Morgunblaðið - 30.06.2018, Qupperneq 37
DÆGRADVÖL 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þér vinnst ekki tími til þess að fram-
kvæma allar þínar hugmyndir. En þolinmæði
þrautir vinnur allar og það mun sannast á
þér.
20. apríl - 20. maí
Naut Dagurinn í dag hentar vel til hvers
kyns samningaviðræðna um kaup og sölu.
Láttu það ekki henda þig að láta smáatriði
fara framhjá þér.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þér finnast hlutirnir gerast full-
hratt í kringum þig. Vertu óhræddur við að
segja nei því annars verða afleiðingarnar
bara verstar fyrir þig sjálfan.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú þarft að taka mikilvægar ákvarð-
anir varðandi skiptingu sameiginlegra eigna
og ábyrgðar. Gættu þess að ganga ekki of
langt.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það ríður á miklu að þú dreifir ekki
kröftum þínum um of. Farðu þér hægt og
veldu hvert skref af kostgæfni því ein lítil
mistök geta reynst dýrkeypt. Allt á sinn
tíma.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Hlutleysi upp að vissu marki hjálpar
þér með ótilgreint verkefni. Haltu þínu striki
því þú hefur engu að tapa.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú verður að leggja þitt af mörkum ef
þú vilt hlutdeild í árangri og umbun. Eitt-
hvað gerist sem breytir sýn þinni á veröld-
ina.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú skalt ekki vera vonsvikinn
þótt eitthvað renni þér úr greipum. Sýndu
þolinmæði og umburðarlyndi gagnvart
sjónarmiðum sem eru önnur en þín eigin.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Láttu ekki hugfallast heldur
gerðu það sem þarf til að koma skipulagi á
líf þitt. Reyndu ekki að skerast úr leik heldur
leggðu þig allan fram.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þolinmæði þrautir vinnur allar og
það munt þú reyna eins og svo margir aðrir.
Ef þú undirbýrð þig vel muntu njóta ríkulega
í fyllingu tímans.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þetta er lukkudagurinn þinn og
þú ættir að gefa stjórnina frá þér. Nú færð
þú tækifæri til þess að sjá hve mikill kær-
leikur er í þínu lífi dagsdaglega.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú ert fullur af frábærum og skap-
andi hugmyndum núna. Hugsun þín er skörp
og þú ert tilbúinn til að takast á við hluti
sem þú reynir yfirleitt að forðast.
Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson:
Margan hrellir Móri sá.
Maður, sem er latur víst.
Viðarbolur vera má.
Á vegi grind í hliði snýst.
Guðrún Bjarnadóttir svarar:
Á drauginn Móra lítt mér líst,
en letidraugur er ég víst,
því furudrauginn dreg ég síst
um draug í hliði, ef ’ann snýst.
Sjálfur skýrir Guðmundur gát-
una þannig:
Dæll er ekki draugur sá.
Draugur letiblóð er víst.
Draugur viður vera má.
Í vegarhliði draugur snýst.
Þá er limra:
Í lifandi manna landi
mér líkar ei tölvufjandi,
að fást við þann draug
er fráleitt spaug
og megnar vart mennskur andi.
Og síðan ný gáta eftir Guðmund:
Rok er úti, rýkur sær,
rignir nú með látum,
máttarvöldin ólmast ær
og ekki er lát á gátum:
Í vindinn sóar sínu fé.
Sjómaður mjög fiskinn er.
Hygg að keðjukrókur sé.
Kannskı́ á þeirri slaki hér.
Við getum öll tekið undir með
Guðmundi þegar hann segir á
Boðnarmiði:
Drengirnir í góðum gír
glöddu landa sína,
nú er úti ævintýr
og allt í þessu fína.
Friðrik Dagur Arnarson er nýr á
Boðnarmiði og yrkir „Sumar
2018?“:
Regnið svæfir sólarbál
sést hér röðull enginn.
Sein mér þykja sumarmál
senn er júní genginn.
Gunnar J. Straumland orti á
þriðjudag:
Þó húm sé grátt er nálgast nátt
við niflsins gátt á kvöldin
mun sólin brátt á himni hátt
hylla máttarvöldin.
Einar Hjörleifsson orti:
Ég er maður lystarlaus,
líka nokkuð þunnur,
timburmenn minn hamra haus
hratt sem beykir tunnur.
Gömul vísa í lokin:
Bæld er inni búsæl hjörð,
bíður allt í dái.
Nú er hljótt á heimajörð
hvergi kvik á strái.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Fáir eru draugar dagljósir
Í klípu
„MÉR VAR BOÐIN GISTING HJÁ
LÖGREGLUNNI. AUÐVITAÐ SPURÐI ÉG
HVORT ÞAÐ VÆRI MÍNÍBAR.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„VILTU HORFA Á BÍÓMYNDINA EÐA EIGUM
VIÐ BARA AÐ HLÆJA AÐ FRÉTTUNUM?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þegar þú veist að
hann er að horfa á þig!
ÉG ER EKKI SÉR-
FRÆÐ INGUR Í NEINU...
SVO ÉG HEF
EKKERT AÐ SEGJA...
...ALLS
EKKERT...
EN SAMT
HELDURÐU
ÁFRAM AÐ
TALA!
MUNDU, HELGA, VIÐ
ERUM Í SAMA LIÐI!
ÉG
VEIT...
LIÐI Í
FALLHÆTTU
Það er ótrúlegt hvað það er hægt aðeyða miklum tíma í símanum,
ekki síst með skrolli á samfélags-
miðlum og lestri á ýmsu mismikil-
vægu efni sem þar birtist. Warren
Buffett var eitt sinn spurður að því
hvert væri leyndarmálið á bak við vel-
gengni hans. Hann benti á bókastafla
og sagði: „Lestu 500 blaðsíður eins og
þessar á dag. Þannig virkar þekking.
Hún byggist upp, eins og vaxtavextir.
Allir geta gert þetta en ég lofa ykkur
því að ekki margir munu gera það.“
x x x
Þetta hljómar næstum ómögulegtmarkmið svo það er hægt að
setja markið kannski aðeins neðar og
lesa 200 bækur á ári. Samkvæmt út-
reikningum blaðamanns Quartz þarf
miðað við meðalleshraða að eyða 417
klukkustundum í þann lestur. Það
hljómar mikið en staðreyndin er sú
að meðal-Bandaríkjamaðurinn eyðir
608 klukkustundum á ári á sam-
félagsmiðlum og 1.642 tímum í sjón-
varpsgláp. Víkverji veit að þetta á við
marga hérlendis líka. Sjálfur ákvað
hann að minnka samfélagsmiðl-
anotkun fyrr á árinu og árangurinn
varð mun meiri bóklestur en venju-
lega.
x x x
Nú að fótboltatengdu efni. HeimirHallgrímsson, landsliðsþjálfari
karlaliðs Íslands í knattspyrnu, hefur
heillað fólk rétt eins og landsliðs-
mennirnir sjálfir. Hann er yfirveg-
aður og hefur líka gefið þau skilaboð
að fleira sé mikilvægt en að vinna,
eins og til dæmis fjölskyldan. Lands-
liðsmennirnir fengu tíma til að hitta
fjölskyldur sínar og sjálfur hitti hann
sína eigin fjölskyldu skömmu fyrir
mikilvægan leik.
x x x
Núna er hann kominn aftur til Ís-lands. Sumir myndu kannski
byrja á því að taka sér frí, fara í
sumarbústað og láta renna í heita
pottinn en ekki Heimir. Hann er
mættur á Orkumótið í Vestmanna-
eyjum þar sem hann dæmir leiki í 6.
flokki karla í knattspyrnu. Hann er
frá Vestmannaeyjum og vanur að
dæma á þessu vinsæla fótboltamóti
og á virðingu skilið fyrir að mæta nú
sem fyrr. vikverji@mbl.is
Víkverji
Drottinn er góður, athvarf á degi neyð-
arinnar, hann annast þá sem leita
hælis hjá honum.
(Nahúm 1.7)
86
ÁRA
Starfsmannafatnaður
fyrir hótel og veitingahús
Hótelrúmföt og handklæði
fyrir ferðaþjónustuna
Eigum allt fyrir:
• Þjóninn
• Kokkinn
• Gestamóttökuna
• Þernuna
• Vikapiltinn
• Hótelstjórnandann
Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | sími 525 8210 | eddaehf@eddaehf.is | www.eddaehf.is
Allt lín fyrir:
Hótelið • Gistiheimilið
Bændagistinguna • Airbnb
Veitingasalinn • Heilsulindina
Þvottahúsið • Sérverslunina