Morgunblaðið - 26.06.2018, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 26.06.2018, Qupperneq 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2018 ✝ Þórður Bjarna-son fæddist á Norðfirði 12. mars 1937. Hann lést á heimili sínu 18. júní 2018. Foreldrar hans voru Guðrún Hall- dórsdóttir frá Hliði á Eyrarbakka og Bjarni Vilhelmsson frá Nesi í Norð- firði. Þórður var yngstur systkina. Elst sammæðra var Guðfinna Ásta Strandberg, og Baldvin Ólafsson. Elst í hópi alsystkina er Hulda, þá komu Stefán, Vilhelmína Sigríður, Guðfinna, Fjóla, Bjarni, Þur- íður, Lilja, Ingvar, Olga Stein- f. 26.9. 1938, frá Kálfárdal í Gönguskörðum í Skagafirði. Börn þeirra eru 1) Vermundur Ágúst, f. 9.2. 1964, maki Marta Þ. Hilmarsdóttir, f. 1966. Börn þeirra eru Fríða Dís og Dagný. 2) Sigurlaug Guðrún, f. 2.1. 1970, maki Einar K. Stef- ánsson, f. 1965. Börn þeirra eru Arndís, Stefanía og Katrín. 3) Arnþór, f. 21.5. 1975, maki Hildur M. Kristbjörnsdóttir, f. 1974. Börn þeirra eru Guð- finna (látin), Indíana Ósk, Re- bekka Rut og Bjarni Vilhelm. 4) Bjarni, f. 13.4. 1977, maki Heba Agneta Stefánsdóttir, f. 1979. Barn þeirra er Þórður Nói. Fyrir á Heba börnin Stef- án Bjarka og Kolfinnu Dröfn. Langafabörnin eru fimm. Útför Þórðar fer fram frá Digraneskirkju í dag, 26. júní 2018, klukkan 13. unn, Guðrún Ví- bekka, Kolbeinn og Halldór. Sam- feðra systkini voru Indíana Katr- ín, Hans Einar, Fanney, Gísli og Unnur Fjóla. Eft- irlifandi systkini eru Lilja, Guðrún Víbekka og Kol- beinn. Á unglingsárum fluttist hann suður og vann við fisk- vinnslu í Keflavík og síðar á Keflavíkurflugvelli við smíðar sem varð hans ævistarf eftir nám í Iðnskólanum í Reykja- vík. Þann 7.6. 1964 kvæntist Þórður Arndísi Ágústsdóttur, Til ástkærs eiginmanns míns. Þó sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý, því burt varst þú kallaður á ör- skammri stundu í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða svo fallegur, einlægur og hlýr en örlög þín ráðin; mig setur hljóða við hittumst ei aftur á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma gæta að sorgmæddum, græða djúp sár þó kominn sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ókunnur.) Þín, Arndís. Úr bernsku minni lifa minn- ingar um hlýlegan föður sem veitti mér gott uppeldi þar sem lagt var upp með stundvísi, hóg- værð, reglusemi og góð- mennsku. Sjálfur hafði pabbi alla þessa kosti til að bera auk þess sem hann var mikill dugn- aðarforkur. Ég minnist þess þegar ég var strákur að pabbi hafði mikinn áhuga á bátum. Hann gerði upp báta, réri til sjós í frítíma sínum og seldi aflann á götuhorninu á sann- gjörnu verði. Hann var vinnu- þjarkur mikill og smiður að mennt. Eftir hann standa fjöl- margar byggingar, þar á meðal Borgarholtsbraut 43, húsið sem þau hjónin ólu upp börnin sín fjögur. Ein sterkasta æskuminn- ingin er þó eftirvæntingin sem fylgdi því að sjá bílinn hans pabba koma keyrandi að húsinu þegar hann kom heim í hádeg- ismat og eftir vinnu. Eftirvænt- ingin eftir því að fagna honum þegar hann gekk inn um dyrnar og hægt var að hlaupa í fangið hans til að fá þéttingsfast knús og nokkra kossa. Oftar en ekki skoðaði ég stórar, þykkar hend- ur hans til að athuga hvort þar leyndist flís sem ég fékk að fjar- lægja eða hvort hann væri með sár sem þyrfti að sinna. Pabbi var alltaf til staðar fyr- ir mig og tilbúinn að styðja mig, sama á hverju gekk. Á unglings- árunum hjálpaði hann mér að fjármagna fyrstu hljóðfæra- kaupin mín og hýsti á tímabili eina háværustu rokkhjómsveit Kópavogs í bílskúrnum á Borgó. Pabbi var alltaf til staðar og því er erfitt að setjast niður og skrifa minningarorð um þennan einstaka mann sem ég hef alltaf litið upp til. Ég læt því fylgja ljóð sem lýsir hugsunum og til- finningum mínum á þessari erf- iðu stundu og þakka þér, pabbi, fyrir allt sem þú hefur gefið mér í lífinu. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. Ó, elsku pabbi, ég enn þá er aðeins barn, sem vill fylgja þér. Þú heldur í höndina mína. Til starfanna gekkstu með glaðri lund, þú gleymdir ei skyldunum eina stund, að annast um ástvini þína. Þú farinn ert þangað á undan inn. Á eftir komum við, pabbi minn. Það huggar á harmastundum. Þótt hjörtun titri af trega og þrá, við. trúum, að þig við hittum þá í alsælu á grónum grundum. Þú þreyttur varst orðinn og þrekið smátt, um þrautir og baráttu ræddir fátt og kveiðst ekki komandi degi. (Hugrún) Þinn sonur, Arnþór Þórðarson. Nú kveðjum við elsku besta pabba okkar með sárum sökn- uði. Það er erfitt að hugsa um lífið án hans. Faðir okkar kveður þennan heim eftir skammvinn veikindi. Á sama tíma og það er erfitt að kveðja pabba okkar þá erum við þakklát fyrir þann tíma og minningar sem við eigum um hann. Tengjast þær ferðalögum sem við fórum saman með pabba um landið. Pabbi átti bát með Kolbeini bróður sínum og fannst honum gaman að fara með okkur systk- inin á sjó og veiða í soðið. Pabbi hafði upplifað tímana tvenna og sagði hann okkur margar sögur frá æsku sinni og lýsti þar með hversu hraðar breytingarnar hefðu verið á lífs- skeiði hans. Pabbi var ekki nýj- ungagjarn þegar kom að nýjustu tækni. Hann hafði mikinn áhuga á ljóðum og kunni hann þau mörg utanbókar. Einnig kunni hann margar sögur af fólki og stað- háttum að austan og deildi hann þeim mörgum með okkur systk- inum. Pabbi var mikill íþróttaunn- andi og fylgdist grannt með öll- um stórmótum og má segja að hann hafi verið stuðningsmaður númer eitt þegar kom að lands- leikjum. Mestalla starfsævina starfaði hann við húsasmíðar í uppmæl- ingu og gengu verkin hratt og vel fyrir sig enda fagmaður mik- ill og hörkuduglegur. Hann miðlaði þekkingu sinni til annarra því allt sem hann gerði lék í höndum hans enda var hann mikils metinn meðal vinnufélaga. Stundvísi var pabba mjög eðlislæg og var hann sér- staklega hjálpsamur. Pabbi studdi ávallt þá sem minna máttu sín enda hafði hann ríka réttlætiskennd. Minningarnar lifa áfram í hjörtum okkar. Við þökkum þér fyrir alla þá ást og umhyggju sem þú sýndir okkur börnunum þínum. Þú varst okkur alltaf traustur og góður faðir. Hvíldu í friði, elsku pabbi okkar. Með englum Guðs nú leikur þú og lítur okkar til nú laus úr viðjum þjáninga, að fara það ég skil. Og þegar geislar sólar um gluggann skína inn þá gleður okkur minning þín, elsku pabbi minn. (Guðrún Sigurbjörnsdóttir) Þar sem englarnir syngja sefur þú, sefur í djúpinu væra. Við hin, sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni, veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Vermundur Ágúst, Sigurlaug Guðrún, Arnþór og Bjarni. Það var fyrir rúmum tuttugu árum síðan að ég kynntist öð- lingnum honum Dodda, tengda- pabba mínum. Á milli okkar mynduðust strax sterk tengsl og er óhætt að segja að Doddi hafi tekið mér opnum örmum frá fyrsta degi. Að kynnast manni eins og Dodda er lífsgæfa og forréttindi þar sem hann var ákaflega hlýr, rólyndur, hógvær og harðdug- legur maður. Hann var mjög handlaginn og var ávallt reiðubúinn að aðstoða þegar þörf var á t.d. þegar við ungu hjónin fluttum í okkar fyrstu íbúð. Hann var skemmtilega stríð- inn og húmoristi mikill, glotti og hafði gaman af framhleypninni, hreinskilninni og bullinu sem vall oft á tíðum uppúr mér. Það var mér mikils virði að eiga með honum stundir þar sem stutt var í hláturinn. Eins deildum við áhuga á hnefaleikum og gátum setið tímunum saman fyrir framan skjáinn, hann að horfa á hnefaleikana og ég að fylgjast með honum kippast til við hvert högg sem dundi. Doddi var ástríkur og góður faðir, yndislegur tengdafaðir og börnunum okkar enn betri afi og því ekki að ástæðulausu að þau sóttu mikið í að gista hjá ömmu og afa á Borgó. Doddi hafði frá mörgu að segja, var bráðgáfaður maður og réttsýnn. Hann hélt sér ávallt í góðu líkamlegu formi og fór oft á dag í göngutúr eftir að hann settist í helgan stein, það er því ósanngjarnt að hugsa til þess að illvígur sjúkdómur hafi dregið úr lífsorkunni á svo skömmum tíma. Fyrir það var enginn okkar undirbúin. Með sorg í hjarta og tár á hvarmi kveð ég tengdaföður minn og mun minnast hans með virðingu, hlýhug og þakklæti um ókomna tíð. þín, Hildur María Kristbjörnsdóttir. Afi Doddi var einstaklega ró- legur, góður og hjartahlýr afi. Hann var duglegur að fara í göngutúra og oft fórum við með honum í göngu meðfram höfn- inni að skoða báta. Afi Doddi vissi mikið um báta og hafði gaman af því að skoða bátahafn- ir víðsvegar um landið. Hann var líka duglegur að fara með okkur barnabörnunum í berjamó þegar sá tími gekk í garð, þó ekki væri nema rétt við bæj- ardyrnar. Hann afi Doddi var líka mjög fróður um fugla og áttum við ófáar stundir saman að gefa öndunum brauð þar sem fuglalífið var aðalumræðuefnið og hlegið var dátt að hegðun fuglanna. En af því að afi Doddi hafði svo gaman af bátum og dýrum, þykir okkur einstaklega vænt um minninguna sem við eigum um samverustundir okkar með afa og ömmu á Spáni í fyrra þar sem farið var í dýragarð á sædýrasýningu og á sjóminja- safn og allir höfðu gaman af. Við eigum margar yndislegar minningar um samverustundir með afa Dodda þar sem hann sagði okkur merkilegar sögur frá uppvaxtarárum sínum á Norðfirði sem einkenndust af vinnusemi, dugnaði og prakk- arastrikum. Oftar en ekki dró afi Doddi fram súkkulaðibita þegar við vorum í næturgistingu, skar nið- ur epli eða fór með okkur að kaupa ís. Þegar við vöknuðum á morgnana var afi Doddi alltaf kominn fram í eldhús, búinn að hita hafragraut og búinn að setja berjasaftina útá. Hann hafði lagt nokkra kapla og var fljótur að gefa í spil þegar hann sá okkur staulast á fætur. Yf- irleitt var Rommý eða Kasína fyrir valinu. Þessar minningar eru aðeins brot af þeim minningum sem við eigum um samverustundir okkar með afa Dodda. Við munum halda fast í þær og sakna þess að fá ekki knús og kossa frá afa Dodda aftur. Við söknum þín, elsku afi Doddi. Þín barnabörn, Indíana Ósk Arnþórsdóttir, Rebekka Rut Arnþórsdóttir og Bjarni Vilhelm Arnþórsson. Elsku afi. Það var svo gott að koma til ykkar á Borgó, með opinn faðm í stigaganginum tókuð þið alltaf á móti okkur. Í grunnskólagöngu örkuðum við systur til ykkar í hádegis- hléunum og fengum góðan há- degismat. Þá var gjarnan spjall- að, hlegið og hlustað á útvarpsfréttir. Spilastundirnar með þér voru margar, þú kenndir okkur systr- um flest öll spilin sem við kunn- um og alltaf varstu til í að spila við okkur. Fjölskylduboðin einkenndust af húmor, hlátri og gleði og oft var gripið í spil. Með þakklæti fyrir allar góðu stundirnar. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Ástar- og saknaðarkveðjur. Fríða Dís og Dagný. Elsku afi okkar. Okkur systrum þykir svo vænt um þig og allar þær minn- ingar sem þú hefur gefið okkur. Þú gerðir allar heimsóknir svo skemmtilegar og hlýjar, vissir hvað var í uppáhaldi hjá okkur og áttir það auðvitað alltaf til. Við minnumst þeirra ótal skipta sem við sátum saman að spila Rommý og skellihlógum yfir myndinni Dalalíf. Þú fræddir okkur um fyrri tíðir og nutum við þeirra ótal sögusagna frá þinni barnæsku og lífinu sem þá var. Allar okkar minningar um þig geymum við með bros í hjarta. Síðast þegar við sáum þig kysstum við þig ljúft á vangann og kvöddum þig, óvissar um framhaldið og hvort við fengjum að tala við þig aftur og sjá þitt ljúfa bros. Við systur hefðum ekki getað beðið um betri afa og við vitum að þú munt alltaf verða hjá okkur. Afi þú átt hjarta okkar allra. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson) Sólargeislarnir þínir, Arndís, Stefanía og Katrín. Elsku langafi okkar, hvíldu í friði. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu halt mér fast í spori þínu, að ég fari aldrei frá þér, alltaf, Jesús, vertu hjá mér. Um þig alltaf sál mín syngi sérhvern dag, þó eitthvað þyngi. Gef ég verði góða barnið, geisli þinn á kalda hjarnið. (Ásmundur Eiríksson) Þín barnabarnabörn, Birgir Ágúst, Jóhann Breki, Þórdís Lilja, Matthildur Rós og Sara Sóley. Þórður Bjarnason Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, MATTHILDUR ÁSA GUÐBRANDSDÓTTIR, húsfreyja á Smáhömrum, sem lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hólmavík laugardaginn 16. júní, verður jarðsungin frá Hólmavíkurkirkju fimmtudaginn 28. júní klukkan 14. Guðbrandur Björnsson Karl Þór Björnsson Helga Halldórsdóttir Þórdís, Kolbrún Ýr og Inga Matthildur Karlsdætur Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, KRISTÍN SIGURJÓNA HARALDSDÓTTIR, Gaukshólum 2, Reykjavík, sem lést þriðjudaginn 19. júní, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 28. júní kl. 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð Karitas. Stella K. Stefánsdóttir Stefán Valdimarsson Sigrún M. Stefánsdóttir Erla D. Stefánsdóttir Helga Stefánsdóttir Leifur Þórsson Halla B. Stefánsdóttir barnabörn langömmubörn og langalangömmubarn Elskuleg systir mín og frænka, STEFANÍA KJARTANSDÓTTIR, áður til heimilis í Stóragerði 20, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ þriðjudaginn 12. júní. Útför hennar fer fram frá Árbæjarkirkju fimmtudaginn 28. júní klukkan 13. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Skógarbæjar fyrir einstaka umönnun og kærleika. Edda Kjartansdóttir Kjartan Birgisson Guðrún Sæmundsdóttir Ágúst Birgisson Sigurður Rúnar Sigurðsson Jóhanna Birgisdóttir Björn Hörður Jóhannesson Auður Edda Birgisdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ARNAR GUÐMUNDSSON frá Bolungavík, síðast til heimilis á Hraunbraut 12, Kópavogi, lést miðvikudaginn 20. júní. Jarðsungið verður frá Digraneskirkju miðvikudaginn 27. júní klukkan 12. Sólveig Guðrún Kristjánsdóttir Svanhildur Arnarsdóttir Peter Moldt Guðfinna Arnarsdóttir Bjarni Þór Tryggvason Guðmundur Arnarsson Sigurbjörg Gunnarsdóttir Hrönn Arnarsdóttir Bergur Gunnarsson Arna Bára Arnarsdóttir Gunnar Thorberg Linda Rós Arnarsdóttir Kjartan Fossberg Jónsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.