Morgunblaðið - 03.07.2018, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 3. J Ú L Í 2 0 1 8
Stofnað 1913 154. tölublað 106. árgangur
HALLAR VERULEGA
Á KARLKYNIÐ Á
TÓNLEIKUNUM Í ÁR ÁTTRÆÐ PERLA
GEFUR LAUNIN
Á HM TIL GÓÐ-
GERÐARMÁLA
REYKJARFJARÐARLAUG HEILLAR ENN 12 KYLIAN MBAPPÉ ÍÞRÓTTIRHÁTÍÐ Í SKÁLH0LTI 30
500 SÆTI Á 5.000 KR.
Fyrstur kemur,
fyrstur fær
Fljúgðu innanlands.
Bókanlegt í dag frá kl. 10:00 til miðnættis.
Ferðatímabil: 1.–31. ágúst.
Morgunblaðið/Eggert
Tjaldsvæði Gagnrýnt er að of þétt sé á
milli húsbýla í Laugardal. Það skapi hættu.
Brunavörnum á tjaldsvæðinu í
Laugardal er ábótavant. Þetta eru
niðurstöður úr eldvarnaskoðun
Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæð-
inu. Þá er reglum Mannvirkjastofn-
unar ekki fylgt eftir.
„Það er bara allt í rugli þarna,“
segir Sigurmar Davíð Gíslason, sem
hefur búið á tjaldsvæðinu síðan í
september. Hann kveðst ósáttur við
ástandið og hefur kvartað við
starfsfólk tjaldsvæðisins. „Ég er bú-
inn að tala við þau nokkrum sinnum
en það er aldrei neitt gert í mál-
inu,“ segir Sigurmar. Eftir því sem
hann kemst næst hefur nálægð hús-
bílanna áhrif á tryggingar hans.
„Ef ekki er hugsað um bilið á milli
húsbílanna getur það orðið til þess
að tryggingarnar mínar falli úr
gildi og ég fengi ekkert bætt ef
kviknaði í.“ »4
Brunavörnum á
tjaldstæði í Laugar-
dal ábótavant
Eitt starf dugar ekki
» Laufey Elísabet Gissurar-
dóttir, formaður Þroskaþjálfa-
félags Íslands, segir marga fé-
lagsmenn þurfa að vinna tvö
störf til að láta enda ná saman.
Leiðrétta þurfi launin.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður
kjaranefndar Ljósmæðrafélags Ís-
lands, segir könnun meðal ljósmæðra
benda til að meirihluti þeirra telji eðli-
legt að fá 671 þúsund í grunnlaun. Til
samanburðar hafi nýjar ljósmæður
nú 461 þúsund í grunnlaun en þær
reyndustu mest 611 þúsund í lok
starfsævinnar að loknum öllum nám-
skeiðum.
Samkvæmt vef stjórnarráðsins
höfðu ljósmæður að meðaltali 573
þúsund í dagvinnulaun að meðaltali í
fyrra. Hugmyndir ljósmæðra um
grunnlaun eru 17% hærri laun.
Alltof fjarri læknum í launum
Katrín Sif segir að leiðrétta þurfi
laun ljósmæðra. Þær standi t.d. alltof
langt að baki læknum í launum. Ljós-
mæður höfðu að meðaltali 848 þúsund
í heildarlaun í fyrra en félagar í
Læknafélagi Íslands um 1.500 þúsund.
Formenn Geislafræðingafélags Ís-
lands og Þroskaþjálfafélags Íslands
taka í sama streng. Hækka þurfi
grunnlaun mikið. Vaktaálagið sé slít-
andi og álagið of mikið.
Grunnlaunin hækki mikið
Ljósmæður telja eðlilegt að hafa 671 þúsund í grunnlaun Til samanburðar
höfðu þær 573 þúsund í grunnlaun að meðaltali í fyrra Vilja nálgast lækna
MLjósmæður geti lifað … »2, 10
Vætutíðin suðvestanlands frá því í vor hefur gert
það að verkum að grassláttumenn Reykjavíkur-
borgar hafa haft meira en nóg að gera. Hér er
verið að slá bletti meðfram Hringbrautinni.
Vinnuaðstæður eru ekki alltaf skemmtilegar í
rigningunni, en þetta er dugnaðarfólk sem er í
starfinu og kippir sér ekki upp við vætuna. Veð-
urspáin fyrir fimmtudaginn lofar sól og þurrki í
Reykjavík, en aftur á að rigna á laugardaginn.
Sól og þurrviðri spáð í Reykjavík á fimmtudaginn
Morgunblaðið/Hari
Mikill sláttur í vætutíðinni suðvestanlands
Gott andrúms-
loft var á Lands-
móti hestamanna
í Víðidal í gær
þrátt fyrir rign-
ingarveður. Fyr-
ir hádegi var
keppt í B-flokki
klárhesta og
varð Nökkvi frá
Syðra-Skörðugili
hæstur, en hann
var einnig sigurvegari á lands-
mótinu 2016. Síðdegis var forkeppni
í ungmennaflokki sem er knapar á
aldrinum 18-21 árs. Alls kepptu 89
ungmenni. Í dag verður forkeppni í
A-flokki á aðalvellinum og byrjar
hún kl. 8:30 og stendur til 15:15. Eft-
ir hlé hefjast milliriðlar í barna-
flokki sem standa yfir fram á kvöld.
Á kynbótavellinum hefst dagskrá
8:45 með framhaldi á kynbótasýn-
ingum sex vetra hryssa. »14-15
Gott andrúmsloft á
móti hestamanna
Landsmót Elsti og
yngsti knapinn.