Morgunblaðið - 26.06.2018, Page 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2018
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is
skotbómulyftara
AG línan frá Manitou býður meðal
annars upp á nýtt ökumannshús
með góðu aðgengi og útsýni.
HANNAÐUR TIL AÐ
VINNA VERKIN
NÝ KYNSLÓÐ
• DSB stjórntakkar
• JSM stýripinni í fjaðrandi armi
• Stýrð stjórnun og hraði á
öllum glussahreyfingum
• Virk dempun á bómu
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
BAKSVIÐ
Steingrímur Eyjólfsson
steingrimur@mbl.is
Dæmi eru um það að útsendir starfs-
menn fái allt að 50% lægri laun í gisti-
ríki en staðbundnir starfsmenn á Evr-
ópska efnahagssvæðinu. Þetta kemur
fram í rannsókn Alexöndru Kjærne-
sted Arnarsdóttur í meistararitgerð
frá Háskólanum í Reykjavík um
réttarstöðu útsendra starfsmanna á
Evrópska efnahagssvæðinu.
Með útsendum starfsmönnum er
átt við einstaklinga sem eru sendir af
atvinnurekanda tímabundið til ann-
arra aðildarríkja Evrópusambandsins
til að veita þjónustu eða vinna ákveðið
verk. Til að mynda falla starfsmenn
starfsmannaleiga á Evrópska efna-
hagssvæðinu undir hugtakið. Deilur
hafa verið um réttarstöðu þeirra þar
sem ekki hefur náðst jafnvægi á milli
innri markaðar annars vegar og
félagslegrar verndar þessara starfs-
manna hins vegar. Með innri markaði
er átt við svæði án innri landamæra,
þar sem frjáls för fólks er tryggð,
ásamt frjálsum vöruflutningum, þjón-
ustustarfsemi og fjármagnsflutning-
um.
Pólitískt og lagalega flókið
Með tilskipun Evrópusambandsins
nr. 96/71 um störf útsendra starfs-
manna í tengslum við veitingu þjón-
ustu var reynt að veita útsendum
starfsmönnum lágmarksvernd í því
ríki sem þeir eru sendir til. Tilskipun
þessi nær til allra aðildarríkja ESB og
EFTA-ríkja og var innleidd hér á
landi árið 2007.
„Í rannsókninni er ég að varpa ljósi
á inntak tilskipunarinnar og hvernig
hún hefur verið túlkuð af Evrópu-
dómstólnum og EFTA-dómstólnum,“
segir Alexandra. „Þessi tilskipun er
mjög umdeild, því hún tekur á tveim-
ur þáttum sem skarast svolítið. Ann-
ars vegar er það þjónustufrelsið, það
er réttindi þjónustufyrirtækja til þess
að fara til annarra EES-ríkja að veita
þjónustu. Hins vegar eru það réttindi
útsendra starfsmanna í ríkinu sem
þeir eru sendir til, það er hvaða laun
og önnur starfskjör eiga við um út-
senda starfsmenn í gistiríkinu.
Flækjustigið orsakast af því að vinnu-
löggjöfin á EES-svæðinu er mismun-
andi eftir aðildarríkjum. Það er bæði
pólitískt og lagalega flókið að vernda
bæði þjónustufrelsið og réttindi út-
sendra starfsmanna.“
Útsendum greidd lágmarkslaun
Að sögn Alexöndru er margt í til-
skipuninni frá Evrópusambandinu
sem má bæta, en umræður hafa átt
sér stað síðustu tvö árin um mögu-
legar úrbætur á henni.
„Þeir sem fara til annars ríkis að
vinna fá ákveðna lágmarksvernd. En
vandamálið við þessa tilskipun, sem
er gagnrýnt af verkalýðshreyfingum
um alla Evrópu, er að útsendir starfs-
menn fá oftast greitt eftir lágmarks-
launum í þeim löndum sem þeir fara
til, en staðbundnir starfsmenn fá tölu-
vert hærri laun fyrir sömu vinnu. Erf-
itt getur reynst útsendum starfs-
mönnum að átta sig á því, þar sem
lágmarkslaun í gistiríki þeirra gætu
verið töluvert hærri en nokkurn tím-
ann í heimalandi þeirra.“
Alexandra segir Evrópusambandið
vera að vinna í því að breyta þessu svo
að greidd verði sambærileg laun fyrir
sambærilegt starf. „Vandamálið við
það er hins vegar að erlendar starfs-
mannaleigur geta verið að sinna störf-
um sem íbúar gistiríkisins vinna yf-
irleitt ekki. Því getur verið erfitt að
átta sig á því hver hin sambærilegu
laun ættu að vera fyrir starfið sem
innt er af hendi.“
Breyta þarf tilskipun
um útsenda starfsmenn
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Framkvæmdir Útsendum starfsmönnum getur reynst erfitt að átta sig á lágmarkslaunum sem gilda í gistiríkinu.
Dæmi um að starfsmenn sem sendir eru milli landa innan EES fái 50% lægri laun
króna árið 2017 en var ríflega 2,9
milljarðar árið á undan.
Móttökugjöldin skila mestu
Séu rekstrartekjurnar skoðaðar lið
fyrir lið hefur Sorpa mestar tekjur
af móttökugjöldum, eða 2,9 millj-
arða, en þær tekjur jukust um
næstum 500 milljónir milli ára.
Endurvinnslustöðvar eru næst-
mesta tekjulind félagsins, en þær
skiluðu einum milljarði árið 2017.
Tekjur af svokölluðum endur-
vinnsluafurðum námu 544 millj-
ónum króna og hækkuðu úr 506
milljónum króna árið á undan.
Fjórði stærsti tekjupóstur Sorpu
samkvæmt ársreikningnum er svo
nytjamarkaðurinn, en hann skilaði
félaginu 347 milljónum króna á
árinu, sem er álíka mikið og hann
gerði árið 2016. Þá hafði félagið 47
milljónir í tekjur af grenndar-
gámum, 63 milljónir í tekjur af út-
seldri þjónustu og fjórar milljónir
króna teljast til annarra tekna.
Til frádráttar í sundurliðun
tekna félagsins kemur svokölluð
„vinna milli deilda – eigin not“,
sem nam 1,3 milljörðum króna.
tobj@mbl.is
Sorpa bs. hagnaðist um 428 millj-
ónir króna árið 2017, samkvæmt
ársreikningi félagsins. Hagnaður-
inn jókst lítillega frá árinu á und-
an, þegar hann var 419 milljónir
króna. Eigið fé félagsins nam ríf-
lega 2,6 milljörðum króna í lok árs-
ins. Eiginfjárhlutfall Sorpu var
67,9% í lok ársins 2017, sem er nær
óbreytt frá því ári fyrr. Arðsemi
eigin fjár minnkaði milli ára og var
17,8% á síðasta ári, í samanburði
við 21,1% árið á undan.
Tekjur Sorpu á tímabilinu námu
3,7 milljörðum króna og hækkuðu
um 12%, milli ára. Jafnframt jókst
kostnaður samlagsins á tímabilinu;
hann nam rúmlega 3,3 milljörðum
Hagnaður Sorpu 428 milljónir
Tekjur samlagsins
jukust í fyrra um
12% frá árinu 2016
Morgunblaðið/Eggert
Sorpa 500 tonn eru afgreidd á dag.
26. júní 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 108.13 108.65 108.39
Sterlingspund 143.07 143.77 143.42
Kanadadalur 81.17 81.65 81.41
Dönsk króna 16.884 16.982 16.933
Norsk króna 13.274 13.352 13.313
Sænsk króna 12.14 12.212 12.176
Svissn. franki 109.36 109.98 109.67
Japanskt jen 0.9873 0.9931 0.9902
SDR 152.46 153.36 152.91
Evra 125.85 126.55 126.2
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 153.8176
Hrávöruverð
Gull 1269.7 ($/únsa)
Ál 2165.5 ($/tonn) LME
Hráolía 73.24 ($/fatið) Brent
● Í tilefni af því að
mögulega hafa
aldrei fleiri Íslend-
ingar verið staddir í
Rússlandi á sama
tíma og nú, vegna
þátttöku íslenska
karlalandsliðsins á
HM í fótbolta, ætl-
ar kortafyrirtækið
Valitor að taka
saman korta-
notkun Íslendinga í landinu og bera
saman við síðasta ár. „Við gerðum
þetta þegar Evrópukeppnin í fótbolta
var í Frakklandi árið 2016 og það var
mjög gaman að sjá þær tölur. Korta-
notkun Íslendinga í Frakklandi fór þá
upp um 1.200% á milli ára,“ segir
Jónína Ingvadóttir, deildarstjóri
markaðsmála hjá Valitor, í samtali við
Morgunblaðið.
Fyrirtækið birti fyrir helgi samantekt
á kortanotkun á Íslandi þegar Ísland
lék gegn Argentínu 16. júní sl. Þar má
sjá að Íslendingar eru aðeins kaupglað-
ari en ella fyrri hluta dagsins. „Vænt-
anlega verða þá margir sér úti um að-
föng fyrir fótboltateiti dagsins. Upp úr
kl. 10 fer kortanotkun á flug og helst
mikil fram til um kl. 12.45. Þegar leik-
urinn hefst kl. 13 hríðfalla viðskiptin
hins vegar langt niður fyrir meðaltal en
þá væri notkunin í toppi á venjulegum
laugardegi. Í hálfleik, kl. 13.50, má sjá
nokkurn kipp upp aftur en notkunin er
svo í miklu lágmarki milli kl. 14 og 15.30
þegar landsmenn fagna sögufrægu
jafntefli,“ segir í frétt frá Valitor. to-
bj@mbl.is
Mæla HM-kortanotkun
Íslendinga í Rússlandi
Fótbolti Landinn
verslar fyrir HM.
STUTT
Í ritgerð Alexöndru er farið ofan í saumana á ágreiningi ASÍ og Flugfreyju-
félags Íslands annars vegar og Primera Air hins vegar. Deilurnar hafa staðið
í meira en þrjú ár og hefur nokkuð verið fjallað um þær í fréttum. Primera á
Íslandi leigir flugvélar með áhöfn af Primera Air Nordic, sem er lettneskt
systurfélag, til þess að sinna þessum flugferðum. Flugáhöfnin er síðan frá
starfsmannaleigu í Guernsey, sem er ekki hluti af EES-svæðinu.
Ágreiningurinn snýst því í meginatriðum um það hvort flugliðarnir séu
útsendir starfsmenn og eigi þannig rétt á lágmarkskjörum samkvæmt ís-
lenskum lögum og kjarasamningum eða hvort þeir teljist verktakar. Niður-
staða Alexöndru er sú að flugliðarnir séu í raun starfsmenn en ekki verktak-
ar og eigi því að njóta launa og annarra starfskjara í samræmi við íslensk
lög.
Flugfreyjufélag Íslands hefur reynt án árangurs að fá Primera Air Nordic
til samningaviðræðna við gerð kjarasamninga fyrir flugliðana. Primera hef-
ur hafnað þeim viðræðum og segir rekstur félagsins ekki falla undir íslensk-
an vinnumarkað. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara, sem vildi ekki taka
hana til meðferðar vegna vafa um heimildir sínar um aðkomu að henni. FFÍ
boðaði ótímabundna vinnustöðvun flugfreyja Primera, sem flugfélagið mót-
mælti og höfðaði í kjölfarið mál fyrir Félagsdómi. Málið féll á formskilyrðum
vinnustöðvunar hjá Félagsdómi vegna þess að ríkissáttasemjari hafi ekki
haft neina milligöngu í samningaviðræðunum. Þar af leiðandi er enn ósvar-
að hvort Primera ber skylda til þess að ganga til viðræðna við FFÍ eða ekki.
Alexandra er þeirrar skoðunar að ef stéttafélög geti ekki beitt verkfalls-
rétti gangvart erlendum fyrirtækjum geti það haft alvarlegar afleiðingar
fyrir íslenskan vinnumarkað. Hún telur þar af leiðandi að FFÍ ætti að vera
heimilt að krefja Primera að ganga til samningaviðræða og beita vinnu-
stöðvun til að þvinga fram kjarasamning.
Ágreiningur um stöðu flugliða
DEILT UM HVORT STARFSMENN SÉU ÚTSENDIR Í MÁLI PRIMERA