Morgunblaðið - 20.06.2018, Blaðsíða 16
BAKSVIÐ
Steingrímur Eyjólfsson
steingrimur@mbl.is
Í Fjármálainnviðum, riti Seðla-
banka Íslands um greiðslumiðlun
og fjármálainnviði sem nýlega kom
út, kemur fram að um þessar
mundir standi yfir endurnýjun á
helstu grunninnviðum sem notaðir
hafa verið í íslenska fjármálakerf-
inu um áratugaskeið. Heildarfjár-
festingin í upplýsingatækni fjár-
málakerfisins verður sú stærsta frá
upphafi og löngu tímabær, að mati
Seðlabankans.
Endurnýjunin verður í innlána-
og innra greiðslukerfi bankanna,
millibankagreiðslukerfi Seðlabank-
ans og verðbréfauppgjörskerfi
Nasdaq-verðbréfamiðstöðvar. Með
endurnýjuninni verður horfið frá
„heimasmíð“ yfir í stöðluð alþjóðleg
kerfi.
Löngu tímabær endurnýjun
„Þetta er ferli sem er löngu tíma-
bært,“ segir Guðmundur Kr. Tóm-
asson, framkvæmdastjóri fjármála-
innviða hjá Seðlabankanum. „Allar
innlánastofnanir hafa verið að nota
sama gunninnviðakerfið um ára-
tugaskeið. Þessi kerfi eru öll í
grunninn orðin 30-40 ára gömul.“
Með endurnýjun á helstu
fjármálainnviðum sem notaðir eru í
íslensku fjármálakerfi munu staðl-
aðar lausnir leysa gamla kerfið af
hólmi og tæknileg skil ólíkra inn-
viða verða ljósari. Búist er við því
að tækniumhverfið verði sveigjan-
legra og öruggara, og leiði þannig
til aukinnar rekstrarhagkvæmni.
Seðlabankinn telur þessa endur-
nýjun hafa verið löngu tímabæra og
nauðsynlega, þó að endurnýjunar-
ferlinu fylgi tímabundin áhætta.
Erfiðleikar við endurnýjun
Landsbankinn reið á vaðið í nóv-
ember í fyrra, en bankinn endur-
nýjaði innlána- og innra greiðslu-
miðlunarkerfi sitt. Gangsetning
nýrra kerfa bankans fór fram eftir
margar prófanir og neyðaræfingu.
Við innleiðinguna og í kjölfar henn-
ar voru ýmiss konar ófyrirséð atvik
sem höfðu áhrif á virkni mikil-
vægra greiðslu- og uppgjörskerfa.
Orsakir atvikanna voru yfirleitt
samskiptalegs eðlis, þ.e. villur
vegna tengingar eldri kerfanna og
nýrra. Mörg eldri kerfanna inni-
halda tímabundnar lausnir, og
þekking bankanna og RB á sam-
spili þessara kerfa hefur minnkað
undanfarin ár.
Guðmundur segir að árið 2001
hafi RB þróað millibankakerfi fyrir
Seðlabankann og jöfnunarkerfi ári
síðar, ofan á þessa gömlu innviði.
„Þessi kerfi voru mjög sérstök því
erlendis var ekki þekkt að öll
greiðslumiðlun ætti sér stað í raun-
tíma. Það voru þessir gömlu inn-
viðir sem gerðu þetta mögulegt og
voru bylting á sínum tíma. En nú
eru þessi kerfi orðin úrelt og forrit-
unarmál þeirra ekki lengur notað,
svo það er löngu orðið nauðsynlegt
að skipta þeim út með vísun til
áhættu og aðlögunarhæfni.“
Í lok ársins ætlar Íslandsbanki
að ráðast í sömu endurnýjanir og
Landsbankinn og Seðlabankinn
hefur ákveðið að gangsetja nýtt
millibankagreiðslukerfi á fyrri
hluta ársins 2019.
Álag og áhætta við innleiðingu
Innleiðingu nýrra fjármálainn-
viða fylgir bæði álag og áhætta.
Áhætta við gangsetningu nýrra
fjármálainnviða gæti haft í för með
sér smitáhrif á virkni mikilvægra
greiðslumiðla, millibankagreiðslu-
kerfa og verðbréfauppgjörskerfa.
Því er mikilvægt að undirbúa gang-
setningu vel, með prófunum og
áhættustýringu. Líklegt er að við
endurnýjun kjarnainnviðanna geti
komið upp atvik sem geta haft áhrif
á samspil eldri og nýrri innviða, líkt
og í innleiðingu Landsbankans á
sínum kerfum síðasta haust.
Bráðnauðsynleg fjárfesting
sem hleypur á milljörðum
Morgunblaðið/Ómar
Innviðir Seðlabanki Íslands telur endurnýjun innviða bráðnauðsynlega.
Fjármálainnviðir
» Fjármálainnviðir eru ein af
þremur meginstoðum fjár-
málakerfisins. Hinar tvær eru
fjármálastofnanir og fjár-
málamarkaðir.
» Seðlabankinn lýsir fjár-
málainnviðum sem pípulögn-
um eða vegakerfi fjármála-
kerfisins.
» Í riti Seðlabankans segir að
það skipti miklu máli fyrir
þjóðarbúskap og stöðugleika
fjármálakerfisins að innvið-
irnir séu öruggir, skilvirkir og
hagkvæmir í rekstri.
» Fjármálainnviðir landsins
eru margir byggðir ofan á
gömul og úrelt kerfi.
Álag og áhætta gæti fylgt endurnýjun helstu fjármálainnviða að mati Seðlabankans
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2018
Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is
PLUSMINUS | OPTIC
20. júní 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 109.34 109.86 109.6
Sterlingspund 143.94 144.64 144.29
Kanadadalur 82.37 82.85 82.61
Dönsk króna 16.937 17.037 16.987
Norsk króna 13.303 13.381 13.342
Sænsk króna 12.231 12.303 12.267
Svissn. franki 109.74 110.36 110.05
Japanskt jen 0.9949 1.0007 0.9978
SDR 153.83 154.75 154.29
Evra 126.25 126.95 126.6
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 151.9632
Hrávöruverð
Gull 1281.25 ($/únsa)
Ál 2238.5 ($/tonn) LME
Hráolía 73.06 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Útlán til heimila í
erlendum gjald-
miðlum eru nánast
engin eða um 0,1% af
vergri landsfram-
leiðslu, en hlutfallið
fór hæst upp í 22,4%
í lok árs 2008. Þetta
kemur fram í mark-
aðspunktum grein-
ingardeildar Arion
banka.
Þar sem heimilin hafa stýrt hjá beinni
gengisáhættu getur Seðlabankinn
brugðist við samdrætti með því að
lækka stýrivexti. Lægri vextir ættu að
öllu öðru óbreyttu að veikja gengið en
það hefur ekki jafn neikvæð áhrif og fyrir
hrun þar sem heimilin eru ekki jafn ber-
skjölduð fyrir gengisáhættu og þá.
Þá bendir mun betri skuldastaða
heimila og lægra vægi einkaneyslu til
þess að betri forsendur séu fyrir „mjúkri
lendingu“ nú en fyrir hrun, að mati Arion
banka.
Lán til heimila í erlend-
um myntum nær engin
Mynt Heimilin
skulda í krónum.
STUTT
Fjórir stærstu lífeyrissjóðir landsins
báru lítið úr býtum í hlutafjárútboði í
Arion banka sem lauk á fimmtudag
og tilkynnt var um á föstudaginn síð-
asta. Þannig er heildareign sjóðanna
rétt undir 1,8% af útgefnu hlutafé
bankans.
Sjóðirnir fjórir sem um er að ræða
eru Lífeyrissjóður starfsmanna rík-
isins, en hrein eign sjóðsins (ásamt
Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga sem
rekinn er undir sama hatti) nam 825,7
milljörðum króna um nýliðin áramót,
Lífeyrissjóður verslunarmanna, sem
átti 665 milljarða í hreina eign til
greiðslu lífeyris um áramótin síðustu,
Gildi, sem átti 517,4 milljarða, og
Birta lífeyrissjóður, sem átti rúmlega
348 milljarða. Samtals áttu sjóðirnir
því um síðastliðin áramót um 2.356
milljarða króna.
Ekki hefur verið gefið upp hversu
miklu hlutafé sjóðirnir skráðu sig fyr-
ir í útboðinu en heimildir Morgun-
blaðsins herma að áskriftir lífeyris-
sjóða hafi verið skornar niður um
84%.
Mest er hlutdeild Gildis eða 0,65%
af útgefnu hlutafé bankans. Þá er
LSR með 0,53%. Lífeyrissjóður versl-
unarmanna er með 0,4% og Birta
0,185%.
Við lokun markaða síðdegis í gær
var markaðsvirði Arion banka um 172
milljarðar króna. Eignarhlutdeild
sjóðanna í Arion banka nemur því
rétt ríflega þremur milljörðum króna,
eða sem nemur 0,013% af heildar-
eignum þeirra. ses@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Arion Bankinn var skráður á hluta-
bréfamarkað á föstudaginn.
Stærstu fjárfestar
landsins með 1,8%
Fjórir stærstu
lífeyrissjóðirnir
með litla hlutdeild
í Arion banka