Morgunblaðið - 03.07.2018, Page 4

Morgunblaðið - 03.07.2018, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2018 Sterkir í stálinu Skipastál • Lunningajárn • Bakjárn Kælirör • Fíber- og galvanhúðaðar ristar Svört- og ryðfrí rör og fittings Ál • Ryðfrítt stál • PVC plötur POM öxlar • PE plötur Lokar af ýmsum gerðum Opið virka daga kl. 8-17 Skútuvogi 4, Rvk Rauðhellu 2, Hafnarfirði Sími 568 6844 | ga@ga.is | ga.is Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Brunavörnum á tjaldsvæðinu í Laugardal er ábótavant. Þetta eru niðurstöður úr eldvarnaskoðun Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæð- inu. „Það er bara allt í rugli þarna,“ segir Sigurmar Davíð Gíslason sem hefur búið á tjaldsvæðinu síðan í september. Reglum Mannvirkja- stofnunar er ekki fylgt eftir. „Regl- urnar segja að það eigi að vera fjór- ir metrar á milli húsbíla og hjólhýsa en þeir eru gjarnan svo nálægt að fólk kemur nánast upp í rúm hjá manni,“ segir Sigurmar. Mikið plast eldfimt Að sögn Bjarna Kjartanssonar, sviðsstjóra forvarnasviðs Slökkvi- liðsins á höfuðborgarsvæðinu, get- ur eldur breiðst hratt á milli hús- bíla og húsvagna. „Það er mikið plast í þeim og þeir einangraðir með einhverju frauðplasti svo eld- urinn getur ferðast mjög hratt,“ segir Bjarni. „Það er ekkert við- vörunarkerfi í bíl A sem varar sof- andi fólk í bíl B við ef eldur kemur upp.“ Sigurmar kveðst ósáttur við ástandið og hefur kvartað vegna þess til starfsfólks tjaldsvæðisins. „Ég er búinn að tala við þau nokkr- um sinnum en það er aldrei neitt gert í málinu,“ segir Sigurmar en hann bendir jafnframt á að ástandið hafi ekki verið svona í vetur. „Nú í sumar er bara tekið endalaust inn á svæðið og ekkert spáð í það hvort pláss sé fyrir fólk eða ekki.“ Hefur áhrif á tryggingar Eftir því sem Sigurmar kemst næst hefur nálægð húsbílanna áhrif á tryggingar hans. „Ef ekki er hugsað um bilið á milli húsbílanna getur það orðið til þess að trygging- arnar mínar falli úr gildi og ég fengi ekkert bætt ef kviknaði í.“ Oddvar Haukur Árnason, rekstr- arstjóri Hostelling International Iceland, fyllir þessa dagana skarð framkvæmdastjóra tjaldsvæðisins í Laugardal. Hann segir að brugðist verði við athugasemdum slökkvi- liðsins en það geti verið snúið. „Við reynum að gera okkar besta, förum á milli bíla og biðjum fólk að færa sig ef það þarf, en fólk er ekkert alltaf við og við getum ekki verið að draga bílana.“ Oddvar segir ekki of mikið af fólki á tjaldsvæðinu en huga þurfi að plássi fyrir húsbíla. „Litlum húsbílum á tjaldsvæðinu hefur fjölgað mjög. Svæðið sjálft er nokkuð stórt en það mætti auðvitað stækka þann hluta sem er ætlaður bílum. Það er nokkuð sem Reykja- víkurborg þarf að samþykkja því hún á svæðið.“ Morgunblaðið/Eggert Laugardalur Pláss á milli húsbíla á að vera að minnsta kosti fjórir metrar. Þessu er ábótavant á tjaldsvæðinu. Eldur gæti breiðst hratt á milli húsbíla og húsvagna  Of lítið bil á milli húsbíla á tjaldsvæði í Laugardal Ósáttur Sigurmar hefur ítrekað kvartað yfir fjarlægð á milli húsbíla. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Stjórnvöld verða að bregðast við versnandi stöðu framleiðslufyrir- tækja með skýrri atvinnustefnu. Annars er hætta á að fleiri fram- leiðslufyrirtæki og störf fari úr landi. Þetta segir Sig- urður Hannes- son, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðar- ins. Það sé að koma á daginn að íslenskt hagkerfi standi ekki undir svo háum launum nema framleiðni aukist. „Það er hætt við að iðnaður sem fer úr landi komi ekki aftur. Fram- leiðslufyrirtæki hafa verið að hag- ræða og segja upp fólki í vetur. Það segir sína sögu þegar fyrirtæki vilja annaðhvort færa hluta starfseminn- ar utan eða telja sig ekki geta keppt við erlenda keppinauta vegna þess hversu hár innlendur kostnaður er orðinn. Laun og vaxtakostnaður eru lægri erlendis, sem og skattar og tryggingagjald. Þessi skilyrði eru erfið fyrir ný fyrirtæki sem og þau eldri. Hættan er sú að ný fyrirtæki verði síður til,“ segir Sigurður. Aðeins fjölgað um 1% Máli sínu til stuðnings bendir Sig- urður á að hægt hafi á vexti fram- leiðsluiðnaðar í fyrra. Launþegum í greininni hafi þá aðeins fjölgað um 1% en um rúm 3% 2016. Þessi þróun hafi haldið áfram í ár. Störfum í framleiðslugreinum fjölgi mun hæg- ar en í öðrum iðnaði. Gengi krónunnar hafi hækkað mikið í þessari efnahagsuppsveiflu og laun hækkað mun meira en í lönd- um helstu keppinauta (sjá graf). Sigurður segir að launakostnaður á Íslandi, mældur í erlendri mynt, sé orðinn einn sá allra hæsti í OECD- ríkjunum. Segir hann laun í iðnaði hafa hækkað um 47% á Íslandi frá 2010 en um 36% heilt yfir sem sé mun meiri hækkun en í öðrum iðn- ríkjum á þessu tímabili. Hækkunin komi í kjölfar mikillar hækkunar á gengi krónunnar. Sveiflurnar í starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja hafi því verið allt of miklar. Það komi niður á samkeppnishæfni og vexti framleiðni og grafi þannig undan forsendum lífskjarabata. Samhæfi stefnumótunina „Samtök iðnaðarins hafa kallað eftir atvinnustefnu stjórnvalda sem felur í sér samhæfingu á allri þeirri stefnumótun sem fram undan er. Varðandi m.a. nýsköpun, menntamál og orkumál. Vel hefur tekist til á undanförnum árum og losun hafta gerbreytti stöðunni til hins betra. Losun hafta var skil við fortíðina en það á eftir að skapa skilyrði til fram- tíðar og þess vegna köllum við eftir skýrri atvinnustefnu,“ segir hann. Meðal annars kalli Samtök iðnað- arins eftir skattalækkunum. Brýnt sé að lækka tryggingagjald. Fyrirtækin að fara úr landi Morgunblaðið/Golli Iðnaður Að sögn SI hefur störfum í framleiðsluiðnaði, utan fiskvinnslu, aðeins fjölgað um rúmt þúsund frá 2013, úr tæpum 16 þús. í rúm 17 þús.  Samtök iðnaðarins segja framleiðslufyrirtækin ekki lengur samkeppnishæf  Laun í iðnaði og þjónustu á Íslandi séu nú þau önnur hæstu innan OECD-landa Sigurður Hannesson Meðallaun á mánuði Meðallaun í ísl. kr. í iðnaði og þjónustu, einstaklingur (án barna) í fullri vinnu Lönd innan OECD árið 2017 Sviss Ísland Noregur Lúxemborg Ástralía Danmörk Holland Þýskaland Belgía Bandaríkin Austurríki Svíþjóð Finnland Bretland Japan Frakkland Nýja Sjáland Ísrael Írland Kórea Meðaltal Kanada Ítalía Spánn Grikkland Slóvenía Portúgal Eistland Tékkland Pólland Ungverjaland Slóvakía Lettland Tyrkland Mexíkó 777.460 741.976 622.385 588.282 569.965 558.367 511.376 496.725 475.373 471.505 461.837 453.521 441.841 437.641 412.384 387.557 372.111 365.803 365.217 362.970 361.217 354.439 309.770 266.541 209.804 189.888 180.740 148.765 135.608 116.918 116.247 114.770 109.539 98.385 55.664 Heimild: OECD Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is „Þetta er eins og að próflaus maður keyri bíl alveg átölulaust. Það má hver sem er keyra bíl en maður þarf þó próf til að keyra.“ Þetta sagði Gunnlaugur Stefánsson, for- maður Veiði- félags Breiðdæla, um laxeldi sem viðgengst nú í opnum sjókvíum á vegum Fiskeld- is Austfjarða ehf. í Berufirði. Veiði- félag Breiðdæla hélt aðalfund sinn í Eyjum í Breiðdal á föstudaginn síðastliðinn og sendi í kjölfarið frá sér kröftug mótmæli gegn eldisiðju Fiskeldis Austfjarða og Laxár Fiskeldis ehf. Jafnframt skoraði félagið á stjórnvöld að grípa til aðgerða gegn þeim og hafa sjón- armið um náttúruvernd að leiðar- ljósi. Í ályktun veiðifélagsins kemur fram að eldisiðjan í Berufirði starfi án stöðvarskírteinis auk þess sem búnaður hennar og umgjörð byggist á undanþágum frá gömlum reglum. Laxeldisfélaginu hafi ekki verið veitt neitt leyfi til þess að nýta frjóan fisk af erlendum uppruna til laxeldis né hafi það leyfi til að losa fosfór í sjóinn með þeim hætti sem gert er. Allt þetta brjóti í bága við lög og dragi úr trúverðugleika þeirra stofnana sem eiga að veita starfseminni aðhald. „Það blasir við að eftirlitskerfið er í molum. Það er ekki tekið alvarlega,“ sagði Gunnlaugur í samtali við Morgunblaðið. Gunnlaugur segir reynsluna af fiskeldi í opnum sjókvíum erlendis alls staðar hafa verið neikvæða. Það hafi jafnan í för með sér skaðvæn- lega erfðablöndun, mengun, lúsafár og sjúkdómasmit. Enn fremur gagn- rýnir ályktun félagsins að laxeldis- leyfið hafi verið veitt „nánast ókeyp- is“ þótt sambærilegt leyfi upp á 6.000 tonn hefði kostað um 15,4 millj- arða í Noregi. „Eftirlitskerfið er í molum“  Laxeldi í opnum sjókvíum mótmælt Gunnlaugur Stefánsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.