Morgunblaðið - 03.07.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.07.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2018 Björn Bjarnason gerir að umtals-efni á heimasíðu sinni að jafn- aðarmannaflokkar á Ítalíu, í Frakk- landi, Þýskalandi og víðar séu ekki nema svipur hjá sjón um þessar mundir og megi meðal annars rekja það til veikburða stefnu þeirra í út- lendingamálum. Jafnaðarmenn í Danmörku hafi þó sótt í sig veðrið und- ir forustu Mette Frederiksen með harðri afstöðu í útlendingamálum og nú leiðbeini hún formönnum annarra jafnaðar- mannaflokka í Evrópu um mótun útlendingastefnu. Niðurstaða fund- ar hennar með leiðtogum flokk- anna í Hollandi, Belgíu, Austurríki og Ítalíu hafi verið „að banna ætti hælisleitendum að fara á milli Evr- ópulanda með umsóknir sínar, þeir ættu að fara í búðir utan Evrópu og sækja um hæli þaðan. Mette Frede- riksen segir að í þessu felist þátta- skil í stefnumótun forystumanna jafnaðarmanna“.    Björn bætir við: „Hér náðist ásínum tíma sátt allra þing- flokka um útlendingastefnu og lög sem voru svo „nútímaleg“ að það þótti sérstakur gæðastimpill að orðið „hælisleitandi“ var afmáð úr lagasafninu! Nú sækja menn ekki um hæli á Íslandi heldur „alþjóð- lega vernd“. Milljörðum króna er varið til að standa undir kostnaði við dvöl hundraða eða þúsunda hælisleitenda sem fá aldrei jákvæða afgreiðslu á umsóknum sínum sé lögum og reglum fylgt. Alþingis- menn leggja lykkju á leið sína við veitingu ríkisborgararéttar til fólks sem embættismenn neituðu um hæli.“    Pistlinum lýkur Björn með þarfriábendingu: „Þessi mál hafa ekki orðið að sérstöku átakaefni í íslenskum stjórnmálum. Reynslan frá meginlandi Evrópu sýnir að pólitísku áhrifin eru síðbúin.“ Björn Bjarnason Hin síðbúnu pólitísku áhrif STAKSTEINAR Veður víða um heim 2.7., kl. 18.00 Reykjavík 8 súld Bolungarvík 11 skýjað Akureyri 12 alskýjað Nuuk 5 skýjað Þórshöfn 11 skúrir Ósló 24 heiðskírt Kaupmannahöfn 22 heiðskírt Stokkhólmur 17 heiðskírt Helsinki 15 skúrir Lúxemborg 26 heiðskírt Brussel 27 heiðskírt Dublin 22 léttskýjað Glasgow 19 heiðskírt London 26 léttskýjað París 29 heiðskírt Amsterdam 24 heiðskírt Hamborg 24 heiðskírt Berlín 24 heiðskírt Vín 22 heiðskírt Moskva 20 heiðskírt Algarve 23 léttskýjað Madríd 27 léttskýjað Barcelona 28 léttskýjað Mallorca 28 léttskýjað Róm 28 léttskýjað Aþena 31 heiðskírt Winnipeg 21 léttskýjað Montreal 30 léttskýjað New York 25 þoka Chicago 24 léttskýjað Orlando 27 þoka Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 3. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:11 23:55 ÍSAFJÖRÐUR 2:04 25:11 SIGLUFJÖRÐUR 1:39 25:02 DJÚPIVOGUR 2:27 23:37 TE N G IT A U G A R Fallvarnarbúnaður Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Fjölbreytt og gott úrval til á lager Námskeið um fallvarnir fyrir viðskiptavini Skoðanir og eftirlit á fallvarnarbúnaði FA LLB LA K K IR BELTI Bandarískur ferðamaður sem fannst illa slas- aður í Lækjar- götu aðfaranótt laugardags lést á sjúkrahúsi. Talið er að ferðamað- urinn hafi fallið af húsþaki í göt- unni og þannig beðið bana. Veg- farendur á svæðinu heyrðu dynk, komu auga á manninn í slæmu ásigkomulagi á götunni og hringdu bæði í sjúkrabíl og á lögregluna. Enginn varð vitni að atvikinu og maðurinn var einn á ferð. Jóhann Karl Þórisson aðstoðar- yfirlögregluþjónn staðfesti at- burðarásina í samtali við mbl.is og sagði einnig að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði málið til rannsóknar. Fáar upplýsingar hafa verið gefnar um hinn látna. Ekki er vit- að hvað maðurinn var að gera á þaki hússins þaðan sem hann datt. Maðurinn fæddist árið 1992 og hefur því verið á bilinu 25-26 ára gamall þegar hann lést. Látinn eftir fall af húsþaki  Hinn látni 25 ára Bandaríkjamaður Fall Maður fannst látinn á götunni. Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Þriggja ára samningaviðræðum milli Íslands, Grænlands og Noregs lauk í síðustu viku með undirritun nýs samnings um hlutdeild í loðnukvóta milli ríkjanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Nær engin loðna er lengur veidd nema í lögsögu Íslands og ekki hefur hún verið veidd að sumri í mörg ár. Sam- kvæmt samningnum fær Ísland 80% loðnukvótans, Grænland 15% og Noregur 5%. Að flestu leyti er nýi samningurinn, sem byrjað var að semja um 2016, áþekkur hinum fyrri. Engar breytingar verða á magni kvótans sem Grænlendingum og Norðmönnum er úthlutað í heim- ildinni frá eldri samningi sem gerður var árið 2003. Grænlendingar fá þó nú leyfi til að veiða með þremur vinnsluskipum innan íslenskrar lög- sögu í stað tveggja. Samkvæmt til- kynningunni ríkir samstaða milli landanna þriggja um að fara að ráð- gjöf og stunda ábyrgar veiðar. Al- þjóðahafrannsóknaráðið (ICES) staðfesti að núverandi aflaregla stæðist kröfur um sjálfbærnismark- mið og varúðarsjónarmið. Samningurinn er ekki bundinn neinum tímamörkum en aðildarríkin geta sagt honum upp með einnar vertíðar fyrirvara. Samið um skiptingu loðnukvóta  Ísland fær 80% loðnukvótans, Grænland 15% og Noregur fimm prósent Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Kvóti Loðnuflokkun á Seyðisfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.