Morgunblaðið - 26.06.2018, Blaðsíða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2018
Hin ótrúlegu 2 (eða Incred-ibles 2 á frummálinu) ermynd sem teiknimynda-unnendur hafa lengi
beðið með eftirvæntingu. Líkt og tit-
illinn gefur til kynna er hún fram-
hald af myndinni Hinum ótrúlegu
eða The Incredibles (takið eftir því
að orðið „The“ er horfið úr titli fram-
haldsmyndarinnar) sem kom út árið
2004 og naut mikilla vinsælda.
Myndin fjallaði um tvær ofurhetjur,
Hr. Ótrúlegan og Teygjumey, sem
neyðast til að setjast í helgan stein
þegar ríkisstjórnin gerir starfsemi
ofurhetja ólöglega. Þau reyna þaðan
af að aðlagast venjulegu lífi sem hin
hversdagslega Parr-fjölskylda með
börnum sínum; Fjólu, Hvata og
Dadda, þar til þau eru aftur kölluð á
vit ævintýranna.
Þar sem frá var horfið
Aðdáendur myndarinnar hafa í
fjórtán ár beðið eftir framhaldi en
leikstjórinn, Brad Bird (sem einnig
er þekktur fyrir myndir eins og
Járnrisann, Ratatouille og Tomorr-
owland), hafði lengst af verið tregur
til að gera aðra mynd um ofurhetju-
fjölskylduna án þess að gefa sér
fyrst tíma til að finna réttu söguna
og fullkomna handritið.
Að því leytinu til finnst mér svolít-
ið undarlegt að það hafi tekið fjórtán
ár að gera þetta framhald. Ekki af
því myndin sé slæm – þvert á móti! –
heldur vegna þess að söguþráðurinn
er svo nátengdur fyrstu myndinni að
mann myndi ekki gruna að fjórtán
ár skilji þær að. Ein af vinsælustu
framhaldsmyndum Pixar, Toy Story
3, sem var gerð tíu árum á eftir fyrri
mynd þeirrar seríu, spann tímann
sem hafði liðið milli mynda inn í sög-
una og lét sögu þeirrar myndar ger-
ast einmitt tíu árum á eftir hinni
fyrri. Hin ótrúlegu 2 fer þveröfuga
leið því hér hefst sagan á nákvæm-
lega því augnabliki þar sem frá var
horfið í síðustu mynd. Parr-fjöl-
skyldan hefur ákveðið að hefja ofur-
hetjustörf að nýju í sameiningu en
þeim er ekki tekið opnum örmum
þar sem ofurhetjur eru enn ólögleg-
ar. Hagur þeirra vænkast þegar sér-
vitrir auðjöfrar að nafni Winston og
Evelyn Deavor bjóðast til að skipu-
leggja og fjármagna herferð til þess
að fella lögin sem bönnuðu ofur-
hetjur úr gildi. Þetta hyggjast þau
gera með því að fá Teygjumey til að
drýgja hetjudáðir á almannafæri og
kvikmynda þær til að gefa almenn-
ingi sem jákvæðasta sýn á ofur-
hetjurnar. Á meðan Teygjumey
gengur til starfa og berst við dular-
fullan glæpamann með dáleiðslu-
krafta situr Hr. Ótrúlegur heima og
reynir að hafa hemil á yngsta syn-
inum, Dadda, sem er öllum að óvör-
um farinn að þróa með sér ótal ofur-
krafta.
Ég myndi ekki segja að söguþráð-
ur myndarinnar væri ýkja frum-
legur en hann er hins vegar vel
skrifaður. Handritið er mjög gott og
samtölin, persónusköpunin, brand-
ararnir og framvindan með besta
móti. Hasaratriðin eru einnig með
því besta sem sést, hvort heldur í
leikinni mynd eða teiknimynd. Ef ég
ætti að setja eitthvað út á myndina
væri það helst að hún er ekki sérlega
myndræn af Pixar-mynd að vera.
Bakgrunnar og útlit persónanna í
myndinni eru óaðfinnanleg frá
tæknilegu sjónarhorni en ekki sér-
lega eftirminnileg. Mér fannst þó
áhugavert að teiknararnir hafa
greinilega byggt persónuna Winston
Deavor á Bob Odenkirk, sem ljær
persónunni rödd sína í enskri tal-
setningu myndarinnar. Ekki er nóg
með að Deavor líkist skopmynd af
Odenkirk, heldur er látbragð per-
sónunnar einnig greinilega fengið
frá leikaranum. Hafi maður horft á
Breaking Bad eru bendingar per-
sónunnar sér í lagi auðþekkjanlegar.
Fjórtán ára bið loks á enda
Ofurhetjur Frá vinstri: Evelyn Deavor, Ísólfur, Teygjumey, Hr. Ótrúlegur og Winston Deavor. Saman berjast hetjur myndarinnar fyrir afnámi óréttlátra
laga sem banna ofurhetjum að nota krafta sína til góðs. Hr. Ótrúlegur þarf einnig að átta sig á því hvernig maður sér um barn með ofurkrafta.
Laugarásbíó, Háskólabíó, Sam-
bíóin Álfabakka og Kringlunni
Hin ótrúlegu 2 bbbbn
Leikstjórn og handrit: Brad Bird. Aðal-
leikarar (á ensku tali): Craig T. Nelson,
Holly Hunter, Sarah Vowell, Samuel L.
Jackson og Bob Odenkirk. Bandaríkin,
2018. 118 mín.
ÞORGRÍMUR KÁRI
SNÆVARR
KVIKMYNDIR
Ungverska ríkisóperuhúsið hefur
aflýst 15 sýningum á söngleiknum
Billy Elliot vegna dræmrar miðasölu
í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar þess
efnis að sýningin væri „áróðurstæki
fyrir samkynhneigð“, eins og það er
orðað í frétt á vef enska dagblaðsins
Guardian. Þar segir að neikvæð um-
fjöllun í dagblaðinu Magyar Idök um
söngleikinn tengist ríkisstjórn
landsins sem leidd er af hinum aft-
urhaldssama Viktor Orbán.
Höfundur greinarinnar, Zsófia N.
Horváth, vildi ekki ræða við blaða-
mann Guardian um hana, að því er
fram kemur í fréttinni, en Horváth
skrifar m.a. að sýningin geti gert
börn samkynhneigð og hún sýni af-
brigðilegan lífsstíl sem samræmist
ekki því sem ungverska þjóðin þurfi
á að halda. „Áróður fyrir samkyn-
hneigð getur ekki verið þjóðar-
markmið þegar þjóðin verður sífellt
eldri og smærri og landinu stendur
ógn af innrás,“ skrifar blaðamað-
urinn og að ef forstöðumaður óp-
eruhússins geti ekki fjarlægt ákveð-
in atriði úr söngleiknum væri
honum nær að taka hann af dag-
skrá.
Forstöðumaður óperuhússins sem
sýnir hann, Szilveszter Ókovács,
segist fyrir vikið hafa þurft að af-
lýsa 15 sýningum. Söngleikurinn
hefur verið sýndur þar 90 sinnum og
hafa yfir hundrað þúsund manns séð
hann frá því sýningar hófust árið
2016.
15 sýningum á
Billy Elliot aflýst
Aflýst Billy Elliot hefur verið sýndur í
ungverska ríkisóperuhúsinu í Búdapest.
The Incredibles 2 Ný Ný
Jurassic World: Fallen Kingdom 1 3
Adrift 2 2
Ocean's 8 3 2
Book Club Ný Ný
Kona fer í stríð 4 5
Solo – A Star Wars Story 6 5
Deadpool 2 5 6
Draumur (Charming) 7 5
Avengers – Infinity War 9 9
Bíólistinn 22.–24. júní 2018
Nr.
Var
síðast
Vikur
á listaKvikmynd
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
Teiknimyndin Hin ótrúlegu 2,
Incredibles 2, sem rýnt er í
hér fyrir ofan, var sú sem
mestum miðasölutekjum skil-
aði í bíóhúsum landsins um
nýliðna helgi en alls sáu hana
rétt tæplega tíu þúsund
manns og miðasölutekjur um
11,7 milljónir króna. Næst-
tekjuhæst var ævintýra-
hasarmyndin Jurassic World:
Fallen Kingdom, sem um
3.000 manns sáu, og í þriðja
sæti kvikmynd Baltasars Kor-
máks, Adrift, sem um 2.000
manns sáu en frá upphafi sýn-
inga hafa um 7.800 manns séð
kvikmyndina.
Bíóaðsókn helgarinnar
10.000 á Hin ótrúlegu 2
Ótrúleg Fjölskyldan í Hinum ótrúlegu 2,
framhaldi Hinna ótrúlegu.
Veit á vandaða lausn
Verið velkomin í verslun okkar
Opið virka daga kl. 8:30–17:00
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
MIKILVÆGUR
STUÐNINGUR
Bjóðum mikið úrval af vönduðum stuðningshlífum á góðu verði.
Komdu og skoðaðu úrvalið. Við tökum vel á móti þér og finnum réttu lausnina fyrir þig.
HNÉHLÍFAR OG SPELKUR MJÓBAKSSPELKUR ÚLNLIÐSSPELKUR
Við slitgigt í hné, liðbanda- og/eða
liðþófaskaða og óstöðugleika í hné.
Mikið úrval af stuðningshlífum og
spelkum fyrir hné.
Henta við langvarandi bakverkjum
t.d. við samfallsbroti
í mjóhrygg, óstöðugleika
í mjóbaki og útbungun á brjóski.
Henta eftir gifsmeðferð
og alvarlegar tognanir,
við slitgigt eða liðagigt og
við verkjum í úlnlið.
Nú í sa
mningi
við
Sjúkrat
rygging
ar
Íslands
Verð frá 8.400 Verð frá 13.300 Verð frá 5.500
ICQC 2018-20