Morgunblaðið - 03.07.2018, Page 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2018
Líney Sigurðardóttir
lineysig@simnet.is
Ísundlaugina í Reykjarfirðirennur hveravatn sem er um52 stiga heitt og hafa margirnotið þess í gegnum árin átta-
tíu. Laugin var formlega vígð 2. júlí
árið 1938 og á sér alllanga sögu.
Fjölskyldan í Reykjarfirði hélt upp
á tímamótin í gær og minntist bar-
áttu forfeðra sinna fyrir gerð sund-
laugarinnar, sem var töluvert átak á
sínum tíma. Jörðin Reykjarfjörður
hefur verið í eigu sömu ættarinnar
frá árinu 1906 og núverandi eig-
endur jarðarinnar eru afkomendur
bræðranna Jóhannesar, Guðfinns og
Ragnars Jakobssona.
Erla dóttir Jóhannesar segir að
faðir hennar hafi á sínum tíma verið
ötull baráttumaður fyrir sundlaug-
argerð í Reykjarfirði.
„Pabbi var aðeins tólf ára þegar
hann heyrði fyrst talað um sund-
laugar en það var árið 1929 þegar
maður að nafni Stefán Guðmunds-
son kom heim í Reykjarfjörð og
sýndi krökkunum sundtökin, en
heitar uppsprettur eru víða í Reykj-
arfirði. Pabbi fékk þegar brennandi
áhuga á sundlaugarbyggingu og
með hann fremstan í flokki hófust
unglingarnir í Reykjarfirði handa
við að hlaða stíflugarð fyrir afrennsli
volgrar tjarnar og stækkuðu hann
með því að stinga úr bökkunum.
Þannig varð til allgóð sundlaug þar
sem hægt var að æfa sundtökin og
sagði hann þeim til í pollinum sem
nefndist Moldarlaug.“
Þeir létu ekki hugfallast
Sundnámið gekk svo vel að
fljótlega fannst þeim Moldarlaugin
of lítil. Þá datt þeim það snjallræði í
hug að hlaða stífluvegg í lækjar-
farveginum sem var um 3,5 m á
lengd og röskur metri á hæð og
samsvarandi að breidd. Bakkafullur
var farvegurinn 16 m langur og 3,5
m á breidd og mesta dýpt um 3
metrar. Þótti hinn mesti munur að
geta farið í svo djúpan poll sem við
hæfi þótti að nefna sundlaug en ekki
Moldarlaug. En náttúruöflin láta
ekki að sér hæða og þegar Ósinn,
jökuláin, hljóp fram og yfir sund-
laugina, þá brast stíflan. Sundmenn-
irnir létu þó ekki hugfallast og end-
urbyggðu stífluna eftir hvert hlaup.
Frumkvæði Jóhannesar og
unglinganna barst út um sveitirnar.
Á sýslufundi 1935 fór séra Jón-
mundur Halldórsson, prestur í
Grunnavík, þess á leit við sýslunefnd
að veita styrk til endurbóta á sund-
laug í Reykjarfirði og til sund-
kennslu. Var samþykkt að veita 100
krónur í styrk og hvatti Jónmundur
þá Jóhannes til að lagfæra sund-
laugina og vildi ráða hann sem sund-
kennara. Það varð úr að gamla
sundlaugin var lagfærð og lengd í 25
metra.
„Jóhannes faðir minn fór í
Reykjanesskólann árin 1936 og
1937, þrjá mánuði í senn og æfði
hann stíft sund og fékk leiðsögn um
sundkennslu. Eftir námskeiðið
vaknaði áhugi hjá honum á að
byggja varanlega sundlaug. Séra
Jónmundur hafði haft orð á því að
þilja að innan moldarveggina í lækj-
arfarveginum með timbri og meira
að segja reiknað út hvað mörg borð
þyrfti, og nægur var rekinn.“ En
bræðurnir Jóhannes og Guðfinnur
Jakobssynir voru ekki sammála því,
þeir vildu byggja sundlaug úr varan-
legu efni og á öruggum stað, þar
sem sundlaugin yrði óhult fyrir
vatnsflóði, en vissulega yrði sund-
laug úr steinsteypu dýr.
Sement flutt með báti
Árið 1937 hitti Jóhannes svo
Vilmund Jónsson, síðar landlækni, á
Arngerðareyri en hann var annar
frambjóðandi N-Ísafjarðarsýslu.
Ræddu þeir um hvort ekki fengist
Enn heillar áttræð
Reykjarfjarðarlaug
Reykjarfjörður er syðsti fjörður Hornstranda og sá sem var lengst í byggð. Friður
og ró, einangrun og ósnortin náttúra er aðalsmerki Reykjarfjarðar. Búskapur
lagðist þar af árið 1963 en strax á vorin fyllist þessi einangraði fjörður af lífi
þegar eigendur jarðarinnar koma til sumardvalar ásamt því að reka þar ferða-
þjónustu. Reykjarfjörður er vinsæll áningarstaður göngufólks og sundlaugin þar
er paradís göngumóðra ferðamanna. Hún varð áttatíu ára í gær, 2. júlí.
Á vígsludegi 1938 Fjöldi gesta mætti á hinn afskekkta stað, eða 73 gestir.
Matthildur og Jakob buðu öllum í mat og kaffi og einhverjir gistu. Á vígslu-
degi hófst fyrsta sundnámskeiðið með 25 nemendum. Hér er hluti þeirra.
Saman Erla Jóhannesdóttir (með rautt hárband) og eiginmaður hennar
Sigurjón Davíðsson (aftan við hana), ásamt dætrunum þremur, tengdason-
um og barnabörnum á góðri stundu í Reykjarfirði. Drangajökull í baksýn.
Slökun Erla, Sigurjón, Orri Þór barnabarn, Þórður og Hrafngerður.
Þörf var bæði á húsaskjóli og fæði fyrir sundnemendur sem komu víða að, alla
leið vestan úr Jökulfjörðum og austur að Gjögri í Strandasýslu. Voru þá sett
upp segl til að klæða veggi smíðaskúrsins og smíðaðar kojur, en Matthildur og
dætur hennar sáu um fæðið. Hvert námskeið stóð yfir í tvær vikur að vori til,
og á milli sundæfinga var farið í leiki og sett upp leikrit. Hefur verið líf og fjör.
Matthildur og dæturnar sáu um að gefa öllum að borða
Börnin komu sum langt að
Moldarlaugin gamla Hlaðin var stíflugarður fyrir afrennsli volgrar tjarnar.
Meira til skiptanna