reglulega upp kollinum eins og til að forða leikhúsgestum frá því að setja sig í alvörugefnar, hámenn- ingarlegar stellingar – og skerpa á skilaboðum um að sjónarspilið yf- irgnæfi þannig hið samstillta heildar- listaverk sem ýmsum þótti eftirsókn- arvert um aldamótin næstsíðustu. Á hverfanda hveli Áhorfendur á Eddu flissuðu, hristu stundum höfuðið eins og þeir væru á báðum áttum, en margir hrif- ust með, þó að reykvélin hafi fram- kallað hósta og hnerra á fremstu bekkjum. Edda er ögrandi veisla fyr- ir skynfærin í ýmsum skilningi. En hvar eru Eddukvæðin og Snorra- Edda í þessu öllu; hið fornkveðna sem liggur sýningunni til grundvall- ar? Hefði Wilson ef til vill getað notað allt annan efnivið til að ná fram áhrif- um sínum? Þegar best lætur (ekki síst undir lok sýningar) skynjar áhorfandinn þunga hinna fornu kvæða, ögrun þeirra og sígilt erindi – en einum of oft fengu Beavis og Butt- head að sjá um tjáninguna. Jon Fosse heldur sig í námunda við frum- textana en túlkun Wilsons er lausleg. Þó að Edda hans spegli vissulega sköpun heimsmyndar, gerir hún það á þann hátt að verkið hverfist um sína eigin listrænu sköpun; um að brugga skáldskap úr þverrandi miði. Vituð ér enn, eða hvað? Eða í gerð Þórarins Eldjárns: „Viljið þið meira eða hvað?“ » Þó vakna spurn-ingar um ofnotkun á því stílbragði að skír- skota sjónrænt yfir- borðslega til samtíma- menningar á kostnað túlkunardýptar verksins Hjón Henrik Rafaelsen og Marianne Krogh sem Óðinn og Frigg. Illúðlegur Eivin Nilsen Salthe í hlutverki Loka hins lævísa. AF LISTUM Anna Jóa annajoa@hi.is Völuspá Eddukvæða hefst með því að völva ávarpar hlustendur sína, háa sem lága, og víst er að ábúðarmikil frásögn hennar af sköpun heimsins og afdrifum hans hefur borist í mörg eyru í aldanna rás. Dæmi um sígilt erindi kvæðanna og viðleitni til að koma þeim á framfæri við nýjar kyn- slóðir er endursögn Þórarins Eldjárn og Kristínar Rögnu Gunnarsdóttur í máli og myndum í bók þeirra Völuspá frá 2005 sem höfðar jafnt til barna sem fullorðinna. Völuspá er í knöppu formi en rík að myndmáli og það end- urspeglast í samspili texta og mynda og í bókarhönnun. Áhugi bandaríska leikstjórans RobertsWilsons hefur lengi beinst að eigindum og mögu- leikum leikhússins og er því for- vitnilegt að gaumgæfa nýstárlega leiksýningu hans, Eddu, sem sýnd var í Borgarleikhúsinu á Listahátíð í Reykjavík 17. og 18. júní. Í meðförum Wilsons birtist Völuspá og hinn forn- norræni sagnaheimur í tilrauna- kenndu heildarlistaverki („Gesam- tkunstwerk“) þar sem fleiri listform en almennt tíðkast á leiksviði – myndlist, innsetningar, kvikmynd, hönnun (m.a. búningahönnun), ljóð- list, hreyfilist og tónlist – orka saman á skynfæri leikhúsgesta. Þar kemur margt skemmtilega á óvart og vekur til umhugsunar. Hátt og lágt, þungt og létt? Edda byggist á leiktexta norska rithöfundarins Jons Fosse, þýðingu hans og endursköpun á hinu norræna goðsagnaefni, einkum úr Völuspá og Snorra-Eddu, og er verkið flutt á ný- norsku (og dálítið brot þess á ís- lensku) af leikurum De Norske Teat- ret. Ósagt skal látið hvort hið bundna mál Eddukvæðanna hafi mótað form- gerð og hljómfall sýningarinnar, þ.e. hinar stuttu en stuðluðu ljóðlínur fornyrðislagsins. Sýningin einkennist af endurtekningu textabrota, hreyf- inga og hljóða. Vélrænar hreyfingar leikara og leikmuna eru yfirleitt hægar en allt látbragð þeirra fyrr- nefndu er mjög stílfært og stundum frosið. Leikstjórinn hannar sjálfur sviðsmynd og lýsingu og er lita- og ljósameðferðin þaulhugsuð og margt afar fallega útfært þar. Athyglisverð andstæða og hvíld frá beinum línum og vélrænum hreyfingum eru mynd- skeið þar sem seiðandi reyk- eða gufubólstrar liðast um. Þessi mynd- skeið minna raunar á innsetninga- formið og þær ögrandi og oft óræðu, skynrænu og rýmislegu pælingar sem myndlistarunnendur eiga að venjast. Með reykvél og glitrandi efnum skapar Wilson sérstakt and- rúmsloft sem sveiflast milli norrænn- ar dulúðar og ljósasýningar sem minnti ýmist á söngleik á Broadway, skemmtiatriði í Las Vegas, popp- tónleika, sirkus eða kabarett, svo fátt eitt sé nefnt. Hugurinn hvarflaði einnig til listheims Ragnars Kjart- anssonar, þar sem skarast myndlist, leiklist og dægurtónlist, undir for- merkjum endurtekningarinnar. Báð- ir eru þeir stórir í sniðum í glímu við hugmyndir um máð mörk milli há- menningar og lágmenningar og sam- runa listgreina og menningarforma í anda listsköpunar samtímans. Hlátur Jókersins Litameðferð Wilsons er mark- viss, fáguð og köld, en þar eru bláir og gráir tónar ríkjandi í bland við fjólubláa, græna og stundum sterk- rauða. Nokkuð örlar á tilfinningu fyr- ir tækniheimi og tölvuskjámynd – en sú tilfinning er ekki einhlít því að þótt form séu gjarnan einfölduð og óhlut- bundin í anda fagurfræði Bauhaus, minna önnur á B-kvikmyndir, mynd- mál auglýsinga og kits og þá sér- staklega útfærslan á Miðgarðsormi og Fenrisúlfi. Þá auka gamlar brellur og handverk eins og „slapstick“ og tilfærsla stirðbusalegra leikmuna eft-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.