Morgunblaðið - 30.06.2018, Side 41

Morgunblaðið - 30.06.2018, Side 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2018 VIÐTAL Nína Guðrún Geirsdóttir ninag@mbl.is Jói Pé og Króli eru ungstirni í ís- lensku hipphopp-senunni sem skut- ust hratt upp á stjörnuhimininn síð- astliðið haust með hressandi textum og þéttum töktum. Á tæpu ári hafa þeir gefið út tvær plötur sem sam- anlagt hafa yfir 10 milljónir hlustana á streymisveitunni Spotify, sem er gríðarlega góður árangur ef miðað er við aðra íslenska tónlistarmenn. Lag þeirra „B.O.B.A.“ sló í gegn á mynd- bandasíðunni Youtube síðast- liðið haust og allir og amma þeirra trylltust yfir gríp- andi taktinum og hressandi texta um unglingsást. Sjálfir eru þeir Jóhannes Damian Patreksson og Kristinn Óli Péturs- son, sem ganga undir listamanna- nöfnunum Jói Pé og Króli, vel niðri á jörðinni. Þegar blaðamaður hitti þá í stúdíói þeirra var Jói Pé seinn til, en hann hafði verið í ræktinni og tafðist. Á meðan við biðum eftir Jóa spilaði Kiddi, eins og hann er kallaður, fót- boltaleik í FIFA við bróður sinn í leikjatölvu. Allt eins og það á að vera. Við setjumst niður í sófa í stúdíó- herbergi þeirra þar sem þeir hafa verið með aðstöðu frá því í janúar. Þegar þeir eru spurðir út í gríðar- legar vinsældir sínar hér á landi segj- ast þeir hreint ekki hafa nein svör. „Ég hef ekki hugmynd, hreinlega veit ekki af hverju við urðum svona vinsælir. Þetta er mér hulin ráðgáta,“ segir Kiddi. Jói tekur undir og telur það líklega sambland af nokkrum hlutum, ekki sé eitt rétt svar við því. Stór rappsena á landinu Engu að síður virðist vera mark- aður á Íslandi fyrir íslenskt rapp ef marka má topplista íslenskrar tón- listar í dag þar sem íslenskir rapp- arar og hipphop-listamenn ráða ríkj- um. Jói segir þá félaga leitast við að fara eigin leiðir í þessu sem öðru: „Það eru mjög margir að rappa í dag, hún er orðin svo stór þessi hipphopp- sena, þess vegna langar okkur að fara nýjar leiðir.“ Aðspurðir hvort þeir líti sem svo á að þeir séu að höfða til heillar kyn- slóðar taka þeir ekki undir það. „Það er fullt af ungu fólki sem fílar okkur ekki og við erum lítið að pæla í því. Við heyrðum umræðu um daginn í útvarpinu þar sem verið var að ræða það hvort það skaðaði ímynd okkar að vera í spilun á Bylgjunni. Mér finnst það fáránlegt, við erum ekki að gefa út tónlist fyrir einhverja aðra, þetta er á okkar forsendum svo það skiptir ekki máli hver hlustar á okk- ur. Það er bara snilld ef eldra fólk fíl- ar okkur,“ segir Kiddi. Skammdegi og núvitund Önnur plata þeirra, Afsakið hlé, kom út í mars og fylgir eftir plötunni Gerviglingur sem kom út í sept- ember á síðasta ári. Á Afsakið hlé tóku þeir örlítið breytta stefnu en lögin eru mörg hver alvörugefnari og strákarnir líta heldur inn á við ef eitt- hvað er, textarnir fjalla í meira mæli um leitina að sjálfum sér og að lifa í núinu. Að þeirra sögn var Afsakið hlé „konseptplata“, sem þeir gerðu með- fram miklum önnum við tónleikahald, yfir sex mánaða tímabil. „Við fórum í gegnum allan skalann. Á þessum tíma var klikkað að gera hjá okkur, vorum að spila tíu sinnum á dag. Svo vorum við búnir á því í sveittu stúdíói frameftir. Þetta hafði auðvitað áhrif á útkomuna,“ segir Jói. Kiddi bætir við að platan fjalli aðallega um þeirra daglega líf og tilfinningar. „Það mætti segja að þessi plata endur- speglaði svolítið nútvitund, það er kannski lítið um karaktereinkenni, við erum meira að yrkja og tala um það sem var að gerast á þeirri stundu. Hvernig okkur leið og hvað við vorum að gera. Kannski mun platan ekki eldast vel því hún nær bara yfir ákveðið tímabil hjá okkur sem unglingum, en kannski, maður veit aldrei.“ Þá segja drengirnir að skamm- degið hafi náð til þeirra í vetur sem geti útskýrt stemninguna á plötunni. „Við áttuðum okkur á því einn daginn að við værum að gera mjög „dark“ tónlist. Skammdegið er ekkert grín, þetta var náttúrlega í desember og janúar.“ Hæfileikar á ýmsum sviðum Strákarnir hafa undanfarið verið í góðu fríi en í vor stimpluðu þeir sig út úr hinu hefðbundna lífi sem fylgir því að vera tónlistarmaður. „Það er búið að gera okkur mjög gott, við höfum verið að finna okkur svolítið,“ segir Kiddi. Í millitíðinni hafa þeir sinnt öðrum áhugamálum sem eru ófá. Jói spilar með ungmennaliði Hauka í handbolta og Króli hefur gengið til liðs við utandeildarlið í fótbolta. Þeir segjast ekki vilja einskorða sig við tónlistina, enda liggja hæfileikar þeirra á ýmsum sviðum; Kiddi hefur mikinn áhuga á leiklist og Jói þykir góður listmálari. Hann segir ekki úti- lokað að hann fari í atvinnumennsku í íþróttum: „Mig langar að vera bæði atvinnuhandboltamaður og listamað- ur. En þetta tvennt passar ekki vel saman því miður. Mér finnst mjög gaman í handbolta og langar að halda áfram að spila, svo togar tónlistin í mig og ég vil halda áfram að mála. Þetta verður eitthvert púsl,“ segir Jói og hlær. „Ef það er einhver í heiminum sem getur tæklað það, þá er það Jóhannes,“ segir Kiddi, sem hefur greinilega tröllatrú á félaga sínum. Fyrst er þó að klára fram- haldsskóla en þeir sækja báðir fram- haldsskóla á veturna og eiga líkast til rúmlega eitt ár eftir af námi. Í kjölfar vinsældanna þurftu þeir mikið frá að hverfa frá skólanum og ákváðu að taka sér ekki pásu. Þeir hafa ekki áhyggjur af því að fá innblástur að nýju efni eftir pásuna: „Um leið og við erum komnir í rútínu með að gera tónlist eða listsköpun þá held ég að það verði eitthvað algjörlega nýtt og flott,“ segir Kiddi. Gaman að pæla í tungumálinu Þegar rappsveitin XXX Rott- weilerhundar steig fram á sjónar- sviðið í upphafi 20. aldar vöktu textar hennar mikla athygli en þeir þóttu beittir og sýndu jafnframt að texta- smiðirnir höfðu gott vald á tungumál- inu. Aðspurðir hvort rímur og orða- notkun þeirra hafi blundað í þeim í gegnum tíðina segjast þeir hafa áhuga á tungumálinu og þá sér í lagi Kiddi: „Mér finnst gaman að pæla í tungumálinu og íslenska er örugg- lega mitt uppáhaldsfag. Ég hef sterk- ar skoðanir á notkun tungumálsins og hvernig við ættum að halda því á lífi. Ég myndi ekki nenna að pæla í að skrifa og yrkja á málinu nema ég hefði áhuga á því,“ segir Kiddi. Jói segir að amma sín hafi verið íslensku- kennari sem hafi kennt honum ís- lensku í grunnskóla í mörg ár og kveikt með honum áhuga á tungu- málinu. Blaðamaður spyr í kjölfarið hvort rapparar þurfi ekki að hafa gott vald á íslenskri tungu til að geta flutt rím- ur. „Jú eitthvað, en það er líka hægt að gera lag með takmörkuðum orða- forða,“ segja þeir og það geti því ver- ið persónubundið eftir hverjum og einum. Vilja feta nýjar brautir Nú eru þeir að vinna að nýju efni þar sem þeir fara ótroðnar slóðir. „Ég held að þetta sé okkar tilhneig- ing í að vilja prófa nýja hluti og teygja eins og við getum á hugtakinu hipphopp-listamaður. Við viljum ekki flokka okkur sem bara hipphopp- artista, við erum að gera bæði aðra hluti og öðruvísi tónlist,“ segir Króli og Jói bætir við að eitt lagið sem þeir hafi gert á Afsakið hlé geti varla tal- ist hipphopp. En hver er þeirra framtíðarsýn? „Mig dreymir um að geta lifað á list- inni og alltaf geta komið að tónlist- inni aftur þegar mig langar, að þurfa ekki að gera plötu til að halda mér á lífi, við erum sammála um þetta. Við höfum svo mörg önnur áhugamál og viljum því kannski ekki festa okkur í tónlistinni. Þó hún verði alltaf stór partur af okkur,“ segir Kiddi. Það má telja líklegt að engin lognmolla verði í kringum þessa ungu og frjóu lista- menn í framtíðinni. „Snilld ef eldra fólk fílar okkur“  Önnur plata Jóa Pé og Króla, Afsakið hlé, var alvörugefin konseptplata unnin í skammdeginu  Eru í pásu eftir mikla törn og tvær plötur  Vilja teygja á hugtakinu hipphopp-listamaður Morgunblaðið/Eggert Listrænir Jói Pé og Króli segjast vilja fara ótroðnar slóðir og ekki einskorða sig við hipp- hopp eða tónlist. ICQC 2018-20 DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 1001 - VÍÐÞEKKT ÞÆGINDI Byggt á fyrsta DUX rúminu sem var framleitt árið 1926, þetta er sannarlega það sem draumar eru byggðir á.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.