Morgunblaðið - 30.06.2018, Page 8

Morgunblaðið - 30.06.2018, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2018 Í nýju hefti Þjóðmála er rætt viðdr. Eamonn Butler, fram- kvæmdastjóra Adam Smith- stofnunarinnar, sem var aðalgestur á ársfundi Samtaka atvinnulífsins í vor.    Hann er meðalannars spurð- ur út í skatta og að ýmsir stjórn- málamenn tali með þeim hætti að lækk- un skatta sé í raun gjöf til þeirra sem afla þeirra tekna sem skattlagningin byggist á. Vegna þessa sagði Butler rétt að rifja upp „að Calvin Coolidge, John Kennedy og Ronald Reagan lækk- uðu allir skatta þegar þeir voru for- setar Bandaríkjanna. Í öllum til- vikum jukust tekjur ríkisins. Þessi þróun hefur líka átt sér stað í þau fáu skipti sem skattar hafa verið lækkaðir í Evrópu.“    Af þessum sökum sé hæpið aðtala um skattalækkun sem gjöf ríkisins og vandamálið sé ekki að skattar séu of lágir heldur að rík- isvaldið sé orðið of stórt og þurfi of mikið fjármagn og sinni of mörgum verkefnum.    Butler hefur áhyggjur af því aðvið séum „því miður búin að búa til atvinnustjórnmálamenn sem eru með minni hugmyndafræðileg- an bakgrunn en áður. Þá eru menn bara að tala um daglegt amstur en ekki hugmyndafræði. Síðan búa menn til lög til að laga vandamál dagsins í stað þess að horfa á stærri myndina; frjálsa markaði, tjáning- arfrelsi, eignarrétt og svo fram- vegis.“    Það skyldi þó ekki vera að tölu-verð merki um þetta sjáist ein- mitt hér á landi?! Eamonn Butler Stjórnmálamenn eða embættis- menn? STAKSTEINAR Veður víða um heim 29.6., kl. 18.00 Reykjavík 11 skýjað Bolungarvík 8 alskýjað Akureyri 15 rigning Nuuk 8 skýjað Þórshöfn 10 þoka Ósló 22 heiðskírt Kaupmannahöfn 21 léttskýjað Stokkhólmur 15 heiðskírt Helsinki 14 skýjað Lúxemborg 27 heiðskírt Brussel 27 heiðskírt Dublin 23 heiðskírt Glasgow 21 heiðskírt London 26 heiðskírt París 28 heiðskírt Amsterdam 21 heiðskírt Hamborg 24 heiðskírt Berlín 26 heiðskírt Vín 25 skýjað Moskva 25 heiðskírt Algarve 21 léttskýjað Madríd 30 léttskýjað Barcelona 26 léttskýjað Mallorca 30 heiðskírt Róm 26 léttskýjað Aþena 28 léttskýjað Winnipeg 22 skýjað Montreal 26 léttskýjað New York 29 léttskýjað Chicago 28 heiðskírt Orlando 30 þrumuveður Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 30. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:05 23:59 ÍSAFJÖRÐUR 1:37 25:37 SIGLUFJÖRÐUR 1:20 25:20 DJÚPIVOGUR 2:21 23:42 Í rekstraráætlun Alþingis fyrir þetta ár er gert ráð fyrir að hátíðarfundur Alþingis á Þingvöllum 18. júlí næst- komandi muni kosta 45 milljónir króna. Á fundinum verður þess minnst að þennan dag árið 1918 und- irrituðu Danir og Íslendingar samn- ing um fullveldi og sjálfstæði Íslands sem tók gildi 1. desember það ár. Þetta kemur fram í svari Stein- gríms J. Sigfússonar, forseta Alþing- is, við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata. Fram kemur í svarinu að við af- greiðslu áætlunarinnar í upphafi þessa árs lágu ekki fyrir nákvæmar upplýsingar um kostnað við þing- fundinn, en áætlað var að kostnaður við sjálfan þingfundinn yrði um 35 millj. kr. og dvöl erlendra gesta, móttökur og annar kostnaður var áætlaður 10 millj. kr. Nú þegar um- fang viðburðarins hefur skýrst nán- ar sé ljóst að kostnaður geti orðið eitthvað meiri en að framan greinir. Ýmis kostnaður bætist við Í þessu sambandi er nefnt að í starfi samráðshóps skrifstofu Al- þingis, Framkvæmdasýslu ríkisins, ríkislögreglustjóra og annarra lög- regluembætta, þjóðgarðsins á Þing- völlum, Ríkissjónvarpsins, ráðu- neyta (einkum utanríkisráðuneytis), Vegagerðarinnar o.fl. hafi komið fram að við bætist ýmis kostnaður er tengist þingfundinum, einkum vegna undirbúnings á vegum þjóðgarðsins á Þingvöllum (rafmagn, bílastæði, gæsla, göngustígar og viðhald), en ekki liggur enn fyrir hver slíkur við- bótarkostnaður gæti endanlega orð- ið, segir í svarinu. gudmundur@mbl.is Aukinn kostnaður við hátíðarfund  Þingfundur á Þingvöllum kostar meira en þær 45 milljónir sem áætlaðar voru David Beckham, fyrrverandi knatt- spyrnumaður og áður fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, var við veiðar í Norðurá í Borgarfirði í gær. Hann var þar staddur ásamt leik- stjóranum Guy Ritchie og Björgólfi Thor Björgólfssyni kaupsýslumanni, en Beckham hefur áður komið hing- að til lands í fylgd Björgólfs. Það var árið 2016 og þá var eiginkona Beck- hams, Victoria Beckham, með í för. Af myndum á instagramsíðu Beckhams má ráða að hann hafi ver- ið nokkuð fengsæll og að hann uni sér vel hér á landi, en á síðunni lýsir hann m.a. yfir ást sinni á Íslandi. Á veiðum David Beckham var við veiðar í Norðurá í Borgarfirði. Beckham veiddi í Norðurá Skjáskot/Instagram Sölustaðir: Flest apótek, heilsuhús og heilsuhillur • Eplakjarni, elfting og hirsi • Tocotrienol örvar hársrótina • Amínósýrur, bíótín og sink • Procyanidin B2 úr eplum stórmarkaða Nánar á artasan.is Hair Gro stuðlar að eðlilegum hárvexti Er hárið að þynnast

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.