Morgunblaðið - 03.07.2018, Side 6

Morgunblaðið - 03.07.2018, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2018 Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is „MSC Meraviglia er stærsta skemmtiferðaskip sem hefur komið til Íslands og með flesta farþega,“ segir Íris Hrund Jóhannsdóttir, verkefnastjóri hjá Gáru ehf. skipa- miðlun. Gára sér um móttöku skipsins og 2.500 manna áhafnar þess, auk öryggismála. Skemmtiferðaskipin tvö, hið risavaxna MSC Meraviglia og Queen Victoria, sem er talið með- alstórt, lögðu að við Skarfabakka í Sundahöfn á sunnudag, líkt og fram kom í blaðinu í gær. Alls voru um 6.500 farþegar um borð í skip- unum og áhafnarmeðlimir um 3.500. Háannatíminn í móttöku skemmtiferðaskipa er á sumrin, að sögn Írisar. Gára tók á móti skip- inu Magellan í mars og tekur fyr- irtækið við síðasta skemmtiferða- skipi ársins í október. Queen Victoria, eða „Gamla drottningin“, tekur 1.971 farþega og er tíður gestur á Íslandi. Hún hélt fyrst til Akureyrar í ferð sinni núna, kom við á Ísafirði og endaði svo í Sundahöfn á sunnudag við hlið MSC Meraviglia. Hins vegar er MSC Meraviglia nýtt skip sem kom nú í annað sinn til Íslands og tekur talsvert fleiri farþega eða um 4.600. Skemmtiferðaskipið kom til Akur- eyrar 29. júní, Ísafjarðar 30. júní og loks til Reykjavíkur 1. júlí. „Þetta er risastórt skip. Það kemur þrisvar í ár og þetta var í annað skipti sem það kemur til Reykjavíkur, svo snýr það aftur í ágúst,“ segir Íris. 70 hópar farþega á land „Þetta er undirbúningsvinna sem er búið að vinna ár fram í tímann og svo er farið yfir lokaskipulagið vikuna áður en skipið kemur,“ seg- ir Anna B. Gunnarsdóttir, deildar- stjóri skipadeildar Atlantik. Far- þegar MSC Meraviglia eru að mestu leyti erlendir ferðamenn og sér Atlantik um móttöku þeirra. Um 70 ferðamannahópar, um þrjú þúsund manns, fóru frá skip- inu á sunnudaginn síðasta í stuttar skoðunarferðir um landið en skipið lá í Sundahöfn í um 11 tíma. Morgunblaði/Arnþór Birkisson Skemmtiferðaskip „Gamla drottningin“, Queen Victoria, við Skarfabakka og MSC Meraviglia þar fyrir aftan. Tekið á móti tveimur skemmtiferðaskipum  MSC Meraviglia og Queen Victoria með um 6.500 farþega Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Stakkberg ehf., dótturfélag Arion banka og eigandi kísilverksmiðj- unnar í Helguvík, hefur óskað eftir umsögnum um drög að nýrri mats- skýrslu fyrir verksmiðjuna. Til stendur að ræsa ljósbogaofna verk- smiðjunnar að nýju en rekstur var stöðvaður með ákvörðun Umhverf- isstofnunar hinn 1. september 2017. Í kjölfarið keypti Stakkberg ehf. kísilverksmiðjuna í Helguvík af þrotabúi verksmiðjunnar, sem var áður í eigu Sameinaðs sílikons hf. Í tillögu að matsáætlun er gerð grein fyrir fyrirhuguðum úrbótum á verksmiðjunni, sem munu hafa áhrif á nokkra umhverfisþætti sem fjallað var um við mat á umhverfisáhrifum kísilverksmiðjunnar á sínum tíma. Í tilkynningu frá Stakkbergi ehf. kemur fram að félagið hyggist framleiða kísil eins og undanfari þess, eða allt að 100.000 tonn af kísli á ári í fjórum ljósbogaofnum. „Fyrsta skref í ferli mats á um- hverfisáhrifum er að framkvæmdar- aðili vinnur tillögu að matsáætlun. Í áætluninni er fyrirhugaðri fram- kvæmd og framkvæmdasvæði lýst. Greint er frá helstu áhrifaþáttum framkvæmdarinnar og á hvaða um- hverfisþætti verður lögð áhersla í mati á umhverfisáhrifum,“ segir í tilkynningu frá Stakkbergi. Ræsing ekki líkleg fyrr en 2020 Karen Kjartansdóttir, talsmaður Stakkbergs, segir að ferlið verði tímafrekt og stendur til að vanda til verka áður en kísilverksmiðjan verður ræst að nýju. „Þetta ferli er tímafrekt af því að það er ekki verið að plástra neitt heldur fara mjög langa leið þannig að þetta sé vandað ferli. Það er ekki hægt að segja með neinni vissu að þetta fari í gang fyrr en í fyrsta lagi haustið 2020,“ segir Karen og bætir við að Stakkberg búist við mörgum umsögnum við matsáætlunina. „Þetta eru drög að tillögu að matsáætlun og það er ósk- að eftir athugasemdum og búist við mörgum. Það verður tekið tillit til þeirra. Það er ekki ætlunin að spara í neinu skrefi í þessu ferli. Svo er ætlunin að halda íbúafund í lok sum- ars.“ Hægt er að skila umsögnum til Stakkbergs til 10. júlí 2018. Stendur til að selja kísilverið Haraldur Guðni Eiðsson, for- stöðumaður samskiptasviðs Arion banka, segir áform bankans um að selja verskmiðjuna óbreytt. „Við er- um annars vegar að huga að sölu verksmiðjunnar – það gæti tekið skamman tíma og það getur tekið lengri tíma – og svo erum við á sama tíma að undirbúa þær úrbæt- ur sem þarf að gera,“ segir Har- aldur. Morgunblaðið/RAX Kísilverksmiðja Til stendur að koma öllum fjórum ofnunum í gang. Undirbúa ræs- ingu kísilversins í Helguvík að nýju  Boða til íbúafundar í lok sumars Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Reynist niðurstöðurnar réttar þá er þetta elsta staðfesta dæmi um manngerðan helli á Íslandi,“ segir Kristborg Þórsdóttir, fornleifa- fræðingur hjá Fornleifastofnun Ís- lands, um manngerða hella sem fundust í túninu í Odda á Rang- árvöllum. Niðurstöðurnar sem um ræðir eru fyrstu athuganir jarð- fræðings. Þær eru óstaðfestar en benda til þess að mannvirkið sé afar fornt. „Hellirinn er mögulega frá tí- undu öld og hann hefur líklega ver- ið kominn úr notkun fyrir 1206.“ Þörf á frekari rannsóknum Kristborg segir að um allt Suður- land hafi verið búnir til hellar til þess að nota í ýmiss konar tilgangi. Hún segir óvíst hvaða tilgangi hell- irinn í Odda þjónaði en ólíklegt sé að búið hafi verið í honum. „Við er- um bara búin að vera þarna í þrjá daga og það þarf að rannsaka þetta miklu betur.“ Kristborg vonast til þess að hægt verði að rannsaka hellinn meira næsta sumar. „Við höfum ekki fengið fjármagn fyrir frekari rannsóknir en við vonumst til að fá það eftir að við gerðum þessa uppgötvun og að við getum þá farið á fullt næsta sumar.“ Manngerðir hellar hafa lítið verið rannsakaðir hérlendis en í Odda eru ógrynni af þeim, að sögn Krist- borgar. „Sumir þeirra eru þekktir og aðrir ekki, hluti af þessari rann- sókn snýst um að reyna að kort- leggja þessa hella og átta sig á því hversu víða þeir hafa verið, hvenær þeir hafa farið úr notkun og hvers vegna. Aðferðafræðina sem við not- um við þessa rannsókn verður svo hægt að nota annars staðar í fram- tíðinni.“ Búið er að loka svæðinu við hell- inn og því ekki leyfilegt að skoða hann sem stendur. Eins og Morg- unblaðið hefur áður greint frá er fornleifarannsóknin í Odda á veg- um Oddafélagsins og er fyrsta skrefið í Oddarannsókninni sem fé- lagið stendur að. Oddafélagið er áhugafélag um endurreisn fræða- seturs í Odda á Rangárvöllum. Mögulega elsti mann- gerði hellirinn á Íslandi  Manngerður hellir í Odda er líklega frá tíundu öld Ljósmynd/Fornleifastofnun Íslands Forn Hellirinn er merkur fundur, sérstaklega ef það reynist satt að hann sé elsti manngerði hellir landsins en niðurstöður jarðfræðings benda til þess. Bjarni Bragi Jónsson, fv. aðstoðarbankastjóri Seðlabanka Íslands og fv. hagfræðilegur ráðu- nautur bankastjórnar Seðlabankans, lést á hjúkrunarheimilinu Grund að morgni sunnudagsins 1. júlí síðastliðinn, rétt tæp- lega níræður að aldri. Bjarni Bragi fæddist í Reykjavík 8. júlí árið 1928, sonur Jóns Hall- varðssonar, sýslu- manns í Stykkishólmi og hrl. í Reykjavík, og Ólafar Bjarnadóttur, húsmóður í Stykkishólmi og Reykjavík og síðar iðnverkakonu í Reykjavík. Systkini Bjarna Braga eru öll látin en þau voru Baldur, Sigríður og Svava. Bjarni Bragi lauk stúdentsprófi frá MR 1947, viðskiptafræðiprófi frá HÍ 1950, stundaði framhalds- nám við Háskólann í Cambridge í Englandi 1957-59 og fór í náms- og kynnisferðir til ýmissa erlendra og alþjóðlegra hagstofnana. Hann var skrifstofumaður hjá Olíuverslun íslands 1947-50, fulltrúi í útflutningsdeild SÍS 1950-55, fulltrúi í hagdeild Framkvæmda- banka Íslands 1955-57 og 1960-62, ritstjóri tímarits bankans, Úr þjóð- arbúskapnum 1962-66, ráðgjafi í OEEC (OECD) National Accounts Division 1959-60, deildarstjóri þjóðhagsreikningadeildar Efna- hagsstofnunarinnar árin 1962 til 1969. Bjarni Bragi var forstjóri Efna- hagsstofnunarinnar 1969-71, fram- kvæmdastjóri áætl- anadeildar Fram- kvæmdastofnunar ríkisins 1972-76, hag- fræðingur Seðla- banka Íslands 1976- 83, aðstoðarbanka- stjóri 1983-94 og hagfræðilegur ráðu- nautur bankastjórn- arinnar 1994-98 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Þá var Bjarni Bragi stundakenn- ari í hagrannsóknum, þjóðhags- reikningum og áætlunum við við- skipta- og hagfræðideild HÍ 1966-67 og 1974-80. Hann ritaði jafnframt fjölmargar greinar um efnahagsmál. Má þar nefna grein sem hann skrifaði árið 1975 sem bar heitið „Auðlindaskattur, iðnþróun og efnahagsleg framtíð Íslands“. Þar komu fyrst fram hug- myndir um auðlindagjald sem enn er tekist á um í dag. Eftirlifandi eiginkona Bjarna Braga er Rósa Guðmundsdóttir, f. 1930, B.Ed. og kennari. Börn þeirra eru Jón Bragi, f. 15.8. 1948, d. 3.1. 2011, Ph.D. í efnafræði og prófessor við HÍ, Ólöf Erla, f. 20.5. 1954, keramikhönnuður og kennari við Myndlistarskólann í Reykjavík, og Guðmundur Jens, f. 4.9. 1955, lyfjafræðingur hjá Actavis. Andlát Bjarni Bragi Jónsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.