Morgunblaðið - 26.06.2018, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2018
✝ Pétur Böðv-arsson fæddist
í Reykjavík 18.
ágúst 1948. Hann
lést á Landspít-
alanum 18. júní
2018.
Foreldrar Pét-
urs voru Böðvar
Pétursson f. 25.
desember 1922, d.
21. febrúar 1999
og Halldóra Jóns-
dóttir f. 27. ágúst 1920, d. 16.
nóvember 2000. Systur Péturs
eru Guðrún Auður f. 11. júlí
1946, búsett í Reykjavík, og
Margrét f. 8. maí 1952, búsett í
Hafnarfirði.
Pétur giftist Guðbjörgu Úlfs-
dóttur 25. júlí 1976. Þau slitu
samvistir. Börn þeirra eru Kol-
brún Erla f. 1. mars 1973, maki
Björn Sveinlaugsson f. 4. nóv-
ember 1966, börn: Hildur
María f. 13. október 1995, d. 2.
maí 2003 og Daníel f. 22. des-
ember 1998. Hjördís f. 4. júlí
1975, maki Jonas Hansen f. 9.
júní 1979, börn Hjördísar: Jas-
Erna Þórðardóttir f. 28. desem-
ber 1995.
Pétur var fæddur og uppal-
inn í Reykjavík þar sem hann
stundaði og keppti í íþróttum
með Fram og ÍR. Pétur var
valinn í unglingalandsliðið í
handknattleik og varð bæði
Reykjavíkur- og Íslandsmeist-
ari í knattspyrnu með Fram.
Þá varð hann Íslandsmeistari í
körfuknattleik með ÍR. Pétur
lauk íþróttakennaranámi frá
Kennaraskólanum á Laugar-
vatni og var í lýðháskóla í Søn-
derborg í Danmörku eitt ár.
Pétur starfaði lengst af við
kennslu í Seyðisfjarðarskóla og
var skólastjóri við skólann frá
1991 til 2003. Pétur sat í
bæjarstjórn Seyðisfjarðar í eitt
kjörtímabil fyrir Tinda. Á ár-
um sínum á Seyðisfirði var
Pétur mjög virkur með íþrótta-
félaginu Hugin þar sem hann
meðal annars keppti sjálfur og
var þjálfari m.a. í handbolta.
Fyrir störf sín í þágu íþrótta-
og ungmennahreyfingarinnar
var honum veitt starfsmerki
ÚÍA 1987.
Útför Péturs fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 26.
júní 2018, klukkan 11.
on Ýmir f. 17. des-
ember 2001 og
Sunna Maren f. 27.
ágúst 2008. Böðvar
f. 15. desember
1985, maki Val-
gerður Björns-
dóttir f. 15. janúar
1991. Fyrir átti
Pétur Írisi Brynju,
f. 28. júlí 1972,
maki Tom Eg
Tychsen f. 5. októ-
ber 1971, synir þeirra eru
Tobias f. 22. júní 2002 og Pat-
rick f. 6. ágúst 2004. Dóttir Ír-
isar Brynju af fyrra hjónabandi
er Sara f. 24. maí 1994.
Sambýliskona Péturs er Val-
gerður Petra Hreiðarsdóttir f.
7. apríl 1961. Börn hennar eru
Hafþór f. 23. júlí 1985, maki
Sara Alexía Sigríðardóttir f.
23. janúar 1992, sonur Hafþórs:
Aron Dagur f. 19. desember
2005. Elsa f. 1. október 1989,
maki Eggert Gunnþór Jónsson
f. 18. ágúst 1988, börn: stúlka
f. 13. maí 2018. Hilmir f. 22.
október 1995, maki Svandís
Pétur bróðir okkar hefur
kvatt þennan heim. Hann
hringdi í okkur systurnar 22.
maí sl. og sagði okkur að hann
hefði greinst með krabbamein.
Innan mánaðar er hann farinn,
tveimur mánuðum fyrir sjötugs-
afmælið sitt. Við systurnar
höfðum verið að gantast við
hann um hvað við ættum að
gera á afmælisdaginn hans.
Þegar hann varð sextugur,
heimsóttum við hann ásamt
mökum okkar til Spánar, þar
sem hann dvaldi. Ferðin var
mjög ánægjuleg og er okkur
öllum mjög minnisstæð. Pétur
bróðir var hógvær maður, hafði
skemmtilegan húmor og gat
verið mjög stríðinn. Hann var
góður íþróttamaður, Reykjavík-
urmeistari og Íslandsmeistari
með Fram í handbolta og spil-
aði knattspyrnu með öllum
flokkum Fram og endaði í
meistaraflokki.
Hann varð einnig Íslands-
meistari í körfubolta með ÍR.
Hann hafði mikinn áhuga á
blaki og fylgdist grannt með
Formúlunni. Seinna tók svo
golfið við.
Við systurnar eigum margar
minningar um góðan bróður og
er aðfangadagur í æsku okkur
minnisstæður.
Rétt fyrir kl. 4 þann dag
hljóp Pétur út í Steinasjoppu
sem var á Langholtsveginum og
keypti allar jólagjafirnar, kon-
fektkassa, handa öllum. Þar
með var jólagjöfunum reddað.
Við þökkum Pétri samfylgdina
og kveðjum hann með þessum
ljóðlínum.
Hver minning dýrmæt perla að
liðnum lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Guðrún Auður (Auja) og
Margrét (Magga).
Fyrsta myndin sem kemur
upp í hugann af Pétri er hann
sitjandi örlítið álútur, pottþétt
með sígarettu, segir fátt en
laumar við og við út úr sér at-
hugasemdum sem oftar en ekki
hitta í mark. Ef hann náði góðu
skoti á viðmælandann kom al-
veg sérstakur glampi í augun á
honum sem ekki er hægt að
kalla annað en Pétursglampa
því þá var honum skemmt. Pét-
ur var stríðinn með afbrigðum,
jafnvel mætti segja að hann
hefði verið óþolandi stríðinn á
köflum. Flest okkar kunna sög-
ur af honum þar sem stríðnin
kemur við sögu, þar má nefna
talandi tölvur í upphafi tölvu-
aldar, dönskuprófin sem voru
svo erfið að ekki var hægt að
eyða þeim og fleira í þeim dúr.
Vinaleikinn „víðfræga“ í jóla-
gleðinni tók hann alla leið og
ekki leiddist honum járnbraut-
arlestarleikurinn; saklausir
kennarar hlaupandi út um allt
hús kallandi tjú tjú fannst hon-
um nú ekki leiðinlegt.
Pétur var mikill íþróttamað-
ur á sínum yngri árum og var
jafnvígur á flestar boltaíþróttir.
Það var þó ekki það fyrsta sem
manni datt til hugar þegar mað-
ur hitti hann því aldrei var síg-
arettan langt undan. Hann var
jafnvel búinn að þróa með sér
reykingatækni sem fólst í því að
anda reyknum frá sér út um
munninn og svo aftur inn um
nefið og þar með nýta sígarett-
una til fulls. Hann drakk mikið
kók og hefur sennilega verið
svokallaður kókisti. Já, ekki fór
hann vel með heilsuna og hafði
nokkurt heilsuleysi hrjáð hann
árum saman, hann hafði fengið
hjartaáfall, var einnig lengi
slæmur í baki. En aldrei skyldi
hann kvarta né sleppa vinnu
vegna heilsubrests, nei, það var
þrjóskast áfram og má með
sanni segja að hann hafi verið
með þrjóskari mönnum, sem
var bæði kostur og galli í hans
lífi.
Sem kennari og skólastjóri
var Pétur skipulagður, ná-
kvæmur og metnaðarfullur.
Hann lagði mikla áherslu á að
skólinn stæði sig vel í hvívetna
og það skilaði sér líka í árangri
skólans, m.a. á samræmdum
prófum. Nýir kennarar voru
jafnvel teknir á teppið hjá hon-
um og þeim lesinn pistillinn um
að menn ættu að standa sig.
Pétur var vinsæll meðal nem-
enda, hann náði vel til þeirra og
var flinkur í agastjórnun. Hann
var góður íþróttakennari og far-
sæll þjálfari, var m.a. fenginn
til að þjálfa handboltalið ÚÍA,
sem undir hans stjórn náði frá-
bærum árangri, varð t.d. lands-
mótsmeistari.
Starfsfólk skólans var mjög
ánægt með starfsandann í skól-
anum undir hans stjórn. Sam-
heldnin var mikil, samskiptin
voru jafnræðisleg og mátti jafn-
vel líkja hópnum við stóra fjöl-
skyldu. Alltaf var auðvelt að
leita til hans og hann ávallt all-
ur af vilja gerður að liðka til og
leysa úr málum.
Meðfram kennara- og þjálf-
arastarfinu var Pétur árum
saman forstöðumaður Sundhall-
ar Seyðisfjarðar og stjórnaði
þar af sömu nákvæmni og
reglufestu og einkenndi hann
og störf hans hvarvetna. En
bak við reglufestuna og stríðn-
ina leyndist fleira og hann var
einstaklega umhyggjusamur við
þá sem hann hélt utan um, jafnt
í þjálfun sem kennslu. Það segir
ansi margt um persónu Péturs;
hann var ekki að bera tilfinn-
ingar sínar á torg, eða tjá sig
meira en þurfti en fyrir innan
skelina var hjarta úr gulli.
Við viljum votta aðstandend-
um Péturs okkar innilegustu
samúð. Minning um stríðinn,
góðan og ljúfan samstarfsmann
lifir í hjörtum okkar. Takk fyrir
allt, Pétur Bö.
F.h. starfsfólks Seyðisfjarð-
arskóla,
Jóhanna Gísladóttir og
Þórunn Hrund Óladóttir.
Margs er að minnast, þegar
hugsað er til baka og valdar eru
úr minningar um þig, kæri Pét-
ur. Ég átti þess kost að kynnast
þér sem íþróttakennaranum
mínum þegar ég var barn, þjálf-
aranum mínum þegar ég varð
unglingur og svo sem sam-
starfsmaður í Seyðisfjarðar-
skóla, þar varst þú besti fyr-
irliði sem hægt er að hugsa sér.
Þar sem er góður fyrirliði er
gott lið, reynsla þín af bolta-
íþróttum og liðsheild skilaði sér
vel inn í starf skólastjóra. Liðið
þarf að standa þétt saman og
vera í sókn, það er besta vörnin
áttir þú til að segja og það var
sókn í liðinu þínu hér í Seyð-
isfjarðarskóla. Með þig sem fyr-
irliða, alltaf léttur í skapi, lyftir
undir þegar á þurfti að halda
studdir og stappaðir stálinu í
starfsfólk og nemendur. Ef við
vældum undan einhverju náðir
þú að breyta því á augabragði í
ákafa löngun af okkar hálfu til
að bæta skólann sem heild.
Endalaus hvatning og glettni
og gaman að koma til vinnu alla
daga og öll árin. Fyrirliðinn sá
til þess að allir voru með alltaf,
sporléttur og hjálpsamur,
lausnamiðaður. Þú settir þína
liðsmenn í fyrsta sæti, bæði
starfsfólk og nemendur. Böfflur
(vöfflur) á föstudögum svo við
gætum endað vikuna á góðum
samræðum og fengið klapp inní
helgina. Alla daga var maður
tilbúin að vera besta útgáfan af
sjálfum sér svo liðið Seyðis-
fjarðarskóli næði að eflast og
blómstra, takk fyrir samveruna,
kæri vinur, njóttu þess að elta
bolta og horfa á leiki í drauma-
landinu.
Unnur Óskarsdóttir,
Seyðisfirði.
Pétur Böðvarsson
Við vorum fimm
til sex barnabörn
afa Páls og ömmu
Sigríðar sem nánast
fluttum með ömmu
og mæðrum okkar á hverju vori
upp í sumó og dvöldumst þar
mestallt sumarið. Þar var meira
frelsi en í miðbæ Reykjavíkur og
þar áttum við, auk ömmu og við-
komandi mömmu, tvær sumar-
mömmur hver, auk margra
unglingsfrænkna og -frænda
Anna Sigríður
Gunnarsdóttir
✝ Anna SigríðurGunnarsdóttir
fæddist 31. október
1929. Hún lést 13.
júní 2018.
Útförin fór fram
25. júní 2018.
sem fylgdu og
gjarnan hjálpuðu
til með heimilis-
haldið. Pabbarnir
og afi komu bara
um helgar því langt
var að fara; alla
leiðina inn fyrir
Elliðaár og upp Ár-
túnsbrekkuna, eftir
Kóngsveginum, yfir
heyribrúna og upp
eftir fram hjá
Reykjalundi, þar niður aðra ógn-
arbratta brekku og inn í skóg-
inn.
Þarna var sælureitur, heitur
hver undir bílskúrsgólfinu, sund-
laug, volgur lækur, rifs, sólber,
jarðarber ömmu og afi sem sló
með orfi og ljá, allt nema álfhól-
inn. Við lékum okkur úti við all-
an liðlangan daginn, reyndum að
byggja brýr yfir slýhallir, veiða
ál eða ná hestunum, sóttum
mjólkina á brúsa upp á Sólvelli
eða egg í poka, fórum í fjall-
göngur, berjaferðir eða skottuð-
umst á hitaveitustokknum með
tjörutyggjó í munni, kannski eft-
ir einhverju sem vantaði úr
kaupfélaginu. Í minningunni
ríkti gleðin ein, kæruleysislegt
öryggi og alltaf gott samkomu-
lag.
Við undirritaðar vorum svo
heppnar að Anna Sigga var
þarna önnur sumarmamma okk-
ar og síðar þegar hún og Magn-
ús bættu um betur, nefndu húsið
Hvarf og bjuggu þar með börnin
fimm og Sigurveigu móður Önnu
var alltaf gaman að koma í
heimsókn hvort sem var í helg-
argistingu eða ófá afmæli og
jólaveislur.
Anna Sigga var alltaf góð við
okkur, skemmtileg, falleg, minn-
ug, fróð og auðvitað myndarleg
húsmóðir að þeirra tíma hætti.
En um leið var hún í hópi vin-
kvenna sem samhliða barneign-
um og heimilisstörfum öfluðu
sér flestar háskólamenntunar.
Þær voru af kynslóð reykvískra
kvenna sem tóku vaxandi þátt í
atvinnulífinu og af áhuga ruddu
þær brautina, bjuggu í haginn
og gerðu það til að mynda að
verkum að okkur, jafnt dætrum
þeirra sem sonum, þótti sjálf-
sagt að konur og karlar stæðu
jafnfætis hvert öðru. Það var
vegna elju þeirra, forgöngu og
víðsýnis að okkar varð valið og
að við gátum gert hvað það sem
hugur okkar stóð til.
Við þökkum Önnu Siggu fyrir
að vera okkur góð fyrirmynd og
fyrir þann tíma sem við áttum
með henni. Vinum hennar og
fjölskyldu allri sendum við inni-
legar samúðarkveðjur.
Ingibjörg Pétursdóttir,
Guðrún Þorgrímsdóttir
og Þórunn Sigríður
Þorgrímsdóttir.
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Móðir mín og tengdamóðir,
GUÐRÚN JÓHANNESDÓTTIR,
Gurra,
frá Fögrubrekku í Súðavík,
til heimilis í Kaliforníu,
lést í Anaheim í Kaliforníu laugardaginn
16. júní eftir stutt veikindi.
Fyrir hönd aðstandenda,
Edward Magni Scott Jónína Karvelsdóttir
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
INGIBJÖRG JÓHANNESDÓTTIR,
Skipastíg 6,
Grindavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
laugardaginn 23. júní.
Sveinn Þ. Sigurjónsson
Sjöfn Sveinsdóttir Sólmundur Sigurðsson
Ásta Sveinsdóttir Þorsteinn Helgason
Jóhannes G. Sveinsson Rakel Erlingsdóttir
Þór Sveinsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar,
JÓHANNA AÐALBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR
frá Hestgerði í Suðursveit,
lést sunnudaginn 17. júní.
Útför hennar fer fram frá Hafnarkirkju
fimmtudaginn 28. júní klukkan 14.
Jarðsett verður í Kálfafellsstaðarkirkjugarði.
Fyrir hönd aðstandenda,
Trausti S. Harðarson
Birna R. Aðalsteinsdóttir
Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
LÁRUS J. HELGASON
geðlæknir,
Miðleiti 7, Reykjavík,
lést á Vífilsstöðum laugardaginn 23. júní.
Ragnhildur Jónsdóttir
Marta Lárusdóttir Ólafur Þór Ævarsson
Helgi Lárusson Hólmfríður Haraldsdóttir
Guðrún Lárusdóttir Vignir Sigurðsson
Rafnar Lárusson Þorbjörg M. Einarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar og amma,
ÁSLAUG HARTMANNSDÓTTIR
sérkennari,
lést á heimili sínu laugardaginn 23 júní.
Hartmann Ingvarsson
Kristín Ósk Ingvarsdóttir Emil Hjörvar Petersen
Ronja Áskatla Petersen
Þrándur Alvar Petersen