Morgunblaðið - 20.06.2018, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2018
✝ Birgir Einars-son fæddist í
Reykjavík 17. maí
1947. Hann lést á
dvalarheimilinu
Grund 9. júní 2018.
Foreldrar Birgis
voru Einar Gísla-
son og Esther Þor-
finnsdóttir. Systk-
ini hans eru Róbert
Lauritsen, Sigurð-
ur Dagsson, Gísli,
Einar Emil og Emilía Hildur.
Birgir fluttist með foreldrum
sínum og systkinum til Kefla-
víkur og dvaldi þar til 14 ára
aldurs er þau fluttu til Nes-
kaupstaðar. Fjölskyldan flutti
til Keflavíkur ári síðar en Birg-
ir varð eftir í Neskaupstað og
lærði prentiðn hjá Haraldi Guð-
mundssyni prentsmiðjustjóra.
Birgir lærði á trompet hjá Har-
aldi og spilaði með ýmsum
hljómsveitum í gegnum árin,
m.a. um tíma í Lúðrasveit
Reykjavíkur, stórhljómsveit
FÍH, hljómsveitinni Galdrakörl-
um o.fl.
Í Neskaupstað eignaðist hann
dóttur, Hólmfríði, með Jónu
Ólafsdóttur. Birgir flutti til
Reykjavíkur og síðar til Kefla-
skóla á Akranesi, Réttarholts-
skóla, Brúarskóla og Laug-
arnesskóla og var skólastjóri
Lágafellsskóla um tveggja ára
skeið.
Birgir kvæntist Hrafnhildi
Kristjánsdóttur árið 1972 og
eignuðust þau tvo syni saman,
Börk Hrafn og Daða. Fyrir átti
Birgir Hólmfríði og Hrafnhild-
ur átti soninn Kristján Björn
Þórðarson sem Birgir gekk í
föðurstað.
Maki Hólmfríðar er Ómar
Sverrisson og eru börn þeirra
Örn, Hilmir Johansen og Gígja.
Maki Kristjáns Björns er
Berglind Rán Ólafsdóttir. Af
fyrra sambandi á Kristján Björn
Móeiði og Hrafnhildi með
Nönnu Hlíf Ingvadóttur. Dóttir
Berglindar frá fyrra sambandi
er Andrea Lóa Guðnadóttir.
Maki Barkar Hrafns er Ragn-
heiður Þorleifsdóttir og eru
börn þeirra Brynhildur og Kol-
finna. Af fyrra sambandi á
Börkur Hrafn Börk Þór með
Önnu Christinu Rosenberg.
Börn Ragnheiðar af fyrra sam-
bandi eru Kristófer Axel og
Ingibjörg Emelía.
Maki Daða er Rún Ingvars-
dóttir og eru dætur þeirra Lóa,
Rut og Fríða.
Útför Birgis fór fram í kyrr-
þey 14. júní 2018 að ósk hins
látna.
víkur þar sem hann
vann sem setjari í
prentsmiðjunni Gu-
tenberg í Reykja-
vík og Prentsmiðju
Keflavíkur auk
þess sem hann var
ritstjóri Suður-
nesjatíðinda um
tíma.
Birgir var mikill
íþróttamaður, spil-
aði fótbolta með
Val og varð m.a. Íslandsmeist-
ari með Keflavík. Birgir keppti
einnig í frjálsum íþróttum og
setti ófá héraðsmet í hlaupa-
tengdum greinum.
Birgir lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum við Hamrahlíð
1972 og kenndi við Kirkju-
bæjarskóla á Síðu sem leiddi til
náms við Kennaraháskóla Ís-
lands þaðan sem hann lauk
kennaranámi með handmenntir
sem aðalfag árið 1985. Birgir
lauk meistaranámi í uppeldis-
og menntunarfræðum frá Há-
skóla Íslands árið 2000. Birgir
hafði mikinn áhuga á uppeldis-
og menntamálun og ritaði
greinar og erindi um mála-
flokkinn.
Birgir kenndi m.a. í Grunda-
Hann Birgir mágur minn hef-
ur kvatt okkur, Birgir þessi frá-
bæri drengur kveður allt of
snemma, aðeins 71 árs. Ég
kynntist Bigga þegar ég fór að
stíga í vænginn við bróður hans
Sigga. Biggi bjó heima hjá Sigga
og því vorum við þrjú mikið sam-
an. Seinna varð hann svaramaður
í brúðkaupinu okkar og bjó hjá
okkur fyrstu árin þegar við byrj-
uðum að búa sem var yndislegt
því Biggi hafði svo ótrúlega góða
nærveru. Biggi og Siggi áttu
margt sameiginlegt enda albræð-
ur, töluvert líkir og miklir vinir.
Þegar Biggi og Habba fóru að
búa þá fórum við fyrst að ferðast
um landið, alltaf var vel tekið á
móti okkur hjá Bigga og Höbbu,
þau opnuðu heimilið sitt fyrir
okkur. Fyrst var það Neskaup-
staður áður en hringvegurinn var
opnaður, Kirkjubæjarklaustur
margsinnis öll árin og Akranes,
mjög eftirminnilegar heimsóknir
og góðar minningar. Það var fjöl-
breytt í gegnum árin að heim-
sækja þau hjón austur á Klaustur
á þann fallega stað, fyrst í
hjúkrunaríbúð, svo í glæsilegt
bjálkahús sem þau reistu og var
þeim mjög kært, síðan fallega
sumarhúsið þeirra sem Biggi var
endalaust að byggja og bæta og
Habba endalaust að planta trjám.
Tíminn leið og fjölskyldan
stækkaði, þau ólu upp sína þrjá
frábæru stráka sem passaði vel
þegar við mættum til þeirra með
þrjá stráka, þá var alltaf mjög
glatt á hjalla. Biggi var sonum
okkar afskaplega kær. Biggi var
mikill pabbi og strákarnir hans
fengu kennslu í mörgu hjá pabba
sínum, t.d. veiði margskonar, fjöl-
breyttri tónlist, smíðum og
íþróttum. Bigga var margt til
lista lagt, hann var mikill veiði-
maður, hann var einnig mjög lag-
hentur og mikill smiður og hönn-
uður í leðri. En músíkin var hans
líf og yndi. Biggi með trompetinn
var alltaf jafn skemmtilegt, hann
elskaði djass. Biggi var ótrúlega
góður tónlistarmaður.
Biggi stundaði íþróttir af lífi og
sál, sem ungur maður stundaði
hann frjálsar og fótbolta, ótrú-
lega snöggur og snjall svo eftir
var tekið og það var gaman þegar
Biggi gekk í Val og þeir bræður
spiluðu saman fótbolta í meist-
araflokki og nutu þess alveg í
botn.
Biggi velti fyrir sér á sínum
tíma hvað við hjónin eyddum allt í
einu miklum tíma í golfið, hann
las sér til um það og kynnti sér
það vel, síðan byrjaði hann að æfa
sjálfur golf. Biggi féll alveg fyrir
golfinu og Habba sá að ef hún
ætlaði vera með Bigga sínum þá
væri ekkert í boði annað en að
byrja að æfa golf, sem hún gerði.
Þau áttu margar yndislegar
stundir saman í golfinu bæði á
höfuðborgarsvæðinu og fyrir
austan þegar þau dvöldu í sum-
arhúsinu sínu fallega á Kirkju-
bæjarklaustri og erlendis.
Allar minningar um Bigga eru
mér mjög dýrmætar, Biggi var
gull af manni, hjartahlýr, sannur
vinur, gleðigjafi og ótrúlega
hjálpsamur. Eitt af mörgum
áhugamálum hans var rauðvín og
það var mjög fróðlegt og gaman
að drekka rauðvínsglas með þeim
hjónum, dásamlegt.
Elsku Habba, Daði, Börkur
Hrafn, Kristján Björn, Hólmfríð-
ur og fjölskyldur, Guð gefi ykkur
öllum styrk.
Hvíl í friði kæri mágur,
Ragnheiður Lárusdóttir.
Ég vil með þakklæti og virð-
ingu minnast Birgis Einarssonar
félaga míns og vinar. Það er
nefnilega margt sem við Birgir
eigum sameiginlegt. Minningar
um samverustundir okkar eru
mér dýrmætar, þó stuttar væru
og stopular; aðeins sem örskots-
blik á krossgötum langrar veg-
ferðar. Dýrmætastar eru sameig-
inlegir afkomendur okkar; tvær
yndislegar stúlkur, Brynhildur
og Kolfinna Barkardætur. Við
Birgir vorum báðir trompetleik-
arar og prentarar. Leiðir okkar
lágu fyrst saman í Lúðrasveit
Reykjavíkur, síðan í Ríkisprent-
smiðunni Gutenberg og að lokum
í Stórsveit öðlinga. Þá er ótalið
hvernig við um síðir tengdumst
fjölskylduböndum sem voru okk-
ur báðum afar ánægjuleg og dýr-
mæt, og verða það sem upp úr
stendur og vara um ókomin ár.
Birgir hóf ungur prent- og tón-
listarnám í Neskaupstað hjá Har-
aldi Guðmundssyni, prentsmiðju-
stjóra og tónlistarkennara, en
lauk námi í Reykjavík. Hann
kaus síðar að breyta um starfs-
vettvang, yfirgaf prentverkið, fór
í Kennaraháskólann og sinnti
kennslu síðan. En trompetinn
lagði hann aldrei á hilluna þrátt
fyrir mörg önnur áhugamál.
Hann var góður trompetleikari,
hafði mjög fallegan tón, gott tón-
eyra og næma tilfinningu fyrir
dýrmætum eiginleikum djasstón-
listar. Stundum var eins og Chet
Baker væri mættur á svæðið. Við
í Stórsveit öðlinga nutum liðsinn-
is Birgis og góðrar nærveru um
stund og fyrir þann tíma erum ég
og félagar mínir í öðlingasveitinni
afar þakklátir og sendum að-
standendum Birgis innilegar
samúðarkveðjur.
Sverrir Sveinsson.
Birgir Einarsson
✝ Þórunn Guðna-dóttir fæddist
3. nóvember 1928 á
Lokastíg 13,
Reykjavík. Hún lést
á hjúkrunarheimil-
inu Mörk 2. júní
2018.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Sig-
ríður Sigfúsdóttir
Thorarensen ljós-
móðir, f. 1894, d.
1982, og Guðni Árnason versl-
unarstjóri, f. 1890, d. 1958. Þór-
unn átti eina systur, Stefaníu
rektors- og bankaritara, f. 1924,
d. 1997.
Þórunn giftist eftirlifandi eig-
inmanni sínum, Axel Kristjáns-
syni hæstaréttarlögmanni, 10.
apríl 1954. Axel fæddist 20. nóv-
ember 1928, sonur hjónanna Vil-
helmínu Kristínar Örum Vil-
helmsdóttur húsmóður, f. 1904,
d. 1976, og Kristjáns Karlssonar
forstjóra, f. 1893, d. 1981. Börn
Þórunnar og Axels eru: 1)
Hann býr með Guðrúnu Helgu
Sigurðardóttur og er dóttir
þeirra Nína. 3) Karl
hæstaréttardómari, f. 1962,
kvæntur Margréti Reynisdóttur,
stjórnunar-, markaðs- og mat-
vælafræðingi. Dætur þeirra eru:
a) Sigríður, f. 1996; b) Stefanía
Ásta, f. 1999. 4) Sigríður tann-
læknir, f. 30. júlí 1964, gift
Ragnari Thorarensen, viðskipta-
og landfræðingi. Dætur þeirra
eru: a) Ólöf, f. 1997; b) Þórunn, f.
2000; c) Kristín, f. 2004.
Þórunn ólst upp í Reykjavík
en dvaldist á sumrum í sum-
arhúsi fjölskyldunnar, Látalæti
á Kjalarnesi, og hjá föðurfólki
sínu í Landsveit. Hún varð stúd-
ent frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1948. Hún starfaði um
tíma hjá Útvegsbankanum við
Lækjartorg en eftir að hún gift-
ist helgaði hún starfskrafta sína
heimili og fjölskyldu en sinnti
jafnframt margvíslegum sjálf-
boðaliðastörfum á vettvangi
Rauða krossins um langt árabil.
Þau Axel bjuggu á Lokastíg 13 í
tíu ár og Skeggjagötu 4 í 52 ár
eða þar til Þórunn fluttist á
hjúkrunarheimilið Mörk árið
2016.
Útför Þórunnar fór fram 15.
júní 2018.
Guðni, doktor í
jarðeðlisfræði, f.
20. júní 1955,
kvæntur Svanfríði
Sigrúnu Franklíns-
dóttur, kennara,
upplýsinga- og
bókasafnsfræðingi.
Börn þeirra eru: a)
Egill Árni, f. 1985.
Hann býr með
Hólmfríði Björk
Sigurðardóttur og
er sonur þeirra Axel Árni; b)
Þórunn Eva, f. 1988. Hún býr
með Ólafi Pálssyni og er dóttir
þeirra Sóley Harpa; c) Gyða
Katrín, f. 1994. Hún býr með
Agli Péturssyni. 2) Kristín sér-
kennari, f. 27. júlí 1957, gift Sig-
urði Haukssyni, tölvunar-
fræðingi og flugumferðarstjóra.
Synir þeirra eru: a) Daði, f. 1983.
Hann er kvæntur Ingunni Tan-
gen og eru börn þeirra Gunnar,
Herdís og Björg; b) Helgi, f.
1985. Hann býr með Unu Eydísi
Finnsdóttur; c) Axel, f. 1987.
Í æsku minni var ég svo hepp-
inn að fá að dvelja löngum stund-
um hjá ömmu og afa á Skeggjó,
Skeggjagötu 4. Þar fékk ég frelsi
til að vera strákur og taka mér
ýmislegt misviturlegt fyrir hend-
ur. Allt frá því að ræna ömmu og
senda afa fjárkúgunarbréf yfir í að
þykjast vera prestur og skíra
dúkkur Þórunnar Evu frænku
minnar.
Í vinnukonuherberginu svo-
kallaða á Skeggjó átti ég alltaf
vísa vinnuaðstöðu og snemma á
lífsleið minni stundaði ég þar
skrifstofuleik af miklu kappi og
síðar á lífsleiðinni lærdóm af litlu
kappi. Ef ég vildi gista var amma
snögg að búa um mig þar inni.
Þegar ég gisti á Skeggjó var mikið
spilað á kvöldin og eru það eftir-
minnilegar gleðistundir.
Sem barn fékk ég að fylgja
ömmu þegar hún fór að afgreiða í
Rauðakrossbúðinni og að labba
með bókavagninn á Borgarspítal-
anum. Við fórum saman að kaupa
inn og ég man alltaf hversu spar-
söm hún var og nýtin.
Á matmálstímum fékk ég
dásamlegan mat sem amma eldaði
af sinni einstöku snilld. Fiskiboll-
urnar hennar frægu elskuðu öll
börn og ég held að mér hafi þótt
allt gott sem var borið fram með
makkarónu- og kartöfluuppstúf
ömmu. Best af öllu þótti mér lík-
legast að fá hjá henni slátur. Í dag
hef ég dálæti á öllum mat sem
minnir mig á matinn hennar
ömmu. Amma var leikin við bakst-
urinn líka. Ég hélt mikið upp á
súkkulaðikökuna hennar með rab-
arbarasultunni og allir héldu upp
á hjónabandssæluna hennar og
bollurnar.
Ég fór í ótal ferðalög, lengri og
styttri, með ömmu og afa og alltaf
bjó amma til dýrlegt nesti. Oft lá
ferðin upp í Látalæti, litla sum-
arbústaðinn þeirra, og þar áttum
við saman margar gleðistundir. Í
Landsveitina fórum við oft saman
á sumrin og á veturna á skíði.
Alltaf var yndislegt að koma á
Skeggjó. Þar voru oft litlar frænk-
ur mínar í pössun hjá ömmu og
það var dýrmætt fyrir mann sem
hefur gaman af börnum að fá að
koma þangað að leika við þær.
Ég var mikið á Skeggjó fyrsta
árið mitt í háskóla. Amma dekraði
við mig og eldaði ofan í mig og við
spjölluðum og spiluðum þegar ég
nennti ekki að læra. Ef ég nennti
ekki að fara heim til mín á kvöldin
bjó amma um mig inni í vinnu-
konuherbergi. Ég átti það til að
leggjast á sófann í stofunni og
lagði iðulega höfuðið á púða sem
ömmu þótti fínn og vildi helst ekki
að væri notaður sem koddi. Amma
reiddist mér aldrei en tók upp á
því að fela kodda við hliðina á sóf-
anum. Svo þegar ég lagðist á fína
púðann hennar dró hún fram
koddann og lagði blíðlega undir
höfuðið á mér. Kristín Ragnars-
dóttir frænka mín var oft í pössun
hjá ömmu á þessum tíma og hún
var varla byrjuð að labba þegar
hún tók það í sínar hendur að rétta
mér koddann ef ég lagðist í sófann
án þess að amma væri til staðar.
Amma elskaði börn og hafði un-
un af því að annast þau. Hún ól
upp og annaðist mörg börn á sinni
ævi og kunni flest tök þegar kom
að börnum. Hún gerði allt með
sinni einstöku ást og hlýju. Hún
var yndisleg mannvera og þeir
sem þekktu hana voru ríkari fyrir
vikið. Ég mun alltaf vera þakklát-
ur fyrir að hún var amma mín.
Helgi Sigurðarson.
Yndislega ættarjörð,
ástarkveðju heyr þú mína,
þakkarklökkva kveðjugjörð,
kveð ég líf þitt, móðir jörð.
Móðir bæði mild og hörð,
mig þú tak í arma þína.
Yndislega ættarjörð,
ástarkveðju heyr þú mína.
(Sigurður Jónsson frá Arnarvatni)
Amma okkar, Tóta, er nú lögð
af stað í ferðalag eftir langa og far-
sæla ævi. Á kveðjustund er okkur
efst í huga kærleikur og hlýja sem
amma sýndi okkur alla tíð. Svo að
ekki sé nú minnst á allan góða
matinn! Leið æsku okkar systk-
inanna lá ófáum sinnum á
Skeggjagötuna, þar sem amma
tók iðulega á móti okkur í eldhús-
inu, með svuntuna um sig miðja,
eitthvað að fást við mat. Þó að heil
sextíu ár væru á milli okkar, og
rúmlega það, átti amma aldrei í
vandræðum með að finna barnið í
sjálfri sér, og undi sér best umvaf-
in öllum sínum afkomendum.
Við höfum fylgst af aðdáun með
þeirri umhyggju og kærleika sem
fylgdi sambandi ömmu og afa alla
tíð. Undir það síðasta var amma
okkur að mestu horfin, en nú lifir
hún í öllum þeim góðu minningum
sem við um hana eigum, og ekki
verða frá okkur teknar. Hún lifir í
minningum um húsmóðurina
myndarlegu á Skeggjagötu 4, og
þann veislumat, sem hún ætíð bar
á borð. Hún lifir í minningum um
stundir á heimili þeirra afa við spil
og aðra leiki. Hún lifir í minning-
um um ferðalög okkar og sam-
verustundir í Látalæti. Og fyrir
okkur eru þessar minningar mikil
verðmæti.
Nú fer vel á því að amma hverfi
okkur inn í sumarbjarta nóttina,
brosandi og sæl, loksins laus úr
fjötrum þess sjúkdóms sem á
hana herjaði. Elsku amma, við
þökkum af heilum hug fyrir sam-
veruna, fyrir kaffisopann, fiski-
bollurnar, hjónabandssæluna og
allt hitt. Góða ferð og megir þú
hvíla í friði.
Egill Árni Guðnason, Þórunn
Eva Guðnadóttir og Gyða
Katrín Guðnadóttir.
Þórunn
Guðnadóttir
Vaktu yfir mér hverja
stund
hvern dag þegar birta tekur
hverja nótt sem dimma þekur
haltu í hönd mína hvert spor sem lífið
leiðir
haltu í hönd mína gegnum gleði og sorgir
leyfðu mér að finna ást þína og styrk
leyfðu mér að finna sátt þína og kyrrð
Í bæn ég bið
mér auðnist brot af þér
innra með mér
Elsku pabbi. Ég var ekki tilbú-
in að kveðja þig svona fljótt, ekk-
ert okkar sem söknum þín var
það. En þú ert samt farinn og það
er alveg rosalega sárt.
Nú get ég sagt upp heima-
símanum því í hann hringir nán-
ast enginn núna.
En mikið er ég þakklát og glöð
að hafa knúsað þig bless sunnu-
Sturla
Sigtryggsson
✝ Sturla Sig-tryggsson
fæddist í Reykjavík
25. mars 1952. Hann
lést á Akureyri 15.
maí 2018.
Útför Sturlu fór
fram frá Húsavík-
urkirkju 25. maí
2018.
daginn 6. maí þegar
við Guðný Þóra
vorum búnar að
vera hjá ykkur
mömmu í viku fyrir
Tenerifeferðina
sem var mikið
rædd ykkar Guð-
nýjar á milli (heit-
asta landið). Það
var svo oft þegar
maður var að fara
eftir dvöl í stuttan
eða lengri tíma í Keldunesi að þú
varst einhvers staðar úti og ég
sagði bara við mömmu þegar ég
var að kveðja hana „ég bið bara
að heilsa pabba“ en þessi kveðju-
stund var okkar síðasta, elsku
besti pabbi minn.
Takk fyrir að koma við hjá mér
á Tenerife þegar þú fórst hinn 15.
maí, ég fann það svo sterkt að þú
varst nálægt mér eftir að ég fékk
símtalið erfiða. Stelpunum mín-
um varstu alveg frábær afi og
þær sakna þín mjög mikið. Ég
mun gera mitt besta til að hjálpa
mömmu áfram. Takk fyrir allt
sem þú kenndir mér og ég vona
að ég fái að faðma þig og leiða
seinna.
Þín
Rakel.
Ég er komin
heim úr sorgar- og
minningarferð til
Íslands. Vinkona
mín, Guðrún Jóns-
dóttir, er ekki lengur á meðal
okkar. Ég sit í garðinum mínum
og hugsa til þín, elsku Guðrún.
Guðrún Ragnheið-
ur Jónsdóttir
✝ Guðrún Ragn-heiður Jóns-
dóttir fæddist 2.
febrúar 1960. Hún
lést 15. maí 2018.
Guðrún var jarð-
sungin 6. júní 2018.
Ég mun alltaf sakna
þín:
Það er svo lítið pláss
sem manneskjan tekur
á jörðinni.
Minna en eitt einasta
tré í skógi.
Það er svo stórt skarð
sem hún skilur eftir
sig.
Ekkert í veröldinni get-
ur fyllt það.
(I. Arvidsson)
Hillevi Torell,
Uppsala, Svíþjóð.