Morgunblaðið - 26.06.2018, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2018
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratuga
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Þögn í kringum plastbarkamálið
Úrskurður í plastbarkamáli Landspítali og Háskólinn tjá sig ekki Tómas ábyrgur fyrir vísinda-
legu misferli Óskar vanrækti skyldur til að gera athugasemdir Forseti læknadeildar vanhæfur
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Forsvarsmenn Landspítala og Há-
skóla Íslands vildu ekki tjá sig um
úrskurð Petters Ottesen, rektors á
Karólínska háskólasjúkrahúsinu í
Stokkhólmi, sem birtist í gær þess
efnis að Tómas Guðbjartsson,
hjartaskurðlæknir á Landspítalnum
og prófessor í skurðlækningum við
Háskóla Íslands, væri ábyrgur fyrir
vísindalegu misferli ásamt sex öðr-
um læknum og Óskar Einarsson
lungnalæknir hefði vanrækt skyldu
sína til þess að gera athugasemdir
við áberandi rangfærslur í vísinda-
grein sem þeir Tómas skrifuðu undir
og birtist í Lancet árið 2011 undir
heitinu Tracheobronchial trans-
plantation with steam-cell-seeded
bioartificial nanocomposite: a proof
-of-concept study. Greinin hafði áður
verið send til birtingar í vísindatíma-
ritinu New England Journal of Me-
dicine (NEJM) þar sem Tómas var
meðhöfundur greinarinnar að því er
mbl.is greindi frá í gærkvöldi.
NEJM gerði athugasemdir við áður-
nefnda grein og hafnaði henni.
Alls voru sex vísindagreinar til
umfjöllunar sem birst hafa í vísinda-
tímaritunum Lancet, Biomaterials,
Journal of Biomedical Materials
Research og Thoracic Surgery Cli-
nics. Vísindagreinarnar hafa allar
verið dregnar til baka.
Í úrskurði rektors Karólínska
koma fram alvarlegir ágallar á upp-
lýsingum varðandi plastbarkaað-
gerðir sem lagðar voru fram í vís-
indagreinunum og að þær innihaldi
falsaðar og brenglaðar lýsingar á
ástandi sjúklings fyrir og eftir að-
gerð. Læknisfræðilegan rökstuðning
skorti fyrir aðgerð og ekki hafi legið
fyrir upplýst samþykki sjúklings.
Eftir að sérfræðinganefnd sem
skipuð var árið 2017 til að gera úttekt
á störfum íslenskra heilbrigðis-
starfsmanna í tengslum við plast-
barkamálið birti niðurstöðu í nóvem-
ber 2017 voru Tómas og Óskar
sendir í leyfi. Óskar sneri fljótt aftur
til starfa og Tómas hóf störf í janúar.
Morgunblaðið reyndi að leita við-
bragða Tómasar við úrskurðinum í
gær en ekki náðist í hann.
Vill frumkvæðisheimild
Í desember 2017 óskaði Landspít-
alinn eftir leiðbeinandi reglum vís-
indasiðanefndar um mörkin milli
gagnrannsókna annars vegar og vís-
indarannsókna á mönnum hins veg-
ar. Kristján Erlendsson, sérfræði-
læknir og formaður vísindasiða-
nefndar, sagði nefndina vera að móta
leiðbeinandi reglur og auk þess legði
nefndin áherslu á skýrari frumkvæð-
isheimild vísindasiðanefnar til þess
að fara ofan í mál. Kristján hafði ekki
heyrt um úrskurð rektors og gat
ekki tjá sig um hann þegar Morgun-
blaðið hafði samband við hann.
Engilbert Sigurðsson, forseti
læknadeildar Háskóla Íslands, gat
ekki tjáð sig um úrskurð rektors
Karólínska þar sem hann er náinn
vinur Tómasar og hafði lýst sig van-
hæfan frá upphafi til að fjalla um
málið.
Ingibjörg Harðardóttir, varafor-
seti læknadeilar HÍ, vildi ekki tjá sig
um úrskurðinn þegar til hennar var
leitað og heldur ekki Jón Atli Bene-
diktsson rektor sem hafði ekki kynnt
sér úrskurðinn.
Plastbarkaaðgerðir
Vísindagreinarnar sem fjallað er
um í úrskurði rektors Karólínska
fjalla m.a. um tímamótaaðgerð þegar
plastbarki var græddur í Andemari-
am Teklesenbet Beyene frá Erítreu.
Beyene var í meistaranámi í jarð-
eðlisfræði við Háskóla Íslands árið
2009 þegar hann greindist með al-
varlegt krabbamein í barka. Hann
leitaði lækninga á Íslandi og í Sví-
þjóð og fór svo að lokum að græddur
var í hann plastbarki sem framleidd-
ur var á rannsóknarstofu og hann
innsíaður með stofnfrumum úr
Beyene. Árið 2014 lést Beyene.
Fleiri sjúklingar hafa látist eftir
plastbarkaígræðslur af sama tagi.
Ítalski skurðlæknirinn Paolo
Macchiarini græddi plastbarka í átta
sjúklinga, þrjá í Svíþjóð og fimm í
Rússlandi að því er Morgunblaðið
greindi frá árið 2017, en þá voru sjö
af barkaþegunum látnir.
Tómas
Guðbjartsson
Óskar
Einarsson
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Fyrir helgi fannst kirkjukambur úr
bronsi í Þingeyraklaustri. Talið er
að hann hafi verið notaður af klerka-
stéttinni. „Svona kambur hafði
mikla þýðingu fyrir klausturstarfið
og klausturlífið,“ segir Steinunn
Kristjánsdóttir fornleifafræðingur
sem stýrir uppgreftri á Þingeyrum í
sumar.
Strangt helgihald hérlendis
„Því er oft haldið fram að ýmsir
siðir hafi ekki náð til Íslands en þessi
kambur og aðrir renna stoðum undir
þá kenningu að siðirnir hafi tíðkast
hér eins og annars staðar. Það er
hluti af helgihaldinu að raka á sig
krúnu og kambar sem þessir voru
notaðir í það. Þetta er fjórði kamb-
urinn sem finnst á Íslandi,“ segir
Steinunn sem bendir á að það að
slíkir kambar hafi fundist hérlendis
gefi einnig til kynna að hér hafi ríkt
strangt helgihald. Kamburinn er úr
bronsi og skreyttur með myndum af
dýrshöfðum. „Ég
var alveg hissa
þegar ég lyfti
kambnum því
hann er nokkuð
þungur. Það var
stöðutákn að eiga
veglegan kamb
eins og þennan,
kambar frá vík-
ingaöld voru
gjarnan úr beini
eða tré og ekki eins veglegir.“
Steinunn getur ekki fyllilega sagt
til um hver hafi átt kambinn en hún
segir líklegt að það hafi verið ein-
hver hátt settur. „Það gæti hafa ver-
ið einhver af ábótunum.“ Kamburinn
er frá tólftu eða þrettándu öld en ná-
kvæmari aldur hans kemur betur í
ljós þegar kamburinn hefur verið
forvarinn. Þá verður einnig auðveld-
ara að segja til um hvaðan hann er
en Steinunn telur að hann sé frá
Norðurlöndum eða Norður-Evrópu.
„Hann fer á Þjóðminjasafnið á föstu-
daginn. Þar verður hann forvarinn
og hreinsaður upp, ég hugsa að það
verði gert fljótlega svo hann skemm-
ist ekki.“ Greftrinum lýkur á föstu-
dag en Steinunn segir mikið verk
eftir óunnið. „Umboðsmenn Dana-
konungs byggðu sín hús ofan á rúst-
um klaustursins svo að við þurftum
að byrja að grafa í gegnum þau áður
en við komumst að klaustrinu. Við
erum ekki með mjög stórt svæði op-
ið og lögðum upp með að einbeita
okkur að minna svæði og grafa frek-
ar dýpra.“
Fræðast um svartadauða
Farið var í fornleifagröftinn til
þess að læra meira um svartadauða
og áhrif hans á klausturhaldið. „Hér
í klaustrinu var mikið mannfall og
við erum að reyna að finna út hvort
ástæðan hafi verið svartidauði eða
eitthvað annað. Það eru umfangs-
miklar rannsóknir í gangi á þessu í
Evrópu og það er horft til Íslands í
því samhengi þar sem svartidauði
kemur svo seint hingað. Það er
áhugavert að sjá hvað veldur því og
við vonum að okkur takist að komast
að einhverju um það.“
Þýðingarmikill fundur
Kirkjukambur úr bronsi til marks um helgisiði á Íslandi
Líklega eign ábóta Skreyttur myndum af dýrshöfðum
Ljósmynd/Aðsend
Fornleifafundur Kamburinn er úr bronsi, skreyttur með dýrshöfðum og nokkuð þungur. Hann er frá 12. eða 13. öld.
Steinunn
Kristjánsdóttir
Náttúrufræðistofnun hefur lagt til
að svæði sem athafnasvæði fyrir-
hugaðrar Hvalárvirkjunar liggur á
verði friðlýst. Svæðið sem lagt er til
að verði friðlýst er við Drangajökul
á Vestfjörðum en Landvernd hefur
tekið undir þessa tillögu og hvetur
umhverfis- og auðlindaráðherra til
þess að leggja nýja náttúruminja-
skrá fyrir Alþingi þegar þinghald
hefst í haust.
Ástæðan fyrir því að Náttúru-
fræðistofnun leggur til að friða skuli
svæðið við Drangajökul er verndun
jarðminja. Samkvæmt vefsíðu Nátt-
úrufræðistofnunar eru verndar-
markmið fyrir jarðminjar „að varð-
veita skipulega heildarmynd af
jarðfræðilegum ferlum og fyrirbær-
um sem gefa samfellt yfirlit um
jarðsögu landsins, að vernda jarð-
myndanir sem eru sérstakar eða
einstakar á lands- eða heimsvísu, að
vernda vatnsfarvegi, fossa og stöðu-
vötn svo sem kostur er, að varðveita
landslag sem er sérstætt eða fágætt
eða sérlega verðmætt vegna fagur-
fræðilegs og/eða menningarlegs
gildis og að standa vörð um óbyggð
víðerni landsins.“
Vísindalegt gildi mikið
Í skýringu Náttúrufræðistofnun-
ar segir meðal annars: „Möguleg
virkjun vatnsfalla getur haft tals-
verð áhrif á víðerni og ásýnd svæðis
auk þess að mögulega raska
ákveðnum jarðminjum.“ Sömuleiðis
segir í skýringunni að vísindalegt
gildi svæðisins sé talsvert eða mikið
og að óvenjumargir fornir jökul-
garðar finnist þar.
Landið sem lagt er til að verði
friðlýst er 1.281 ferkílómetri að
stærð og nær yfir Drangajökul og
nágrenni hans. Norðurmörk svæð-
isins eru núverandi suðurmörk frið-
landsins á Hornströndum en suður-
mörk svæðisins liggja um
Ófeigsfjarðarheiði.
Ekki náðist í Guðmund Inga Guð-
brandsson, umhverfis- og auðlinda-
ráðherra, við gerð fréttarinnar.
ragnhildur@mbl.is
Virkjun gæti
raskað minjum
Tillaga að friðlýsingu Drangajökuls