Morgunblaðið - 30.06.2018, Síða 23

Morgunblaðið - 30.06.2018, Síða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2018 Reykjavík Kríuungar eru skriðnir úr eggjunum í Litlahólma við Tjörnina. Í vor var njóla rutt burt og grjótmöl dreift á hólmann. Kríunni virtist líka það og varpið hefur gengið vel það sem af er. Ómar Óskarsson Um síðustu helgi bár- ust þær fréttir að um 60 manns hefðu farið í lið- skiptaaðgerð hjá Klíník- inni á sl. ári þrátt fyrir að Sjúkratryggingar taki ekki þátt í kostnaði við aðgerðina. Þessir einstaklingar voru orðn- ir nógu leiðir á því að vera á biðlista eftir að- gerðinni og nógu þjáðir til að stíga þetta skref. Í fréttum helgarinnar kom einnig fram að um 600 manns eru nú á biðlista eft- ir liðskiptaaðgerðum og þar af hafa rúm 100 beðið eftir aðgerð lengur en eitt ár. Heilbrigðisráðherra kom fram í fréttum og bar sig vel. Hún telur að ríkisrekna heilbrigðiskerfið ráði vel við ástandið. Hún er enda búin að kalla saman hóp sem fara á yfir málið og vinna að því að forgangsraðað sé í þágu þeirra sem beð- ið hafa á annað ár. Ekki kom fram í máli ráð- herrans hvernig þessi samkoma hennar á að lina þjáningar þeirra sem bíða. Gott hefði ver- ið einnig að heyra hljóðið í þeim sem beðið hafa á annað ár eftir aðgerð. Það er og vitað að ekki stendur til að niður- greiða aðgerðir á vegum Klíníkurinnar þó Sjúkratryggingar niðurgreiði samskonar aðgerðir sem framkvæmdar eru á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi og kosta skattgreiðendur mörgum sinnum meira en þátttaka í aðgerðum Klíník- urinnar myndu kosta væru þær niðurgreiddar af Sjúkratryggingum. Óbeit heilbrigðisráðherra á öllum aðilum á heilbrigðissviði sem ekki eru 100% ríkisreknir kemur víða í ljós. Nú eru liðnir tæpir átta mánuðir síð- an ráðherrann lagði upp í leiðangur til björgunar íslensku heilbrigðis- kerfi. Á þeim tíma hefur ráðherrann farið um líkt og ljár í túni. Í ljáfarinu liggja nú þegar Hugarafl, SÁÁ, Krabbameinsfélagið, Karitas og parkinsonssjúklingar svo fáir séu nefndir. Auk þess hefur ráðherra heilbrigðismála ekkert lagt fram til að leysa kjaradeilu ljósmæðra og rík- isins heldur talað niður til þessarar rótgrónu kvennastéttar með svip- uðum hætti og hún hefur sjálf kallað „frekjukallapólitík“. Ljósmæðradeil- an er orðin svo alvarleg og hefur svo alvarleg áhrif að það er með ólík- indum að heilbrigðisráðherra skuli ekki hafa stigið fram og tekið þátt í að leysa deiluna. En kannski hefur heil- brigðisráðherra ekki færi til þess. Kannski setur fjármálaráðherra henni stólinn fyrir dyrnar. Kannski er heilbrigðisráðherra í hlutverkinu „Ég, ef mig skyldi kalla“ í ríkisstjórn- inni. Ef svo er þarf að skipta um heilbrigðisráðherra og fá til starfa ráðherra sem lifir í raunheimi, heilbrigðisráðherra sem hefur skiln- ing á stöðu ljósmæðradeilunnar og vilja og umboð til að leysa hana. Heilbrigðisráðherra sem skilur að nefndastörf og starfshópar stytta ekki biðlista, sem skilur að starfs- hópar lækna ekki sjúka, sem skilur að nú þarf aðgerðir en ekki starfshópa. Heilbrigðisráðherra sem skilur að fjölbreytt úrræði eru af hinu góða, sem skilur að starfsemi frjálsra fé- lagasamtaka og sjálfstætt starfandi lækna er ekki ógn heldur nauðsyn- legur hlekkur í betri þjónustu og betri og skjótari bata þeirra sem allt þetta snýst um, sjúklinganna! Því er nauðsynlegt að spyrja heilbrigðis- ráðherra: Hversu margir sjúklingar sem leita sér bata á einkareknum stofum/klíníkum eru nógu margir til að hér teljist vera tvöfalt heilbrigð- iskerfi? Sjötíu? Eitt hundrað? Hver er talan, hæstvirtur heilbrigðis- ráðherra? Og nú duga ekki orða- leppasvör eða að kíkja út fyrir boxið. Er ráðherra kannski búinn að komast að því hvað er fyrir utan boxið? Gam- an væri að fá upplýsingar um það. Eftir Þorstein Sæmundsson »Óbeit heilbrigðis- ráðherra á öllum að- ilum á heilbrigðissviði sem ekki eru 100% ríkis- reknir kemur víða í ljós. Þorsteinn Sæmundsson Höfundur er þingmaður Miðflokksins. thorsteinns@althingi.is Hversu margir eru nógu margir? Eitt mesta íþrótta- afrek Íslandssögunn- ar unnu strákarnir okkar í Rússlandi. Það er á svona dög- um sem við Íslend- ingar eignumst eina þjóðarsál. Við hætt- um um stund að ríf- ast um pólitíkina og rigninguna, hin nei- kvæða umræða fjöl- miðlanna verður önnur og skapar betra andrúmsloft milli manna. Ein fámennasta þjóð heimsins keppir við risaþjóðirnar og er jafn- ingi þeirra. Lokaslagurinn stóð við Króatíu og leikurinn hefði allt eins getað orðið okkar sigur en heppn- in varð þeirra Króatíumanna og um leið Messí og Arg- entínumanna. En við öll hljótum að fagna okkar bestu sonum eftir þessa frammi- stöðu. Þeir eru þjóð- hetjur og fyrirmyndir barna og unglinga. Nú fer mikil alda í gang meðal drengja og stúlkna að leika fót- bolta, mæta vinum á sparkvellinum. Hugs- um okkur svona afrek og áhrifin, byrjunin auðvitað bæði karla- og kvenna- landslið á EM, engum datt í hug að þetta yrði strax í kjölfarið. Hvað gerðist áður en þessir sigrar litu dagsins ljós? KSÍ og sveitarfélögin í samvinnu komu upp æfingaaðstöðu, sparkvöllum, íþróttahúsum og ungt fólk í fram- haldinu fetar í fótboltaspor gömlu meistaranna sem fóru örfáir áður í atvinnumennsku út í hinn stóra heim. Hvað ætli margir Íslending- ar stundi atvinnumennsku í íþrótt- um í dag erlendis? Nú munum við sjá krakka sem vilja verða jafn fræg og flink og Gylfi Þór, Sara Björk og eða Hannes í markinu og gleðin skín á vonarhýrri brá. Landsliðsmennirnir okkar eru fyr- irmyndir og þeir koma fram af lít- illæti, auðmýkt og hógværð, falla undir það sem mikilvægt þótti, eru sannir „drengskaparmenn“ utan og innan vallar. Íþróttaafrekum fylgir bylgja gleði. Þegar Friðrik Ólafsson stór- meistari vann sína sigra við skák- borðið spruttu upp meistarar í kjölfarið. Eins þegar einvígi aldar- innar var háð í Reykjavík milli Bobby Fischers og Spassky kom fram heil herdeild af skákmönnum hér. Nú er Landsmót hestamanna hafið í Reykjavík, þar sjáum við ungt og glæsilegt fólk sem spratt upp þegar reiðhallavæðing lands- ins varð að veruleika. Aðstaðan til að kenna ungu fólki að stíga í hnakkinn og þjálfa sig til stórra afreka, svona eru nú íþróttirnar yndislegar. Og ekki má gleyma öll- um þeim sem gerðust íþróttakenn- arar eða þjálfarar og halda utan um æfingarnar og unga fólkið. Það er léttara yfir öllu eftir Rússlandsævintýrið, menn gefa sér tíma til að ræða skemmtilegt málefni og hlæja við sínum besta vini. Svo er hitt ljóst að þessi inn- koma á HM í fótbolta var fyrsta skrefið að enn stærra stökki inn á knattspyrnuvöll heimsins, ég trúi að við séum komin til að vera ein af bestu fótboltaþjóðunum áfram. Til hamingju Ísland, til ham- ingju KSÍ og Heimir Hallgríms- son, til hamingju landsliðsmenn. Fjölskyldum strákanna sendi ég innilegar hamingjuóskir. Þetta kostaði svita, blóð og tár en viljinn að gefast aldrei upp eru sig- urlaunin. Eftir Guðna Ágústsson » Við öll hljótum að fagna okkar bestu sonum eftir þessa frammistöðu. Þeir eru þjóðhetjur og fyr- irmyndir barna og ung- linga. Guðni Ágústsson Höfundur er fv. þingmaður og ráðherra. Miklir afreksmenn eru strákarnir okkar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.