Morgunblaðið - 03.07.2018, Blaðsíða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2018
Vinir í bæjarferð Vel hærðir félagar á göngu á verslunargötu í miðbæ Reykjavíkur þar sem mannlífið er oftast nær fjölskrúðugt þótt veðrið geti verið grámóskulegt, jafnvel um hásumarið.
Eggert
Til þess að ná ár-
angri í knattspyrnu
þarf góða liðsheild,
aga, leikskipulag,
vinnusemi, stolt og
leikgleði. Íslenska
knattspyrnulandsliðið
hefur farið eftir þess-
ari formúlu og náð
framúrskarandi og
eftirtektarverðum ár-
angri. Íslenska karla-
landsliðið er nú komið
heim eftir þátttöku í heimsmeist-
aramótinu í knattspyrnu í Rúss-
landi. Þetta er frábær árangur
sem er einstakur í sinni röð og fer
á spjöld sögunnar sem einn af
merkustu atburðum á þessari öld.
Mikilvægt er að stjórnmálamenn
og embættismenn landsins taki
upp þessa vinningsformúlu sem
gæti bætt verulega rekstur ríkis
og sveitarfélaga.
Ísland er einstakt land vegna
legu sinnar, menningar, íslenskrar
tungu, ómengaðar náttúru, nátt-
úruauðlinda og hæfileikaríkra Ís-
lendinga á mörgum sviðum. Styrk-
leikar landsins felast einnig í
smæð landsins, íbúafjölda og vel-
menntuðum Íslendingum á fjöl-
mörgum sviðum.
Einnig hefur árangur
landsliða Íslands í
íþróttum karla og
kvenna vakið mikla
eftirtekt um allan
heim.
Ísland er ríkulega
búið náttúru-
auðlindum sem eiga
eftir að margfaldast í
verðmætum á þessari
öld, s.s. vatn, end-
urnýjanleg orka,
hreinar fiskafurðir,
lífrænn landbúnaður
og hreint loft. Náttúra landsins er
einstök en íslensk víðerni og óvið-
jafnaleg náttúrufegurð munu leiða
til óendanlegrar eftirspurnar sem
verður að stjórna með stefnu-
mörkun til lengri tíma með hags-
muni landsins að leiðarljósi. Sókn-
arfæri landsins eru óendanleg í
verðmætasköpun á næstu áratug-
um vegna legu landsins og auð-
linda sem eru eftirsóknarverð í
heimi þar sem neyslan er stjórn-
laus á kostnað náttúrunnar og
landgæða. Af þessari upptalningu
má ráða að fjársjóður Íslands er
mikill horft til framtíðar og með
skýrri framtíðarsýn og leiðtoga-
færni getum við náð árangri á
heimsmælikvarða.
Skýr framtíðarsýn og leið-
togafærni býr til vinningslið
Mikilvægustu þættir í rekstri
fyrirtækja og stofnana á næstu
áratugum eru skýr framtíðarsýn
og leiðtogafærni þeirra sem
stjórna. Verulegur skortur er á
þessum hæfileikum hjá ýmsum
stjórnmálamönnum og embætt-
ismönnum ríkis og sveitarfélaga.
Þetta leiðir til þess að á hverju ári
er fjármunum eytt stjórnlaust án
nokkurrar vitrænnar hugsunar.
Hámarksnýtingu á meðferð fjár-
muna sem skattgreiðendur lands-
ins greiða til samfélagsins þarf að
umgangast með meiri virðingu.
Yfirskrift greinarinnar, sem gefur
til kynna að góð sending á slakan
leikmann sé slök sending, er ekk-
ert ólík stjórnmálunum þar sem
fjársjóður Íslands virðist ekki
vera nýttur á sem bestan hátt
vegna skorts á stefnumörkun og
framtíðarsýn. Á næstu árum mun
krafa almennings og skattgreið-
anda um betri meðferð almanna-
fjár og betri nýtingu á fjármunum
að hætti hinnar hagsýnu hús-
móður aukast. Mikilvægt er að
þekking á stefnumörkun til langs
tíma og leiðtogafærni sé hjá
stjórnmálamönnum og embættis-
mönnum. Í mikilvægustu mála-
flokkunum menntamálum,
heilbrigðismálum og samgöngu-
málum virðist skorta framtíðarsýn
og alla stefnumörkun til langs
tíma. Þessir þrír málaflokkar
nema samtals um 65% af ríkisút-
gjöldum sem nema um 818 ma.kr.
Mjög mikilvægt er að ná góðum
tökum á þessum málaflokkum með
hagræðingu og skarpri framtíð-
arsýn. Í ljósi þess sem er að ger-
ast hjá Reykjavíkurborg, sem er
skuldsett fyrir ofan öll lögleg við-
mið, þyrfti að setja skorður við að
sami einstaklingur geti verið
borgarstjóri lengur en í átta ár.
Þrátt fyrir stórtap forystunnar í
Reykjavíkurborg er samt reynt að
halda völdum þrátt fyrir stórsigur
annarra stjórnmálaflokka.
Opinber stjórnsýsla á Íslandi
þarf að búa til öflugt vinningslið
með meiri árangri og betri með-
ferð fjármuna.
Opinber stjórnsýsla á Íslandi
þarf að fara í gegnum mikla
endurskipulagningu og hagræð-
ingu á næstu árum vegna aukinna
krafna skattgreiðenda og almenn-
ings um meiri árangur og betri
meðferð fjármuna. Íslensk stjórn-
sýsla þarf að fara í allsherjar-
naflaskoðun í breyttu umhverfi
með hagræðingu, skýrri framtíð-
arsýn og aukinni leiðtogafærni. Í
stafrænni veröld er hægt að ná
mun meiri árangri, en einstakar
opinberar stofnanir hafa náð fram-
úrskarandi árangri á því sviði.
Með skýrri framtíðarsýn og leið-
togafærni er hægt að ná mikilli
hagræðingu og aukinni verðmæta-
sköpun í opinberum rekstri á
mörgum sviðum. Vonandi munu
allir slakir leikmenn í opinberri
stjórnsýslu taka ofangreint til sín
og bæta sig þannig að góð sending
verði góð sending á góðan leik-
mann en þannig næst árangur til
lengri tíma og til verður öflug liðs-
heild og vinningslið sem getur
lækkað ríkisútgjöld og skatta.
Eftir Albert
Þór Jónsson » Í mikilvægustu
málaflokkunum
menntamálum, heil-
brigðismálum og
samgöngumálum
virðist skorta framtíð-
arsýn og alla stefnu-
mörkun til langs tíma.
Albert Þór
Jónsson
Höfundur er viðskiptafræðingur með
MCF í fjármálum fyrirtækja og 30
ára starfsreynslu á fjármálamarkaði.
Góð sending á slakan leikmann er slök sending