Morgunblaðið - 30.06.2018, Page 12

Morgunblaðið - 30.06.2018, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2018 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is V ið ætlum að blanda sam- an kuldameðferð og önd- unaræfingum á þessu námskeiði. Þetta er fyrir alla, fólk þarf ekki að hafa einhverja sérstaka hæfileika eða búa yfir tækni, það þarf bara að gera. Við ætlum að blanda inn í þetta því sem við köllum „waves“, sem er spuni þar sem fólk getur tjáð sig á frjálsan hátt, opnað líkama sinn með hreyf- ingum. Til að tjá sig með líkamanum, þarf ekki að vera í sérstöku formi,“ segir Vilhjálmur Andri Einarsson lífsþjálfi (Life Coach), en hann og unnusta hans, Tanit Karolys jóga- kennari, ætla að bjóða upp á námkeið í júlí sem þau kalla Hættu að væla og komdu að kæla. „Eins og nafnið gefur til kynna snýst þetta um kulda, en kulda- meðferð er ekki ný af nálinni, hún hefur sannað sig og gerir fólki gott bæði líkamlega og andlega, það hefur verið sýnt fram á það með virtum rannsóknum. Ég hef reynt þetta á eigin skinni, en ég byrjaði sjálfur í kuldameðferð fyrir nokkrum árum og það gjörbreytti öllu hjá mér. Ég vil bera boðskapinn áfram því mér finnst yndislegt að verða vitni að breytingu til batnaðar hjá fólki,“ segir Andri og bætir við að fólk þurfi ekki að óttast kuldann. „Þetta snýst um að taka skrefið, að vilja breyta. Ég var sjálfur með afsakanir á reiðum höndum í meira en tuttugu ár, með viðhorfið „aumingja ég“, sem var minn sann- leikur og veruleiki þá. En við sitjum föst ef við tökum ekki skrefið til að breyta. Og enginn gerir það fyrir okkur, við verðum að breyta sjálf. Eina sem stoppar okkur, er hausinn á okkur. Sjálfur er ég með mænuskaða, var þunglyndur, með mígreni og allt- af fullur. Svona var ég, alltaf væl- andi.“ Þessi ruglaði úti í frostinu? Við það að ná botni í sínu heilsu- leysi og þunglyndi ákvað Andri að taka skrefið og fara að hreyfa sig. „Ég rakst á færslu frá lækni sem sagði: „Hættið að væla, farið að hreyfa ykkur,“ og það varð til þess að ég tók skrefið. Ég henti út öllum lyfj- um og byrjaði að hreyfa mig mark- visst og byggja upp. Ég var 105 kíló, allt of þungur. Líkaminn er ein keðja og það þarf að smyrja alla þessa keðju og ekki hlífa neinu, annars fær- ist álagið yfir á næsta stað,“ segir Andri og bætir við að þar sem hann stundaði sína líkamsrækt hafi hann í fyrsta sinn kynnst kuldameðferð. „Ég heyrði af Ísmanninum Wim- hof, en ég man að ég sagði um hann: „Eruð þið að tala um þennan ruglaða á stuttbuxunum úti í frostinu?“ En vinir mínir hvöttu mig til að prófa, sem ég og gerði, og þetta var akkúrat það sem ég þurfti. Ég losnaði strax á fyrstu vikunum við mígrenið sem hafði þjakað mig í 20 ár. Og við- varandi bólgan í bakinu hvarf að mestu, sem varð til þess að ég gat far- ið að hreyfa mig meira. Þunglyndið sem hafði þjakað mig í tvo áratugi vék fyrir jákvæðni, gleði og drif- krafti,“ segir Andri og bætir við að kuldinn sé magnað tól til að kenna okkur að sleppa tökum. „Þetta snýst ekki aðeins um að líða betur í líkamanum, heldur að sigrast á andlegum hindrunum. Tak- markanir okkar liggja alltaf hjá okk- ur sjálfum. Fólk talar oft í sig veikindi og ég gerði það sjálfur. Ég trúði því til dæmis að ég fengi mígrenikast og stillti mig inn á það. Núna er ég laus við það, en ég skil svo vel að vera á þessum stað, að vorkenna sér, ég gerði það sjálfur í tvo áratugi.“ Snýst ekki um að vera hetja Andri segir kuldameðferð snú- ast um að gefa eftir. „Þegar maður fer í kalda karið þá fer taugakerfið á fullt að segja okkur að fara upp úr, flýja aðstæðurnar, sem er nátt- úrulegt varnarkerfi. En maður þarf að gefa eftir, á sama hátt og við slök- um þegar við förum í heitan pott. Við kúplum í raun yfir á annað tauga- kerfi, sigrumst á náttúrulega flótta- viðbragðinu með því að taka stjórn- ina. Við verðum okkar eigin efna- fræðingar með því að ná stjórnun á eigin hugsunum. Á sama hátt eigum við ekki að bíða eftir gleðinni, heldur eigum við að kalla á hana sjálf,“ segir Andri sem hefur verið duglegur að breiða út boðskapinn, hann vill hjálpa öðrum sem eru í svipuðum sporum og hann sjálfur var og þess vegna býður hann upp á þetta námskeið. „Ég vil koma þessum boðskap áfram, að hætta að væla og fara að kæla, þetta snýst um sannfæra fólk um að það getur þetta, farið í kuld- ann, geti sigrast á sér, þetta snýst ekki um að vera einhver hetja, heldur að tengjast sjálfum sér og vinna í sjálfum sér. Við þurfum að taka sjálf stjórnina á því hvernig okkur líður, við getum kosið að vera í fýlu en við getum líka valið að vera glöð. Ég er ekki stöðugt á bleiku skýi, en ég get tekið vonda hugsun sem kemur upp í huga minn og ákveðið að henda henni og setja í staðinn góða hugsun. Ég kýs að dvelja frekar í gleði en reiði. Við ráðum okkar eigin hugsunum meira en við höldum. Þetta er það sama sem við gerum til að sigrast á kula í kuldameðferð. Við tökum í raun stjórn á taugakerfi okkar.“ Andri tekur fram að hver og einn geri þetta á sínum eigin for- sendum, til að ná betri heilsu. „Öndunaræfingarnar sem við ætlum að kenna skipa stóran sess á námskeiðinu, því rannsóknir hafa sýnt hvað þær gera fyrir líkamann. Fyrir leikmann er það eins og að smyrja allt kerfið og búa til aukaorku. Fólk þarf að leyfa sér að vera það sjálft, við erum alin upp við að það sé skömm að elska sjálfan sig, en því meira sem við hlúum að okkur sjálf- um, því meira getum við verið til stað- ar fyrir þá sem eru í kringum okkur.“ Tanit segir að þau Andri ætli að blanda saman ólíkum aðferðum við öndun, en megintilgangurinn með öndunaræfingum sé slökun, að losa um streitu, því fólk í nútímasamfélagi sé undurlagt af streitu, án þess að gera sér endilega grein fyrir því. „Þegar fólk hefur náð góðri slökun þá er það meira tilbúið til að fara í kulda- meðferð. Við leiðum fólk inn í þetta,“ segja þau Andri og Tanit sem ætla að fara hringinn í kringum um landið í sumar og bjóða upp á stutt kulda- námskeið í sundlaugum landsins. Gaman Tanit og Andri kunna vel við að synda meðal jökla. Góð stund Kuldameðferð er mikið stunduð úti í náttúrunni. Spjall Andri sló Íslandsmet í ísbaði 2017, var í 20 mín. ofan í. Hættu að væla og komdu að kæla Kuldameðferð varð til þess að Vilhjálmur Andri losnaði við bakverki, mígreni og þunglyndi. Hann segir kuldameðferð magnað tól til bættrar heilsu og nú býður hann fólki upp á námskeið. Úti að leika Andri nýtur þess að baða sig upp úr hreinu íslensku vatni úti í náttúrinni, hvar og hvenær sem er. Fjögurra vikna námskeið hefst eftir helgi og stendur frá 3. júlí - 28. júlí Kuldaþjálfun fyrir þá sem vilja út fyrir rammann Ísbað Tanit einbeitir sér ofan í ísbaði um hávetur. Námkeiðið sem Andri og Tanit bjóða upp á, HÆTTU AÐ VÆLA OG KOMDU AÐ KÆLA (Cold Therapy, Breath and Joy), er 4 vikna námskeið sem hefst nk. þriðjudag 3. júlí. Í viðburðarauglýsingu kemur þetta fram: „Kuldaþjálfun (Cold Therapy) hefur verið notuð um aldaraðir, allt frá munkunum í Himalaya-fjöllunum til leikskólabarnanna í Rússlandi, í þeim tilgangi að viðhalda hollum og heil- brigðum lífsstíl. Með blöndu af meðvitaðri öndunartækni og fókus opnast dyrnar að óendanlegum möguleikum. Á þessu námskeiði munu Andri og Tanit fara yfir eftirfarandi atriði: Leiðina til að ná stjórn á eigin huga og líkama. Vinna með og læra á meðvitaða öndun. Kuldaþjálfun, að ná stjórn við erfiðar aðstæður. Hreyfiflæði, listin við að sleppa tökunum. Kuldameðferð er tilvalin fyrir alla þá sem vilja komast út úr þægindaramma sínum og taka aftur yfir stjórnina á eigin lífi. Kuldaþjálfun er líka öflugt tól til að vinna með eftirfarandi: þyngdarstjórnun, streitulosun, andlega heilsu, langvinna verki. Byrjendur eða aðeins lengra komnir í kuldaþjálfun (s.s. í sjósundi eða með ástundun köldupotta) munu taka æfingu sína á næsta stig með þessu námskeiði. Í lok námskeiðs verður hópævintýri ut- andyra, lokaáskorunin. Hvenær: 3.-28. júlí, þriðjudaga og fimmtudaga. Hvar: Sólir jóga & hjóla stúdíó, Fiskislóð 53-55, Granda, og úti í náttúrunni. Skráning: solir@solir.is og í síma: 571-4444 www.andriiceland.com facebook:andri.iceland.therapy“ RAFVÖRUR Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk gæða heimilistæki Þvottavél tekur 17 kg og þurrkari tekur 10 kg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.