Morgunblaðið - 26.06.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.06.2018, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2018 Sigríður Svavarsdóttir, kennari í Fjölbrautaskóla Norðurlandsvestra (FNV) og fyrrverandi forseti sveitarstjórnar á Sauðár-króki, á 60 ára afmæli í dag. Hún sat í sveitarstjórn í átta ár og var forseti bæjarstjórnar í fjögur ár, en ákvað að gefa ekki kost á sér fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. „Ég ákvað að minnka við mig niður í 100 prósent vinnu, ætla að gefa golfinu meiri tíma og barna- börnunum.“ Sigríður er einnig í skokkhópi en hún hefur hlaupið 13 maraþon og einu sinni Laugaveginn. Sigríður er umsjónarmaður fjarnáms og kennir upplýsingatækni og viðskiptagreinar, en hún hefur kennt við FNV frá stofnun hans ár- ið 1979, fyrst sem stundakennari en í fastri stöðu frá 1987. „Ég ætla að halda upp á afmælið, ég veit ekki hversu lengi,“ segir Sigríður, spurð hvað eigi að gera í tilefni dagsins. „Ég var með gott partí á laugardaginn og svo fer ég í 6 daga gönguferð um hálendi Skotlands á fimmtudag. Dætur mínar ætla með mér í bíltúr í dag og við förum í Spákonuhof á Skagaströnd og skyggnumst sjálfsagt inn í framtíðina. Þær ásamt tengdasonum mínum gáfu mér síðan óvissu- ferð til útlanda í nóvember með dætrunum og þá mæti ég bara í Leifs- stöð og veit ekki meir.“ Sigríður er í sambúð með Kristjáni Bjarna Halldórssyni, áfanga- stjóra FNV. Dætur hennar með Halli Sigurðssyni eru Guðrún Ösp, Margrét Helga og Bryndís Lilja og Kristján á soninn Halldór Snæ. Barnabörnin eru orðin átta. Á Spáni Sigríður og Kristján á golfvellinum Bonalba fyrr á árinu. Ætlar að halda lengi upp á afmælið Sigríður Svavarsdóttir er sextug í dag G uðni Thorlacius Jóhann- esson fæddist 26. júní 1968 í Reykjavík. Hann bjó fyrsta æviár sitt á horni Ægisgötu og Mýr- argötu í Reykjavík en fluttist síðan í Garðabæ (þá Garðahrepp) og ólst þar upp, nánar tiltekið á Blikanesi á Arnarnesi. „Ég var mikið í íþróttum sem barn og unglingur og lék handbolta og blak með Stjörnunni en var aldrei neitt sér- stakur.“ Þegar Guðni var síðan í námi á Englandi lék hann með skólaliðinu Warwick Jaguars og varð bikarmeist- ari Miðlandadeildarinnar, einn örfárra Íslendinga sem hafa náð bikarmeist- aratign í boltaíþrótt á Englandi. Guðni útskrifaðist árið 1987 með stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík. Hann stundaði nám í sögu og stjórnmálafræði við Warwick- háskóla á Englandi og útskrifaðist þaðan með BA-gráðu árið 1991. Hann lærði um skeið þýsku í Bonn í Þýska- landi og nam rússnesku á árunum 1993-1994 við Háskóla Íslands. Guðni útskrifaðist með meistaragráðu í sagn- fræði frá HÍ árið 1997. Hann nam sagnfræði á árunum 1998-1999 við Ox- ford-háskóla á Englandi og útskrif- aðist þaðan árið 1999 með MSt-gráðu í sögu. Árið 2003 lauk hann doktorsprófi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands – 50 ára Morgunblaðið/Ómar Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú veifa til mannfjöldans frá svölum Alþingishússins á Austurvelli eftir embættistökuna 1. ágúst 2016. Guðni er sjötti forseti lýðveldisins. Forseti og bikarmeistari Feðgin Guðni ásamt elstu dóttur sinni. Morgunblaðið/Eggert Í bíói Guðni ásamt yngri börnunum sínum. Akureyri Móeiður Kristín Andrésdóttir fæddist 29. ágúst 2017. Hún vó 3.908 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Andrés Vilhjálmsson og Helga Sif Eiðs- dóttir. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.