Morgunblaðið - 30.06.2018, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.06.2018, Blaðsíða 19
Bjart í Skálholti Listgler Gerðar var einnig hreinsað og að sögn Kristjáns skín meiri birta inn í Skálholtskirkju nú. gluggana meðan á framkvæmdum stóð. „Þá var búin til lýsing á verkinu og svo voru gerðar tillögur. Ein kom frá Gerði, önnur frá Nínu Tryggvadóttur, en í heild voru þrjár tillögur sem skiluðu sér. Það var skipuð nefnd og í henni voru m.a. Björn Th. Björnsson listfræð- ingur, Kristján Eldjárn frá Þjóð- minjasafninu og Sigurður Guð- mundsson sem var fulltrúi húsameistara ríkisins. Þeir völdu tillögu Gerðar og fékk hún 25 þús- und krónur fyrir. Hún var þá að vinna í París og fór í að útfæra sínar hugmyndir. Hún gerði módel á venjulegum litlum pappír, módel sem var síðan farið með til Linnich í Þýskalandi og þeir luku við þessa glugga árið 1959.“ Langt ferli en minni kostn- aður en búist var við Eftir úttekt Jóhannesar á ár- unum 2001 til 2002 var ljóst að listarnir í gluggunum voru farnir að fúna og skemmdir í kringum listglerið og gluggakarmana mikl- ar. Árið 2009 ritaði Kristján bréf til Oidtmann-verkstæðisins í Þýskalandi og komu þeir ári seinna og gerðu úttekt á ástandi glugganna. Árið 2014 gerðu þeir síðan aðra úttekt og í kjölfarið stofnaði Skálholtsfélagið verndar- sjóð Skálholtskirkju með skipulagsskrá og fjáröflun fyrir viðgerðunum hófst. Húsafrið- unarsjóður styrkti einnig verkefnið og í nóvember í fyrra voru fyrstu fimm gluggarnir sendir í viðgerð. Ákveðið var að fara í viðgerðirnar í hlutum og greiða fyrir þær jafnt og þétt en fyrstu gluggarnir voru settir upp að nýju í febrúar. Síð- ustu tíu gluggarnir og stóri glugg- inn í vesturportinu á framhlið kirkjunnar voru þeir síðustu sem teknir voru niður og er von á þeim í október. Kristján segist ánægður að sjá fyrir endann á þessu langa verk- efni en kostnaðurinn er minni en talið var í upphafi. „Upphaflega héldum við að við yrðum að taka þá alla niður í einu og ef það hefði verið þannig hefð- um við þurft að loka á milli meðan verið væri að vinna. Síðan ákváðum við að gera þetta í þrem- ur áföngum þannig að við gætum alltaf borgað reglulega fyrir það sem væri búið. Þegar það var ákveðið þá kom líka í ljós að þá þyrftum við ekki að loka neinu. Við vorum að skoða tölur upp á 50 til 60 milljónir í heild en niður- staðan verður kannski 30 millj- ónir,“ segir Kristján. „Við erum að borga fyrir þessa vinnu úti og svo kostar heilmikið að flytja þetta fram og til baka en það sem mér finnst blóðugt er það að við þurf- um að borga 24% virðisaukaskatt af vinnunni úti þegar þetta kemur til Íslands. Það er ekki lengur eins og það var einu sinni að ef þú sendir listaverk til útlanda þá felldu yfirvöldin niður virðis- aukaskatt sem væri alveg eðlilegt og myndi muna okkur heilmiklu.“ Viðgerðirnar á listglerinu í Þýskalandi kosta um 17 milljónir. Nýtt gler og viðgerðir á glugga- körmunum ásamt öðrum við- gerðum kosta á bilinu 8 til 10 milljónir. „Þannig að mér sýnist við sleppa með innan við 30 millj- ónir.“ Kristján segist þakklátur öllum þeim sem styrktu verkefnið og þá sérstaklega þeim einstaklingum sem lögðu hönd á plóginn. „Það komu þarna nokkur fyrirtæki sem gerðu vel en það sem er gleðileg- ast eru þeir einstaklingar sem lögðu til peninga og það eru ekki endilega ríkustu einstaklingarnar í landinu, jafnvel fólk á eftirlaunum. Það skiptir miklu máli og það er áhugi sem kemur fram í því, og þó það séu ekki miklir peningar þá munar okkur um það.“ Hálfnað verk þá hafið er Kristján segir nauðsynlegt að halda viðgerðum á kirkjunni áfram. Nauðsynlegt er að mála húsið að utan og svo eru einnig sprungur í altaristöflu kirkjunnar sem rekja má til Suðurlands- skjálftans. Þær viðgerðir munu þó ekki falla í hans hlut þar sem Kristján lætur biskupskápuna á gráðurnar 22. júlí næstkomandi. „Verkefnin halda áfram og það þarf að gera úttekt á kirkjunni. Það eru enn skemmdir eftir skjálftana. Stórar vondar sprungur eru í austurveggnum. Það eru sprungur í altaristöflunni þannig að þegar þeir verða búnir að gera við gluggana þá vonandi geta þeir gert við altaristöfluna en í raun þryfti að vera búið að loka sprung- um á veggnum á undan en við verðum að spila úr þessu eftir því sem peningar eru til staðar.“ Kristján Björnsson, prestur á Eyrarbakka, verður nýr vígslu- biskup í sumar og munu þau verk- efni því falla í hans hlut. FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2018 Nýr veiðivefur á mbl.is í umsjón Eggerts Skúlasonar í samstarfi við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.