Morgunblaðið - 03.07.2018, Page 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2018
Merkel. Þá hefði ríkisstjórnin misst
meirihluta sinn á þýska þinginu. Eft-
ir fundinn með Merkel tilkynnti
Seehofer að hann myndi ekki láta
Angela Merkel Þýskalandskanslari
fundaði í gær með Horst Seehofer,
innanríkisráðherra Þýskalands, til
að leysa deilu þeirra um innflytj-
endamál, sem teflt hafði lífi ríkis-
stjórnarinnar í hættu. Að sögn
Seehofers féllst Merkel á strangara
landamæraeftirlit eftir fundinn.
Ekki er þó víst að sósíaldemókratar,
SPD, sem eru í stjórninni, sætti sig
við málamiðlunina.
Seehofer hótaði því í síðustu viku
að hann myndi segja af sér ráð-
herraembætti, sem og víkja úr for-
mannsstól CSU, systurflokks kristi-
legra demókrata í Bæjaralandi, ef
ekki tækist að finna málamiðlun á
deilunni. Talið var að sú niðurstaða
hefði getað leitt til þess að sam-
flokksmenn Seehofers í ríkisstjórn-
inni segðu einnig af sér og slitu um
leið bandalagi sínu við CDU, flokk
verða af því að segja af sér . Seeho-
fer var vígreifur í aðdraganda fund-
ar síns með Merkel. „Ég mun ekki
leyfa mér að vera rekinn af kanslara
sem situr þar bara vegna mín,“ sagði
hann við Süddeutsche Zeitung,
helsta dagblað Bæjaralands, þar
sem CSU hefur farið með völdin
undanfarna áratugi.
Andrea Nahles, formaður Sósíal-
demókrataflokksins, fordæmdi í gær
tilraunir Seehofers til þess að
„kúga“ ríkisstjórnina til hlýðni og
sagði hún að CSU-flokkurinn væri á
„háskalegu egóflippi sem er að lama
Þýskaland og Evrópu“.
Sækjast ekki eftir slitum
Fulltrúar þingflokka CDU og
CSU reyndu fyrir sitt leyti að lægja
öldurnar í gær og lögðu áherslu á að
bandalag flokkanna hefði haldið gildi
sínu í um sjö áratugi. Volker Kaud-
er, formaður sameiginlegs þing-
flokks flokkanna, tilkynnti þannig á
lokuðum fundi þingmanna flokkanna
að þeir myndu áfram standa saman,
og var orðum hans tekið með dynj-
andi lófataki að sögn heimildar-
manna AFP-fréttastofunnar.
Þá voru einnig blikur á lofti um að
samflokksmenn Seehofers myndu
ekki standa með honum. Gerd Müll-
er, ráðherra þróunarmála og með-
limur CSU, sagðist sannfærður um
að bandalag kristilegu flokkanna
héldist og flokkurinn myndi finna
eftirmann Seehofers ef þörf krefði.
Markus Söder, forsætisráðherra
Bæjaralands, gaf einnig til kynna að
CSU myndi vera tilbúinn að láta
Seehofer flakka ef það yrði til að
halda ríkisstjórnarsamstarfinu
áfram. Kannanir benda til þess að
CSU væri rétt við 5% fylgi á lands-
vísu ef kosið væri nú, en það er
þröskuldurinn fyrir flokka til að fá
mann kjörinn á sambandsþingið.
Merkel nær málamiðlun
Angela Merkel Þýskalandskanslari hélt neyðarfund með Horst Seehofer innanríkisráðherra vegna
innflytjendamálanna Seehofer lét af hótun um að segja af sér eftir málamiðlun um landamæraeftirlit
AFP
Vígreifur Horst Seehofer mætir til fundar síns með Angelu Merkel.
Fjölskyldumeðlimur eins af tólf drengjum sem festust í
helli í Taílandi fyrir níu dögum sýnir hér brosandi ljós-
mynd, sem einn af björgunarmönnum drengjanna tók
af þeim eftir að þeir fundust allir heilir á húfi ásamt
þjálfara sínum. Gleðin leyndi sér ekki meðal fjöl-
skyldna drengjanna, sem höfðu beðið í von og óvon eft-
ir að þeir myndu finnast. Meira en þúsund manns tóku
þátt í leitinni að drengjunum.
AFP
Tólf drengir í Taílandi fundnir heilir á húfi eftir langa leit
Níu daga óvissa á enda runnin
Mexíkóskir
hlutabréfamark-
aðir féllu um
meira en eitt pró-
sent í gær í
fyrstu við-
skiptum eftir að
ljóst var að And-
res Manuel Lop-
ez Obrador hefði
verið kjörinn
sem forseti
landsins. Þá féll pesóið, gjaldmiðill
landsins, einnig.
Obrador vann kosningarnar með
53% atkvæða, en hann þykir vera
mjög vinstrisinnaður.
Lofaði Obrador gagngerum
breytingum á efnahag Mexíkó í
kosningabaráttu sinni. Engu að síð-
ur eyddi hann töluverðu púðri á
sunnudaginn til þess að sannfæra
fjárfesta um að stefna hans yrði
ekki fjandsamleg markaðnum.
„Við munum virða sjálfstæði
seðlabankans. Nýja ríkisstjórnin
mun sýna aga í fjármálum og hag-
stjórn,“ sagði Obrador í sigurræðu
sinni, en hann tók þó fram að hann
myndi skera upp herör gegn land-
lægri spillingu í Mexíkó.
Markaðurinn tekur
illa í nýjan forseta
Andres Manuel
Lopez Obrador
MEXÍKÓ
Michael Cohen,
fyrrverandi lög-
fræðingur Don-
alds Trumps
Bandaríkja-
forseta, sendi í
gær frá sér yfir-
lýsingu um að
hollusta sín væri
fyrst og fremst
við fjölskyldu
sína og föður-
land. Gaf hann þannig til kynna
vilja sinn til þess að vinna með sak-
sóknurum sem nú rannsaka að-
draganda forsetakjörs Trumps.
Þóttu ummælin vera til marks
um umskipti af hálfu Cohens, sem
áður hafði sagst reiðubúinn til þess
að „taka byssukúlu fyrir forset-
ann“.
Bandaríska alríkislögreglan FBI
gerði rassíu á heimili og skrifstofu
Cohens í apríl síðastliðnum að fyr-
irmælum Roberts Muellers, sér-
staks saksóknara, en Cohen sætir
nú rannsókn vegna meints brots á
kosningalöggjöf Bandaríkjanna og
mögulegs fjármálamisferlis, en
hann hefur ekki enn verið ákærður.
Sagði Cohen að hann hygðist
hreinsa mannorð sitt og „endur-
heimta líf sitt“.
Cohen gefur til
kynna samvinnuvilja
Michael
Cohen
BANDARÍKIN
Flóttamanna-
stofnun Samein-
uðu þjóðanna
sagði í gær að
um það bil
270.000 manns
hefðu lagt á
flótta í suður-
hluta Sýrlands,
en stjórnarher
landsins hefur með aðstoð Rússa
sótt þar fram á síðustu tveimur
vikum þrátt fyrir að vopnahlé eigi
að heita í gildi.
Mohammad Hawari, fulltrúi
flóttamannastofnunarinnar í Amm-
an, höfuðborg Jórdaníu, sagði að
ástandið væri grafalvarlegt, en um
70.000 af fólkinu sem nú hefur lagt
á flótta hafa leitað skjóls við landa-
mæri Jórdaníu.
Jórdanar hafa hins vegar ekki
hleypt neinum inn og segir ríkis-
stjórn landsins að það ráði ekki við
fleiri en þá 650.000 manns sem nú
þegar hafa leitað hælis innan lands-
ins. Hafa Jórdanar í staðinn sent
hjálpargögn yfir landamærin til
Sýrlands.
270.000
sagðir á
flótta
Jórdanía lokar
landamærum sínum