Morgunblaðið - 26.06.2018, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 26.06.2018, Qupperneq 10
Setja áform um hótel til hliðar Keahótel taka nýtt hótel, Ex- eter-hótel, í notk- un á Tryggvagötu í lok júlí. Fast- eignaþróunar- félagið Festir og Mannverk reistu hótelið. Festir hefur jafnframt undirbúið 160-170 herbergja hótel á Suðurlandsbraut 18. Spurður um stöðu verkefnisins segir Róbert Aron Róbertsson, framkvæmdastjóri hjá Festi, að stjórnendur félagsins íhugi að falla frá áformum um hótel á Suðurlands- braut 18. Til greina komi að leigja húsnæðið undir skrifstofur. „Það gæti vel gengið að stækka húsið og gera bílakjallara. Þetta yrði þá fín skrifstofubygging, 5.700 fermetrar. Það er hins vegar dýrt í framkvæmd. Það ætti þó að geta gengið.“ Munu hugsanlega selja Róbert Aron segir annað fer- metraverð í útleigu á skrifstofum en hótelum. Festir muni hugsanlega selja bygginguna og þannig eftirláta öðrum fjárfestum að ákveða fram- haldið. „Við erum jafnvel að skoða að nýta byggingarréttinn undir stækk- un á skrifstofuhúsnæði. Það ræðst þá af því ef við finnum spennandi að- ila sem þarf meira rými en núverandi bygging býður upp á,“ segir Róbert sem telur aðspurður að aðstæður hafi breyst síðan Festir hóf að þróa hótelverkefnið á Suðurlandsbraut. Róðurinn hefur þyngst „Ég met stöðuna þannig að á undanförnum sex mánuðum hafi allt þyngst. Ég er þó ekki dómbær á hvort eitthvað hafi breyst í rekstrar- umhverfinu. Við erum ekki að reka hótel. Maður heyrir að menn eru áhyggjufyllri en áður og það smitast hratt út í allt sem tengist þessu. Menn vilja kannski sjá hvernig þetta sumar fer. Þótt ég meti Reykjavík áfram sterka [í hótelgeiranum] skil ég að menn vilji staldra við,“ segir Róbert Aron. Festir áformar uppbyggingu á Vesturgötu 64 á svonefndum Héð- insreit. Félagið var með hugmyndir um hótel á horni Ánanausta og Mýrargötu, sem fallið var frá. „Í samtölum við borgina fundum við sterkt fyrir óskum eftir íbúðum fremur en hóteli og við urðum við því og stefnum því á íbúðir og atvinnu- húsnæði að hluta á jarðhæð.“  Festir tekur mið af breyttu umhverfi Róbert Aron Róbertsson 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2018 Alvöru bónstöð þar sem bíllinn er þrifinn að innan sem utan, allt eftir þínum þörfum. Frábær þjónusta – vönduð vinnubrögð. Bæjarlind 2, 201 Kópavogur | SÍMI 577-4700 | bilalindin.is Bónstöð opin virka daga frá 8-19, Alþrif verð frá 14.500,- (lítill fólksbíll) Bónstöð Pantið tíma í síma577 4700 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fulltrúar tveggja af fjórum stærstu hótelkeðjum landsins telja sig munu fá jafn marga gesti og í fyrra. Staðan sé erfiðari úti á landi en í Reykjavík. Samþjöppun hefur orðið í greininni í ár. Fjórar stærstu hótelkeðjurnar eru með samtals ríflega 5.200 her- bergi. Þeim gæti fjölgað verulega á næstu misserum því CenterHótel, Ís- landshótel og Icelandair-hótelin áforma samtals 500-600 ný herbergi í Reykjavík næstu tvö til þrjú ár. Keahótelin verða alls ellefu talsins í lok sumars. Greint var frá því í síð- ustu viku að hótelkeðjan hefði keypt Hótel Kötlu við Vík í Mýrdal en þar eru 103 herbergi. Þá munu Keahótel opna nýtt hótel, Exeter-hótel, við Tryggvagötu í Reykjavík hinn 28. júlí næstkomandi en þar verða 106 her- bergi. Nokkrum dögum síðar, 1. ágúst, taka Keahótel yfir rekstur Sand-hótel við Laugaveg og bætast þá við 67 herbergi. Með þessum þremur hótelum verða herbergi keðj- unnar alls 900 talsins. Þar af eru 285 herbergi á landsbyggðinni; Hótel Kea og Hótel Norðurland á Akureyri, Hótel Gígur við Mývatn og nú Hótel Katla við Vík í Mýrdal. Minna um hópa Ester Björnsdóttir, sölustjóri Kea- hótela, segir töluvert minna um bók- anir frá hópum heldur en í fyrrasum- ar. Hins vegar sé bókunum frá einstaklingum alltaf að fjölga, en þær komi með styttri fyrirvara. „Við teljum að þetta sé merki um breytta ferðahegðun, að áhuginn á Ís- landi sé ekki að minnka heldur séu bókanirnar að koma síðar og með öðr- um leiðum. Við finnum meira fyrir þessari breytingu á Norðurlandi en í Reykjavík, þar sem stór hluti gesta sem koma á hótelin okkar fyrir norð- an yfir sumartímann ferðast í hópum á vegum ferðaskrifstofa. Þessi breytta ferðahegðun hefur minni áhrif í Reykjavík. Þar er enda talsvert meiri eftirspurn frá einstaklingum, en tilhneigingin virðist vera sú að ein- staklingar dvelji skemur og fari styttra út frá Reykjavík,“ segir Ester sem telur aðspurð að gestafjöldinn í ár verði líklega sambærilegur og í fyrra ef horft sé á öll hótelin. Hún segir bókanir fyrir veturinn ganga vel og standast samanburð við árið í fyrra. Gestafjöldinn svipaður og 2017 Kristófer Oliversson, fram- kvæmdastjóri og eigandi CenterHót- el-keðjunnar, segir útlit fyrir sama gestafjölda og í fyrra. Keðjan verði áfram með háa herbergjanýtingu. „Við þurfum ekki að kvarta. Þetta hefur verið í samræmi við okkar áætl- anir. Apríl og maí eru orðnir nýja lág- önnin í ferðaþjónustunni. Það stað- festist nú enn betur. Áður var lág- önnin frá september og fram í maí. Svo tókst smám saman að byggja upp axlirnar, eins og við kölluðum mán- uðina fyrir og eftir sumarið. Það voru alltaf fjórir til sex steindauðir vetrar- mánuðir. Reyndar allt upp í átta. Ég man það langt aftur,“ segir Kristófer. Meiri áhyggjur af landsbyggð Hann ítrekar að langur vegur sé frá því að apríl og maí í ár hafi verið daufir. Hafa beri í huga að vöxturinn þessa mánuði í fyrra hafi verið óvenju mikill. Hann kveðst hins vegar hafa áhyggjur af því hvernig eftirspurnin sé hjá hótelum úti á landi. CenterHótelin eru sex talsins í miðborg Reykjavíkur. Áformað er að opna sjöunda hótelið á Laugavegi 95- 99 fyrir sumarið 2019. Þar verða rúm- lega 100 herbergi. Þá undirbýr keðj- an áttunda hótelið á Héðinsreit. Þar verða á annað hundrað herbergi. Þær upplýsingar fengust hjá Icelandair að greint yrði frá her- bergjanýtingu í júní í tilkynningu til Kauphallar í fyrri hluta júlí. Fram kom í tilkynningu í byrjun júní að herbergjanýting hjá Icelandair-hótel- unum var 72,8% í maí, en var 77% í maí í fyrrasumar. Framboð félagsins á gistinóttum jókst milli ára með nýju hóteli, Reykjavík Konsúlat-hóteli, í Hafnarstræti. Þá keyptu Icelandair- hótelin í vor Hótel Öldu á Laugavegi 66-68. Á þessum hótelum eru 50 og 89 herbergi. Icelandair-hótelin eru í söluferli. Keðjan áformar nýtt hótel við Austurvöll. Hægt hafi á markaðnum Ekki náðist í Ólaf Torfason, stjórnarformann Íslandshótela. Rætt var við Davíð Torfa Ólafsson, framkvæmdastjóra Íslandshótela, í Morgunblaðinu í síðari hluta maí. Hann sagði að víða um land væri ekki grundvöllur fyrir rekstri heilsárshót- ela. T.d. hafi hótelkeðjan horfið frá því að hafa opið allt árið á Patreks- firði. Yfir veturinn hafi hægst á víða um land miðað við síðustu 3-4 ár, einkum á hótelum sem eru ekki við hringveginn. Telja sig geta haldið í horfinu  Sölustjóri Keahótela reiknar með sama gestafjölda og í fyrra  Bókunum hópa hafi fækkað milli ára  Eigandi CenterHótela býst líka við sama gestafjölda  Stærstu keðjurnar með 5.200 hótelherbergi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fjárfesting Herbergi á Reykjavík Konsúlat-hótel í Hafnarstræti. Mikil fjárfesting er áformuð í hótelum í borginni. Stærstu hótelkeðjur landsins Fjöldi hótela Heildarfjöldi herbergja Landsbyggð með Hótel Eddu: 41% Fjöldi herbergja (Edduhótel meðtalin) Sumarhótel (Edda) Heilsárshótel Reykjavík Landsbyggð Sumarhótel (Edda) Icelandair- hótelin CenterHótel Keahótelin* Íslandshótel 1.937 606 900 1.779 13 10 6 11 17 *Hér er reiknað með Exeter-hótel (106 herbergi) sem verður opnað 28. júlí og Sand-hótel (67 herbergi) sem Keahótelin taka yfir 1. ágúst. Alls 5.222 herbergi 59% 12% 29% 1.007 615 285 606 1.061 876 772

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.