Morgunblaðið - 26.06.2018, Side 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2018
Vala Garðarsdótir
fornleifafræðingur
skrifar grein í Mbl. 20.
júní þar sem hún
kvartar yfir ummælum
í garð víkinga frá
„sjálfskipuðum sér-
fræðingum“ sem séu
sett fram af „vanþekk-
ingu og jafnvel for-
dómum“. Hún telur að
sérkenni víkinga hafi
meðal margs annars verið rúnarist-
ur og myntslátta, jafnvel ritstörf. Af
því tilefni er við hæfi að varpa fram
eftirfarandi spurningu:
1. Eru einhverjar heimildir um að
Norðurlandabúar á miðöldum hafi
verið nefndir víkingar ef þeir voru
ekki ræningjar?
Það voru einkum breskir og þýsk-
ir rómantískir höfundar á 18. og 19.
öld sem tóku upp á því í sögum sín-
um að kalla norræna miðaldamenn
víkinga. Það gat að vissu leyti verið
skiljanlegt því nor-
rænna víkinga var
helst getið í gömlum
annálum í samræmi við
þá óskráðu reglu sem
enn gildir í frétta-
mennsku að hryðju-
verk þykja frásagn-
arverðari en friðsam-
legt athæfi. Hvaða
hvatir lágu til þess að
farið var að upphefja
víkinga sem hetjur á
þessum tímum er efni í
aðra og viðameiri um-
fjöllun.
Mér vitanlega er einungis getið
um víkinga í tengslum við ránsferð-
ir. Auðvitað er engan veginn úti-
lokað að ræningjar þessir hafi gert
sér ýmislegt til dundurs þegar þeir
lágu ekki í hernaði, jafnvel fengist
við rúnaristur og myntsláttu, en
hvergi verður séð að þvílík iðja hafi
verið einkennandi fyrir þá. Auk þess
er það heldur lítillækkandi fyrir frið-
sama kaupmenn, bændur, fiskimenn
eða ágæta listamenn til munns og
handa að kalla þá bara víkinga í
staðinn fyrir til að mynda smiði og
skáld.
Þess má einnig geta að í sögum
um íslensk skáld og ævintýramenn
eins og Björn Hítdælakappa, Gunn-
laug ormstungu, Hallfreð, Kormák
og Þormóð, sem stundum ortu vísur
um vígaferli, voru þeir aldrei nema
örfá sumur í víkingu og þá sem
óbreyttir liðsmenn en engir for-
kólfar. Jafnvel Egill Skallagrímsson
var ekki nema tvö sumur í víkingu
og reyndar með þriggja áratuga
millibili.
Voru víkingar
annað en ræningjar?
Eftir Árna
Björnsson » Auðvitað er engan
veginn útilokað að
ræningjar þessir hafi
gert sér ýmislegt til
dundurs.
Árni Björnsson
Höfundur er doktor í menningar-
sögu.
arnibjorns@simnet.is
Þegar ég var lítil
horfði ég stundum á
Star Trek. Ég sá sam-
töl milli aðalpersón-
anna fara fram á
stórum skjáum inni í
gríðarlegum geim-
stöðvum. Ég hugsaði
með mér hversu
„framtíðarlegt“ og
framandi þetta væri.
Nú sjáum við slík
„framtíðarsamtöl“ eiga sér stað á
hverjum degi og enginn talar kling-
ónsku. Við erum greinilega stödd í
framtíðinni – en hvað þýðir það?
Frá árinu 2014 hefur Trappa boð-
ið upp á fjarþjónustu talmeinafræð-
inga og seinna atferlisráðgjafa,
námsráðgjafa og einnig kennara.
Trappa notar forritið Köru sem er
íslenskur fjarfundahugbúnaður, þró-
aður af sérfræðingum og forriturum
sem hafa það að markmiði að breyta
og umbylta aðgengi að sérfræð-
ingum. Trappa hefur sett sér þá
stefnu að sinna talþjálfun barna í
nærumhverfi þeirra og fara tímarnir
gjarnan fram á skólatíma og í skól-
anum á öruggan hátt með fjarbúnaði
Köru. Margir kostir fylgja þessu fyr-
irkomulagi. Tæknin er nýtt til hins
ýtrasta, notast er við íslensk og er-
lend smáforrit, fundir með starfs-
fólki og foreldrum eru reglubundinn
hluti af þjónustunni og hluti tíma
barns er markvisst nýttur í fræðslu
til foreldra og/eða starfsfólksins sem
heldur utan um þjálfunina á hverjum
stað.
Trappa hefur haldið áfram að þróa
verklag utan um fjarþjónustu og
sinnir nú fólki, börnum og full-
orðnum víðs vegar um landið með
góðum árangri. Nýlega var send út
þjónustukönnun til þeirra 33 skóla
(leik- og grunnskóla) sem við þjón-
ustum. Niðurstöður voru afskaplega
jákvæðar og sýna með ótvíræðum
hætti að notendur þjónustu eru
meira en reiðubúnir til þess að nýta
sér þá kosti sem fjarheilbrigðisþjón-
usta – og önnur fjarþjónusta – hefur
í för með sér. Tæp 90% svarenda
sögðu að börnunum þætti alltaf eða
næstum alltaf gaman að fara í tal-
þjálfun. 96% töldu að talþjálfun bæri
árangur. 94,4% svarenda töldu sig
hafa lært aðferðir í tímum barnsins
sem þeir gætu sjálfir nýtt sér í starfi
og er þar komin ein frumforsenda
þess starfs sem við vinnum – fræðsla
og handleiðsla til þeirra sem eru all-
an daginn – alla daga með börn-
unum. 83% svarenda höfðu enn-
fremur áhuga á að fá enn meiri og
sértækari fræðslu varðandi ýmislegt
svo sem framburð, málþroska, smá-
forrit og spil. 83,3% höfðu nýtt sér
smáforrit og leiki sem talmeinafræð-
ingur hafði notað eða kynnt fyrir
þeim. Öllum svarendum þótti annað
hvort gott eða mjög gott að eiga
samskipti við talmeinafræðinginn í
gegnum netið og 88,9% vildu gjarn-
an nýta þjónustuna áfram. Við sjáum
því að viðtökurnar eru ákaflega góð-
ar, almenn ánægja með þjónustuna
er mikil og mikill vilji til að halda
henni áfram.
Í könnuninni var einnig spurt um
helstu kosti þjónustunnar og komu
eftirfarandi fullyrðingar fram:
– Auðvelt aðgengi að virkilega
góðri þjónustu sem oft er mikil þörf
á. – Gefur börnum tækifæri á
kennslu sem annars stæði mögulega
ekki til boða eða væri of
flókið ferli fyrir for-
eldra að standa í.
– Lærum heilmikið
og hægt að halda áfram
með vinnuna á leikskól-
anum og lítið rask fyrir
barnið eru helstu kost-
ir.
– Hún er skilvirk og
einföld, þægileg fyrir
barnið og minnkar rask
á degi þess
– Ég sé eingöngu
kosti. Frábær leið til að ná til þeirra
sem ekki geta nýtt sér sérhæfða
þjónustu á landsbyggðinni. Ég mæli
með þessu við alla sem þurfa á tal-
þjálfun að halda.
– Frábær valkostur að geta setið
tíma í gegnum netið, sparar m.a.
tíma og ferðalög. Þekkingin situr
eftir í skólanum og nýtist því nem-
anda/nemendum áfram.
Fjarheilbrigðisþjónusta breytir
ekki einungis öllu fyrir notendur
hennar. Hún mun með tíð og tíma
breyta öllu fyrir sérfræðingana sem
henni sinna. Búsetuskilyrði munu
gjörbreytast fyrir allar tegundir sér-
fræðinga sem geta sinnt störfum sín-
um af sömu kostgæfni og gæðum og
af þeim er krafist – en samt sem áð-
ur í gegnum netið. Í framtíðinni
munu sérfræðingarnir ekki einungis
búa víðar en á höfuðborgarsvæðinu –
þeir munu búa erlendis og samt sem
áður geta sinnt sínum störfum vel.
Það er því með ólíkindum – að yf-
irvöld sjái ekki sóma sinn í því að
spýta í lófana og gera það sem gera
þarf til að aðlaga lög og reglugerðir
að fjarheilbrigðisþjónustu og fjar-
þjónustu. Fjarheilbrigðisþjónusta er
ekki jafn framandi og klingónska og
er þaðan af síður upprunnin frá
Deltasvæðinu. Hún er raunveruleiki
íslenskra heilbrigðisstarfsmanna,
kennara og fjölda nemenda og skjól-
stæðinga. Það eina sem þarf að gera
er að hefjast handa.
Íslenska
og klingónska
Eftir Tinnu
Sigurðardóttur
Tinna Sigurðardóttir
»Niðurstöður sýna að
notendur þjónustu
eru meira en reiðubúnir
til þess að nýta sér þá
kosti sem fjarþjónusta
hefur í för með sér.
Höfundur er starfsmaður Tröppu og
Köru Connect.
tinna@trappa.is
Gamalt þýskt orða-
tiltæki segir: „Das
letzte Hemd hat keine
Taschen“. Þennan
þýska málshátt mætti
þýða: „Líkklæðin hafa
enga vasa“.
Hvað skyldi vera átt
við með þessu?
Þegar lífinu lýkur er
líkami okkar færður í
líkklæði og komið fyrir
í líkkistu og henni lokað. Eðlilega
þarf ekki að hafa neina vasa á þess-
um hinstu klæðum því enga minnstu
möguleika höfum við að hafa með
okkur eftir dvöl okkar í þessum
heimi einhver veraldleg verðmæti
sem eru okkur kær. En hvað við
höfum gert fyrir samfélagið og
hvernig breytni okkar hefur verið í
lifandi lífi mun lifa áfram í minningu
þeirra sem áfram lifa og minnast
þeirra sem látnir eru. Ætli ekki sé
mikilvægara að vera minnst fremur
með góðar en blendnar tilfinningar.
Hvers vegna eru svo
margir uppteknir af
auðsöfnun sem að lok-
um kemur þeim ekki
að neinu gagni? Dans-
inn kringum gullkálf-
inn hefur sjaldan verið
stiginn jafn mikið og
nú, launamunur á Ís-
landi hefur líklega
aldrei verið meiri.
Sjaldan hefur orðið
jafndjúp gjá og nú milli
þeirra sem mest eiga
og hinna sem lítið eða
jafnvel ekkert hafa. En er það tak-
mark lífsins? Gera allir sér grein
fyrir þeirri ábyrgð að taka til sín
með lítilli fyrirhöfn með einu hand-
taki það sem aðra nægir kannski
ekki öll ævin?
Eitt af þeim athafnaskáldum sem
mörgum auðmönnum hefur fundist
mest til koma og sjá sem sína miklu
fyrirmynd er Einar Benediktsson
skáld. Hann var um tíma á bestu ár-
um sínum meðal allra auðugustu Ís-
lendinga. Þegar líða tók á ævi hans
hallaði heldur betur undan fæti hjá
honum. Eftir fyrri heimstyrjöldina
fjaraði hratt undan velgengni Ein-
ars og hann varð háður öðrum sök-
um erfiðleika í einkalífi. Stundum
átti hann fátt annað en fötin sem
hann stóð í fyrir utan nokkrar jarð-
eignir sem ekki voru eftirsóknar-
verðar sökum þess hversu þær voru
rýrar til búskapar.
Einar samdi á bestu árum sínum
einhvern merkasta útfararsálm sem
unnt er að hugsa sér og oft er sung-
inn við jarðarfarir á Íslandi. Kvæðið
er fjögur erindi og er það fyrsta og
þekktasta :
Hvað bindur vorn hug við heimsins
glaum,
sem himnaarf skulum taka?
Oss dreymir í leiðslu lífsins draum,
en látumst þó allir vaka,
og hryllir við dauðans dökkum
straum,
þó dauðinn oss megi’ ei saka.
Einar var með okkar fremstu
öndvegisskáldum í byrjun síðustu
aldar. En hann var allt í senn lög-
fræðingur og sýslumaður, ritstjóri
og blaðaútgefandi, skáld, braskari
og prettari fram í fingurgóma,
heimsmaður, tungumálagarpur hinn
mesti en umfram allt heimspek-
ingur og lífslistamaður.
Höfum hugfast: „Hver er sinnar
gæfu smiður.“ Hvernig verður
minningin um okkur? Verður okkar
minnst með trega og söknuði vina
og ættingja – eða munu sam-
tímamennirnir minnast okkar með
fyrirlitningu fyrir að hafa vera ein-
staklega harðir í horn að taka og
hugsa einungis um að efnast á
kostnað annara! „Sá má súpa hel –
Farvel!“
Hver er tilgangurinn með auðsöfnun?
Eftir Guðjón
Jensson »Misskipting auðs er
eitt af klassísku um-
ræðuefnum fólks í
menningarlöndum. Auð-
menn hafa alltaf verið til
sem og fátækt fólk.
Guðjón Jensson
Höfundur er leiðsögumaður
og eldri borgari í Mosfellsbæ.
Í kenningum mor-
móna segir skýrt, að
maðurinn eigi sér for-
tilveru og sé kallaður
til mismunandi starfa á
jörðu, jafnvel löngu áð-
ur en líkami hans byrj-
ar að myndast. Við
komum samkvæmt því
inn í þennan heim
vegna tilgangs og sú
leið liggur inn í móð-
urlíf, þar sem sálin klæðist holdi,
sem er í mótun alveg frá getnaði til
fæðingar.
Í Níkeujátningu kristinna manna
segir að Jesús Kristur hafi klæðst
holdi, þegar hann kom til jarðar og
tók á sig mannsmynd. En líkaminn
er stundum nefndur hús eða bústað-
ur úr holdi. (The Paraleipomena of
Jeremiah 6:3)
Að klæðast holdfötum sálarinnar í
búningsherbergi því, sem kallast
móðurlíf, er því mikil og nauðsynleg
undirbúningsvinna fyrir jarðlífið.
Í The Apocalypse of Esdras 5:13,
sem er eitt af hinum apókrýfu ritum,
segir „að sálin komi í fóstrið á sjö-
unda mánuði, þar sem það sé þá
tilbúið að taka við
henni“. Það segir sig
því sjálft, að ef búið er
að eyða fóstrinu fyrir
þann tíma, er það ekki
lengur staður fyrir sál-
ina að búa í.
Það er því ljóst, að
vera fóstursins í móð-
urlífi er lífsnauðsyn-
legur þroskatími
mannverunnar alveg
frá getnaði, tímaskeið
fyrir fæðingu, ómiss-
andi tímabil í lífi hvers
manns, því án hennar ætti maðurinn
sér enga leið inn í mannheim, sem
lifandi sál í lifandi holdlíkama. Því
segir í Genfarheiti lækna, að vernda
skuli mannslíf allt frá getnaði.
Nýlega voru samþykkt ný lög á
Írlandi, sem gera konum þar í landi
auðveldara að eyða fóstrum sínum á
öruggan og löglegan hátt með svo-
kölluðu þungunarrofi, sem eins
mætti nefna lífrof. Reitt er þungt til
höggs gagnvart hinum varnarlaus-
ustu á meðal varnarlausra.
Kristindómurinn kennir hins veg-
ar, að lífið sé heilagt og trúaðir menn
treysta á betri tíma þeim til handa,
sem virða og halda boðorð Guðs.
Mér kom í hug í þessu sambandi fal-
leg tilvitnun, sem ég hafði nýlega
lesið áður en umrædd frétt barst frá
Írlandi, og er á þessa leið: „Vegna
kærleika til þeirra, sem enn eru
óbornir, mun hin nýja kynslóð rækja
helgasta starf náttúrunnar, það, að
gefa þeim sálum, sem eiga að íklæð-
ast holdi, hið besta er hún getur látið
í té.“ (Andi hinna óbornu, bls. 28-29)
Hversu langt hefur ekki hin and-
lausa kynslóð vorra tíma borið af leið
með helstefnu sinni í garð hinna
óbornu sálna. Vonandi sjá fleiri ung-
ar og verðandi mæður hið göfuga
hlutverk móðurinnar, sem opnar
hinum óbornu leið til jarðlífsins.
Hinir óbornu
Eftir Einar Ingva
Magnússon » Vera fóstursins í
móðurlífi er lífs-
nauðsynlegur þroska-
tími mannverunnar al-
veg frá getnaði,
tímaskeið fyrir fæðingu,
ómissandi tímabil í lífi
hvers manns.
Einar Ingvi Magnússon
Höfundur er áhugamaður um trú- og
samfélagsmál.
einar_ingvi@hotmail.com
Atvinna