Morgunblaðið - 03.07.2018, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2018
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
„Það er mjög ánægjulegt að nú eru
fleiri farnir að útskrifast úr fram-
haldsskóla. Við þurfum að fjölga
þeim sem útskrifast og erum að sjá
jákvæða tölu hvað það varðar,“
segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta-
og menningarmálaráðherra, en í
nýlegri úttekt Hagstofu kemur
fram að hlutfall nemenda sem klár-
uðu framhalds-
skóla á fjórum
árum var 52%
árið 2016, sem er
aukning frá fyrri
árum. Lilja segir
markmiðið að
hækka hlutfallið
upp í 60%.
Þá kemur
fram hjá Hag-
stofu að hlutfall
innflytjenda sem
útskrifast á fjórum árum sé um
29%. Lilja bendir á að hlutfall
brautskráðra innflytjenda sé tölu-
vert hærra nú en á síðastliðnum
árum. Hlutfallið sé 29% núna en
það hafi verið 16% árið 2007. Það
sé um 80% aukning á níu árum.
„Við viljum að öll börn sem
sækja nám á Íslandi hafi jöfn tæki-
færi. Þess vegna hafa þeir nem-
endur sem eru líklegir til að hverfa
frá námi á framhaldsskólastiginu
verið að fá aukna aðstoð núna í
ár,“ segir Lilja. Aukafjármagn var
sett í stærðfræði- og íslensku-
kennslu til að styðja betur við
nemendur í brotthvarfshættu, að
sögn Lilju.
Þróunarstyrkjum úthlutað
„Þeir sem þurfa að bæta sig í
stærðfræði og íslensku eru líklegri
til að hverfa frá námi á framhalds-
skólastigi, það er ákveðið forspár-
gildi þar. Þess vegna var fjármun-
um sérstaklega beint þangað.“
Þá var þróunarstyrkjum úthlut-
að til framhaldsskólanna til þess að
þróa aðgerðir sem miða að því að
draga úr brotthvarfinu, að sögn
Lilju. Síðasta úthlutunin fyrir
þessa þróunarstyrki, þar sem ein-
blínt er á brotthvarfið, hafi verið
fyrir árin 2018 og 2019.
Menntamálastofnun vann grein-
ingu í febrúar sl. um þarfir nem-
enda með íslensku sem annað
tungumál og meðal þess sem fram
kom í henni voru tillögur til úrbóta
á íslenskukennslu sem annað mál.
Þá var lagt til að starfshópur sem
sinnti þeim málum sérstaklega yrði
skipaður.
Lilja segir að starfshópur hafi
verið skipaður í menntamálaráðu-
neytinu sem vinni nú að því að
greina brotthvarf úr framhalds-
skólum, helstu ástæðum þess og
hvernig megi enn frekar vinna að
því að draga úr brotthvarfi úr
framhaldsskólum.
Stefnt á að 60%
brautskráist á
réttum tíma
Brotthvarf úr framhaldsskólum fer
minnkandi Menntamálaráðuneytið
skipar starfshóp til að meta stöðuna
Lilja
Alfreðsdóttir
Nýstúdentar Útskriftarathöfn MR
fór fram fyrir rúmum mánuði.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
„Ég held að þetta
sé örugglega
ekki oftalið.
Þetta er semsagt
sú tala sem ég
geymi fyrir sjálf-
an mig,“ segir
Þórarinn Sig-
þórsson tann-
læknir, betur
þekktur sem Tóti tönn, m.a. í viðtali
í nýjasta hefti Sportveiðiblaðsins.
Eggert Skúlason ræðir við Tóta,
sem varð áttræður í byrjun þessa
árs. Fram kemur í viðtalinu að Tóti
sé samkvæmt eigin bókhaldi búinn
að veiða 20.511 laxa um ævina.
Hann segist halda eigið bókhald
sem hann uppfæri í lok hvers veiði-
tímabils. Árið 2001 stóð talan í um
16 þúsund löxum.
Tóti veiðir ekki lax aðeins í ís-
lenskum ám. Hann hefur heimsótt
lönd á borð við Rússland, Noreg og
Skotland, svo dæmi séu nefnd.
Af öðru efni í Sportveiðiblaðinu,
sem Gunnar Bender ritstýrir að
vanda, má nefna viðtal við stór-
söngvarann Kristján Jóhannsson,
sem er forfallinn veiðimaður.
Einnig er viðtal við Jón Þór
Ólafsson, nýjan formann Stanga-
veiðifélagsins Reykjavíkur, og
Höskuldur Birkir Erlingsson lýsir
reynslu sinni við maríulaxinn.
Tóti tönn búinn
að landa meira en
20.500 löxum Útsalan
hafin
40-50%
afsláttur
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is
RayBan 3025 sólgleraugu
kr. 24.900,-
Sumarið er hér
Frábært
verð á glerjum
Einfókus gler
Verð frá kr. 16.900,-
Margskipt gler
Verð frá kr. 41.900,-
Gleraugnaverslunin Eyesland býður mikið úrval af
umgjörðum á góðu verði – og þú færð frábæra þjónustu.
Verið velkomin!
Tvíhliða samskipti Íslands og
Danmerkur, öryggismál og leið-
togafundur Atlantshafsbandalags-
ins í næstu viku voru meðal um-
ræðuefna á fundi Guðlaugs Þórs
Þórðarsonar utanríkisráðherra og
Anders Samuelsens, utanríkis-
ráðherra Danmerkur, sem fram
fór á öryggissvæðinu á Keflavík-
urflugvelli í gær.
Málefni norðurslóða og fyrir-
huguð formennska Íslands í norð-
urskautsráðinu og Brexit voru
ennfremur á dagskrá fundar, en
Samuelsen er staddur hér á landi í
vinnuheimsókn og mun meðal ann-
ars kynna sér varnartengda starf-
semi Landhelgisgæslunnar.
„Samstarf Íslands og Danmerk-
ur er einkar náið og nær yfir flest
svið utanríkismálanna. Þannig hef-
ur það verið og mun verða áfram,
og ánægjulegt að taka á móti ut-
anríkisráðherra Danmerkur á 100
ára afmælisári fullveldis Íslands
sem dönsk stjórnvöld taka þátt í
með ýmsum hætti,“ er haft eftir
Guðlaugi Þór í frétt frá ráðuneyt-
inu. Í gærmorgun átti Guðlaugur
Þór ennfremur fund með Zhang
Qingli, varaforseta kínverska ráð-
gjafaþingsins, sem er staddur hér
á landi. Ráðherra ræddi samskipti
ríkjanna við Zhang, þ.m.t. verslun
og viðskipti, væntanlega for-
mennsku Íslands í norðurskauts-
ráðinu, hugmyndir um beint flug
milli landanna og fleira. Einnig
var rætt um málefni Norður-
Kóreu og áætlun Kínverja um
belti og braut (e. Belt and Road
Initiative).
Ræddu tvíhliða samskipti
Utanríkisráðherra Dana fundaði með Guðlaugi Þór