Morgunblaðið - 30.06.2018, Qupperneq 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2018
✝ Jóhanna GuðnýÞórarinsdóttir
fæddist á Ríp í
Hegranesi 27.
ágúst 1921. Hún
lést á heimili sínu,
Frostastöðum, 20.
júní 2018.
Jóhanna var
næstelst tíu systk-
ina, sex bræðra og
fjögurra systra.
Foreldrar hennar
voru Þórarinn Jóhannsson og
Ólöf Guðmundsdóttir, bændur á
Ríp.
Jóhanna stundaði nám við
Héraðsskólann á Laugum frá
1939-1941. Vefnaðarnámskeið
sótti hún á Hússtjórnarskól-
anum á Hallormsstað vorið
1944. Jóhanna var um tíma ráðs-
kona hjá vegagerðarflokkum,
m.a. á Öxnadalsheiði.
Jóhanna giftist árið 1946
Frostastöðum til æviloka. Magn-
ús andaðist 3. febrúar 2013.
Jóhanna og Magnús eign-
uðust fjögur börn. Þau eru: 1)
Gísli, f. 1946, kennari, eiginkona
hans er Ólöf S. Arngrímsdóttir
kennari og eiga þau einn son.
Búa í Reykjavík. 2) Þórarinn,
bóndi á Frostastöðum, f. 1949,
kvæntur Söru Regínu Valdi-
marsdóttur kennara, þau eiga
fimm dætur og Sara á einn son.
3) Ólafur, f. 1951, vélvirki,
starfsmaður hjá Ístex í Mos-
fellsbæ, kvæntur Sigurlínu Snjó-
laugu Alexandersdóttur, hún
starfar hjá Dagvist barna, og
eiga þau þrjá syni. Búsett í
Kópavogi. 4) Guðrún Kristín, f.
1953, læknaritari, gift Gísla Sal-
ómonssyni byggingameistara og
eiga þau tvö börn. Búa á Húsa-
vík.
Jóhanna sinnti félagsstörfum
eins og títt var í sveitum, mest á
vegum kvenfélagsins og var þar
gjaldkeri um tíma.
Jóhanna verður kvödd frá
Sauðárkrókskirkju í dag, 30.
júní 2018, og hefst athöfnin
klukkan 13. Jarðsett verður á
Flugumýri.
Magnúsi Halldóri
Gíslasyni frá
Eyhildarholti í
Hegranesi. For-
eldrar hans voru
Gísli Magnússon og
Guðrún Þ. Sveins-
dóttir, ábúendur
þar. Sama ár hófu
þau Magnús búskap
á Frostastöðum þar
sem þau bjuggu fé-
lagsbúi með þrem-
ur bræðrum Magnúsar og þeirra
fjölskyldum. Árið 1977 fluttust
þau hjón til Reykjavíkur, en son-
ur þeirra, Þórarinn, og hans fjöl-
skylda tóku við búinu. Fyrstu ár-
in í Reykjavík sá Jóhanna um
mötuneyti starfsmanna í Osta-
og smjörsölunni en starfaði síð-
an lengst af við heimilishjálp hjá
Reykjavíkurborg. Árið 1994
fluttust þau hjón aftur norður í
Skagafjörð og héldu heimili á
Elsku hjartans amma Jóhanna
hefur kvatt. Ég finn eingöngu til
þakklætis í stað sorgar – en á eftir
að sakna hennar meira en ég get
komið í orð. Frostastaðir, mín
heimahöfn, verða aldrei samir án
hennar og það á eftir að taka
óskaplega langan tíma að venjast
því að geta ekki farið yfir í „gamla
hús“ og setið við eldhúsborðið hjá
ömmu og spjallað yfir kaffibolla
eða blaðað í dagblöðum, með Rás
1 í bakgrunninum. Hún kallaði
mig nöfnu sína, þar sem hún hét
fullu nafni Jóhanna Guðný, og það
er sárt að hugsa til þess að ég
heyri hana ekki segja það við mig
framar, með röddina fulla af hlýju.
Sú minning úr barnæsku sem
mér þykir allra vænst um er þegar
amma og afi á Fjólugötunni sendu
okkur pakka með rútunni, Norð-
urleið eins og hún hét, fullan af ný-
steiktum kleinum og ástarpung-
um, jólaköku, Cocoa Puffs,
kóngabrjóstsykri og rauðum epl-
um. Ekki af neinu tilefni, en það
var ávallt eins og það væru jólin
þegar þessar sendingar komu í
hús.
Seinna urðu afi og amma á
Fjólugötunni einfaldlega afi og
amma, þegar þau fluttu aftur til
baka til okkar á Frostastaði. Í
húsið þar sem þau ólu börnin sín
upp og þar sem pabbi og mamma
ólu (flestöll) okkur upp – og þar
sem amma kvaddi okkur svo
löngu seinna. Yngstu systur mínar
muna ekki eftir lífinu öðruvísi en
með þau í næsta húsi.
Sökum stöðugs flandurs á mér
erlendis hefur haf verið á milli
mín og ömmu seinustu 10 ár, en
ég hef komið heim oftar en einu
sinni og oftar en tvisvar á hverju
ári og séð hana reglulega. Nú
seinast bara fyrr í mánuðinum, en
þá kynnti ég hana fyrir litla fimm
mánaða syni mínum og fyrir þær
minningar verð ég að eilífu þakk-
lát. „Fallegt höfuðlag, hátt enni
og fullkomin eyru,“ voru orðin
sem hún lét falla um hann Ara
litla og ég var ekki sein á mér að
skrifa þau hjá mér svo hann ætti
það um hana langömmu sína sem
hann hitti einu sinni þegar hann
var bara peð.
Elsku amma. Ég er svo glöð að
þú leyfðir mér að koma og kveðja
þig áður en þú fórst. Leyfðir okk-
ur öllum að kveðja þig. Það er
kannski langsótt eða klisjukennt
að kalla þig fullkomna en í mínum
augum varstu fullkomin, og ég
veit að ég tala líka fyrir hönd
systra minna. Þú varst sú allra
besta og hjartahlýjasta mann-
eskja sem ég hef á ævi minni hitt
og mér og okkur svo dýrmæt
fyrirmynd. Við erum öll svo hepp-
in að hafa átt þig að í öll þessi ár og
þú hefur verið svo stór hluti af lífi
okkar allra, foreldra minna og
systkina. Við systurnar elskum
þig svo afskaplega mikið, elsku
amma Jóhanna, og ég veit að þú
vissir það vel. Það er góð tilhugs-
un, sem yljar, og við kveðjum þig
glaðar og þakklátar.
Herra Jesú hjá mér ver
hallar degi rökkva fer.
Leið þú mig er ljósið dvín
líka þegar sólin skín.
(Valdimar Snævarr)
Takk fyrir samveruna amma
mín. Dreymi þig ljósið, og sofðu
rótt.
Guðný Ebba Þórarinsdóttir.
Elsku besta amma Jóhanna
hefur kvatt okkur í bili, og þó að
ég sé fullviss um að við munum
hittast aftur þá er sorgin og tóma-
rúmið mikið. Ég er svo þakklát
fyrir að hafa þekkt og fengið að
eiga ömmu mína að svona lengi, í
heil 26 ár. Eitt af því fyrsta sem ég
hugsaði þegar ég kom heim á
Frostastaði í sumarfrí núna í lok
maí var hversu mikil gæfa það
væri að geta ennþá heimsótt hana
í fallegu íbúðina hennar og afa, að
sumt breyttist aldrei. Að mörgu
leyti var nefnilega alltaf eins og
tíminn stæði kyrr þar. Fastir liðir
eins og venjulega; spjall og kaffi
við eldhúsborðið, útvarpið á hæsta
styrk og haugar af Mogganum úti
um allt. Amma spurði frétta af
vinum og vandamönnum, hverjir
ættu barn, hversu mörg og hvað
þau hétu, hvað allir væru að gera
og í hvaða löndum þessi og hinn
byggi núna. Elsku ömmu minni
var svo annt um fólkið sitt, stofan
hennar er full af fjölskyldumynd-
um því að hún vildi hafa þau hjá
sér. Öll þessi afrek hennar og öll
þessi ást og umhyggja skilaði sér
líka því að hún kveður þetta líf
elskuð af svo mörgum. Það er okk-
ur sem eftir stöndum huggun
harmi gegn og ég vona innilega að
hún hafi vitað það.
Elsku amma mín, takk fyrir að
þú passaðir mig og Þóru eftir skól-
ann þegar við vorum litlar. Takk
fyrir veiðimann og ólsen ólsen við
eldhúsborðið, fyrir pappír og liti,
fyrir hrossakjötsafganga og karrí
klukkan sjö á miðvikudagskvöld-
um þegar Vitinn var í útvarpinu,
fyrir bænirnar, sögurnar, kakóið,
kleinurnar, jólakökurnar og her-
togakökurnar. Takk fyrir að ég
gat alltaf flutt yfir til þín í hitt hús-
ið þegar ég var sex ára og fékk
reiðiköst á pabba og mömmu. Og
elsku amma mín, takk fyrir að þú
tókst mark á mér þegar ég sem
barn og unglingur fékk hræðslu-
og kvíðaköstin mín. Takk fyrir að
þú nenntir að hugga mig, faðma
mig og róa þegar ég hélt að heim-
urinn væri að hrynja. Þú varst
minn tryggasti punktur og ómet-
anleg. Ég er svo glöð fyrir að ég
fékk að kveðja þig.
Við sjáumst aftur elsku amma
mín. Mér þykir svo vænt um þig.
Þín
Brynhildur.
Þá er hún elsku amma mín Jó-
hanna dáin. Farin að hitta þá ást-
vini sem á undan eru farnir, á ein-
hverjum góðum stað, það var hún
alveg viss um. Hún skildi við í
rúminu sínu á Frostastöðum, um-
kringd fólki sem elskaði hana mik-
ið. Sólríkur og fallegur dagur,
barnabarnabörn að leika sér inni í
stofu. Allt svo eðlilegt og friðsælt
og fallegt. Alveg eins og hún.
Amma Jóhanna var frábær
manneskja. Yndislega góð og hlý
og hafði alltaf tíma fyrir mann.
Hún var endalaust jákvæð, fann
björtu hliðarnar í öllum aðstæðum
og góðu hliðarnar á fólki. Talaði
aldrei illa um nokkurn mann. Og
svo þakklát og glöð fyrir stórt sem
smátt, það var svo fallegt og hvetj-
andi. Góð í gegn.
Takk fyrir allt elsku amma, það
er ómetanlegt að hafa fengið að
hafa þig í næsta húsi svona lengi.
Það er tómlegt hérna án þín en við
sjáumst aftur seinna.
Þín
Steinunn.
Það er komið að því að kveðja
elskulega ömmu mína, Jóhönnu
Guðnýju Þórarinsdóttur, þessa
yndislegu konu sem ég var svo
heppin að fá að búa hjá sl. ár og
heppin að eiga sem ömmu.
Eins og mér getur leiðst að lesa
eða hlusta á ofhlaðnar lofræður
um látna einstaklinga get ég ekki
séð hvernig ég öðruvísi get minnst
hennar en akkúrat svoleiðis. Hún
amma mín var einstök manneskja.
Þetta vita allir sem hana þekktu.
Hún talaði aldrei illa um nokkurn
mann og hún átti alltaf allan
heimsins tíma og kærleika handa
okkur sem vildum einmitt bara
það. Nóg af tíma í kaffi og spjall og
stundirnar í eldhúsinu og nærver-
an við ömmu gerðu mann að betri
manneskju.
Það var amma sem kenndi mér
að lifa í núinu. Hún dvaldi ekki í
fortíðinni né hljóp á undan sjálfri
sér, heldur naut hún augnabliks-
ins með fólkinu sínu.
Síðasta árið er búið að vera
dásamlegt hjá okkur þremenning-
unum, mér, Edu og ömmu. Við er-
um búin að skemmta okkur kon-
unglega og hlæja mikið saman.
Amma talaði stöðugt íslensku við
„Edrú“, gleymdi því jafnóðum að
hann skildi ekki það sem hún sagði
og hafði mjög gaman af því að
segja honum sögur frá Ríp og fara
með kvæði fyrir hann. Hægt og
rólega fór Edu nú bara að skilja
meira og meira og það var
óborganlegt að hlusta á þeirra
samræður.
Mér hlýnar í hjartana að hugsa
til þess að amma hafði það svona
gott, eins og ég veit að hún gerði al-
veg fram á hinstu stund. Ég er svo
þakklát fyrir að hafa tekið þátt í því
verkefni. Amma hugsaði um annað
fólk alla sína ævi og átti ekkert
minna skilið en að fá endurgoldna
þá þjónustu. Hún var svo yndislega
þakklát alla daga fyrir að fá að búa
heima hjá sér og ráða sér sjálf.
Innan um sína eigin hluti og á sín-
um hraða. Mér fannst svo gaman
að vera með henni.
Hún hafði svo létta lund og
missti aldrei húmorinn fyrir sjálfri
sér. Hún var svo blíð og kærleg við
okkur alltaf og það var sérlega
mikill innblástur að búa með konu
á tíræðisaldri sem var svona lífs-
glöð og jákvæð.
Síðustu mánuði erum við búin
að fylgjast með því hvernig líkam-
inn hægt og rólega slekkur á sér –
gangur lífsins er óumflýjanlegur.
Amma var ekki hrædd við að
deyja af því hún vissi alveg hvert
hún væri að fara. Miðvikudagur til
moldar og það er ekki vafi í mínum
huga að þetta gerðist allt ná-
kvæmlega eins og það átti að ger-
ast.
Það er huggun í söknuðinum að
hugsa til þess að amma fékk að
deyja í rúminu sínu á Frostastöð-
um, umvafin okkur, elskunum sín-
um, friðsælt og kvalalaust. Ég veit
að afi hefur tekið vel á móti henni
og verið glaður að fá hana til sín.
Takk fyrir allt það fallega sem
þú hefur kennt mér elsku besta
amma mín – ég sakna þín á hverj-
um degi.
Sól er úti – sól er inni – sól í
sinni.
Þín
Inga Dóra.
Jóhanna Guðný
Þórarinsdóttir
Davíð
útfararstjóri
551 3485 - www.udo.is
Óli Pétur
útfararstjóri
Yndislegi sonur minn, bróðir, mágur og
frændi,
VIGNIR MÁR EINARSSON,
lést í Danmörku mánudaginn 11. júní.
Útför fer fram frá Langholtskirkju 3. júlí
klukkan 15.
Sveinbjörg Steingrímsdóttir
Ingvar Ellert Einarsson
Róbert Jónsson Hrefna Grétarsdóttir
Ragnar Ingi Einarsson Gunnhildur B. Jónasdóttir
og bræðrabörn
Ástkær systir okkar, mágkona og frænka,
RAGNHEIÐUR ARNOLDSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Boðaþingi 7 í
Kópavogi sunnudaginn 24. júní. Útförin fer
fram frá Selfosskirkju miðvikudaginn 4. júlí
klukkan 14.
Guðmundur P. Arnoldsson Hildur Einarsdóttir
Björn Arnoldsson Elín Eyfjörð Guðmundsdóttir
Ásgeir Arnoldsson Gunndóra Viggósdóttir
og systkinabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
JÓNA KRISTJANA JÓNSDÓTTIR
hárgreiðslumeistari,
lést á Landspítalanum mánudaginn 25. júní.
Útförin fer fram frá Garðakirkju þriðjudaginn
3. júlí klukkan 15.
Jón Kristján Johnsen Sigrún Gunnarsdóttir
Hannes Johnsen
Lárus Kristján Johnsen
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, fósturfaðir,
bróðir, afi og langaafi.
ÞÓRÓLFUR ÁGÚSTSSON,
verslunarmaður og fl.
frá Vík í Stykkishólmi,
lést á dvalarheimilinu Sunnuhlíð
mánudaginn 25. júní. Útför hans fer fram
frá Bústaðarkirkju mánudaginn 2. júlí klukkan 13.
Ágúst Magni Þórólfsson Ásta Júlía Hreinsdóttir
Erla Þórólfsdóttir
Valgerður Kristjánsdóttir
Hrafnhildur Ágústsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur sonur okkar, bróðir, mágur,
barnabarn og frændi,
SIGURJÓN VALGEIR HAFSTEINSSON,
jarðfræðingur,
Hellishólum 7, Selfossi,
verður jarðsunginn frá Selfosskirkju
mánudaginn 2. júlí kl. 14.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Rauða krossinn í
Árnessýslu eða björgunarsveitirnar í Árnessýslu.
Hafsteinn Jónsson Erla Guðlaug Sigurjónsdóttir
Steinar Hafsteinsson Kristrún Elsa Harðardóttir
Guðlaug S. Hafsteinsdóttir Sigurjón Þór W. Friðriksson
Anna Rakel Steinarsdóttir
Guðlaug Sigurðardóttir Sigurjón Þór Erlingsson
og aðrir aðstandendur
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
BJARNI KRISTJÓN SKARPHÉÐINSSON
rafvirkjameistari,
Borgarnesi,
lést föstudaginn 22. júní. Útförin fer fram frá
Borgarneskirkju fimmtudaginn 5. júlí klukkan 14.
Sigrún Dagmar Elíasdóttir
Guðmundur Karl Bjarnason María Gína Bjarnason
Ingibjörg Elín Bjarnadóttir Jón Ástráður Jónsson
Inga Vildís Bjarnadóttir Sveinbjörn Eyjólfsson
Berglind Bára Bjarnadóttir Magnús Helgi Kristjánsson
barnabörn og barnabarnabörn