Morgunblaðið - 20.06.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.06.2018, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Síðustu dagahafa veriðheitar um- ræður á breska þinginu um út- göngu Breta úr Evrópusambandinu, en fyrir þinginu liggur nú stærsta einstaka frumvarpið sem tengist hinu svonefnda Brexit-máli. Frumvarpinu er ætlað að fella alla löggjöf Evrópusambandsins að breskum rétti, þannig að sömu lög verði enn í gildi í Bretlandi daginn eftir út- gönguna, en samhliða því á að fara yfir löggjöfina þann- ig að úreltar reglur verði smátt og smátt felldar úr gildi eða þeim breytt. Málið hefur orðið að stríði á milli stuðningsmanna og andstæðinga útgöngunnar, þar sem „uppreisnarmenn“ innan Íhaldsflokksins hafa notað tækifærið til þess að setja fram alls kyns breyt- ingartillögur, sem gætu í raun tekið mesta „broddinn“ úr Brexit og jafnvel leitt til þeirrar stöðu að „útgangan“ yrði einungis til málamynda. Uppreisnarmennirnir hafa þar notið stuðnings lávarða- deildarinnar, sem sam- þykkti fyrr í mánuðinum alls kyns breytingatillögur, sem síðan voru felldar á ný í neðri deild þingsins. Þar sem báðar deildir verða að vera sammála um efni og orðalag frumvarpa áður en þau eru samþykkt hefur stóra Brexit-frum- varpið nú endað í því sem breskir stjórnmálaskýr- endur kalla „borðtennis“ á milli deildanna, þar sem önnur deildin samþykkir breytingar sem hin fellir út eða öfugt. Engar takmark- anir eru á því hversu lengi slíkur borðtennis getur stað- ið, þó að sjaldgæft sé að þrætur sem þessar séu lang- varandi. Það sem stendur út af borðinu að þessu sinni er breytingartillaga frá lá- varðadeildinni, sem felld var í síðustu viku, þar sem kveð- ið var á um hvað skyldi ger- ast ef Bretum tækist ekki að ganga frá samkomulagi við Evrópusambandið um við- skiptasambandið eftir út- gönguna, eða ef þingheimur vildi ekki samþykkja það samkomulag sem gert yrði. Vildi lávarðadeildin að hend- ur ríkisstjórnarinnar yrðu þá bundnar af vilja þingsins, en Theresa May, forsætisráð- herra, vill bara að þingheimur fái „ráðgefandi hlutverk“ ef svo illa fer að samkomulag liggi ekki fyrir um útgönguna. Hin flókna staða sem May kom sér í með þingkosning- unum á síðasta ári, þar sem hún þarf nú að treysta á at- kvæði norðurírska DUP- flokksins til þess að halda meirihluta, þýðir það að uppreisnarmennirnir innan Íhaldsflokksins gætu reynt að hafa sitt fram, og hefur óopinber leiðtogi þeirra, þingmaðurinn Sir Dominic Grieve, meðal annars varað við því að málið gæti hugs- anlega kostað Íhaldsflokk- inn stjórnarsetu sína. Hörðustu stuðningsmenn útgöngunnar vilja hins veg- ar ekki taka í mál þær breyt- ingar sem Grieve og lá- varðadeildin hafa talað fyrir, þar sem þeir segja að þá muni ríkisstjórnin missa al- gjörlega samningsstöðu sína gagnvart Evrópusamband- inu, en samkomulag á að liggja fyrir í nóvember á þessu ári. Það hefur einnig sett svip sinn á umræðurnar nú, að næstkomandi laugardag verða tvö ár liðin frá at- kvæðagreiðslunni af- drifaríku þar sem meirihluti breskra kjósenda samþykkti að landið gengi úr Evrópu- sambandinu. May hefur fyr- ir sitt leyti verið iðin við að vara þingmenn flokks síns við afleiðingum þess ef þing- heimur næði á einhvern hátt að víkja sér undan þeirri niðurstöðu og hafa útgöng- una af kjósendum. Það breytir því ekki að enn eru nægilega margir sem vilja, þrátt fyrir nið- urstöðu þjóðaratkvæða- greiðslunnar, koma í veg fyrir að Brexit nái fram að ganga til að enn er óvíst hvernig eða jafnvel hvort af útgöngunni verður. Og bresk stjórnvöld, sem vinna að því að vilji þjóðarinnar nái fram að ganga, þurfa ekki að búast við að Brussel hjálpi til og auðveldi útgöng- una. Þar vilja menn að málið verði Bretlandi svo erfitt að enginn annar vogi sér að reyna að yfirgefa sam- bandið. Deilur um hlutverk breska þingsins flækja stöðu May} „Borðtennis“ um Brexit-málið Þ essa dagana er erfitt að einbeita sér að öðru en fótbolta. Akkúrat núna hef ég mestar áhyggjur af flugnafaraldri og veðurspánni í Volgograd. Starfsins vegna get ég þó ekki litið fram hjá því að einmitt nú birtast með skýrum hætti afleiðingarnar af því að hafa ríkisstjórn sem var ekki mynduð um ann- að en að skipta á milli sín 11 sætum og halda svo í horfinu. Engin stefna, engin sýn, ekkert leikkerfi til að ná árangri. Frá því að ríkisstjórnin var mynduð, og raunar lengur, hef ég leitast við að benda á hversu mikilvægt væri að fylgja eftir því plani sem lagt var upp með við losun hafta, endur- reisn hagkerfisins og endurskipulagningu fjármálakerfisins á Íslandi. Það plan hafði þegar skilað hraðasta efnahagslega viðsnún- ingi sem nokkur þjóð hefur náð, a.m.k. í seinni tíð. Raunar hættu menn að fylgja planinu þegar um mitt ár 2016 þegar horfið var frá áformum um gjaldeyris- útboð. Ákvörðun sem kostaði almenning tugi milljarða. Viðsnúningurinn var þó einna augljósastur í málefnum Arion banka þar sem tekin var fullkomin U-beygja frá því heildarplani sem lagt var upp með. Hvert einasta atriði sem við í Miðflokknum höfum var- að við undanfarin misseri hefur komið á daginn. Það er orðið augljóst að það eru aðrir en stjórnvöld sem stjórna leiknum. Lengst af virtust ráðherrar ekki einu sinni vita að ríkið ætti forkaupsrétt að Arion banka. Hagsmunirnir sem forkaupsrétturinn átti að verja voru miklir því lagt var upp með að ríkið fengi megnið af því sem kæmi fyrir bankann ef hann yrði seldur. Ríkið hafði enda yfirtekið Íslandsbanka í heilu lagi og vildi því tryggja sambærilega niðurstöðu með Arion. En í byrjun árs 2017 fóru stjórnvöld að sækja að eigin marki. Vogunarsjóðum var leyft að selja sjálfum sér hlut í bankanum á undirverði og snuða íslenskan almenning. Eftir að þetta blasti við létu stjórnvöld hjá líða að nýta forkaupsréttinn en bættu svo um betur og samþykktu að gefa forkaupsrétt eft- ir fyrir fram þegar sjóðirnir vildu fá að selja meira hlutafé í útboði. Ríkisstjórnin fór fram á að ef hún gæfi eftir forkaupsréttinn myndu sjóðirnir bæta tapið ef útboðsgengið yrði of lágt. Fulltrúar vog- unarsjóðanna sögðu nei og stjórnvöld létu gott heita. Nú liggur niðurstaðan fyrir. Gengið var óeðlilega lágt og miklar takmarkanir á því hverjir fengju að kaupa. Strax og viðskipti hófust á markaði kom í ljós að tap ríkisins, bara af því að gefa eftir forkaupsréttinn í þessu eina útboði, næmi 8-10 milljörðum. Heildartap almennings af U-beygjunni sem hófst 2016 er nú vel á annað hundrað milljarða. Eftir pólitísk átök undanfarinna ára kann það í fyrstu að virðast þægileg tilhugsun að hafa ríkisstjórn sem ætl- ar sér ekki að gera annað en að halda í horfinu og útdeila árangri liðinna ára. En ef okkur miðar ekki áfram fær- umst við aftur á bak. Ef 11 menn ætla eingöngu að gefa boltann á milli sín á eigin vallarhelmingi endar það illa. Sem betur fer spilar íslenska landsliðið ekki þannig og sem betur fer getum við öll sagt, sama hvar við stöndum í pólitík: Áfram Ísland! Sigmundur Davíð Gunn- laugsson Pistill 11 stefnulausir menn Höfundur er formaður Miðflokksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Við sjáum fjölda færslna ogdeilinga margfaldast,“segir Daði Guðjónsson,forstöðumaður ferðaþjón- ustu og skapandi greina hjá Íslands- stofu, um áhuga á íslenska karlands- liðinu í knattspyrnu sem nú tekur þátt í heimsmeistaramótinu í Rúss- landi. Nú um helgina voru skrifaðar 56 þúsund greinar um Ísland og ís- lenska landsliðið í fjölmiðlum í Evr- ópu og Norður-Ameríku. Það er fjór- falt meira en helgina áður þegar greinarnar voru 14 þúsund talsins. Daði segir að í kjölfar leiksins við Argentínu hafi leitarfyrir- spurnum á netinu fjölgað gríðarlega. „Við getum ekki séð nákvæman fjölda uppflettinga en við sáum áhug- ann aukast mjög mikið í kringum leikinn. Leitarfyrirspurnir fóru mest upp í hálfleik en það verður að líða lengri tími þar til hægt er að átta sig á heildarsamhenginu þar,“ segir Daði og bætir við að umræðan um Ísland og landsliðið hafi verið mjög mikil á samfélagsmiðlum. Þá sýni tölur um 2,8 milljónir deilinga og færslna á Facebook, sem er umtalsverð aukn- ing frá helginni áður. „Fólk er að deila, skrifa og búa til efni í kringum landsliðið. Eina sem við getum séð er hversu margir deila og skrifa á Facebook og þar er fjölgunin um 3.000% sem er auðvitað svakalega mikið,“ segir Daði. HM miklu stærra en EM Þrátt fyrir að áhugi á íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í sumar sé nú orðinn mjög mikill á heimsvísu hefur áhuginn ekki náð sömu hæðum og á Evrópumótinu fyr- ir tveimur árum. Þar náði áhuginn hámarki í kringum eftirminnilegan sigurleik Íslands gegn Englandi. Daði telur þó að ef landsliðinu tekst að ná sambærilegum árangri og fyrir tveimur árum muni áhuginn verða talsvert meiri. „Þetta er miklu stærra mót og ef allt gengur upp mun áhug- inn ná gríðarlegum hæðum. Við erum alltaf að sjá áhugann á Íslandi aukast og ef vel gengur í ár mun hann verða enn meiri,“ segir Daði. Í aðdraganda HM og meðan á mótinu stendur hefur Íslandsstofa staðið fyrir herferðinni „Team Ice- land“. Markmiðið með herferðinni hefur verið að ná til fólks víðsvegar um heiminn með það fyrir augum að vekja áhuga hjá þeim á landi og þjóð. Undanfarið hefur íslenska karla- landsliðið verið notað sem hluti af herferðinni og samkvæmt upplýs- ingum frá Íslandsstofu hefur það gef- ið góða raun. Aðspurður segir Daði að tilgangur herferðarinnar sé fyrst og fremst að fá fólk til að sækja land- ið heim. „Við finnum fyrir miklum við- brögðum við herferðinni Team Ice- land, en nú þegar hafa 50.000 manns skráð sig sem stuðningsmenn ís- lenska liðsins. Við erum komin með stuðning frá 192 löndum sem er nán- ast hvert einasta land í heiminum. Þess utan reynum við að benda þeim á aðra þætti hér heima og vekja þannig áhuga hjá þeim á að koma hingað til lands,“ segir Daði og bætir við að eftir árangur landsliðsins undanfarin ár hafi áhugi fólks á því að læra um Ísland aukist gríðarlega. Til marks um það séu t.d. myndbönd af forseta Íslands og frú þar sem þau kynna Ísland, en nú þegar hafa yfir 10 milljónir manna horft á myndböndin. Að sögn Daða er um mikla landkynn- ingu að ræða sem vonandi skil- ar auknum gjaldeyristekjum. Stóraukinn áhugi á Íslandi vegna HM Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hópurinn Landsliðið hefur vakið mikla athygli erlendis. Fjöldi deilinga og færslna um Ísland á Facebook hefur margfaldast frá því að HM hófst. „Það hafa margir haft samband við okkur, ekki síst frá Banda- ríkjunum,“ segir Hulda Hjálm- arsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts, stuðningsfélags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein, um sölu á arm- böndum félagsins. Seint í fyrra- kvöld deildi Rúrik Gíslason, einn landsliðmanna Íslands, heima- síðu Krafts á instagramsíðu sinni en í framhaldi af því fjölg- aði fyrirspurnum til félagsins mikið. Hulda segir að eftir deil- ingu Rúriks hafi fjöldi fólks í öðrum löndum óskað eftir að kaupa armband félagsins. Eins og Morgunblaðið greindi frá í gær er Rúrik með um 500.000 fylgj- endur á sam- félagsmiðl- inum, en margir þeirra eru af erlendu bergi brotnir. Rúrik deildi síðu Krafts PÖNTUNUM FJÖLGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.