Morgunblaðið - 30.06.2018, Side 21
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2018
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
„Eftir þennan Evrópufund sýnir Evr-
ópa meiri ábyrgð og samstöðu. Í dag
er Ítalía ekki lengur ein.“ Þetta sagði
Giuseppe Conte, forsætisráðherra
Ítalíu, í kjölfar leiðtogafundar Evr-
ópusambandsins sem haldinn var í
gær og fyrradag. Innflytjendamál og
skipting hælisleitenda milli aðildar-
ríkja sambandsins voru í brennidepli
á fundinum og mikið í húfi fyrir
marga fundargestina.
Þrátt fyrir að verulega hafi dregið
úr komu flóttamanna og ólöglegra
innflytjenda til álfunnar frá árinu
2015 eru mál hælisleitenda enn sem
fyrr mikil deilumál, sér í lagi eftir að
ríkisstjórn Fimmstjörnuhreyfingar-
innar og Norðurbandalagsins tók við
völdum á Ítalíu fyrir um mánuði.
Eftir um níu klst. viðræður féllust
leiðtogar Evrópuríkjanna 28 á að
stefna að byggingu svokallaðra brott-
fararstöðva fyrir tilvonandi innflytj-
endur utan Evrópusambandsins, lík-
lega í Norður-Afríku. Því er heitið að
unnið verði að stöðvunum í samráði
við Flóttamannastofnun Sameinuðu
þjóðanna og Alþjóðafólksflutninga-
stofnunina. Lýst hefur þó verið yfir
efasemdum um þessa áætlun þar sem
ekkert Afríkuríki hefur boðist til þess
að hýsa þessar stöðvar og Marokkó
hefur blátt áfram útilokað það.
Auk brottfararstöðvanna utan
Evrópu gerir samkomulag leiðtog-
anna ráð fyrir að aðildarríki geti
byggt innflytjendastöðvar innan eig-
in landamæra á kostnað Evrópusam-
bandsins. Ætlunin er að hægt verði
að koma flóttamönnum fyrir á þess-
um stöðvum á meðan hælisbeiðnir
þeirra eru metnar, veita þeim síðan
hæli á völdum svæðum innan sam-
bandsins ef þeir uppfylla réttar kröf-
ur en senda þá heim ef þeir uppfylla
þær ekki.
Emmanuel Macron, forseti Frakk-
lands, sagði að þessar innflytjenda-
stöðvar kæmu til með að rísa í löndum
þar sem flóttamenn koma fyrst til
Evrópu, til dæmis á Spáni, Ítalíu,
Grikklandi og Möltu. Því hyggist
hann ekki byggja þær í Frakklandi.
Sebastian Kurz Austurríkiskanslari
tók í svipaðan streng og sagði að
stöðvarnar þyrfti ekki í Austurríki því
flóttamenn kæmu ekki þangað nema í
gegnum önnur Evrópuríki, „ekki
nema þau stökkvi inn í fallhlífum“.
Stjórnarkreppu afstýrt?
Í samkomulaginu er einnig tekið á
flutningi hælisleitenda sem hafa þeg-
ar hlotið hæli í tilteknu ESB-ríki yfir
til annarra aðildarríkja sambandsins.
Samkvæmt samkomulaginu eiga að-
ildarríki nú að beita öllum ráðum og
vinna náið saman til að koma í veg
fyrir slíka flutninga. Fólksflutningar
hælisleitenda innan sambandsins
hafa verið eitur í beinum Horsts
Seehofer, innanríkisráðherra Þýska-
lands, og ágreiningur milli hans og
Angelu Merkel Þýskalandskanslara
um þá hafa nýlega telft framtíð rík-
isstjórnar hennar í tvísýnu. Seehofer
hafði gefið Merkel viku til þess að
marka stefnu í málinu ásamt öðrum
Evrópuleiðtogum en annars sagst
munu fara þvert á stefnu hennar og
vísa burt innflytjendum sem skráðir
hafa verið hjá öðrum Evrópuríkjum
við þýsku landamærin.
Tíminn mun leiða í ljós hvort niður-
staða fundarins sefar Seehofer og
stuðningsmenn hans í CSU, flokki
kristilegra demókrata í Bæjaralandi,
sem er systurflokkur Kristilega
demókrataflokksins sem Merkel fer
fyrir.
Áætlunin er ekki laus við gagnrýni
og nú þegar hefur hugmyndinni um
móttökubúðirnar verið líkt við fang-
elsi. Læknar án landamæra tóku
mjög illa í samkomulagið og sögðu
Evrópuríkin aðeins hafa fallist á að
útiloka hælisleitendur á þröskuldi
Evrópu án tillits til hryllingsins sem
þeir væru að flýja undan. Donald
Tusk, forseti evrópska ráðsins, ráð-
lagði leiðtogum Evrópu í gær að vera
ekki of fljótir að fagna sigri því enn
þyrfti að hrinda áætluninni í fram-
kvæmd og til þess þyrfti nána sam-
vinnu og mikið þrek.
Hyggjast byggja innflytjenda-
stöðvar innan og utan Evrópu
Leiðtogar ESB fallast á metnaðarfulla áætlun til að leysa flóttamannavandann
AFP
Kanslarar Angela Merkel og Sebastian Kurz, kanslarar Þýskalands og
Austurríkis, ræðast við á síðasta degi leiðtogafundarins.
Lögreglan í
Maryland í
Bandaríkjunum
hefur handtekið
mann í tengslum
við árás sem
gerð var á skrif-
stofu fjölmiðla-
fyrirtækisins
Capital Gazette í
fyrradag. Frá
þessu er sagt á
fréttavef BBC. Maðurinn í haldi
lögreglunnar heitir Jarrod Ramos
og er sagður hafa átt í útistöðum
við dagblaðið The Capital, sem
Capital Gazette gefur út. Ramos
lögsótti ritstjóra blaðsins fyrir
meintar ærumæðingar vegna um-
fjöllunar blaðsins um kynferðis-
áreitni sem hann var sakaður um
árið 2012.
Í árásinni sem gerð var á
fimmtudaginn réðst maður inn á
skrifstofuna í Annapolis, höfuð-
borg Marylandríkis, vopnaður
haglabyssu og reyksprengjum. Í
árásinni létust fimm manns og
tveir særðust. Donald Trump
Bandaríkjaforseti var látinn vita
af árásinni. Hann sagði að hugur
hans og bænir væru með fórnar-
lömbunum og aðstandendum
þeirra.
Átti í úti-
stöðum
við blaðið
Maður handtek-
inn fyrir skotárás á
dagblað í Maryland
Jarrod
Ramos
Við óskum Landsvirkjun
til hamingju með Búrfellsstöð II